Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kræi bróðir, nú ert þú farinn frá okkur og þótt þú komir í heimsókn til Grétu og okkar hinna þá skynjum við það ekki alltaf svo vel en þó verð- ur hugur okkar alltaf af og til hjá þér og einnig þinn hjá okkur. Lífið fer ekki alltaf þá braut sem maður vill og þannig var það hjá þér. Mér fannst þú eiga svo margt eftir ógert þannig að ég bjóst við að þú yrðir áfram með okkur, ekki síst þar sem samband okkar var orðið svo náið, nánara en nokkru sinni áður. Tími okkar saman var alltof stuttur en um það fengum við ekki ráðið, tími þinn var víst kominn. Ég óska þér hins besta á nýja heimilinu þínu handan við. Ég vil þakka þér fyrir að vera bróðir minn og ég mun sakna þín en ég veit að þér líður betur þar sem þú ert nú heldur en hér þar sem þetta síðasta ár var þér mjög erfitt, einnig Grétu sem nú hefur misst þig og það er mikill missir. Ég vona og er viss um að hún muni hafa nægan styrk til þess að komast yfir þessa burtför þína með Guðs hjálp og góðra vina, en hún er sem betur fer rík af þeim. Megi Guð blessa og styrkja þig, Grétu og okkur öll. Þinn bróðir, Karl. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Látinn er, eftir ströng og erfið veikindi, kær vinur og traust okkar í fjölskyldunni. Dapur var sá dagur fyrir ári er uppgötvaðist að Gilbert væri með krabbamein. Síðan tók við löng og erfið barátta, sem lauk með ósigri 21. janúar sl. Ætíð var hann sá trausti og sterki sem hægt var að leita til og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum ef eitthvað var að. Tengdaforeldrum sínum var hann einstaklega góður og hjálpsamur og fyrir hans tilstilli gátu þau verið í sveitinni sinni fram á efri ár. Þegar þau voru orðin gömul og farin að kröftum og heilsu stóð þeim heimili Grétu og Gilla opið og voru þau hjá þeim til æviloka. Þegar jörðin okkar var seld byggði Gilli sumarbústað í landi hennar og útbjó þeim hjónum ynd- islegan sælureit. Hann var þar sí- vinnandi við gróðursetningu og fegr- un. Þar ætlaði hann að eiga góða GILBERT SIGURÐSSON ✝ Gilbert Sigurðs-son var fæddur á Þórshöfn á Langa- nesi 11. ágúst 1937. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 21. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Ásrún Hall- dórsdóttir, f. 27. október 1915 og Sig- urður Gíslason, f. 13. janúar 1915, d. 26. ágúst 1999. Bróðir Gilberts er Karl Þor- steinsson, f. 27. apríl 1949. Gilbert kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Grétu Árnadótt- ur, f. 5. október 1940 hinn 11. júní 1964. Hún er frá Tungu í Svína- dal. Útför Gilberts fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. daga í framtíðinni, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Handlaginn var Gilbert með af- brigðum og ótal fallega muni bjó hann til, út- saum, glermuni og tré- verk, sem skreyta heimili þeirra hjóna. Sérstakar þakkir skulu þér færðar, Gilli minn, fyrir alla hjálp sem þú veittir okkur í fjölskyldunni á erfiðum stundum. Þú varst allt- af til taks og sæti þitt verður ekki fyllt. Elsku Gréta mín. Öll höfum við mikið misst en þú þó mest. Sam- rýmdari hjón þekkjast varla. Í minn- ingu hans reynum við öll að styðja þig eins og hægt er. Vertu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún, Tómas, Guðný og Árni. Hver er tilgangurinn með veru okkar á þessari jörð? Þessarar spurningar spurði ég mig þegar ég frétti andlát vinar míns, Gilberts Sigurðssonar, sem lést að kvöldi sunnudagsins 21. janúar sl. eftir erf- ið veikindi síðastliðið ár. Gilbert Sigurðsson var fæddur 11. ágúst 1937. Ég er ekki nógu kunnugur bernsku og uppvaxtarárum Gilberts til að fjalla um þau hér, en langar til að minnast hans hér með nokkrum orðum eins og ég þekkti hann. Gilbert var kvæntur frænku minni, Grétu Árnadóttur frá Tungu í Hvalfjarðarstrandarhrepp, dóttur hjónanna Árna Helgasonar og Jón- ínu Ólafsdóttur sem þar bjuggu. Að Tungu átti Gilbert ófá sporin. Flest- ar helgar ársins og aðrar frístundir sóttu þau Gréta þangað meðan tengdaforeldrar hans ráku þar bú- skap til að létta undir með þeim við bústörfin. Sú hjálp hefur verið ómet- anleg, því ekki var tækninni fyrir að fara á sveitabæjum eins og í dag, og flest störf unnin með handafli. Ekki er að efa að margar vetr- arferðirnar hafa verið erfiðar, því ekki voru samgöngur eins auðveldar þá eins og nú, og veður oft válynd. Eins og flestir Íslendingar stund- aði Gilbert ýmis störf á lífsleiðinni. Hann stjórnaði um skeið jarðýtu við ýmis ræktunarstörf í Borgarfirði og víðar. Um skeið starfaði hann á fasteignasölu hér í Reykjavík. Hann stjórnaði um árabil kranabifreið, þá aðallega við steypuhífingar á bygg- ingarstað og að síðustu starfaði hann við húsaviðgerðir, bæði sjálfstætt og í flokki verktaka. Gilbert var mjög handlaginn, út- sjónarsamur og vandvirkur, og því eftirsóttur til allra verka. Hann var með afbrigðum greiðvikinn og fékk ég, eins og svo margir aðrir, svo sannarlega að njóta þess, ef ég þurfti á hjálp að halda. Um svipað leyti og tengdaforeldr- ar Gilberts hættu búskap byggðu þau Gréta sumarbústað í landi Tungu skammt fyrir ofan gamla bæ- inn. Þau girtu þar af dálítinn land- skika og hófu þar ræktun á ýmsum trjágróðri og blómun. Gilbert hafði mikið yndi af allri ræktun og lagði mikið á sig til að hlúa að öllum gróðri og koma honum upp. Sumarbústaðurinn var þeim hjón- um mikill sælureitur í amstri dags- ins, og reyndu þau að dvelja þar er færi gafst, en frístundir voru oft stopular, því störf í byggingariðnaði og húsaviðgerðum krefjast oft lengri vinnutíma en gengur og gerist. Þau hjón, Gilbert og Gréta, voru miklir vinir vina sinna. Þau lögðu mikla alúð í að heimsækja og að- stoða þá sem stóðu höllum fæti. Óteljandi ferðir fóru þau á elli- og hjúkrunarheimili til að heimsækja frændfólk og vinafólk sem þar dvaldi. Ómetanlegur er sá stuðningur sem þau hafa auðsýnt mér og minni fjölskyldu á erfiðum tímum. Andleg málefni og vangaveltur um tilveruna voru Gilbert mjög hug- leikin. Hann las fjölda bóka og tímarita um þau málefni og allnokkrar um- ræður áttum við saman um þau mál. Hann var sannfærður um að öllum væri ætlað ákveðið hlutverk í þess- um heimi, og hverjum og einum ætl- aður sinn vitjunartími. Einnig að hver og einn uppskæri sem hann sáði. Með þessa fullvissu að leiðar- ljósi er ég sannfærður um að upp- skera Gilberts verður mjög góð að lokinni þessari jarðvist. Þessi fátæklegu orð segja ekki nærri nóg til að tjá þakklæti mitt til Gilberts Sigurðssonar. Hann hefur verið það fastur punktur í tilveru minni og fjölskyldu minnar í gegn- um tíðina að skarð hans verður aldr- ei fyllt. Að lokum vil ég senda móður hans, Ásrúnu Halldórsdóttur, Karli Þorsteinssyni, bróður hans, og eft- irlifandi eiginkonu, Grétu Árnadótt- ur, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og okkar allra á Kambsveginum og vona að almættið veiti þeim styrk núna á erfiðum tímun og í framtíð- inni. Ólafur Ólafsson og fjölskylda. Í norðri sem suðri, í austri sem vestri, í jörðu sem lofti megi þinn guðlegi friður ríkja með öllu sem lífsandann dregur. Megi hið guðlega ljós lýsa í brjósti mér og fylla vitund mína með eldlegum vilja, kærleika og visku. Þessi hugleiðslubæn kemur upp í hug minn er ég minnist Gilberts Sig- urðssonar vinar og sálufélaga, en það var fyrir rúmum þrjátíu árum er kynni mín hófust við þau sæmdar- hjón Gilbert og Grétu og áttum við margt sameiginlegt, þar á meðal bændablóðið sem rann í æðum okkar og átti sveitin alltaf mjög sterk ítök í þeim hjónum sem sýndi sig í því að þau byggðu sér myndarlegan sum- arbústað á æskuheimili Grétu í Tungu í Svínadal og dvöldu þau þar í flestum sínum frístundum svo sem tíminn leyfði. Gilbert var maður sem sjaldan féll verk úr hendi, og var hann handlag- inn mjög eða þúsundþjalasmiður enda ber heimili þeirra hjóna þess merki að þar unnu samheldnar per- sónur. Hjá þeim hjónum var mitt annað athvarf eftir að ég flutti á mölina og var tryggð þeirra og kærleiki í fyr- irrúmi, þangað gat ég alltaf leitað þó á móti blési í mínu lífi, og fyrir það vil ég þakka, því hvað er betra en góðir vinir? Öll þurfum við að ganga í gegnum erfiða tíma bara mismikið, sagt er að erfiðleikarnir séu okkar bestu kenn- arar og við sæjum ekki sólina án þeirra, beinum því orðum okkar til hennar. Þú sem ert uppspretta orkunnar geislar þínir lýsa um allan heim lýstu einnig upp hjarta mitt til að það geti unnið sem þú. (Höf. ók.) Elsku Gréta mín, guð gefi þér styrk og kraft. Sigurveig Buch. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.           !" #$#                     %&'  ()*+,, -"-(&. !   /    $" +, " #  #  $          * **+,, ,, *& , *& # *&.         0 0 / 0   1#( ,2     %  &!        !   '  (!    ) !       *'  +  ,   -( +&  # %,3-( *+,, '' &(( ' .          .!4- 5 )$6#( #, *27 ,  "        8*3 *. - .     - / 004-  , "0("97 (, # "   $ #    !   &    /   0 !  #                    1       #  ( $ #   !  ' #!    #( &  0&(#(&. 2 .      / 00  :0!  !6      2    $  (. 2   !      3  )    #       ' #! !'  /*/"&&.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.