Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku mágur minn. Mikið á ég bágt með að sætta mig við að þú sért horfinn okkur. Þú varst tekinn allt of fljótt frá okkur elsku Biggi minn. Söknuðurinn verð- ur mikill, en minningarnar munu ætíð lifa. Hvað þú þráðir að komast heim aftur, þú unnir svo heitt ykkar fal- lega heimili, Ingu og dætrum ykkar. En í gegnum þessar miklu þjáningar kvartaðir þú aldrei. Þú varst mér svo góður Biggi minn, ég leit alltaf á þig sem minn stóra bróður, ég var bara 13 ára þeg- ar þið Inga systir kynntust, og mér þótti alltaf svo innilega vænt um þig, CARL BIRGIR BERNDSEN ✝ Carl BirgirBerndsen fædd- ist í Reykjavík 23. ágúst 1935. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. janúar. við urðum strax góðir vinir og alltaf gat ég komið til þín ef mér leið illa. En nú verð ég að kveðja þig elsku mágur og margar eru góðar minningarnar frá liðn- um árum, sem munu aldrei gleymast. Síðast þegar ég kvaddi þig Biggi minn, urðu mín síðustu orð til þín „I love you“ og ég segi þau aftur „I love you.“ Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr. En hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Elsku Inga mín, dætur og fjöl- skylda, Guð blessi ykkur öll í sorg ykkar og söknuði. Þín mágkona, Elín. Það eru þung spor að fylgja til grafar góð- um vini, Bendikt Val- týssyni. Þyngri hafa þau þó verið síðustu sporin hans, þar sem hann einn í óbyggðum barðist fyrir lífi sínu og laut í lægra haldi fyrir náttúruöflunum. Þessi garpur, sem var svo óþreytandi að hjálpa okkur hinum þegar við lent- um í vandræðum. Hann, sem var bú- inn að draga okkur ferðafélaga sína upp úr óteljandi sköflum, gjótum og sprungum á hálendinu. Á þeirri stundu sem hann hefði sjálfur getað þegið aðstoð var enginn nærri til að rétta hjálparhönd. Fyrir tæpum 20 árum tók hann á móti okkur ásamt Palla vini sínum, brosandi og hress með skiptilykilinn í hendinni. Þannig var það til síðasta dags. Hann leiddi okkur fyrstu spor- in í sleðamennskunni og var alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Margar BENEDIKT VALTÝSSON ✝ Benedikt Valtýs-son fæddist í Reykjavík 8. október 1957. Hann lést af slysförum 14. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 19. janúar. ferðir fórum við um há- lendið og þá var stund- um teflt djarft. Benni hlaut svo sem ýmsar skrámur og braut nokkur beinin en alltaf var hann til í tuskið og sló hvergi af. Hann var fremstur í flokki, for- ystusauðurinn, við fylgdum honum og treystum í hvívetna. Hann var sá langflot- tasti. Kappsemi hans og dugnaður örvaði okkur til dáða og marg- ir hafa notið dýrðarinn- ar á fjöllum vegna hjálpsemi og framtakssemi hans. Skálinn í Glað- heimum er dæmi um slíkt en þar átti hann ómældan þátt í uppbyggingu. Núna er hann farinn og kannar leiðir sem okkur eru óþekktar ennþá. Hann fer á undan að venju en við erum illa svikin ef hann gætir ekki að okkur hinum sem á eftir komum. Hann var vanur því. Eftir lifir björt minning um góðan dreng og félaga. Hugur okkar er hjá Evu, Daníel og Guðrúnu á þessari sorgarstundu og við biðjum guð að styrkja þau og aðra í fjölskyldu Benna. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Sigrún og Bjarni Sveinsson. ✝ GuðmundurÞorgrímsson fæddist í Rauðanesi á Mýrum 18. júlí 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorgrímur Einarsson, f. 25. nóvember 1900, d. 2. febrúar 1989, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 14. maí 1893, d. 21. ágúst 1964. Bróðir Guð- mundar var Sveinn Þorgríms- son, f. 26. apríl 1931, d. 13. sept- ember 1986. Hinn 14. maí 1950 kvæntist Guðmundur Gyðu Guðmunds- dóttur, hárgreiðslukonu frá Reykjavík, f. 20. febrúar 1928, d. 18. september 1987. Foreldr- ar hennar voru hjónin Agnes Erlendsdóttir, f. 14. september 1900, d. 31. desember 1983, og Guðmundur Axel Jónsson, f. 29. júlí 1893, d. 10. ágúst 1951. Börn Guðmundar og Gyðu eru: 1) Erna Einarsdóttir, fósturdótt- ir Guðmundar, f. 31. október 1947. Hennar maki er Guðbjart- ur Björgvinsson. 2) Finnur Guð- mundsson, f. 27. desember 1949. Maki hans er Fanney Guðmundsdóttir. 3) Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 4. apríl 1951. Hennar maki er Einar Jónsson. 4) Guðjón Guðmunds- son, f. 16. febrúar 1954. Maki hans er Jónína Finnsdóttir. 5) Þóra Guðmundsdótt- ir, f. 4. mars 1960. Hennar maki er Gunnar Orrason. 6) Agnes Guðmunds- dóttir, f. 18. ágúst 1961. Hennar maki er Guðjón Kjartansson. 7) Helga Guðmundsdóttir, f. 21. febrúar 1968. Hennar maki er Guðmund- ur Guðmundsson. Barnabörn Guð- mundar og Gyðu eru 24 talsins og sjö barnabarnabörn. Guðmundur lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, og tók við búskap að Síðumúlaveggj- um í Hvítársíðu árið 1949. Guð- mundur hætti búskap og seldi Ag- nesi dóttur sinni og Guðjóni maka hennar jörðina. Síðustu árin vann hann sem húsvörður hjá Lands- banka Íslands í Reykjavík. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Síðumúlakirkjugarði. Elsku afi minn, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Ekki hélt ég að þetta væri í hinsta sinn sem ég sæi þig, þegar ég kíkti í heimsókn um daginn. Þú varst bara nokkuð hress, og ég man eftir að hafa hugsað um að þú ættir eftir að sigrast á þessum sjúkdómi. En mér skjátlaðist. Mig langar að þakka þér fyrir alla aðstoðina sem þú hefur veitt mér, á meðan ég hef verið við nám. Ég er þér ævinlega þakklát. Þú og amma veittuð líka fjöl- skyldu minni mikinn stuðning, þeg- ar eldri bróðir minn fæddist veikur. Þá fékk ég að vera uppi í sveit hjá ykkur. Þetta létti eitthvað á áhyggjum foreldra minna, að vita af mér á öruggum stað. Enda á ég ekkert nema góðar minningar úr sveitinni. Þær minningar geymi ég í hjarta mínu. Elsku afi, mig langar að kveðja þig með þessu erindi sem ég lærði í sveitinni hjá ykkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, elsku afi minn. Gyða Einarsdóttir. Elsku Guðmundur. Mig langar til að minnast þess sem við áttum saman. Það var yndislegur tími, þótt við værum það ólánsöm að þú skyldir vera með þennan sjúkdóm, sem við gátum ekki sigrast á í sam- einingu. Við ætluðum að gera svo margt saman, ferðast, dansa og spila sem okkur þótti svo gaman. En okkur auðnaðist það ekki, því miður nema í svo stuttan tíma. En ég þakka Guði fyrir, að þú þurftir ekki að kveljast þó veikur værir, og að ég gat annast þig til hinstu stundar. Það mun ylja mér í framtíðinni, ljúfar minningar og hvað þú varst alltaf blíður, góður og nærgætinn. Einnig hvað það var alltaf stutt í brosið hjá þér. Ég þakka þér svo, vinur, fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Esther. Í dag verður borinn til hinstu hvíldar Guðmundur Þorgrímsson, afi. Mig langar að minnast afa míns og um leið ömmu minnar en hún lést árið 1987. Flestar minningar mínar um þau eru úr sveitinni en þangað kom ég oft með foreldrum mínum og systkinum. Í augum barns, sem ég var þá, voru afi og amma roskin og ég bar mikla virð- inu fyrir þeim. Það voru einhvern veginn alltaf skýr mörk milli þess sem mátti og mátti ekki. Stöku sinnum kom það fyrir að maður óhlýðnaðist og þá var refsingin allt- af sanngjörn, en á því áttaði maður sig þegar maður var orðinn eldri. Sveitin þeirra afa og ömmu er mjög skýr í minningunni og stund- um finnst mér sem ég finni þá ein- kennandi lykt sem ég ávallt fann er ég steig út úr bílnum á hlaðinu. Ég man vart eftir ömmu öðruvísi en við einhver störf. Heimili hennar var stórt og hún hélt því svo hreinu. Ég man sérstaklega hvað það var gaman að renna sér á rass- inum niður gljáandi stigann. Afi var líka alltaf eitthvað að brasa og mér þótti gaman að trítla á eftir honum, sérstaklega ef hann fór út í skemmu því að þar var svo mikið af alls kyns dóti og drasli sem gaman var að sjá og stundum var hægt að róla sér í bandi sem hafði verið fest í skemmuloftið. Já, það þarf oft svo lítið til að gleðja barn og það mætti maður muna oftar í því lífsgæða- kapphlaupi sem gerir mörgum svo erfitt fyrir. Ég man nefnilega svo vel eftir því hvað mér þótti mikið til koma þegar amma eitt sinn gaf mér ylvolga kúamjólk að drekka þegar ég var með henni í fjósinu. Þessi sopi yljar mér oft um hjarta- rætur í dag þegar ég leyfi hug- anum að reika. Eitt sinn var ég stödd í stofunni á Veggjum, en það er stytting á bæjarnafninu Síðumúlaveggir, og lagði kapal. Þá kom afi til mín og settist hjá mér og við fórum að spjalla saman. Hann spyr mig svo að því hvort ég spyrði kapalinn ekki spurninga áður en ég legði hann, og kapallinn myndi svo svara mér annaðhvort með jái eða neii og færi það eftir því hvort hann gengi upp eða ekki. Afa þótti gaman að börnum og það var gaman að vera barn með afa. Að hluta til á ég afa og ömmu að þakka það hver ég er í dag. Þau höfðu bæði sitt hvað að gefa sem ég get nýtt mér í mínu lífi. Af öllum má eitthvað gott læra og þannig eru þau bæði hluti af mér og verða um ókomna tíð. Að lokum bið ég kærleika guðs að styrkja þá sem eiga um sárt að binda og þakka guði fyrir að hafa átt ömmu og afa. Íris Björg Guðbjartsdóttir. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í sveitina til afa og ömmu. Spennan jókst með hverjum degi fram að helgi. Rúmur klukkutími í bíl og sveitakyrrðin tók á móti manni á Síðumúlaveggjum. Ég man eftir því að það þurfti draga mig inn í bílinn þegar fara átti heim aft- ur. Þú og amma hughreystuðu mig með því að önnur helgi kæmi eftir þessa. Aldrei datt mér í hug að þú myndir hverfa frá búmennskunni. Það var reyndin fljótlega eftir að amma féll frá að þú fluttir þig um set til Reykjavíkur. Það æxlaðist síðan þannig að leið mín lá einnig til Reykjavíkur þar sem háskólinn beið mín. Í Reykjavík lá leið okkar oft saman. Ég sagði þér frá skóla- göngunni og þú talaðir um nýju vinnuna þína í Landsbankanum eða um gamla góða tíma. Þú fylgdist grannt með skóla- göngu minni og í augum þínum mátti lesa stolt. Ég er þakklátur fyrir það að þú gast verið við- staddur útskrift mína úr háskól- anum, á sama tíma og þú barðist hetjulega við sjúkdóm þinn. Afi, takk fyrir allar góðu stund- irnar. Finnur. GUÐMUNDUR ÞORGRÍMSSON ✝ Tryggvi Einars-son fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 29. júní 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Einar Borgfjörð Jóhanns- son frá Dynjanda í Arnarfirði, f. 26.5. 1906, d. 15.4. 1983, og Ríkey Örnólfs- dóttir, f. 1.10. 1903, d. 17.1. 1945. Systk- ini Tryggva eru 1) Óskar Ein- arsson, f. 26.9. 1934, maki Guð- rún Hjálmsdóttir, f. 27.6. 1939, þau eiga tvö börn. 2) Guðríður Einarsdóttir, f. 18.10. 1938, maki Sigurður Ágúst Finnboga- son, f. 5.6. 1939, þau eiga þrjú börn. 3) Hjörleifur Einarsson, f. 4.5. 1943, maki Anna Dóra Harðardóttir, f. 15.1. 1940, þau eiga tvö börn. 4) Guðfinna Ríkey Einarsdóttir, f. 16.1. 1945, maki Magnús Gunnlaugsson, f. 10.11. 1939, þau eiga þrjú börn. 5) Barn Jóns Einars, Dagný Elsa Einarsdóttir, f. 5.3. 1959, maki Arthur Örn Bogason, f. 21.8. 1955, þau eiga eitt barn. Börn Tryggva eru: 1) Trausti, f. 1.3. 1959, maki Jó- hanna Bergsdóttir, f. 23.7. 1970, þeirra börn eru Linda Rún, f. 5.3. 1990, og Tryggvi Þór, f. 3.7. 1992. 2) Sigrún, f. 12.2. 1960, maki, Kristján Sigur- geirsson, f. 21.11. 1956, þeirra börn eru Sigurgeir, f. 15.3. 1982, og Hrafnhildur, f. 29.5. 1984. 3) Elfar Þór, f. 17.2. 1960. Barn hans er Baldur Smári, f. 15.1. 1988. 4) Guðbjörg Dóra, f. 25.12. 1963, maki Ásgeir Marino Ru- dolfsson, f. 24.4. 1960. Þeirra börn eru Einar Sindri, f. 12.1. 1994, og Heiðar Snær, f. 1.4. 2000. Tryggvi vann við Mjólkár- virkjun og Steingrímsfjarðar- virkjun en lengst af á sjó. Hann vann svo hjá Ríkisskipum en síð- ast á Hrafnistu. Tryggvi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þú varst alltaf svo indæll við okkur en fannst alltaf sem þú vær- ir að stela tíma. Helst mátti ég ekki elda þegar þú komst í heim- sókn til okkar, þér fannst það allt- of mikil fyrirhöfn og vildir helst fara út að borða. Ég man hvað við hlógum að því þegar ég sagði við þig að það væri eins gott að þú kæmir ekki í hverjum mánuði í heimsókn því þá væri ég hnöttótt. Þú lést allt eftir börnum okkar Trausta og oft leit ég á þig með þunga brún þegar þú lést undan suðinu í þeim, en þú þóttist ekki taka eftir því nú eða sagðir: Ég get séð um þetta. Við hittumst alltof sjaldan en heyrðumst oftar í síma og gátum talað lengi um stjórnmál og vorum oftast sammála um þjóðmálin, sammála um hvað mætti fara bet- ur og hvað væri gott. Elsku Tryggvi, þú sem ætlaðir að koma í sumar þegar veðrið væri gott, og landið skartaði sínu feg- ursta. Ekkert verður úr því en ég veit að þú kemur við hjá okkur. Kveðjumst að sinni. Takk fyrir allt. Þín Jóhanna. Taktur lífsins Tryggvi minn, tímans eðli hnitar. Söknuð bæði og sorg ég finn, sem að geislinn litar. Gunnar Ó. Jónsson. TRYGGVI EINARSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.