Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÖKUDEILD barnaspítalaHringsins á Landspítala ogSápugerðin Frigg hafa stofnað til samstarfs um sjóð til styrktar vökudeildinni. Hafa for- svarsmenn Friggjar ákveðið að 5% af heildsöluverði þvottaduftsins Milt fyrir barnið renni í sjóðinn og segir Lúther Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Friggjar, að upp- hæðin gæti skipt nokkrum milljón- um á samningstímanum, sem er út næsta ár. Verður upphæðin afhent um það leyti sem barnaspítalinn nýi verður opnaður. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir vökudeildar, sagði við athöfn er samningurinn var undirritaður, að miklar framfarir hefðu orðið á sviði nýburagjörgæslu. Þetta væri ung grein í læknisfræðinni; hefði fyrst orðið til á sjötta áratugnum. Atli og Hörður Bergsteinsson læknir voru fyrstir íslenskra lækna til að öðlast sérmenntun á þessu sviði og Ragn- heiður Sigurðardóttir, yfirhjúkrun- arfræðingur deildarinnar. Voru þau fyrstu starfsmenn deildarinnar sem Gunnar Biering, þáverandi yf- irlæknir, hafði forgöngu um að koma á fót. Um 200 fyrirbura- fæðingará ári Af rúmlega 4.000 fæðingum á landinu eru um 5% fyrirburafæð- ingar eða um 200 börn og leggjast þau flest inn á vökudeildina. Auk þess eru þar lögð inn um 200 full- burða börn sem lent hafa í erfið- leikum í fæðingunni eða ef grunur er um sýkingar eða meðfædda galla. Lífslíkur fyrirbura eru að sögn Atla orðnar góðar allt niður í 24. viku meðgöngu, en eðlileg með- göngulengd er eins og kunnugt er yfirleitt 40 vikur. Atli segir að fyr- irburar sem fæðist öllu fyrr en á 24. viku eigi erfitt uppdráttar m.a. vegna þess að lungun séu ekki í stakk búin til að gegna hlutverki sínu. Lífslíkur fyrirbura sem náð hafa 24 vikna meðgöngu eru um 50% og um 90% hafi meðgangan verið um 30 vikur. Sjúkdómar sem ógna fyrirburum eru sýkingar, lungnasjúkdómar, sjúkdómar sem rekja má til súrefnisskorts í fæð- ingunni og heilablæðingar. Atli segir góða þekkingu og mikla tækni ráða mestu um að hægt er að koma fyrirburum til eðlilegs þroska. Tækjabúnaður fyr- ir hvert gjörgæslurúm kostar um 10 milljónir en deildin hefur sex slíkar einingar til umráða. Endur- nýja þarf búnaðinn á 5 ára fresti eða rúmlega eina einingu árlega. Atli sagði mörg líknarfélög, ein- staklinga og fyrirtæki hafa stutt deildina við endurnýjun þessa bún- aðar og Landspítalinn lagt til fram- lag á móti. Þannig er ráðgert að endurnýja í ár hjartasjár og ýmis önnur gjörgæslutæki fyrir 20 til 25 milljónir króna. Miklar framfarir á síðustu árum Fram kom í máli Atla að miklar framfarir hafi orðið í nýburagjör- gæslu á síðustu árum. Algengt vandamál eru öndunarerfiðleikar og sagði Atli í samtali við Morg- unblaðið að sem dæmi mætti nefna að fyrir 10 árum kom fram efni sem sprautað er í lungu til að koma í veg fyrir að þau falli saman. Varð það til þess að lífslíkur fyrirbura jukust um 40%. Þá sagði hann aðeins örfá ár síðan áhrif níturildis uppgötvuð- ust en það eykur blóðflæði til lungna vegna æðavíkkandi áhrifa. Um orsakir fyrirburafæðinga sagði Atli að í um 60% tilvika væri um að kenna sýkingu hjá móður sem framkallaði skyndilega fæð- ingu en orsök væri óþekkt í stórum hluta tilvika. Sá hluti færi þó stöð- ugt minnkandi þar sem margs kon- ar sýkingar væru í auknum mæli skýringin, iðulega sýkingar sem móðirin hefði enga hugmynd um. Vökudeildin hefur í dag yfir að ráða 16 rúmum á tvískiptu húsnæði sínu en þörf er talin vera fyrir 20-22 börn og stöku sinnum hafa þau orð- ið 24 til 26 á deildinni í einu. Ragn- heiður Sigurðardóttir, yfirhjúkrun- arfræðingur deildarinnar, segir mjög litla aðstöðu fyrir starfsfólk og foreldra og verði fyrst og fremst bætt úr henni á nýja spítalanum. Lúther Guðmundsson á hug- myndina að stofnun sjóðsins og framlagi fyrirtækisins. Hann sagð- ist sem faðir tveggja fyrirbura hafa farið að velta því fyrir sér hvernig styrkja mætti starf vökudeildar- innar. Hugmyndin um að leggja til 5% af heildsöluverði þvottaduftsins Milt fyrir barnið hefði orðið ofan á en þetta væri ein þekktasta fram- leiðsla fyrirtækisins og stæði á 20 ára gömlum merg. Lúther sagði hugsanlegt að leggja til hluta af söluverði annarra framleiðsluvara fyrirtækisins og hann sagði kaup- mönnum einnig frjálst að gefa eftir hluta af álagningu sinni af þeir vildu styrkja sjóðinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Atli Dagbjartsson, yfirlæknir Vökudeildar, og Lúther Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Friggjar. Um 400 börn koma árlega á deildina Vökudeildin fær meira rými þegar nýi barna- spítalinn verður tekinn í notkun. Í dag eru þar 16 legupláss og unnt að bæta nokkrum við en þörfin er að meðaltali 20-22 rúm. Sápugerðin Frigg stofnar sjóð til styrktar vökudeild barnaspítala Hringsins NÝ KÖNNUN Gallups fyrir Ferðamálaráð Ís- lands á ferðavenjum Ís- lendinga innanlands sýnir að yfir 81% landsmanna ferðaðist innanlands á síð- asta ári. Er átt við ferð sem stendur lengur en einn dag. Á þessu ári ætla 96% landsmanna að ferðast bæði innanlands og utan. Alls svöruðu 1.168 manns á aldrinum 18 til 80 ára spurningum könnun- arinnar, sem fram fór í desember. Tómas Ingi Olrich, for- maður Ferðamálaráðs, sagði slíka könnun á ferða- venjum Íslendinga nú gerða í fyrsta sinn. Fjór- um sinnum áður hefðu ferðir erlendra ferða- manna verið kannaðar og sagði hann vitneskju úr slíkum könnunum og alla gagnaöflun um ferðavenj- ur nauðsynlega ferðaþjón- ustunni. Hún væri nú næststærsta atvinnu- greinin og ætti ekki sterka rannsóknastofnun eins og sumir aðrir atvinnuvegir sem tryggði þróun í grein- inni og gæti haldið afföll- um í lágmarki. Tómas sagði mikilvægt að halda þessum könnunum áfram enda væru rannsóknir eitt af skilgreindum hlutverk- um Ferðamálaráðs. Til þess væru þó ekki skammtaðar nema fimm milljónir króna. Íslenska könnunin kostaði tvær milljónir króna en sú er- lenda fjórar. Sagði hann að fengist hefðu styrkir til að endar næðu saman. Er áhugi hjá Ferðamálaráði á að kanna ferðavenjur Ís- lendinga á eins til tveggja ára fresti eftir því sem fjármagn fæst til verksins. Hlutfall innlendra ferðamanna 35–40% Formaður Ferðamála- ráðs sagði gæðaeftirlit vegna innlenda ferða- markaðarins mikilvægt en hlutfall innlendra ferða- manna er milli 35 og 40% af heildarfjöldanum. Hann sagði að leitað hefði verið upplýsinga hjá atvinnu- greininni sjálfri um hvaða stuðning greinin þyrfti og hefðu til dæmis komið fram ábendingar um að efla þyrfti rannsóknir. Meðal niðurstaðna má nefna að 81% Íslendinga ferðaðist innanlands á síð- asta ári og ferðirnar voru að meðaltali fimm. Meðal- eyðsla fjölskyldu í fyrstu ferð ársins var 35 þúsund krónur. Þeir sem ferðast einir eyða 25.900 kr. að meðaltali. Einkabíll var notaður í 82,2% tilvika, flugvél í 12,9% og 5,6% ferðuðust með rútum. Gangandi fóru 1,8% og 1,3% á hestum. Nærri 70% þeirra sem tóku þátt í könnuninni kváðust myndu nýta sér vikulangt vetrarfrí til ferðalaga. Sagðist þriðjungurinn myndu ferðast innanlands en tveir þriðju erlendis. Ríflega 30% svarenda sögðust eiga eða hafa að- gang að sumarbústað í einkaeign og sögðust 68% ekki greiða fyrir neina af- þreyingu meðan á dvöl þar stæði. Rúmlega 13% þeirra kváðust ekki hafa farið í bústaðinn á síðasta ári en 35,2% fóru einu sinni til tvisvar í bústaðinn á árinu. Upplýsingamiðstöðvar lítið notaðar Þá kemur fram að 25% Íslendinga virðast leita sér einhverra upplýsinga áður en lagt er upp, helst í ferðahandbókum, bækl- ingum og upplýsingarit- um. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði þetta koma á óvart og að einungis 15% Íslendinga hefðu heimsótt upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála á ferðum sínum en þær eru nú 42 í landinu. Sagði Magnús hugsanlegar skýringar að þær væru ekki nógu vel kynntar fyr- ir Íslendingum, þær höfð- uðu ekki til þeirra eða landinn teldi sig ekkert hafa að sækja til þeirra. Magnús sagði Íslendinga lítið nýta sér náttúru- tengda ferðaþjónustu, svo sem jöklaferðir, hestaleig- ur eða hvalaskoðun og sagði hann ástæður þessa þarfnast nánari skoðunar. Spurning væri hvort þessi afþreying væri illa kynnt, frekar miðuð við erlenda ferðamenn og ef til vill of dýr. Ferðamálastjóri sagði einnig hafa komið á óvart að ferðir Íslendinga stæðu einkum mánuðina júní, júlí og ágúst og væru ferðalög í júlí tvöfalt meiri en í ágúst. Sagði hann að svo virtist sem lenging ferða- mannatímans hefði aðeins borið árangur meðal er- lendra ferðamanna. Í lok könnunarinnar, sem var alls 60 spurning- ar, var spurt hvaða þrjá staði á landinu kæmi helst til greina að heimsækja í ár. Flestir, eða 36,6% nefndu Akureyri, 21,6% hyggja á Vestfjarðaferð og 19,7% ætla að leggja leið sína um Austurland. Sagði Magnús að þessar tölur ættu að vera ferðaþjón- ustufyrirtækjum á þessum svæðum hvatning til markaðssetningar. Rúm- lega 10% vilja sjá Reykja- vík, Norðurland og Egils- staði og 9,2% hálendið. Ferðamálaráð kannar ferðavenjur Íslendinga innanlands Um 81% Íslendinga ferðaðist innanlands Morgunblaði/Þorkell Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, grein- ir frá tilgangi könnunarinnar. Hjá honum sitja Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Oddný Óladótt- ir verkefnisstjóri. UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur samþykkti í gær bókun þar sem lýst er þung- um áhyggjum yfir því að eftirlit með innflutningi á nautgripaafurð- um frá löndum, þar sem kúariða hefur greinst, virðist ekki vera í lagi. Í bókuninni er ítrekuð and- staða við innflutning á nautakjöti frá slíkum löndum og þeirri skoð- un lýst að heilbrigðissjónarmið eigi ekki að víkja fyrir viðskipta- samningum og verslunarhagsmun- um. Bókunin sam- þykkt samhljóma Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði bókunina fram og var hún sam- þykkt samhljóða. Þar er m.a. var- að við þeim sjónarmiðum sem komi fram í yfirlýsingu stjórnar matvöruhóps Samtaka verslunar- innar þar sem finna megi fullyrð- ingar um „öruggar afurðir“ sem ekki standist, þar sem ekki finnist enn rannsóknaraðferðir sem taki af allan vafa um heilbrigði slát- urafurða frá kúariðusýktum lönd- um. Jafnframt sé gefið í skyn að kröfur um innflutningsbann séu byggðar á „sértækum hagsmunum og vanþekkingu“ og að eftirlit sé í lagi með innfluttum sláturafurðum. Ítrekar and- stöðu við inn- flutning naut- gripaafurða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.