Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGFÚS Schopka fiskifræðingur á Haf- rannsóknarstofnun reynir að rökstyðja friðunarstefnu Haf- rannsóknarstofnunar í Verinu 17. jan sl. Fylgir súlurit yfir ný- liðun þorsks hérlendis sem sýnir nú lægri tölur af nýliðun ár- gangs 1993 en áður. Þarna er dæmi um hvernig ráðgjafar svindla með tölfræði og „endurmeta“ eldri tölur árlega eins og nú nýliðun árgangsins 1993. Þessi árgangur var uppistaðan í gífurlegu magni af þorski fyrir Vestfjarðamiðum, einkum 1997- 1998, sem skipstjórar forðuðust að koma nálægt til að sprengja ekki trollin. Aldrei mátti viðurkenna þau fleiri hundruð þúsund tonn af þorski sem þarna voru. Sem dæmi, ef það er 10 cm þorsklag að jafnaði á einum fer- kólómetra, er magn þorsks á sama svæði hundrað þúsund tonn. Hvað var þá mikið af þorski á þessum slóðum þessi ár? Afleiðingarnar af friðun þessa árgangs hafa nú komið í ljós og það á að fela með aðstoð tölfræði. Stór hluti þessa þorsks lagði upp frá Vestfjarðamiðum – eftir mitt ár 1998 – í víking norður fyrir land. Át upp rækjustofninn með tilheyr- andi tjóni fyrir rækjuútgerðir. Sex ára – eftir rækjuveisluna – virðist stór hluti stofnsins hafa hrygnt og drepist. Mistekist hefur hvað eftir annað að „byggja upp“ hrygningarstofn- inn með friðun. Nýjasta dæmið er nú týndi árgangurinn frá 1993. Tölfræðileg niður- staða í fyrravor var ekki gamla tuggan; „við höfðum ofmetið stofninn“ – heldur ný tugga; – „breytilegur veiðanleiki“. Góður maður sagði um mismunadi stig lygi: Fyrst er venju- leg lygi, – þá hauga- lygi, – svo tölfræði. Alvöru vísindarann- sóknir ofansjávar, – í ræktun dýra og fiska, – ganga yfirleitt út á að finna nýjar og betri leiðir til að auka vaxt- arhraða, – afrakstur og framleiðni. Í „stærðfræðilegri fiskifræði“ lágu aldrei neinar rannsóknir til grundvallar kenningunni. Tilgátan var að friðun sé vísindi, – án rann- sókna. Þetta er falleg tilgáta – eins og kommúnisminn var. Núverandi veiðiráðgjöf er því áætlanabúskap- ur samkvæmt áætlun, stærðfræði- legrar fiskifræði án vísindarann- sókna. Í áætlanabúskap stærðfræði- legrar fiskifræði er fæða í hafinu ótakmörkuð. Aukinn þéttleiki fisks með friðun skiptir ekki máli í töl- fræðinni. Vaxandi samkeppni um fæðu skiptir engu máli. Vaxandi sjálfát – sjúkdómar og – þar með hækkuð dánartíðni skiptir ekki máli. Fall í kynþroska (að öllum líkindum vegna aukins þéttleika og minni fæðu) skiptir engu máli. Ekkert skiptir máli nema áætl- anabúskapurinn, – tölfræðin svona forrituð. Tölfræðin er svo spurð hvað hafi farið úrskeiðis þegar þorskurinn týnist. Tölfræðin svarar sam- kvæmt forrituninni „þið mælduð vitlaust í fyrra, – hitteðfyrra – þar áður – þaráður og þar áður“. Tölfræðin reiknar sjálfvirkt að þorskurinn hafi ekki verið til í því magni sem áður var reiknað með sömu aðferðinni. Nýjustu útreikn- ingar sl. vor, – studdir áliti er- lendra prófessora í fræðunum, – (til að bæta ímyndina?) – eru sem sagt nákvæmlega réttir núna. Síðasti útreikningur er alltaf heilagur, – árlega. Þegar áætlanabúskapur Stalíns um framleiðslu á stáli gekk ekki upp í magni fundu undirmenn hans upp snilldarráð til að verða ekki skotnir. Framleiða meira af stærri og þyngri stykkjum. Þá náði fram- leiðslan því magni, – í tonnum, – sem áætlun gerði ráð fyrir, – burt- séð frá notagildi. Sjálfsagt hefur þetta heitið „ábyrg framleiðslu- stefna“ – enda byggð á félagsleg- um grundvelli, – eins og leikritið um dýrin í Hálsaskógi. Stalín þótti reyndar ekki par góður þegar árin liðu. Hann varð samt aldrei svo galinn að hann færi niður fyrir yfirborð sjávar með áætlanabúskapinn. Neðansjávar- kommúnismi Kristinn Pétursson Fiskfriðun Afleiðingarnar af friðun þessa árgangs hafa nú komið í ljós, segir Kristinn Pétursson, og það á að fela með aðstoð tölfræði. Höfundur er framkvæmdastjóri. Á undanförnum mánuðum hefur Röskva barist fyrir úrbótum á húsaleigu- bótakerfinu. Í sumar tóku fulltrúar Röskvu málið upp innan hags- munanefndar Stúd- entaráðs og í fram- haldinu var tvívegis fundað með félags- málaráðherra og yfir- mönnum félagsmála- ráðuneytisins. Röskva setti fram skýrar kröfur um breytingar. Áfangasigur vannst í desember þegar félagsmálaráðherra kynnti nýja reglugerð um húsa- leigubætur þar sem hámark húsa- leigubóta var hækkað, frítekju- mark vegna húsaleigubóta hækkað og efri mörk leigutillits hækkað. Allar þessar breytingar koma námsmönnum til góða. Barátta Röskvu skilar árangri Breytingarnar eru mikilvægar fyrir stúdenta enda fær fjórðungur þeirra húsaleigubætur. Með mark- vissri baráttu Röskvu hefur tekist að fá fram úrbætur til hagsbóta fyrir námsmenn. Mikið verk er hins vegar óunnið enda er húsa- leigubótakerfið langt frá því að vera sanngjarnt og enn á eftir að taka tillit til frekari úrbóta sem Röskva hefur krafist. Félagsmála- ráðherra hefur nú lýst því yfir að nýtt frumvarp um húsaleigubætur verði lagt fram í vor. Það er ánægjulegt og Röskva mun fylgja því fast eftir að rétt- látar kröfur stúdenta verði teknar til greina. Röskva krefst frekari úrbóta Röskva krefst þess að námsmenn sem leigja einstaklingsher- bergi með aðgangi að sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi fái rétt til húsaleigubóta. Sífellt fleiri náms- menn leigja stök her- bergi enda er mikill skortur á leiguhúsnæði og leiguverð hátt. Flestir sem búa á Stúdentagörð- unum leigja einstaklingsherbergi og fá því engar húsaleigubætur. Er húsaleigubótakerfið að gegna hlutverki sínu þegar þeir sem minnst hafa fá engar bætur því þeir hafa ekki efni á að leigja heila íbúð? Afnemum skerðingu og skattlagningu Í öðru lagi vill Röskva afnema skattlagningu á húsaleigubótum. Það er hrópandi óréttlæti að þeir sem leigja húsnæði og fá húsa- leigubætur skuli borga af þeim skatt á meðan að þeir sem eiga húsnæði hljóta skattfrjálsar vaxta- bætur. Í þriðja lagi vill Röskva að kom- ið verði í veg fyrir að húsaleigu- bætur skerði námslán og barna- bætur. Hér er enn á ferðinni mismunun á milli húseigenda sem þiggja vaxtabætur sem skerða hvorki námslán né barnabætur og leigjenda sem fá húsaleigubætur sem skerða námslán og barnabæt- ur. Skref í rétta átt Röskva leggur mikla áherslu á húsnæðismál stúdenta. Erfitt ást- and á leigumarkaði hefur komið illa niður á stúdentum og húsa- leigubótakerfið hefur ekki veitt nægilegan stuðning. Stjórnvöld hafa stigið skref í rétta átt með fyrrgreindum breytingum en betur má ef duga skal. Ég heiti á félags- málaráðherra og Alþingi Íslend- inga að verða við kröfum stúdenta um hagstæðara húsaleigubóta- kerfi. Hagstæðara húsaleigubótakerfi Þorvarður Tjörvi Ólafsson Bætur Með markvissri baráttu Röskvu, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hefur tekist að fá fram úrbætur til hagsbóta fyrir námsmenn. Höfundur situr í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu. Æ tli það teljist ekki óðs manns æði að blanda sér í umræðu um „öryrkja- málið“ svonefnda? Tilfinningahit- inn, sem mál þetta hefur vakið, er ógnvekjandi, svo ekki sé minnst á hversu óþjóðlegur hann er. Hins vegar verður vart þagað þegar siðmennt öll virðist horfin út í veð- ur og vind og illdeilur hafa náð því stigi, sem raun ber vitni. Í umræðum um kjör öryrkja hefur það gerst að grófum alhæf- ingum hefur verið beitt. Þetta er ekki nýjung enda líður þjóðin fyrir það á degi hverjum að rökræðu- hefð er engin á Íslandi. Þess í stað komast stjórnmálamenn og hags- munaverðir upp með málflutning, sem mótast einkum af þjóðlegum útúrsnúningi og karpi. Nú er vert að taka fram að sjálfur dómurinn í „öryrkjamál- inu“, þ.e. sú niðurstaða Hæstaréttar að tenging bóta öryrkja við tekjur maka brjóti gegn stjórnarskránni, er merkilegur fyrir margar sakir, m.a. þær að í honum felst áður óþekkt upphafning einstaklings- ins. Þetta gildi dómsins verður ekki dregið í efa og í þessu efni vísar hann fram á við. Hins vegar hlýtur almenningur að leyfa sér að mótmæla málflutn- ingi í þá veru að landsmenn hafi einsett sér að níðast á öryrkjum og svipta þá allri mannlegri reisn. Að auki fær hugsandi fólk tæpast trúað því að tilteknir íslenskir stjórnmálamenn hatist við öryrkja og að viðkomandi hafi afráðið að sá þjóðfélagshópur fái aldrei lifað því lífi, sem kallað er „mannsæm- andi“. Þegar framsetningin er á þann veg, sem raun ber vitni, er ekki líklegt að árangur eða sættir náist. Og það hryggilega er, að ákveðnir hópar fólks, sem sannarlega gætu þegið betri kjör og ættu að njóta þeirra, gleymast í málæðinu öllu og því þjóðlega ati, sem því fylgir. Vandinn er sá að forgangsröðin er gölluð. Þar er vissulega við stjórnmálamenn að sakast en þó einkum fólkið, sem kýs þá. Ítrekað skal að „öryrkjadóm- urinn“ er stórmerkilegur og snertir ýmsa grunnþætti sam- félagsins. Aðrar hliðar dómsins en sjálf tekjutengingin hafa hins veg- ar ekki verið ræddar sem skyldi og er það miður. Sú spurning vaknar t.a.m. hvort millifær- anlegur persónuafsláttur og sam- sköttun brjóti ekki einnig gegn þeim grundvallarreglum um jafn- ræði, reisn og rétt einstaklingsins, sem dómurinn vísar til. Líkt og venjulega í opinberum umræðum á Íslandi tók langan tíma að leiða fram helstu grundvallaratriði þessa máls. Þannig upplýsti Morgunblaðið laugardaginn 13. janúar að heim- ilistekjur þeirra öryrkja, sem dómurinn næði til, hefðu að með- altali verið 338 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Því varð þannig augljóslega ekki haldið fram að þessi hópur Íslendinga lepti dauð- ann úr skel. Við nánari skoðun kom þó í ljós að þarna var vissu- lega að finna fólk, sem bjó við bág kjör og gat með réttu sagt að að- stoð samfélagsins væri í skötulíki. 1,5%, það skal endurtekið, 1,5% þessa hóps reyndust hafa mán- aðartekjur á bilinu 100–200 þús- und krónur á mánuði. Þessi frétt Morgunblaðsins breytir vitanlega engu um for- sendur dómsins. En hún sýnir svart á hvítu að dómurinn í „ör- yrkjamálinu“ tekur engan veginn til þeirra, sem raunverulega búa við kröppust kjör í þjóðfélaginu. Með þessari fullyrðingu er á eng- an hátt leitast við að draga úr gildi dómsins og vísun hans til jafnræð- isreglu og reisnar einstaklingsins. En þar eð dómurinn snýst um „réttlæti“ hlýtur sú spurning að vakna með hvaða „sanngirni“ unnt er að ætlast til þess að skattborg- arar þessa lands leggi fram fjár- muni til að ríkisvaldið geti með beinum hætti aukið ráðstöfunarfé fólks, sem hafði að meðaltali 338 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði í fyrra. Og hér þarf að taka fram að tekjur margra voru mun hærri. Er ekki óumdeilanlegt að hin gamla trúarsetning jafn- aðarmanna um „tekjujöfnun“ hef- ur sætt algjörri umpólun? Í annan stað hljóta að vakna efasemdir um að nefndar upplýs- ingar um heimilistekjur verði til þess að skattgreiðendur taki því fagnandi að vera krafðir um fram- lög þeim til handa, sem raunveru- lega þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Nákvæmlega hið sama á við um kjör eldri borgara á Íslandi. Mættum við náðarsamlegast biðja um sambærilega frétt í Morg- unblaðinu áður en allt gengur af göflunum sökum tekjutengingar þeirra? Sú „umræða“ bókstaflega hlýtur að sigla í kjölfarið. Meirihluti aldraðra á Íslandi hefur það ágætt. Það sést m.a. á þátttöku í mótmælum eldri borg- ara en til þeirra mæta þeir, sem ekki eru staddir á Kanaríeyjum þá stundina eða eru ekki uppteknir við dansmennt í Glæsibæ. Hið sama á, blessunarlega, einnig við um yfirgnæfandi meirihluta ör- yrkja í sambúð. Hins vegar er án nokkurs vafa að finna heldur fá- mennan hóp aldraðra auk margra einstæðra öryrkja, sem raunveru- lega eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þar er um að ræða fólk, sem meingallað eftirlauna-, trygg- inga- og skattakerfi leggst enn á af fullum þunga þrátt fyrir umbó- tamjálm stjórnmálamanna. Þarna er fundið það fólk, sem er neðarlega á forgangslista stjórn- valda og hefur vafalaust í ein- hverjum tilfellum verið svipt möguleikanum til „mannsæmandi lífs“. Þarna eru fundnir þeir Ís- lendingar, sem í nafni bæði „sann- girni“ og „réttlætis“ eiga heimt- ingu á að þjóðfélagið, hinir yngri og hinir heilbrigðu, létti þeim lífið. Þetta fólk hefur hins vegar ein- faldlega gleymst í hinni þjóðlegu „umræðu“ síðustu vikna. Um alla þessa hópa gildir að þeir eiga skilyrðislausan rétt á að kjör þeirra verði „leiðrétt“ eins og það heitir á nútímamáli. Það verð- ur hins vegar ekki gert nema með allsherjar endurskoðun á kerfinu öllu og nýrri forgangsröðun í op- inberum útgjöldum. Sú endur- skoðun fer því aðeins fram að eðli- legt samráð sé viðhaft, sem krefst þess aftur að stjórnmálamenn og leiðtogar þessara þjóðfélagshópa geti komið fram eins og þokkalega siðað fólk. Hinir gleymdu Ákveðnir hópar fólks, sem sannarlega ættu að njóta betri kjara, gleymast í málæðinu öllu og atinu, sem því fylgir. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.