Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Hvid-
björnen fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó.
Árskógar 4. Kl. 9 perlu-
og kortasaumur, kl.
11.15 tai-chi leikfimi, kl.
13 opin smíðastofan, kl.
13.30 bingó, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9 bókband, kl. 9–
16 handavinna og fótaað-
gerð, kl. 13 vefnaður og
spilað í sal.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós! Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13-16,30, spil
og föndur. Leikfimi er í
íþróttasal á Hlaðhömr-
um á þriðjudögum kl. 16.
Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á mið-
vikudögum á vegum
Rauða krossdeildar
Mos. Pútttímar eru í
Íþróttahúsinu að Varmá
kl. 10-11 á laugardögum.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, kór eldri borgara í
Mos., eru á Hlaðhömr-
um á fimmtudögum kl.
17-19. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586-8014 kl. 13-
16. Tímapöntun í fót-
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og fót-
anudd, er í s. 566-8060
kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin og handa-
vinnustofan opin, kl. 9.15
vefnaður, kl. 9.30 málm-
og silfursmíði, kl. 9.45
leikfimi, kl. 13 bókband,
kl. 13.30 gönguhópur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Farið verður á Hótel
Örk eins og undanfarin
ár. Dvalartími 1. apríl til
6. apríl. Þátttökulistar í
Gjábakka, sími 554 -3400
og í Gullsmára, sími 564-
5260. Væntanlegir þátt-
takendur skrái sig sem
fyrst.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 13. „opið hús“, spilað
á spil.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 vefnaður.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Tréútskurður í Flens-
borg kl. 13. Þorrablót í
Hraunseli kl. 19.
Félagstarf aldraðra,
Garðabæ. Spænsku-
námskeiðið byrjar 25.
janúar kl. 13.30 í Kirkju-
lundi, tölvunámskeið
byrjar 29. janúar kl. 17 í
Garðaskóla, bókmennta-
og leshringur í bóka-
safninu 5. febrúar kl.
10.30. Spilað á þriðju-
dögum í Kirkjulundi kl.
13.30. Spilað í Holtsbúð
1. febrúar kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeginu.
Leikhópurinn Snúður og
Snælda munu frumsýna
4. febrúar „Gamlar perl-
ur“ sem eru þættir vald-
ir úr fimm gömlum
þekktum verkum. Sýn-
ingar eru fyrirhugaðar
á miðvikudögum kl. 14
og sunnudögum kl. 17.
Breyting hefur orðið á
viðtalstíma Silfurlín-
unnar. Opið verður á
mánudögum
og miðvikudögum frá kl.
10 til 12 f.h. Upplýsingar
á skrifstofu FEB í síma
588-2111 frá kl. 10 til 16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, m.a. bókband eft-
ir hádegi, umsjón Þröst-
ur Jónsson, frá hádegi
spilasalur opinn,
Í dag kl. 16 verður opn-
uð myndlistarsýning
Ólafs Jakobs Helgason-
ar, m.a. syngur Gerðu-
bergskórinn undir
stjórn Kára Friðriks-
sonar, Benedikt Eg-
ilsson leikur á harm-
onikku, Unnur Eyfells
leikur á píanó. Félagar
úr Tónhorninu leika
nokkur lög. Mánudaginn
29. janúar eftir hádegi
koma eldri borgarar úr
Mosfellsbæ, umsjón
Svanhildur Þorkels-
dóttir. Veitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta og út-
skurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjallað.
Þorrablót verður
fimmtudaginn 1. febrú-
ar, húsið opnað kl. 18.
Minni karla flytur Anna
Þrúður Þorkelsdóttir
formaður Rauða kross
Íslands. Minni kvenna
Einar Már Guðmunds-
son, rithöfundur. Grad-
uale Noble, ungar konur
sem syngja undir stjórn
Jóns Stefánssonar.
Söngur og gamanmál
Ómar Ragnarsson. Ólaf-
ur B. Ólafsson spilar
undir söng og dansi.
Veislustjóri Hólmfríður
Gísladóttir. Allir vel-
komnir. Skráning í síma
587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 13. opin
vinnustofa, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids.
Norðurbrún 1. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 10 boccia, kl.
13.30 stund við píanóið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15 handavinna, kl.
13 sungið við flygilinn,
kl. 14.30 dansað í aðalsal
– Sigvaldi.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morgun-
stund, kl. 10 leikfimi og
fótaaðgerð, kl. 13.30
bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi í Bláa salnum í
Laugardalshöll kl. 10.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur verð-
ur á morgun kl. 21 í
Konnakoti, Hverfisgötu
105, Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánudag og fimmtudag.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félagsheim-
ilinu Leirvogstungu.
Kaffi og meðlæti.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Félagsvist og
þorrablót sem vera átti
laugardaginn 27. janúar
á Hallveigarstöðum fell-
ur niður.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aður Úrvalsfólks verður
haldinn á Hótel Sögu,
Súlnasal, föstudaginn
16. febrúar kl. 19. Miða-
og borðapantanir hjá
Rebekku og Valdísi í
síma 585-4000.
Minningarkort
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í s. 525-1000 gegn
heimsendingu gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði, eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningakort Áskirkju
eru seld á eftirtöldum
stöðum: Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún 1,
Apótekinu Glæsibæ og
Áskirkju Vesturbrún 30
sími 588-8870.
Í dag er föstudagur 26. janúar,
26. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Biðjið Drottin um regn. Hann
veitir vorregn og haustregn á
réttum tíma. Helliskúrir og
steypiregn gefur hann þeim,
hverri jurt vallarins.
(Sak. 10, 1.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
FYRIR nokkrum dögum
fékk öldruð móðir mín
SímaHapp-miða inn um
bréfalúguna.
Þessi miði er á stærð við
venjulegt póstkort. Á hon-
um er heilmikill texti en
með svo smáu letri að það
er e.t.v. ekki á allra færi að
lesa hann.
En happasímanúmerið
er í öllu falli með nógu
stóru og læsilegu letri og
það er jú auðvitað tilgang-
urinn með þessu öllu sam-
an.
Þarna kemur m.a. fram
að allir fá vinning. Símtalið
kostar aðeins 990 kr.! Allur
ágóði rennur til hjálpar
stríðshrjáðum.
Gott og vel. Móðir mín
tók auðvitað upp símann og
hringdi og viti menn, hún
fékk VINNING! Hún fékk
hins vegar ekki aðrar upp-
lýsingar en þessar að hún
hefði fengið VINNING og
hamingjuóskunum rigndi
yfir hana frá einhverjum
símsvara. Ekki fékk hún að
vita hvað hún hefði unnið
eða hvert ætti þá að sækja
hann.
Hvers konar fjárplógs-
starfsemi er þetta eigin-
lega? Hver gefur leyfi fyrir
þessu símahappagabbi?
Hver stendur á bak við
þetta? Getur hver sem er
farið í smiðju og látið
prenta fyrir sig happdrætt-
ismiða? Ekki nóg með að
móðir mín fengi þennan
miða heldur fékk hún ann-
an inn um lúguna þremur
dögum seinna. Hann er allt
öðruvísi útlits heldur en sá
fyrri; um það bil helmingi
stærri og hélt hún að þarna
væri einhver annar félags-
skapur á ferðinni. Mér
þætti fengur í ef einhver
gæti gefið upplýsingar um
þetta mál en vil jafnframt
skora á fólk að láta ekki
hafa sig af fíflum og sleppa
því að hringja þar til botn
fæst í málið. Þetta er ósvíf-
ið, svo ekki sé meira sagt.
Með fyrirfram þökk fyrir
greinargóð svör.
Auður Þorgeirsdóttir.
Blómaviðskipti
DÓTTUR mína, sem bjó
erlendis, langaði að senda
vinkonu sinni blóm í tilefni
afmælis hennar. Hún
hringdi í Blómaval og pant-
aði blóm. Hún hafði sam-
band við þá á miðvikudag
og blómin áttu að fara til
vinkonu hennar á laugar-
degi. Blómin bárust aldrei
á laugardeginum og þegar
hún fór að grennslast fyrir
um orsökina kom í ljós að
blómin voru borin í vitlaust
hús. Heimilisfangið var þó
rétt á miðanum. Blómin
bárust fyrir rest um kl. 21 á
sunnudagskvöld. Algjör-
lega búin að missa marks.
Þetta kostaði hana þrjú
símtöl frá útlöndum og fyr-
ir rest ákvað Blómaval að
endurgreiða henni helm-
inginn af blómaverðinu.
Eftir þetta fór hún að
skipta við Garðheima og
sendi mér blóm frá þeim
fyrir jól. Blómin voru ein-
staklega falleg og fallega
innpökkuð.
Margrét.
Orrahríð á Alþingi
ÉG FYLGDIST með orra-
hríðinni á Alþingi undan-
farna daga, sem manni
fannst snúast meira um
hatur á ríkisstjórninni en
umhyggju fyrir öryrkjum.
Það var engu líkara en
gripið hefði mannskapinn
sefasýki út af öryrkjamál-
inu. Kannski hefði forseti
Alþingis átt að leita fyrr
eftir svari frá forseta
Hæstaréttar um málið. Þá
hefði kannski orðið minna
um gífuryrði og enginn fall-
ið í öngvit á Alþingi.
Persónulega finnst mér
ekki réttmætt að þeir ör-
yrkjar sem mestar hafa
tekjurnar fái hæstu bæt-
urnar.
Eldri borgari.
Dýrahald
Finnum Felix
ENN og aftur leita ég á
náðir lesenda Morgun-
blaðsins í þeirri von að end-
urheimta köttinn minn
hann Felix.
Hann er tveggja ára,
grábrúnbröndóttur á lit.
Hann hefur ekki sést síðan
3. janúar sl. og er hans afar
sárt saknað.
Felix er eyrnamerktur
og var með græna sjálflýs-
andi ómerkta hálsól. Hann
á heima á gistiheimilinu
Baldursbrá sem er á horni
Laufásvegar og Baldurs-
götu. Vinsamlega hafið
samband við Ariane í síma
861-1836 ef þið hafið ein-
hverjar upplýsingar.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Símahapp –
símagabb
Víkverji skrifar...
MERKILEGASTA og skemmti-legasta íþróttagrein í heimi er
knattspyrna. Víkverji reynir að
fylgjast með öllum fréttum af afrek-
um knattspyrnumanna heima og er-
lendis. Langbestu og áreiðanlegustu
fréttir af knattspyrnu er að finna á
Halifax-vefnum, sem er í umsjón út-
gefenda Skessuhorns. Vefurinn er
helgaður smáliðinu Halifax Town
sem berst harðri baráttu fyrir tilvist
sinni í 3. deild ensku knattspyrnunn-
ar.
Sem kunnugt er kepptu Halifax og
Stoke nýverið í bikarkeppni neðri-
deildarliða og urðu Halifaxmenn að
játa sig sigraða, 3-2. Fréttaritarar
Halifax-vefjarins, þeir Gísli Einars-
son og Hjörtur Hjartarson, fóru á
leikinn „til að tryggja sanngjörn úr-
slit og heiðarlegan fréttaflutning af
viðburði þessum“ eins og sagði á
heimasíðunni.
Gísli og Hjörtur létu til sín taka
áður en leikurinn hófst og eggjuðu
sína menn til dáða. Frá þessu er sagt
á heimasíðunni með þessum orðum:
„Stokkverjum var auðsjánlega
brugðið við nærveru fulltrúa Hins ís-
lenska Halifax-klúbbs, en þeir eru
gestir í heiðursstúku vallarins.
Skessuhornsritstjórinn og knatt-
spyrnusérfræðingurinn fagurlimaði,
Gísli Mýramaður Einarsson, flutti
ávarp í hátalarakerfi vallarins fyrir
leikinn þar sem hann greindi frá dá-
læti frónskra á Halifax og brýndi
heimamenn til dáða. Einnig fjallaði
hann fjálglega um knattleikni með-
reiðarsveins síns, Hjartar Hjartar-
sonar. Óvandaðir menn í röðum
heimildamanna vefjarins halda því
fram að Gísli hyggist selja Hjört til
einhvers utandeildarliðsins þarna úti
til að standa straum af eigin hluta-
bréfabraski á íslenska fjölmiðla-
markaðnum.“
Leikurinn var æsispennandi eins
og sjá má á lýsingu þeirra félaga á
heimasíðu Halifaxhrepps. Gripið er
niður í lýsinguna þegar staðan í
leiknum er 2-2.
„Á síðustu mínútu leiks Hali-
faxhrepps og Stokkverja (Stoke)
mátti heyra leikinn flautaðan af.
Faxar hlýddu merkinu, eins og skylt
er, og námu staðar til að gera sig
klára fyrir framlengingu. En það var
ekki dómarinn sem hafði flautað.
Hljóðið kom úr annarri átt. Ein-
hverra hluta vegna kom þetta Stokk-
verjum ekki á óvart, þeir héldu
áfram. Það var Bjarni Guðjónsson
(Bearnie Managerson) sem öðru
sinni skoraði afar ljótt mark. Þá
flautaði dómarinn og er því ljóst að
Stokkverjar halda áfram keppni, en
Faxar munu hefna þessara harma
þótt síðar verði.“
x x x
NÝVERIÐ birtist frétt um aðHlöllabátar væru að fara að
opna 10 matsölustaði erlendis. Vík-
verji hefur ekki verið fastagestur hjá
Hlöllabátum og ákvað að renna við
hjá Hlöllabátum á Þórðarhöfða í
Reykjavík eftir að hafa farið í sunnu-
dagsbíltúr með fjölskylduna austur
fyrir fjall. Á veitingastaðnum er lögð
mest áhersla á að afgreiða viðskipta-
vininn meðan hann bíður í bílnum en
einnig er hægt að ganga inn og
kaupa þar mat. Þegar komið var á
Þórðarhöfðann þurfti ung dóttir Vík-
verja nauðsynlega að komast á sal-
erni. Það vakti nokkra furðu Vík-
verja að ekkert salerni var á
veitingastaðnum fyrir viðskiptavini
og neitaði starfsmaður telpunni um
að fá að nýta salerni á staðnum. Vík-
verji hélt að heilbrigðisreglugerð
kvæði á um að allir veitingastaðir
yrðu að tryggja viðskiptavinum sín-
um salernisaðstöðu en kannski er
það misskilningur.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 glymur, 4 hlýðinn, 7
ójafnan, 8 erfið, 9 fel, 11
klöpp, 13 múli, 14 frillan,
15 gæslumann, 17 skyld,
20 blóm, 22 bolmagnið,
23 lofar, 24 aflaga, 25
mergðin.
LÓÐRÉTT:
1 hroki, 2 ófrægir, 3 jað-
ar, 4 raspur, 5 vænan, 6
úrkomu, 10 vermir, 12
skap, 13 bókstafur, 15
dirfist, 16 óheilbrigt, 18
greinar, 19 líffærið, 20
elska, 21 ófús.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 löðrungur, 8 fælum, 9 goggs, 10 mær, 11 sötra,
13 afræð, 15 flesk, 18 strák, 21 átt, 22 niðji, 22 annar, 24
linnulaus.
Lóðrétt: 2 örlát, 3 remma, 4 negra, 5 uggur, 6 ofns, 7
ósið, 12 rós, 14 fet, 15 fáni, 16 eyðni, 17 Káinn, 18 stagl,
19 runnu, 20 korg.