Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 9
STJÓRN Samtaka um betri byggð
hefur, í tilefni af endurskoðun á að-
alskipulagi Reykjavíkur 1996-2016,
óskað eftir upplýsingum skipulagsyf-
irvalda, sem gætu varpað ljósi á
ákvarðanir þeirra um flugrekstur í
Vatnsmýri og olíuhöfn í Örfirisey árið
1997 (í aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016). Stjórn samtakanna beinir
af þessu tilefni ýmsum spurningum
sínum til borgarráðs Reykjavíkur,
Borgarskipulags, Almannvarna ríkis-
ins, Landlæknis, Reykjavíkurhafnar
og Vinnueftirlits ríkisins. Samtökin
telja að ofangreinda starfsemi verði
að flytja á aðra og hentuga staði, enda
sé flugstarfsemi og rekstur olíu-
birgðastöðvar í miðri höfuðborg
háskaleg. Jafnframt er óskað eftir
upplýsingum sem varpað gætu ljósi á
áform skipulagsyfirvalda varðandi
landnotkun á sömu svæðum í nýju að-
alskipulagi og mat eftirlitsstofnana
samfélagsins á stöðu miðborgarinnar
til framtíðar miðað við óbreytta starf-
rækslu flugvallar og olíuhafnar, að því
er segir í fréttatilkynningu.
Óska eftir
upplýsingum
um öryggis-
og meng-
unarmál
UPPLÝSING - Félag bókasafns- og
upplýsingafræða, hefur beint þeim
tilmælum til menntamála-, fjármála-
og samgönguráðherra, að felldur
verði niður virðisaukaskattur á inn-
flutt erlend rit.
Í áskorun sem félagið hefur sent
ráðherrunum segir að efling há-
skólastigsins, rannsókna og vísinda
sé óframkvæmanleg án góðs aðgeng-
is að nýjustu fræðiritum og tímarit-
um í viðkomandi grein, en því að-
gengi hafi nú verið settar alvarlegar
skorður.
Í bréfinu segir að niðurfelling
virðisaukaskatts af erlendum rita-
kosti hefði í för með sér einföldun
innflutnings á ritum og þar með m.a.
betri nýtingu fjárveitinga til bóka-
safna og upplýsingamiðstöðva. Þar
kemur einnig fram að Íslandspóstur
tekur nú 1.500 krónur fyrir hverja
skýrslumeðferð sem er þungur
skattur, t.d. á bók sem kostar um
1.000 kr. erlendis. Þá er allt að
tveggja mánaða bið eftir bókum sem
sannanlega eru komnar í vörslu Ís-
landspósts.
Vilja niðurfell-
ingu vsk. á er-
lendum ritum
♦ ♦ ♦
www.mbl.is
Engjateigi 5, sími 581 2141.
kjólum,
dressum,
drögtum
og yfirhöfnum
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
20%
aukaafsláttur af öllum
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Opið kl. 10-18
laugardag kl. 10-14
ÚTSALA - ÚTSALA
AUKAAFSLÁTTUR
Gríðarleg útsala á eldra garni
Vor- og sumargarn komið
GALLERY ANNY BLATT
Sogavegi 105, símar 553 1502 og 698 1615.
Opið miðvikudaga frá kl. 19.00-22.00.
Komdu og fáðu þér falleg
húsgögn eða
gjafavöru á útsölunni
Á horni Laugavegs og Klapparstígs
sími 552 2515
Ekki vera púkaleg!i l
Sígild verslu
n
ANTIKUPPBOÐ
Fornhúsgögn og smámunir
Laugardaginn 27. janúar 2001 kl. 14:00
í veislusal Skútunnar, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (bakvið Fjarðarkaup).
Húsgögnin verða til sýnis í Antik-versluninni
í Hólshrauni 5, Hafnarfirði,
föstudag 26. jan kl. 12:00 til 18:00 og laugardag 27. jan frá kl. 10:00.
Ath. að mæta tímanlega til skráningar.
Umboðs- og heildv. Sjónarhóll ehf.