Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 21
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 21
ÚTSALA
10-70%
afsláttur
Bláu húsin v/Faxafen,
sími 553 6622
Stendur til 6. febrúar
ÞEGAR verkfalli kennara lauk 7.
janúar sl. var unnt að setja punkt-
inn yfir i-ið á 30 rúmlesta haust-
námskeiði Stýrimannaskólans í
Reykjavík, sem hófst 11. sept-
ember sl., og afhenda þátttak-
endum prófskírteini.
30 rúmlesta námskeiðin eru
kvöldnámskeið og standa í átta
vikur, en kennt er þrjú kvöld í
viku, mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga. Kennslu og skrifleg-
um prófum í þremur prófgreinum,
siglingafræði, stöðugleika og sigl-
ingareglum lauk 6. nóvember en
samtals luku 17 nemendur prófi
með fullnægjandi árangri.
Vornámskeið hófst í fyrrakvöld,
en kennslugreinar eru samkvæmt
reglugerð menntamálaráðuneyt-
isins. Siglingafræði 44 kennslu-
stundir, sigling í siglingahermi 12
stundir, siglingareglur (19), vél-
fræði (9), siglinga- og fiskileitar-
tæki og fjarskipti (28 stundir –
fræðileg umfjöllun, GPS, ratsjá,
dýptarmælar, VHF), stöðugleiki
(19), veðurfræði (9), skyndihjálp
(5) og Slysavarnaskóli sjómanna,
samtals 168 kennslustundir.
Morgunblaðið/Þorkell
Þátttakendur í 30 rúmlesta haustnámskeiði Stýrimannaskólans í Reykjavík haustið 2000 við afhendingu próf-
skírteina 11. janúar s.l. Fremsta röð: Ólafur Guðjónsson, Lára Hrönn Pétursdóttir, Benedikt Blöndal kennari,
Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Pálmi Hlöðversson kennari, Guðrún Guðmundsdóttir og Sigríður
Jónsdóttir. Miðröð: Þórður Pálsson, Elís Jónsson, Ásgeir Ríkharð Guðjónsson, Ingvi Skjaldarson, Símon Hall-
dórsson, Ingvar Bjarnason, Atli Sigmar Hrafnsson, Vignir Bjarnason, Baldvin Loftsson, Gunnar Lúðvík Gunn-
arsson, Sigurður Óskar Óskarsson, Baldur Ágúst Sigþórsson og Ragnar Guðmundsson. Aftasta röð: Jón Þór
Guðbjörnsson, Teitur Gunnarsson, Elvar Steinn Þorvaldsson, Bjarni Sigmarsson, Jóhann Freyr Guðmundsson,
Kristinn Kári Kristinsson og Ólafur Birgir Georgsson.
Margir á námskeiði
STJÓRN og trúnaðarráð Drífanda,
stéttarfélags, í Vestmannaeyjum,
segir í ályktun sinni að sú ákvörðun
stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja, að
hætta allri frystingu bolfisks, sé al-
gjörlega óviðunandi. Það sé ekki
hægt að bjóða starfsfólki fyrirtæk-
isins að vera þannig kastað út í hafs-
auga. Samþykkt Drífandi fer hér á
eftir:
Á fundi hjá stjórn Ísfélags Vest-
mannaeyja mánudaginn 22. janúar
sl. var tekin ákvörðun um að byggja
ekki upp að nýju bolfiskvinnslu
félagsins í Vestmannaeyjum. Var
því borið við að ekki þætti hag-
kvæmt að leggja út í slíka fjárfest-
ingu. Var þetta tilkynnt forsvars-
mönnum stéttarfélagsins að morgni
23. janúar og starfsmönnum á fundi
kl. 14 þann sama dag.
Óviðunandi
ákvörðun
Öllum er ljóst að Ísfélag Vest-
mannaeyja hefur síðustu áratugi
verið einn af máttarstólpum í at-
vinnulífi Vestmannaeyinga. Hafa
þar farið saman hagsmunir og sam-
vinna eigenda fyrirtækisins og
starfsfólksins. Arðurinn sem af því
hefur skapast hefur annarsvegar
skilað sér til starfsfólksins og hins-
vegar til fyrirtækisins, sem bæjar-
félagið og mannlíf í Vestmannaeyj-
um hafa notið góðs af. Þessi sam-
vinna hefur einnig í gegnum tíðina
skapað fyrirtækinu sóknarfæri á
öðrum sviðum annars staðar á land-
inu. Það er alveg ljóst að sú ákvörð-
un sem tekin var af stjórn fyrirtæk-
isins er algerlega óviðunandi, hvort
sem litið er á hagsmuni bæjarfélags-
ins eða starfsfólksins eins og hér.
Það er ekki hægt að bjóða starfs-
fólki Ísfélagsins upp á það að vera
kastað út í hafsauga og láta hags-
muni annarra óskyldra stofnana
vera í fyrir-rúmi. Þetta virðist hafa
verið gert á fyrrnefndum stjórnar-
fundi. Algjörlaga andstætt þeim
starfsreglum sem tíðkast hafa hing-
að til hjá fyrirtækinu og eigendum
þess.
Stjórn Ísfélagsins ein og sér ber
ekki ábyrgð á atvinnuástandinu í
Vestmannaeyjum. Hér eru margir
öflugir útgerðaraðilar sem hafa yfir
meginhluta aflaheimilda Vest-
mannaeyinga að ráða. Aflaheimild-
um sem geta skapað hundruð starfa
ef vilji er til. Eins og atvinnu-
ástandið er núna krefjumst við þess
að þeim afla verði landað í Eyjum í
samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki á
staðnum og unnin úr þeim verðmæti
sem skapað geta fólki sómasamlega
afkomu. Það er nóg til skiptanna.
Það er í andstöðu við almenna
skynsemi að ekki skuli vera hægt að
tryggja verkafólki vinnu og sóma-
samlega afkomu í stærstu verstöð
landsins. Geti þeir sem halda taki
sínu á kvóta Eyjamanna ekki tryggt
réttláta skiptingu á arðinum sem
skapast af honum gerum við eftir-
farandi kröfu til stjórnmálamanna.
Að umráðaréttur kvótans verði í
höndum þeirra sem tryggja flestum
aðgang að arðinum sem skapast af
þessari undirstöðuatvinnugrein okk-
ar Eyjamanna.
Samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs stéttarfélagsins Drífandi
Kastað út í hafsauga