Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning frá bandaríska sendiráðinu Fulltrúi frá bandarískum skattayfirvöldum (IRS) verður til viðtals í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík frá kl. 9-12 og frá kl. 14-17, mánudaginn 29. og þriðjudaginn 30. janúar nk. Hann mun aðstoða bandaríska ríkisborgara og aðra sem þurfa af einhverjum ástæðum að greiða skatta í Bandaríkjunum við að fylla út bandarísk skattframtöl. Tímapantanir í sendiráði Bandaríkjanna í síma 562 9100. Vinsamlegast athugið að fjöldi viðtalstíma er takmarkaður. An agent from the U.S. Internal Revenue Service (IRS) will be available at the U.S. Embassy in Reykjavik from 9:00 a.m. to 12:00 noon and 2:00 p.m. to 5:00 p.m., on the 29th and the 30th of January to assist U.S. citizens (and others who might be liable to pay U.S. income taxes) in completing their U.S. income tax returns. If you are interested in seeing the IRS agent, please call the Embassy and make an appointment. The number is 562-9100. Appointments will be available on a first come first serve basis. For all U.S. citizens resident in Iceland: ÞRJÁR auglýsingastofur, Auk, Fít- on og Nonni og Manni hafa í sam- einingu stofnað nýtt félag, Auglýs- ingamiðlunina ehf. Allar eru þessar stofur í Sambandi íslenskra auglýs- ingastofa (SÍA). Stjórn Auglýsinga- miðlunarinnar skipa framkvæmda- stjórar auglýsingastofanna þriggja, Þormóður Jónsson, framkvæmda- stjóri Fítons, en hann er jafnframt stjórnarformaður hins nýja félags, Jón Örn Valsson, framkvæmda- stjóri AUK, og Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Nonna og Manna. Að sögn þeirra eru skipta- hlutföll þannig að hver auglýsinga- stofa fyrir sig eignast einn þriðja hluta í hinu sameinaða félagi. Fram- kvæmdastjórarnir segja að Auglýs- ingamiðlun ehf. muni sjá um dreif- ingu og miðlun á auglýsingum til fjölmiðla. Hver stofa fyrir sig muni hins vegar halda sjálfstæði sínu sem auglýsingastofa. Gera má ráð fyrir að heildarvelta hins nýja félags verði rúmlega millj- arður á ári. Þeir segja að tilagngur félagsins sé að mæta þeim breyt- ingum sem orðið hafa á markaðnum undanfarið og um leið að tryggja viðskiptavinum stofanna bestu fáan- legu kjör og þjónustu. Þá sé einnig tilgangur félagsins að ná hagræð- ingu í krafti stærðar. Viðskiptavin- unum sé að fjölga, markaðurinn hafi verið að breytast mikið og nauðsyn- legt sé að ná ákveðinni stærð á markaðinum. Með þessu sé verið að auka fagmennskuna og veita betri þjónustu. Afsláttarreglur hjá fjöl- miðlum hafi verið að breytast og þá mest hjá ljósvakamiðlunum og fyr- irsjánlegt sé að Auglýsingamiðlun muni kaupa auglýsingapláss fyrir um einn milljarð króna eða jafnvel meira á þessu ári þannig að stærðin skipti vissulega máli. Síauknar kröfur viðskiptavina Framkvæmdastjórarnir segja að tilgangurinn sé jafnframt að efla samkeppnishæfi stofanna á sí- breytilegum markaði. Kröfur við- skiptavinanna séu alltaf að aukast og því sé nauðsynlegt að bæta þjón- ustustigið. Þá sé og stefnt að því setja meiri kraft í fjölmiðlarann- sóknarvinnu og vinnu við birtingar- áætlanir. Aðspurðir segja þeir að rannsóknir hafi verið unnar bæði með Félagsvísindastofnun og Gall- up. SÍA hafi verið að þróa þær í um áratug þó mest hafi gerst síðastliðin þrjú ár eða svo. Því sé kominn mjög góður gagnagrunnur sem ætunin sé að bæta enn frekar. Morgunblaðið/Ásdís Þormóður Jónsson, framkvæmdastjóri Fítons, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri Auk, og Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Nonna og Manna. Sér um dreifingu og miðlun til fjölmiðla Auglýsingastofurnar Auk, Fíton og Nonni og Manni stofna nýtt félag STEFNT er að því að setja nýja vörulínu úr ull á markað í Banda- ríkjunum og Kanada. Hexa, sem staðsett er í Kópavogi, og Elf- works, sem staðsett er í Kaliforn- íu, vinna saman að þessu verkefni og hafa fengið til liðs við sig Michael Casey, sem er tískuhönn- uður sem sérhæfir sig í hátísku- kvöldklæðnaði. Casey hefur 17 ára reynslu í tískuiðnaðinum og föt hans eru seld í öllum Neiman- Marcus verslunum í Bandaríkjun- um og Nordstrom Couture-deild- um, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækjunum tveimur. Casey hefur hannað haust- og vetrarlínu fyrir þetta ár og verður hún kynnt á sýningum í Banda- ríkjunum í febrúar og mars. Bæði er um að ræða fatnað fyrir börn og fullorðna, en karlalínan verður sett á markað seinna en kvenlín- an. Casey hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands undanfar- ið ár og segir hönnun þessarar línu hafa gengið afar vel, því auð- velt sé að vinna hugmyndir út frá náttúrunni hér á landi. Barnafötunum mun fylgja lítil bók um íslenskt huldufólk og telja fyrirtækin að þessi tenging við ís- lenska menningararfleifð auki gildi vörunnar og muni höfða til barnanna. Kvenlínan ber merki fornra víkingamynstra, og inniheldur meðal annars prjónatoppa við kvöldkjóla og síðbuxur, og nú- tímaútfærslu á hefðbundnum lopapeysum. Getur skapað vinnu fyrir ullarverksmiðjur allt árið Fyrirhugað er að bjóða bæði haust- og vetrarlínu og vor- og sumarlínu og í frétt fyrirtækjanna segir að þetta muni gera ullar- verksmiðjum hér á landi kleift að halda úti starfsemi allt árið. Að sögn Johans Christiansen, framkvæmdastjóra Hexa, reyndi fyrirtækið að koma hönnun á framfæri á Bandaríkjamarkaði í fyrra, en niðurstaðan varð sú að Bandaríkjamönnum þótti íslenska ullin ekki nægilega mjúk. Síðan hefur verið leitað leiða til að finna sem mýksta ull og nú er áformað að nota úrvalsull frá Jökuldals- svæðinu, en vegna þurrara lofts- lags í dalnum en annars staðar komi mýkri ull af ánum þar. Sam- hliða verður unnið að rannsóknum á fínull af lambsfé, en fyrsti rún- ingur af lömbum gefur úrvalsull. Auk þess er notuð ull frá öðrum löndum þar sem það þykir henta. Hönnuður fatnaðarins segir að honum sé stefnt inn á dýrari enda markaðarins, enda sé færi þar til að keppa um markaðshlutdeild, en afar erfitt sé að keppa við lönd á borð við Kína á ódýrari enda markaðarins. Hátísku- fatnaður úr íslenskri ull Morgunblaðið/Ásdís Íslenskt og bandarískt fyrirtæki í samstarfi um útflutning Í LOK nóvember keyptu Bananar ehf 95,03% hlutafjár í Ágæti af Græn- meti ehf. en Bananar er fyrirtæki tengt Sölufélagi garðyrkjumanna (SFG). Samkeppnisstofnun ákvað að taka til skoðunar samruna Banana og Ágætis og hefur samkeppnisráð nú ákveðið að leggja dagsektir á Vöxtu ehf. vegna þessa máls. Forsaga málsins er sú að fyrir um einu ári keypti Grænmeti ehf. um- rædd hlutabréf í Ágæti af Búnaðar- bankanum og fjallaði samkeppnisráð um þau kaup. Ráðið ákvað að hafast ekki að vegna þeirra viðskipta og var sú ákvörðun byggð á þeirri forsendu að SFG eða félög tengd því hefðu ekki komið að fjármögnun Grænmet- is á kaupunum í Ágæti. Tveir ráðs- menn létu þó bóka að þeir töldu ástæðu til að ætla að SFG, Búnaðar- bankinn og Þórhallur Bjarnason, fyrrum eigandi Ágætis, hefðu haft með sér samráð til þess að tryggja að SFG myndi innan tíðar öðlast yfirráð yfir Ágæti. Vaxta ehf. hafði aðeins milligöngu Vegna þessarar forsögu ákvað Samkeppnisstofnun að taka til athug- unar að nýju ýmis atriði sem tengd- ust upphaflegum kaupum. Fram- kvæmdastjóri Grænmetis hafði áður upplýst Samkeppnisstofnun um að fyrirtækið Vaxta ehf. hefði fjármagn- að kaup þess á hlutafénu í Ágæti en á fundi með fulltrúum Samkeppnis- stofnunar í byrjun janúar upplýsti hann að Vaxta ehf. hefði ekki lánað fé til kaupanna heldur haft milligöngu um að útvega lánsfé frá þriðja aðila. Framkvæmdastjórinn kvaðst hins vegar ekki geta upplýst um það hver raunverulegur lánveitandi hefði ver- ið. Í kjölfarið var gerð krafa um afrit af öllum gögnum sem væru í vörslu Vöxtu og tengdust umræddri fjár- mögnun og gefinn frestur til 9. janú- ar. Vaxta áfrýjaði þessum úrskurði Samkeppnisstofnunar til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. 200 þúsund í dagsektir Þann 19. janúar staðfesti áfrýjun- arnefndin ákvörðun Samkeppnis- stofnunar og fékk Vaxta þá frest til 22. janúar að afhenda gögnin en stjórnendur félagsins urðu ekki við kröfunni fyrir lok frestsins. Sam- keppnisráð úrskurðaði þá í málinu og segir í úrskurði að þar sem Vaxta ehf. hafi ekki orðið við því að greina frá nafni og kennitölu þess aðila sem lán- aði fé til kaupa Grænmetis ehf. á hlutafé í Ágæti í fyrra og afhenda af- rit af öllum gögnum sem tengjast fjármögnuninni leggi samkeppnisráð dagsektir með heimild í 53. gr. sam- keppnislaga. „Skal Vaxta ehf. greiða 200 þúsund krónur á dag þar til til- greindar upplýsingar og gögn hafa verið látin Samkeppnisstofnun í té.“ Vöxtu ehf. gert að greiða 200 þúsund í dagsektir Samkeppnisstofnun rann- sakar kaup Banana á Ágæti ÁRIÐ í fyrra var metár í fjölda er- inda til Nýsköpunarsjóðs en þá bárust 380 formleg erindi og voru 143 þeirra um hlutafjárþátttöku. Árið 1999 voru erindi um hluta- fjárþátttöku 87, þannig að aukn- ingin er 65% milli ára. Á árinu 2000 nam hlutafjárþátttaka sjóðs- ins í fyrirtækjum samtals 660 milljónum króna. Í tilkynningu frá Nýsköpunarsjóði kemur fram að árið 2000 samþykkti stjórn sjóðs- ins þátttöku í 34 fyrirtækjum. Í 13 tilvikum var um að ræða aukna þátttöku sjóðsins í þeim fyrirtækj- um sem sjóðurinn hafði áður fjár- fest í. Alls bárust 132 umsóknir um áhættulán og námu lánveitingar sjóðsins 155 milljónum króna. Um- sóknir um verkefnafjármögnun voru samtals 50, átta erindi bárust tryggingadeild útflutningslána og 44 fyrirtæki og einstaklingar sóttu um hjá vöruþróunar- og markaðs- deild sjóðsins. Metfjöldi erinda til Nýskjöpunarsjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.