Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 43
✝ Valgeir Jónassonfæddist á Bjart-
eyjarsandi á Hval-
fjarðarströnd 28.
janúar 1908. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 19. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
finna Jósepsdóttir og
Jónas Jóhannesson.
Valgeir var næst-
yngstur ellefu systk-
ina, sex alsystkina og
fimm hálfsystkina.
Árið 1939 kvæntist
Valgeir Ingibjörgu
Sigurðardóttur, f. 26. júní 1909, d.
19. janúar 1994. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson og Þor-
björg Jósafatsdóttir. Börn Val-
geirs og Ingibjargar eru: 1) Svala,
f. 1.7. 1939, maki Einar Sturlaugs-
son, f. 1.3. 1944. Börn þeirra eru
Valur, Ingibjörg og Arndís Heiða.
2) Guðfinna,5.4. 1941, maki Stein-
dór Berg Gunnars-
son. Þau skildu.
Börn þeirra eru Val-
geir Berg, Sigrún
Rósa og Grétar Már.
Sambýlismaður Guð-
finnu er Gísli Gunn-
arsson. 3) Sigurður,
f. 14.6. 1944, maki
Selma Ólafsdóttir, f.
16.6. 1940. Börn
þeirra eru Einar Sig-
urdór, Bjarki, Ingi-
björg Elfa, Sigurður
Arnar og Berglind.
4) Ragnar, f. 13.9.
1949, maki Svanhvít
Sveinsdóttir, f. 7.10. 1952. Dætur
þeirra eru Margrét Ósk og Sig-
urbjörg Ragna. Valgeir átti 16
langafabörn.
Valgeir var bóndi að Neðra-
Skarði í Leirársveit í Borgarfirði.
Útför Valgeirs fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns og vinar Valgeirs Jónasson-
ar bónda frá Neðra-Skarði. Hann
var að mörgu leyti mjög sérstakur
maður, glettinn og gamansamur en
víðlesinn og fróður. Hafði jafnan á
lofti gamanmál og tilvitnanir í ljóð og
kvæði eða í Kiljan og Íslendingasög-
urnar sem hann virtist kunna utan-
að. Það var gaman að ræða við Val-
geir um stjórnmál, hann hafði sínar
skoðanir á hreinu en virti um leið álit
annarra sem voru ekki á sama máli
og hann. Hann var góður faðir
barnanna sinna og góður afi og
langafi og vildi veg þeirra allra sem
mestan. Hann studdi vel við bakið á
þeim eftir því sem þurfti og var þeim
góð fyrirmynd. Við Valgeir vorum
góðir vinir og náðum mjög vel saman
þrátt fyrir að við værum ekki alltaf á
sömu skoðun í stjórnmálum eða öðr-
um málum. Það var gaman að ræða
við hann um allt mögulegt, hann var
inni í öllum málum og hafði ákveðnar
skoðanir.
Þegar þau hjónin Ingibjörg og
Valgeir komu í bæinn, og gistu þá
gjarnan hjá okkur, þá sátum við Val-
geir gjarnan saman að tafli, en hann
kunni vel að tefla og hafði gaman af
skák. Við sátum fram á nótt með tafl-
ið á milli okkar og tefldum en stund-
um gleymdum við okkur frá taflinu
og ræddum því meira saman og allt-
af var stutt í glettni og gamanyrði.
Fyrir um um 20 árum fórum við
fjögur saman, undirritaður, Svala,
Valgeir og Ingibjörg í ferð um landið
með Úlfari Jacobsen. Þetta var viku
ferð um ýmsar söguslóðir Íslands-
sögunnar, og sá fróðleikur sem Val-
geir gat miðlað okkur samferðafólk-
inu var undraverður. Hann þekkti
staðina úr bókum og það var eins og
hann væri búinn að fara á þessa staði
oft áður. Valgeir var svo víðlesinn og
minnugur að hann gat rakið sögurn-
ar og ljóðin orðrétt upp úr sér. Ég
spurði hann eitt sinn hvernig hann
hefði getað lært þetta svona utan-
bókar, þá sagði hann: „Ég bara las
þetta.“ Ég held að hann hafi bara
þurft að lesa kvæði og sögur einu
sinni til að kunna þær utan að.
Það er margs að minnast frá liðn-
um tíma, allt eru það góðar minn-
ingar. Aldrei í þá nær fjóra áratugi
sem við þekktumst, varð okkur
sundurorða. Hann var góður vinur
vina sinna en gat komið sínum mein-
ingum á framfæri án þess að hafa um
þau mörg orð, en það skildist.
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir
stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og hnúum
og höfðu sér ungir það takmark sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
(Davíð Stef.)
Síðustu árin var Valgeir farinn að
kröftum, hafði fengið áfall og var
máttfarinn á líkama en sálin og hug-
urinn var alltaf jafn skýr og hress.
Fyrir nokkrum árum stuðlaði Val-
geir að og hafði mikinn áhuga á að
systurnar Svala og Guðfinna fyndu
sig saman í hestamennsku og það
endaði með því að ég byrjaði einnig í
hestum og hef gaman af. Hann
fylgdist með hestamennskunni hjá
okkur fullur af áhuga og hlustaði á
ferðalýsingar og sögur úr ferðunum
og eftir á virkaði það eins og hann
hefði verið með okkur og ég efast
ekki um að hann mun fylgjast með
okkur áfram í þeim ferðum sem við
eigum eftir að fara.
Kæri vinur, ég þakka þér fyrir
samfylgdina í gegnum árin og allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, ég veit að það er beðið eftir
að taka á móti þér hinum megin, hún
Ingibjörg sér um það. Það er ekki
hægt að minnast svo lífsferils Val-
geir að minnast ekki konu hans,
Ingibjargar Sigurðardóttur, sem var
hans stoð og stytta. Ingibjörg var
heilsteypt og góð manneskja, hrein
og bein, og sagði það sem hún meinti,
var einstaklega jarðbundin og sá
hlutina í réttu ljósi. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að hún hefur verið
búin að segja: „Valgeir, farðu nú að
drífa þig.“
Það síðasta sem þú sagðir við mig
var að þú vildir fara að fara heim.
Núna ertu kominn „heim“.
Vertu sæll, vinur minn. Guð blessi
þig.
Einar Sturlaugsson,
Hafnarfirði.
Elsku afi minn. Þegar ég sit og
rifja upp kynni okkar, koma upp í
hugann svo margar gleðistundir sem
við höfum átt saman. Það var varla
hægt að hugsa sér betri félaga og vin
eins og þú varst mér.
Mér er mjög minnisstætt hvað það
var gaman að segja þér jákvæðar
fréttir af sjálfum mér sem þú fékkst
gjarnan fyrstur manna að vita, eins
og þegar Edda varð ólétt og þegar
við höfðum tekið þá leynilegu
ákvörðun að gifta okkur. Þú varst
svo stoltur þegar Dagur Valgeir
fæddist og ekki spillti það nú fyrir
hjá þér að fá nafna. Ég hafði nú
reyndar lofað þér því fyrir mörgum
árum að skíra í höfuðið á þér. Seinna,
þegar Dagur Valgeir verður stærri,
mun ég segja honum frá því hvers
virði þú varst mér og hve góður og
skilningsríkur þú varst öllum sem til
þín þekktu.
Þegar ég fór að heiman fyrir tíu
árum má heita að vinskapur okkar
hafi byrjað fyrir alvöru og ég fór að
venja komur mínar á Höfðagrundina
til ykkar ömmu og við hringdumst
oft á þess á milli. Það var alltaf gott
að heyra í þér og voru sagðir ófáir
brandararnir og mikið hlegið. Þú
spurðir hvað væri að frétta og þegar
ég spurði á móti sagðir þú gjarnan:
„Ja, hausinn snýr fram held ég.“ Þú
vildir fá að fylgjast með því hvernig
gengi í skólanum og varst ávallt
mjög stoltur ef einhver úr fjölskyld-
unni skilaði góðum námsárangri. Þú
varst mjög stoltur af þínu fólki og
varst óspar á hvatningarorðin og
blíðyrðin. Ég var alltaf mun jákvæð-
ari og ánægðari með lífið eftir stutt
spjall við þig. Ég á einnig ljúfar
minningar frá því fyrir fáum árum að
við eyddum saman jólunum og það
þótti mér verulega vænt um. Það var
alltaf stutt í góða skapið hjá þér, afi
minn, og ég vona að það gangi í erfð-
ir.
Hestamennskan átti stóran hluta í
lífi þínu síðustu ár og voru víst fáir á
landinu eins stoltir af sínum hesta-
kaupum og þú varst. Það var alltaf
svo gaman að ræða við þig um þessa
hesta enda vita þeir sem til þekkja að
hér er ekki um neina venjulega
„gæðinga“ að ræða.
Bestu minningarnar á ég þó af
ykkur ömmu saman. Það var alltaf
svo hlýlegt og notalegt að koma til
ykkar og alltaf vel tekið á móti
manni. Amma lagði mér lífsreglurn-
ar, sagði að lífið væri ekki alltaf dans
á rósum og ég skyldi reyna eftir
fremsta megni að vera góður dreng-
ur og koma vel fyrir, en þú dróst
bara upp tóbaksdósina og gafst mér í
nefið.
Það er frá svo mörgu að segja frá
okkar kynnum og vinskap en þær
minningar geymi ég í hjarta mínu.
Ég mun alltaf hugsa hlýlega til þín.
Ég veit það að vinskapur okkar gerir
mig að betri manni í framtíðinni.
Elsku afi minn. Guð blessi þig og
allt þitt fólk og megi minningin um
þig lifa að eilífu.
Þinn
Sigurður Arnar Sigurðsson.
„Ég er búinn að lifa svo lengi í
þessum heimi að nú gerist ég forvit-
inn um að kynnast hinum“ (Benja-
min Franklin).
Þessi orð eru lýsandi fyrir þig,
elsku afi. Þú varst jákvæður og hress
og hafðir gaman af að kynnast fólki
og forvitnast um nýjar slóðir.
Frægar voru ferðir ykkar Jóns
heitins í Botni þar sem þið ókuð um
sveitir og hittuð sveitunga. Það var
ýmislegt sem kom upp á í þeim ferð-
um, ekki satt? Við vonum að þú hafir
ekki flýtt þér svo mikið yfir í Guðs-
ríki að þú hafir gleymt að spenna
beltin, það er kannski engin lögregla
á leiðinni. Ræðum um það síðar! Við
teljum okkur vita að amma hafi stað-
ið við hliðið og tekið á móti þér með
útbreiddan faðm, loksins sameinuð á
ný eftir sjö ára aðskilnað.
Það er ekki laust við að það glitti í
tár í augum okkar systra þegar við
ritum þessi orð. Þótt við komum
vissulega til með að sakna þín eru tár
okkar nær eingöngu gleðitár.
Það er ekki annað hægt en að
gleðjast með þér þar sem þín hinsta
þrá hefur ræst.
Þú varst búinn að bíða lengi eftir
endurfundum ykkar ömmu og jafn-
framt varstu orðinn þreyttur á lík-
ama og sál. Þú ert væntanlega end-
urnærður núna og tilbúinn að skoða
aðstæður á framandi slóðum.
Við treystum því að þið amma
fylgist með og gefið okkur styrk í
dagsins önn þar til við hittumst á ný.
Elsku afi, takk fyrir allt. Kærar
kveðjur.
Margrét og Sigurbjörg.
Elsku afi er látinn. Þrátt fyrir
sorg okkar og söknuð var hvíldin
honum kærkomin og við huggum
okkur við það. Eins og hann sagði
sjálfur var hann sáttur bæði við guð
og menn og var búinn að gera það
sem hann ætlaði í þessu lífi.
Nú þegar við kveðjum þig
streyma fram minningar um ein-
stakan afa, sem var hafsjór af fróð-
leik um menn og málefni. Það eru
okkur ógleymanlegar stundir þegar
rædd voru dægurmál líðandi stund-
ar, fortíðin og pólitíkin. Einnig var
áhugi þinn á velferð afkomenda
þinna eftirminnilegur. Alltaf spurðir
þú um börnin, hvernig þeim gengi og
hvað þau væru að gera. Þú varst svo
hlýr og mannlegur og tókst alltaf að
laða fram það besta í öllum. Alltaf
varstu afskaplega úrræðagóður í al-
varlegum málum en hárfínn húmor-
inn og einstakur hæfileiki þinn til að
sjá skoplegu hliðar mála komu okkur
alltaf í gott skap.
Þessar minningar geymum við í
hjarta okkar alla ævi.
Guð blessi þig og varðveiti.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Valgeir, Sigrún og Grétar.
Elsku afi, okkur langar að kveðja
þig með örfáum orðum.
Það er margs að minnast þegar
við hugsum til baka. Þú varst alveg
sérstaklega skemmtilegur afi, með
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
húmorinn í lagi.
Oft rifjuðum við upp stundirnar
sem við áttum með þér þegar þú
varst hjá okkur þegar mamma og
pabbi fóru til útlanda. Síðast um jólin
rifjaðir þú þetta upp og sagðir, hvað
við hefðum nú verið heppin að hafa
svona góðan „ráðsmann“ hér um ár-
ið. Sérstaklega hlógum við að því
þegar þú varst kominn hálfur ofan í
pottinn með kattarfiskinum. Það var
nefnilega ekki alveg sami matar-
smekkurinn hjá öllum á heimilinu.
Þú vildir „venjulegan“ mat en við
meira hamborgara og svoleiðis sem
þér fannst ekki matur. Þá voru góð
ráð dýr, þú varðst bara að borða það
sama og kötturinn. Ekki má nú
gleyma kjötsúpunni sem mamma
eldaði áður en hún fór í fríið. Þér
þótti hún afskaplega góð og vildir
hana helst í hvert mál, bara bæta út í
hana meiri mjólk og þá var hún góð
næsta dag á eftir. Þetta var nú ekki
vinsælt hjá okkur unga fólkinu en
þér þótti hún bara betri eftir því sem
hún eltist súpan. Þótt eldamennskan
hafi nú gengið upp og ofan og ekki
allir sammála um hvernig hún gekk,
þá leið okkur nú mjög vel þennan
tíma og ekki leið á löngu að foreldrar
okkar fóru utan aftur og varst þú þá
að sjálfsögðu beðinn um að vera hjá
okkur. Í þetta skiptið kom amma líka
og var matseðillinn allt öðruvísi í það
skiptið. Þetta var yndislegur tími
með ykkur, við kynntumst svo vel.
Síðustu ár voru þér frekar erfið
líkamlega en andlega varst þú hress
og kátur. Það var skemmtilegt að
heimsækja þig á Höfða, alltaf hafðir
þú frá miklu að segja.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði en við vitum að amma tekur
vel á móti þér og er það mikil hugg-
un. Takk fyrir allt spjallið og léttleik-
ann, þú varst einstakur afi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ástarkveðja,
Inga, Heiða og Valur.
Langri ævi er lokið, heiðursmað-
urinn Valgeir Jónasson, fyrrum
bóndi á Neðra-Skarði í Leirársveit,
er látinn á dvalarheimili aldraðra á
Akranesi þar sem hann bjó síðustu
árin ásamt eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Sigurðardóttur, þar til hún
lést. Valgeir var næstyngstur af sex
alsystkinum móður minnar en hún
elst þeirra og var alltaf náið sam-
band milli þeirra eins og þeirra allra.
Móðir mín varð fyrst þeirra systkina
til að stofna heimili hér í Reykjavík
og var þar athvarf yngri systkinun-
um þegar þau komu til bæjarins. Það
er einn af aldamótakynslóðinni sem
nú kveður. Valgeir var fæddur rétt
eftir aldamótin, maður sem hefur lif-
að það stórkostlega breytingaskeið
frá æsku í litlum torfbæ til nútíma-
velmegunar. Hann var fæddur á
Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd
og ólst þar upp í stórum systkinahópi
á fátæku bændaheimili. Alsystkini
hans voru systurnar Ragnheiður,
Anna og Vigdís og bræðurnir Guð-
mundur og Sigurður og hálfsystkin-
in fimm eru nú öll látin.
Lífsbaráttan var hörð. Allir urðu
að vinna strax frá barnsaldri. Vinnu-
hörku afa míns er við brugðið en það
var líka marga munna að metta og
jörðin engin kostajörð.
Þrátt fyrir fátækt var heimilið
menningarheimili. Húslestrar voru
haldnir og lestur allra þeirra bóka,
sem á heimilið bárust, var kærkom-
inn. Enda höfðu systkinin öll hug á
að komast í skóla og leita sér mennt-
unar. Skólaganga Valgeirs voru tveir
vetur, sá fyrri í Hvítárbakkaskóla og
síðari í nýstofnuðum Reykholts-
skóla. Hinir bræðurnir, Guðmundur
sem bjó lengst á Bjarteyjarsandi og
Sigurður, skógarvörður í Skagafirði,
gengu einnig í alþýðuskóla. Systur
Valgeirs, Ragnheiður móðir mín,
Anna og Vigdís, öfluðu sér aftur á
móti starfsmenntunar eins og hlut-
skipti stúlkna var á þessum árum.
Valgeir kvæntist Ingibjörgu Sig-
urðardóttur sem þá var nýútskrifuð
ljósmóðir og eignuðust þau fjögur
börn, Svölu, ritara hjá Héraðsdómi
Reykjaness, Guðfinnu, bókara hjá
Íslandspósti, Sigurð, bónda á Neðra-
Skarði, og Ragnar, bifreiðarstjóra á
Akranesi. Saga Valgeirs er saga um
harðduglegan, en fátækan, ungan
mann, sem festi kaup á góðri jörð,
Neðra-Skarði í Leirársveit. Ungu
hjónunum Ingibjörgu og Valgeiri
tókst með dugnaði og framtaki að
bæta jörðina og stækka. Byggja upp
og gera Neðra-Skarð að þeirri kosta-
jörð sem hún varð. Það er verðugt
ævistarf bóndans og Valgeir fékk að
njóta þess. En enginn má sköpum
renna og einn góðan veðurdag var
tími kominn til að selja jörðina í
hendur sonar þeirra, Sigurðar, og
tengdadóttur. Það var gæfa þeirra
Valgeirs og Ingibjargar að sjá hana
setna af dugnaðarfólki, þegar þau
hættu búskap og fluttu til Akraness.
Það hefur vísast verið erfitt fyrir
frænda minn að hætta búskap en
hann var svo lánsamur að fá vakt-
starf í Olíustöðinni í Hvalfirði um
árabil, sem hann rækti með sóma.
Ég minnist frænda míns frá því ég
var lítil stúlka, þegar hann kom í
heimsókn og mamma mín og móð-
ursystir, sem bjó hjá okkur, glöddust
við komu hans. Svala dóttir hans bjó
líka hjá okkur á skólaárum hennar í
Kvennaskólanum. Hafi móðir mín
stutt hann á yngri árum marglaunaði
frændi minn það. Ég minnist líka
heimsóknar til þeirra Valgeirs og
Ingibjargar í skemmtilegu raðhúsi
aldraðra á Akranesi. Valgeir var
félagslyndur maður, glaður og reif-
ur. Hann fylgdist alltaf vel með þjóð-
málum og naut þess að ræða þau við
vini og kunningja.
Góður drengur er genginn, en
minningin um hann lifir. Svala,
Finna, Sigurður og Ragnar, ég sendi
ykkur og fjölskyldum ykkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigrún Magnúsdóttir.
VALGEIR
JÓNASSON
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina