Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 21 ÚTSALA 10-70% afsláttur Bláu húsin v/Faxafen, sími 553 6622 Stendur til 6. febrúar ÞEGAR verkfalli kennara lauk 7. janúar sl. var unnt að setja punkt- inn yfir i-ið á 30 rúmlesta haust- námskeiði Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem hófst 11. sept- ember sl., og afhenda þátttak- endum prófskírteini. 30 rúmlesta námskeiðin eru kvöldnámskeið og standa í átta vikur, en kennt er þrjú kvöld í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Kennslu og skrifleg- um prófum í þremur prófgreinum, siglingafræði, stöðugleika og sigl- ingareglum lauk 6. nóvember en samtals luku 17 nemendur prófi með fullnægjandi árangri. Vornámskeið hófst í fyrrakvöld, en kennslugreinar eru samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneyt- isins. Siglingafræði 44 kennslu- stundir, sigling í siglingahermi 12 stundir, siglingareglur (19), vél- fræði (9), siglinga- og fiskileitar- tæki og fjarskipti (28 stundir – fræðileg umfjöllun, GPS, ratsjá, dýptarmælar, VHF), stöðugleiki (19), veðurfræði (9), skyndihjálp (5) og Slysavarnaskóli sjómanna, samtals 168 kennslustundir. Morgunblaðið/Þorkell Þátttakendur í 30 rúmlesta haustnámskeiði Stýrimannaskólans í Reykjavík haustið 2000 við afhendingu próf- skírteina 11. janúar s.l. Fremsta röð: Ólafur Guðjónsson, Lára Hrönn Pétursdóttir, Benedikt Blöndal kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Pálmi Hlöðversson kennari, Guðrún Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Miðröð: Þórður Pálsson, Elís Jónsson, Ásgeir Ríkharð Guðjónsson, Ingvi Skjaldarson, Símon Hall- dórsson, Ingvar Bjarnason, Atli Sigmar Hrafnsson, Vignir Bjarnason, Baldvin Loftsson, Gunnar Lúðvík Gunn- arsson, Sigurður Óskar Óskarsson, Baldur Ágúst Sigþórsson og Ragnar Guðmundsson. Aftasta röð: Jón Þór Guðbjörnsson, Teitur Gunnarsson, Elvar Steinn Þorvaldsson, Bjarni Sigmarsson, Jóhann Freyr Guðmundsson, Kristinn Kári Kristinsson og Ólafur Birgir Georgsson. Margir á námskeiði STJÓRN og trúnaðarráð Drífanda, stéttarfélags, í Vestmannaeyjum, segir í ályktun sinni að sú ákvörðun stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja, að hætta allri frystingu bolfisks, sé al- gjörlega óviðunandi. Það sé ekki hægt að bjóða starfsfólki fyrirtæk- isins að vera þannig kastað út í hafs- auga. Samþykkt Drífandi fer hér á eftir: Á fundi hjá stjórn Ísfélags Vest- mannaeyja mánudaginn 22. janúar sl. var tekin ákvörðun um að byggja ekki upp að nýju bolfiskvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum. Var því borið við að ekki þætti hag- kvæmt að leggja út í slíka fjárfest- ingu. Var þetta tilkynnt forsvars- mönnum stéttarfélagsins að morgni 23. janúar og starfsmönnum á fundi kl. 14 þann sama dag. Óviðunandi ákvörðun Öllum er ljóst að Ísfélag Vest- mannaeyja hefur síðustu áratugi verið einn af máttarstólpum í at- vinnulífi Vestmannaeyinga. Hafa þar farið saman hagsmunir og sam- vinna eigenda fyrirtækisins og starfsfólksins. Arðurinn sem af því hefur skapast hefur annarsvegar skilað sér til starfsfólksins og hins- vegar til fyrirtækisins, sem bæjar- félagið og mannlíf í Vestmannaeyj- um hafa notið góðs af. Þessi sam- vinna hefur einnig í gegnum tíðina skapað fyrirtækinu sóknarfæri á öðrum sviðum annars staðar á land- inu. Það er alveg ljóst að sú ákvörð- un sem tekin var af stjórn fyrirtæk- isins er algerlega óviðunandi, hvort sem litið er á hagsmuni bæjarfélags- ins eða starfsfólksins eins og hér. Það er ekki hægt að bjóða starfs- fólki Ísfélagsins upp á það að vera kastað út í hafsauga og láta hags- muni annarra óskyldra stofnana vera í fyrir-rúmi. Þetta virðist hafa verið gert á fyrrnefndum stjórnar- fundi. Algjörlaga andstætt þeim starfsreglum sem tíðkast hafa hing- að til hjá fyrirtækinu og eigendum þess. Stjórn Ísfélagsins ein og sér ber ekki ábyrgð á atvinnuástandinu í Vestmannaeyjum. Hér eru margir öflugir útgerðaraðilar sem hafa yfir meginhluta aflaheimilda Vest- mannaeyinga að ráða. Aflaheimild- um sem geta skapað hundruð starfa ef vilji er til. Eins og atvinnu- ástandið er núna krefjumst við þess að þeim afla verði landað í Eyjum í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki á staðnum og unnin úr þeim verðmæti sem skapað geta fólki sómasamlega afkomu. Það er nóg til skiptanna. Það er í andstöðu við almenna skynsemi að ekki skuli vera hægt að tryggja verkafólki vinnu og sóma- samlega afkomu í stærstu verstöð landsins. Geti þeir sem halda taki sínu á kvóta Eyjamanna ekki tryggt réttláta skiptingu á arðinum sem skapast af honum gerum við eftir- farandi kröfu til stjórnmálamanna. Að umráðaréttur kvótans verði í höndum þeirra sem tryggja flestum aðgang að arðinum sem skapast af þessari undirstöðuatvinnugrein okk- ar Eyjamanna. Samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs stéttarfélagsins Drífandi Kastað út í hafsauga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.