Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 31 Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 K O R T E R Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! í örfáa daga Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu Ármúla 8 - 108 Reykjavík Rýmum til á lag er okka r af sófas ettum, hornsóf um og s tökum sófum o g borstof uhúsgö gnum o.fl. o.f l. Rýming ar föstud. 9-18 laugard. 10-17 Sunnud. 13-17 ÞAÐ var tónmennt- arkennurum reiðarslag að fregna að kennsluaf- sláttur sem þeir hafa haft í áratugi skuli hafa verið þurrkaður út í ný- gerðum kjarasamning- um. Ég fullyrði að þessi mistök samninga- nefndarinnar verða til þess að tónmenntar- kennsla í grunnskólum landsins líður endan- lega undir lok á næstu árum. Því það er staðreynd að tónmenntarkennsl- an er slítandi, erilsöm og krefjandi og alltof margir tónmenntarkennarar lenda í því að „brenna upp“ á örfáum árum, ekki síst þeir sem hafa tekið að sér of mikla kennslu. Tónmenntarkennsla er hópkennsla þar sem mikið reynir á stjórnunarhæfileika kennarans. Oft eru þetta einu 40 mínúturnar á viku þar sem allt að 29 nemendum er uppálagt að „hafa hátt“, spila og syngja saman, dansa, hlusta, greina, skapa og semja. Í tónmenntar- kennslu þekkist ekki einstaklings- kennsla, til þess eru bekkirnir alltof fjölmennir. Í öðrum list- og verk- greinum er algengast að kenna hálfri bekkjardeild í einu og ef vel ætti að vera þyrfti að gera slíkt hið sama í tómenntinni. Tónmenntarkennaran- um er líka uppálagt að vera „skemmtilegur“, hann á að skapa allt að 400 nemendum sínum tilbreyt- ingu frá hefðbundnu bóknámi og hressa upp á skóladag þeirra. Hann verður að vera í góðu samstarfi við um 20 bekkjarkennara, vera reiðubúinn í samþættingu við aðrar námsgreinar, sjá um alls konar söng- stundir, skemmtanir og samkomur innan skólans og stjórna skólakórn- um. Síðast en ekki síst ber honum að „veita nemendum meiri lífsfyllingu og innsýn í fagurfræðileg verðmæti sem eru meðal hornsteina hvers menningarsamfélags og hafa víðtæk áhrif á persónuþroska hvers manns“ svo vitnað sé í aðalnámskrá frá 1989. Það þarf sterk bein til að uppfylla þessar kröfur, ekki síst í ljósi þess að námsgreininni er ætlaður afskap- lega knappur tími í skólastarfinu. Það reynir á tónmenntarkennarann að byggja upp markvisst tónlistar- uppeldi mörg hundruð barna með einni kennslustund á viku eins og tíð- kast víða. Það er gömul staðreynd að tónlist- inni ber að vera grund- vallarþáttur í uppeldi hvers barns. Heim- spekingurinn Plató vildi að börn lærðu tón- list á undan öllu öðru, hann vissi að tónlist temur hugann, eflir einbeitingu og skipu- lagningu. Því miður er ekki hægt að mæla gildi tónlistar, það er ekki hægt að setja ein- hverja mælistiku á þær tilfinningar sem hún skapar og ekki getum við raðað í súlurit hvernig hún bætir manneskjuna innan frá. Tónmenntarkennarar og margir fleiri telja sig hins vegar vita að tón- list er öllum börnum ómetanlegt veganesti inn í framtíðina, gerir þau ekki aðeins að betri einstaklingum heldur eflir einnig með þeim sam- kennd, samvinnu og tillitssemi – og hvað er dýrmætara nú á dögum sam- keppni og einstaklingshyggju? Ég get barið mér á brjóst og vitnað, að í hópi þeirra barna sem ég hef kennt í ósköp venjulegum grunnskóla eru hátt á annan tug í framhaldsnámi í söng, þar má finna nokkra tón- menntarkennara og jafnvel tón- skáld. Ég hef orð margra þeirra fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið tónlistarstarfið í grunnskólanum sem beindi þeim á tónlistarbrautina. Þorri þeirra fékk í barnæsku lítil önnur kynni af tónlist en þau sem þeim buðust í Kársnesskóla. Þetta vekur til umhugsunar um stöðu þeirra þúsunda barna sem alast upp í tónlistarlausum grunnskólum um allt land og eru því svipt þeim sjálf- sögðu mannréttindum að geta fengið að upplifa hvar hæfileikar þeirra njóta sín best. Þess ber og að geta að tónmennt- arkennarar þurfa að eyða gífurlega miklum tíma í allan undirbúning og námsefnisgerð. Það er sorgleg stað- reynd að námsefnið sem tónmennt- arkennslunni er ætlað fyrir skóla- stigið frá 1.–7. bekk er minna en almennur kennari hefur úr að moða fyrir eina bekkjardeild. Ekkert námsefni er til fyrir 1. bekk, náms- efni sem er ætlað nemendum í 2.–4. bekk er komið til ára sinna og þarfn- ast rækilegrar endurskoðunar og við erum enn að kenna námsefni sem var gefið út í tilraunaútgáfum árið 1978 fyrir 5. og 6. bekk. Ekkert námsefni er til fyrir eldri stigin, ít- arefni má telja á fingrum annarrar handar og hljóðfærakostur og annar aðbúnaður er víða til skammar. Fyrir áratug gerði stjórn tón- menntarkennara lauslega könnun á stöðu námsgreinarinnar og þá kom í ljós að einungis 50% grunnskóla- nemenda fengu lögbundna kennslu í tónmennt og ég er þess fullviss að staðan er miklum mun verri í dag. Okkur hefur gengið mjög illa að fá nýútskrifaða kennara til starfa, margir hafa fremur kosið að kenna við tónlistarskólana og lái þeim hver sem vill. Kennsluskylda forskóla- kennara (þ.e. tónmenntarkennara) með 8–12 börn í bekk er 18×50 mín- útur á viku. Það samsvarar 22,5 grunnskólastundum. Ekki verða ný- ir kjarasamningar launanefndar til að hvetja nýja tónmenntarkennara til að starfa í grunnskólunum ef það fer að muna fimm og hálfum tíma í kennsluskyldu á viku eða sem svarar einum kennsludegi! Kennaraskort- urinn sem hefur hrjáð grunnskólann illilega síðustu ár hefur og haft það í för með sér að margir starfandi og dugmiklir tónmenntarkennarar hafa tekið að sér almenna bekkjar- kennslu. Því miður hefur sú ráðstöf- un orðið til að þess að opna augu þessara kennara fyrir þeim regin- mun sem þessi ólíku kennslustörf búa við og margir hafa lýst því yfir að þeir fari ekki aftur í tónmennt- arkennsluna. Á launatöflu sem ég fékk að líta augum litla stund er það líka skiljanlegt út frá launalegu sjón- armiði. Ef árslaun tónmenntarkenn- arans eru tugum þúsunda lægri en bekkjarkennarans þarf ekki að spyrja að leikslokum. Það má enginn skilja orð mín svo að tónmenntar- kennarar fagni ekki því að staða um- sjónarkennarans er bætt til muna í þessum kjarasamningum, þeir eiga það sannarlega skilið og vonandi verða þessir samningar til þess að margir kennarar sem hafa leitað í önnur störf á síðustu árum skili sér aftur inn í skólana. Nýju samning- arnir munu hins vegar ekki verða til þess að brottflúnir list- og verk- greinakennarar leiti aftur í þau störf sem þeir hafa menntað sig til og er það í hróplegri mótsögn við alla um- ræðu um gildi þessara námsgreina í almennu skólastarfi. Er það vilji samninganefndar að grunnskólinn verði bara bóknámsskóli? Það er þungt hljóð í mörgum tónmenntar- kennaranum þessa dagana og marg- ir hafa tjáð mér að þeir ætli alvar- lega að hugsa sinn gang á næstu vikum og mánuðum. Í nýgerðum kjarasamningum fær starfandi tón- menntarkennari að halda sínum kennsluafslætti svo fremi sem hann skiptir ekki um vinnustað! Ég spyr, er þetta löglegt? Er það ekki kjörin leið til að skapa „verri skóla“ að neyða einn hóp kennara til að sitja sem fastast á gamla vinnustaðnum af ótta við aukið vinnuálag á einhverj- um nýjum? Þessi atlaga að tón- menntarkennurum er algjör smá- aurasparnaður fyrir sveitarfélögin en er kornið sem fyllir mælinn hjá mörgum seinþreyttum félögum mín- um sem hafa þraukað í kennslu árum saman þrátt fyrir niðurskurð á kennslutímum, námsefnissvelti og langa bið eftir betri tíð. Við stöndum á tímamótum – tíma- mótum sem skera úr um hvort við látum endanlega bera út tónlistina – „þann menningarþátt sem hefir að geyma dýrðlegasta töfrasprotann til að göfga hug og hjarta hins unga manns“ svo vitnað sé til orða Þór- arins Hjartarsonar sem hann lét falla á fjórða áratug 20. aldarinnar. Mér er kunnugt að samninganefndin á eftir að hittast til að ræða um kór- starf í grunnskólum, en eitt af ára- tuga baráttumálum tónmenntar- kennara er að fá það metið sem kennslu en ekki sem tómstundastarf. Ég skora á samninganefnd launa- nefndar sveitarfélaga að mæta til þeirra samningafunda með opnum huga og nota tækifærið og leiðrétta það víxlspor sem stigið var við gerð nýrra samninga og tryggja tón- menntinni og allri annarri tónlistar- iðkun innan grunnskólans lífvænleg vaxtarskilyrði – annars mun illa fara. Verður tónmennt úthýst úr grunnskólum landsins? Þórunn Björnsdóttir Tónmennt Nýju samningarnir munu ekki verða til þess, segir Þórunn Björnsdóttir, að brott- flúnir list- og verk- greinakennarar leiti aft- ur í þau störf sem þeir hafa menntað sig til. Höfundur hefur kennt tónmennt og stjórnað barnakórum við Kársnesskóla sl. 25 ár. andi völlur sjaldnast. Það er mikil- vægt innlegg í málið en ekki úrslita- dómur. Aðalatriðið er að almenningur fái slíkar upplýsingar um valkostina svo að hann geti valið milli höfuðkostanna í atkvæða- greiðslunni. Samgönguráðherra og Leifur Magnússon hafa frá upphafi málsins staðhæft, að einungis núver- andi völlur eða flutningur innan- landsflugs til Keflavíkur séu raun- hæfir kostir. Erlendir sérfræðingar um flugvallarmál og innlendir verk- fræðiráðgjafar hafa komist að ann- arri niðurstöðu. Flugmálastjóri hefur einnig viðurkennt að aðrir kostir komi til greina frá flugtæknilegu sjónarmiði, þótt hann virðist telja nú- verandi völl æskilegasta kostinn. Þá hefur í undirbúningsvinnu vegna at- kvæðagreiðslunnar komið skýrt fram, að núverandi völlur hefur á sér alvarlega annmarka frá flugtækni- legu sjónarmiði, þó svo að starfsemi hans hafi sem betur fer verið að mestu leyti farsæl til þessa. Á báðum aðalbrautum vallarins eru t.d. flug- tæknilegar hindranir. Við norður- enda norður-suður-brautar er hindr- un vegna nálægðar við Þingholtin þar sem íbúabyggð er. Þar er einnig fjölfarin umferðaræð og gatnamót. Þess vegna er þröskuldur á brautinni sem takmarkar not hennar í lending- um úr norðri sem felur í sér að lenda þarf sunnar á brautinni. Hið sama á við um suðurenda brautarinnar, vegna nálægðar við Kársnesið þar sem er íbúabyggð. Austur-vestur- brautin er með markverða hindrun austanmegin, vegna hæðar Öskju- hlíðar, sem eykst eitthvað með hækk- un trjágróðurs á hverju ári. Vestan- megin á brautinni er íbúabyggð of nálægt brautinni til að fullnægjandi öryggismörkum verði við komið, þannig að hún er ófullnægjandi kost- ur fyrir blindflug. Að auki er lega norður-suður-brautar ekki eins og best verður á kosið með tilliti til ríkjandi vindátta. Önnur lega myndi veita betra nýtingarhlutfall með tilliti til öryggismarka vegna hliðarvinds. Þriðja braut vallarins, sem væntan- lega verður þó lögð af á næstu árum, er meingölluð af mörgum ástæðum. Núverandi aðalbrautir vallarins eru þannig ekki án annmarka. Þessu til viðbótar má benda á, að ef skipulagshugmyndir Flugmála- stjórnar, sem kynntar voru í fjölmiðl- um um síðustu helgi, ganga eftir, þá verður flugvallarstarfsemin mun að- þrengdari í borgarlandinu en nú er. Það er vegna þess að íbúabyggð og atvinnufyrirtæki yrðu staðsett nær brautum en nú er. Þetta er mikilvægt atriði. Atvinnurekstur við flugstöðina myndi einnig búa við mikinn hávaða frá flugvélum á stæðum við flugstöð- ina í Loftleiðahótelinu, sem áformuð er, auk hávaða frá flughreyfingum á brautum. Þessi atriði, og mörg önn- ur, koma fram í vinnu sérfræðinga sem byggt er á í skýrslu minni um flugvallarkostina sem fyrir liggja. Markmið hennar er að leggja fram efnivið til upplýsingar um málið. Margvíslegt efni annað hefur komið fram og mun koma fram, meðal ann- ars lesendagreinar í dagblöðum. Það er von mín að efni skýrslunnar nýtist til að gera umræðuna upplýstari, enda er lögð áhersla á að draga fram öll sjónarmið í henni. Það verður síð- an væntanlega almennings og stjórn- valda að velja hinn endanlega kost. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.