Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 39
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
✝ Ásta Lára Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík hinn 1. maí
1912. Hún lést á dval-
arheimilinu Drop-
laugarstöðum hinn
18. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jón Ólafsson
frá Sumarliðabæ í
Holtum, skipstjóri og
framkvæmdastjóri,
síðar bankastjóri og
alþingismaður í
Reykjavík, f. 16.
október 1868, d. 3.
ágúst 1937 og Þóra
Halldórsdóttir, húsfreyja, frá Mið-
hrauni í Miklaholtshreppi,
Hnappadalssýslu, f. 5. febrúar
1878, d. 27. júní 1950. Systkini
Ástu Láru voru: Ólafur Helgi
Jónsson, f. 25. janúar 1905, d. 8.
október 1973; Unnur Jónsdóttir, f.
27. júní 1907, d. 8. júlí 1971;
Ágústa Jónsdóttir Johnson, f. 29.
október 1914, d. 4. júlí 2000; Ólafía
Guðlaug Jónsdóttir Hallgrímsson,
f. 12. október 1919, d. 31. maí
1993.
1. október 1932 giftist Ásta
Lára fyrri eiginmanni sínum, Oth-
ari Ellingsen, f. 27. maí 1908, d. 18.
febrúar 2000. Foreldrar hans
voru: Othar Peter Jæger, f. 1875,
d. 1936 og Marie Ellingsen, f.
1881, d. 1978. Ásta Lára og Othar
slitu samvistir 1944. Dóttir þeirra
er Dagný Þóra Ellingsen, f. 7.
janúar 1939, búsett á Spáni, henn-
ar maður er Garðar V. Sigurgeirs-
son. Börn þeirra eru: 1) Óttar
Rafn, f. 23. ágúst 1960, búsettur á
Spáni, kona hans er Celeste Chia.
Dóttir Óttars er Helga, f. 17. júlí
1988. 2) Sveinn Ingi, f. 8. mars
1963, búsettur í Noregi, kona hans
er Cathrine Kristiansen. 3) Bene-
dikt Jón, f. 18. apríl 1971, búsettur
á Spáni.
24. júlí 1948 giftist Ásta Lára
seinni eiginmanni
sínum, Edvard Frí-
mannssyni, f. 28.
ágúst 1917, d. 13.
ágúst 1983. Foreldr-
ar hans voru: Vil-
helm Frímann Frí-
mannsson, f. 21.
september 1888, d.
18 apríl 1983 og
Margrét Runólfs-
dóttur frá Norð-
tungu, f. 4. febrúar
1894, d. 8. janúar
1971. Ásta Lára og
Edvard slitu samvist-
ir 1967. Börn þeirra
eru: 1) Jón Gunnar, f. 15. maí 1949,
kona hans er Linda Stefanía De
L’Etoile. Börn þeirra eru: Ásta
Lára, f. 25. apríl 1982 og Davíð
Gill, f. 24. febrúar 1986. 2) Birgir
Frímann, f. 8. mars 1953, búsettur
í Svíþjóð. Sonur hans er Atli Jarl,
f. 20. maí 1972, búsettur í Svíþjóð,
kona hans er Amanda Malmström.
3) Elín Lára, f. 10. janúar 1956,
hennar maður er Jens Sandholt.
Þeirra börn eru: a) Rúnar Þór
Árnason, f. 21. apríl 1972, búsettur
í Hong Kong. Dóttir hans er Rakel
Kimia, f. 24. maí 1995. b) Fanney
Lára, f. 18. janúar 1989 og c) Inger
Ósk, f. 10. mars 1992.
Ásta Lára ólst upp í foreldra-
húsum í Þingholtunum, fyrst Mið-
stræti 8B og síðar Laufásvegi 55.
Lauk hún gagnfræðanámi frá Mið-
bæjarskólanum í Reykjavík og síð-
an námi við húsmæðraskóla í Berl-
ín, Þýskalandi ásamt Ágústu
systur sinni. Einnig lærði hún
meinatækni í New York, Banda-
ríkjunum. Hún átti og rak versl-
unina Tískan á Laugavegi 17 til
nokkurra ára. Lengst af starfaði
hún á Talsambandi við Útlönd hjá
Landssíma Íslands.
Útför Ástu Láru fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku Didda mín, það er sárt að
vita að þú sért farin og við sjáumst
aldrei framar í þessu lífi. Nú ert þú
farin til betri heima og getur þá loks-
ins hvílt þig. Þó að við vissum undir
niðri að það færi að koma að því að
þú kveddir þennan heim vorum við
alls ekki viðbúin því.
Ég mun ætíð minnast þeirra ára,
sem við áttum saman. Ég var ný-
komin frá Bandaríkjunum, þar sem
ég hafði búið frá því ég var smá-
stelpa, þegar ég kynntist þér. Ég
man svo vel hvað ég var feimin við
þig, enda nýbyrjuð að vera með syni
þínum Jóni Gunnari. Ég þorði varla
að opna munninn og tala við þig, því
ég hafði minnimáttarkennd vegna
þess hvað íslenskan mín var léleg.
Það breyttist nú fljótt, þú varst svo
hlý og reyndir að láta mér líða vel.
Mér fannst oft svo gaman að tala við
þig, því þú hafðir svo mörgu
skemmtilegu að segja frá, ég dáðist
einnig að því, hvað þú talaðir mörg
tungumál og hversu fróð þú varst um
margt. Þú sagðir mér margar sögur
frá því þegar þú varst lítil stúlka og
þegar þú fórst til Berlínar í skóla og
þegar þú fórst til New York á stríðs-
árunum. Þú talaðir oft og mikið um
foreldra þína, þó sérstaklega um
pabba þinn, þú hlýtur að hafa verið
mikil „pabbastelpa“ því mér fannst
þú alltaf ljóma og verða svo stolt
þegar þú talaðir um hann og sagðir
frá, og er ég viss um að hann hefur
tekið vel á móti þér eftir að þú
kvaddir okkur.
Þú áttir það nú stundum til að vera
svolítið þrjósk, en undir niðri varst
þú lítil sál og hlý og viðkvæm mann-
eskja, en mikið varst þú dugleg
kona! Þú varst rúmlega sjötug, þeg-
ar þú byrjaðir að mála vatnslita-
myndir og hvílíkur listamaður varst
þú. Þessar fallegu myndir prýða nú
veggina heima hjá mér, líkt og þær
gera hjá Elínu, Dagnýju, Bigga og
fleirum. Við erum öll svo stolt af
þessum myndum og ég er þér svo
þakklát að hafa gefið okkur svona
fallega hluti.
Heimili þitt var alltaf svo fallegt
og hlýlegt og þú áttir svo marga fal-
lega muni, sem þér þótti vænt um.
Alltaf varst þú sjálf svo fín og glæsi-
leg og hafðir gaman af að klæða þig
upp – þú varst ung í anda og mér
fannst þú svo mikil „pæja“. Það er
mikið til í því, sem frænkurnar þínar
sögðu um þig um daginn „Didda
frænka var falleg og elegant kona,
sem skilur eftir sig ljúfar minning-
ar.“
Minningarnar um þig eru bæði
margar og góðar og mun ég ávallt
geyma þær í hjarta mínu. Ég vil
kveðja þig með vögguvísu sem
mamma þín orti og söng fyrir þig og
systkin þín:
Sofðu, sofðu, blundur blíður
Brosandi að þér réttir hönd.
Engla á vængjum önd þín líður
Inn í sólrík draumalönd.
Sofðu, sofðu, sætt þig dreymi
Svífi englar kringum þig.
Sál þín öllum sorgum gleymi
Sofðu elskan fyrir mig.
(Þóra Halldórsdóttir.)
Guð geymi þig, elsku Didda mín.
Þín tengdadóttir,
Linda Stefanía.
Elsku amma mín, afskaplega þyk-
ir mér skrítið að þú sért ekki lengur
hérna hjá okkur. Þú hefur alltaf ver-
ið svo stór hluti af öllu. Mér finnst
sérstaklega erfitt að hafa ekki getað
verið hjá þér undir lokin, en ég fann
að þú komst til mín og kvaddir mig á
þinn hátt.
Það er margs að minnast og mikils
að sakna. Við áttum góðar stundir
saman.
Frá því að ég var smápjakkur á
Eiríksgötunni hlaupandi fram og til
baka á langa ganginum að reyna að
láta hausinn eins nálægt dyra-
karminum og ég gat á hlaupum. Þú
varst búin að vara mig við í dágóðan
tíma að gera þetta ekki en það kom
að því að ég hljóp á dyrakarminn, þú
bannaðir mér það aldrei, þú bara
bentir mér á að ég gæti meitt mig, þú
gafst mér völina.
Ég hafði sérstaklega gaman af því
þegar þú sagðir mér frá öllum ferða-
lögum þínum í máli og myndum, sér-
staklega myndunum frá því þú varst
ung skólastúlka í Þýskalandi á fyrri
hluta síðustu aldar. Þú varst alltaf að
kenna mér eitthvað þegar ég var hjá
þér, Þýsku, ganga uppréttur, hvern-
ig átti að nota hnífapörin og allir
þessir litlu hlutir sem skipta svo
miklu máli.
Ég held að þú hafir skilið eftir hjá
okkur öllum þrá til að sjá heiminn og
prófa nýja hluti, þar sem stór hluti af
fjölskyldunni er búsettur erlendis.
Elsku amma mín, ég kveð þig á
þessari stundu og ég veit að þú átt
eftir að tipla svo létt á tá eins og þú
varst þekkt fyrir inn í himnaríki þar
sem þú átt svo sannarlega heima. En
ég á alltaf eftir að geyma minningu
þína ofarlega í huga mínum. Ég finn
þegar þú ert hjá mér og held að
þannig eigi það eftir að vera.
Þinn
Rúnar.
Elsku amma nafna mín, mikið
hvað tilhugsunin um það að þú sért
farin frá okkur er skrítin og að ég
skuli aldrei fá að sjá þig aftur. Það er
mér óbærileg hugsun.
Ég mun aldrei gleyma aðfaranótt
fimmtudagsins 18. janúar þegar
pabbi hringdi heim og sagði að þú
værir farin frá okkur og værir nú hjá
Guði. Ég var búin að reyna að und-
irbúa mig undir þetta, því ég vissi að
þú ættir stutt eftir, en það breytir
ekki þeirri hræðilegu sorg sem and-
láti þínu fylgir. Þó er hægt að brosa í
gegnum tárin við þá hugsun að þú
sért nú í faðmi foreldra og systkina
þinna á ný, á betri stað, þar sem þér
líður vel, læknuð af þínum veikind-
um.
Ég óska, að við hefðum átt fleiri
stundir saman, elsku amma mín, en
þær mörgu góðu og skemmtilegu
stundir sem við þó áttum saman mun
ég alltaf geyma í hjarta mínu. Eins
og þegar þú passaðir mig svo oft
þegar ég var yngri. Ég man líka
mjög vel eftir því hvað mér fannst
gaman, þegar þú komst í heimsókn,
að sitja með þér í sófanum og gera
krosssauminn, sem þú varst búin að
kenna mér. Líka þegar þú varst að
reyna að kenna mér þýsku, þótt það
hafi nú ekkert gengið neitt alltof vel.
Þegar þú bjóst í Blikahólunum og ég
var lítil, þótti mér svo ofsalega gam-
an að leika mér að litlu postulíns-
kisunum, sem þú tókst alltaf fram
fyrir mig. Og ég man líka eftir því,
þegar þú varst oft að sýna mér
myndir frá því, þegar þú varst ung
skólastúlka í Þýskalandi. Og þú
sagðir mér oft sögur frá því, þegar
þú varst lítil og áttir heima í „kast-
alanum“ eins og lítil prinsessa.
Þú varst alltaf svo fín og glæsilega
til höfð, með langar og fallegar negl-
ur, sem mér fannst svo gaman að
skoða.
Þessar og margar aðrar yndisleg-
ar minningar koma upp í huga mér
þegar ég hugsa til þín, elsku amma
mín. Og ég þakka Guði fyrir þá stund
sem ég átti með þér, kvöldið áður en
englar Guðs tóku þig í faðm sér. Ég
sat hjá þér, hélt í hönd þína og talaði
til þín um allar þær góðu stundir er
við áttum saman og hvað ég elskaði
þig mikið. Þessi stund okkar veitir
mér mikla huggun í sorginni.
Elsku amma nafna mín, ég vil
þakka þér fyrir allar okkar góðu
stundir og ég mun ávallt geyma þig í
hjarta mér. Góða nótt, amma mín, og
Guð geymi þig.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dauðans dimma nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgis ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal
(V. Briem.)
Þín sonardóttir og nafna,
Ásta Lára.
Elsku amma mín. Nú ert þú farin
og ég sakna þín alveg óhemju mikið,
en ég veit líka að þér líður vel þar
sem þú ert. Ég man eftir því í eitt
skipti þegar þú bjóst á Lindargöt-
unni og ég kom í heimsókn til þín. Þú
varst svo svekkt yfir því að eiga ekk-
ert nammi handa mér, þannig að þú
tókst til allt sem var í ísskápnum og
reyndir að búa til eitthvað gott
handa mér. Síðan komstu fram úr
eldhúsinu, og hélst á brauðsneið með
þykkmjólk ofan á. Ég vildi ekki segja
neitt svo ég skóflaði þessu í mig. Eft-
ir það spiluðum við og ég kenndi þér
hvernig ætti að taka strætó heim til
okkar, því þú varst nýhætt að keyra
bílinn þinn. Síðan fórum við niður og
þú kynntir mig fyrir vinkonum þín-
um og kenndir mér að spila boccia.
Mér finnst svo stutt síðan þetta var,
rétt áður en þú fluttir á Droplaug-
arstaði í hittifyrra.
Stuttu eftir síðustu jól fékkst þú
síðan lungnabólgu og pabbi útskýrði
fyrir mér að þú ættir kannski stutt
eftir. Ég er þakklátur fyrir að ég og
Ásta Lára gátum heimsótt þig kvöld-
ið áður en þú kvaddir okkur og átt
hvort fyrir sig stund ein með þér. Ég
sagði þér hversu mikið ég elskaði þig
og að ég myndi sakna þín, og aldrei
gleyma þér. Þú hafðir ekki vaknað í
nokkra daga en innst inni veit ég að
þú heyrðir í mér. Seinna um nóttina
vakti mamma mig og sagði mér að þú
hefðir kvatt okkur. Mér leið illa, en
ég vissi líka að þú værir komin til
Guðs, á betri stað þar sem þú gætir
hvílt þig eftir veikindi þín.
Ég mun alltaf elska þig.
Þinn sonarsonur,
Davíð Gill.
Mín elskulega móðursystir,
Didda, er látin, og er hún síðust af
systkinunum til þess að yfirgefa
þennan heim. Hún var miðbarnið af
fimm, hæglát, fínleg og listræn, mik-
ill dýravinur, en átti þó aldrei gælu-
dýr. Hún var alin upp við gnægð á
góðu heimili, fór til Berlínar til náms
með Dúdu, systur sinni, og giftist svo
rúmlega tvítug manni sem varð guð-
faðir minn.
Við hjónin heimsóttum hana á
fimm af hennar sjö heimilum, en
mest var ég hjá henni sem lítið barn,
áður en hún eignaðist sitt eigið, Dag-
nýju Þóru, sem ég svo leit eftir og
þykir mikið vænt um. Á stríðsárun-
um vorum við oft í sumarbústaðnum
við Selvatn, og var þar bæði fagurt
og friðsælt, enda á ég þaðan góðar
minningar.
Í seinna hjónabandinu eignaðist
Didda þrjú börn í viðbót og varð
amma og langamma. Þá var ég vaxin
upp úr barnapössuninni, en vann í
skólafríum í verzlun hennar, „Tízk-
unni“, við Laugaveg og var það mjög
skemmtilegt. Mörgum árum seinna
heimsótti hún okkur til Pensylvaníu
með dóttur sína, Elínu Láru, sem
varð vinkona dóttur okkar. Fórum
við meðal annars á heimssýninguna í
New York og er það okkur mjög
minnisstætt. Didda hafði reyndar
verið í stórborginni áður, er hún leit-
aði sér lækninga á stríðsárunum.
Aftur kom hún svo vestur um haf til
að heimsækja Dagnýju og Garðar,
tengdason sinn, en hann vann þá fyr-
ir Eimskip í New York.
Þórir kynntist Diddu við giftingu
okkar og man vel eftir veglegu af-
mælisboði, sem haldið var á 45 ára
afmælinu hennar. Einnig minnist
hann ferðar í Nauthólsvík á fögrum
sunnudegi með börn og nesti, en vit-
anlega var það áður en víkin var hit-
uð upp með hitaveituvatni. Þá voru
allir ungir og kátir og lífið gott.
Seinna syrti í álinn hjá Diddu minni,
og fór hún þá út á vinnumarkaðinn
og vann fyrir talsamband við útlönd,
þar til hún fór á eftirlaun. Gafst
henni nú tækifæri til að nýta sína
listrænu hæfileika og málaði hún
margar undurfagrar vatnslitamynd-
ir og hélt sýningu.
Didda rann sitt æviskeið á miklum
umbrotatímum í íslenzku þjóðfélagi.
Hún lifði tvær heimsstyrjaldir,
kreppu og uppbyggingarárin eftir
stríðið. Hún hafði aðgang að því
bezta, sem efnaðar fjölskyldur í
Reykjavík gátu veitt, ferðaðist víða
og naut lífsins. En hún lifði líka ýmsa
persónulega erfiðleika og varð fyrir
vonbrigðum og sorgum. En nú hefur
hún fengið sína hvíld og skilur eftir
sig myndarlegan hóp afkomenda,
sem allir eru mér mjög kærir. Þeim
vottum við Þórir og fjölskylda okkar
dýpstu samúð og biðjum góðan Guð
að styrkja þá.
Erla Ólafsson.
ÁSTA LÁRA
JÓNSDÓTTIR