Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 56

Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ COLDPLAY og aftur Coldplay. Enn og aftur situr breska sveitin Coldplay á toppi Tónlistans og því ekki orðum aukið að kalla hana vinsælustu hljómsveitina á Ís- landi í dag. Hún er spiluð bæði á framsæknari og vinsældavænni útvarpsstöðvum landsins en það er sjaldséður hvítur hrafn á ljós- vakamiðlunum í dag, þá sérstaklega þegar um er að ræða jafn unga sveit og Coldplay er. Það verður því ekki leiðinlegt í Laugardalshöll- inni í sumar, ef orðrómurinn um komu þeirra er á rökum reistur, að syngja með öllum slög- urunum af plötunni Parachutes. Vinsælasta hljóm- sveit á Íslandi! FJÓRÐA breiðskífa rapp- aranna Andre 3000 (áð- ur Dré) og Big Boi sem sam- an mynda sveitina Outkast er hæsti ný- liðinn á Tónlistanum þessa vikuna. Þeir félagar skipta enn einu sinni um gír og skiptast rappunnendur í tvo hópa um ágæti plötunnar þó svo að gagnrýnendur gefi henni flestir afbragðsdóma. En nú verður hver rappari að dæma fyrir sig um það hvort hér sé meistarastykki á ferð eður ei. Skipt um gír! SÖNGKONAN vandvirka Sade hefur loksins kom- ið Íslendingum á bragðið því plata hennar nýjasta Lovers Rock tekur stór- stökk á Tónlistanum þessa vikuna. Úr því fjórtánda upp í það fjórða. Þetta er fimmta breið- skífa Sade Adu og hljóm- sveitar hennar en sú fyrsta í átta ár. Söngkonan segist ekki vilja gefa út plötur nema að hún hafi frá einhverju að segja og að líf hennar hafi hreinlega ekki verið það viðburðaríkt síðustu árin, fyrr en nú. Þá er bara að vona að eitthvað spennandi komi fyrir hana á þessu ári til þess að hún nái að fylgja þessari frábæru plötu eftir sem allra fyrst. Stórstökk! Gítarleikarinn Friðrik Karls- son bætti við nýrri plötu í hina sívin- sælu röð slökunar- platna fyrir síðustu jól. Nú er engu líkara en að margir notist við hina hug- ljúfu tóna Friðriks til þess að ná sér aftur niður á réttan hraða eftir allt það stress sem vanalega fylgir jólahátíðinni. Plata hans Máttur hugans sést nefnilega í fyrsta skiptið hér á Tónlistanum og kemur sér þægilega fyrir í tuttugasta og öðru sætinu. Í rólegheitum!                 !   "  #$ %& '() * +&  , - .  /0 - !     1     23$ 4      %&  00 5  / &  ( "  + 6  - #  7  *   +& / 8& -  ! -    8&                              !"  #$   %  && '#   (   '  '   *+ ,, -. /)0 &     ' 1 &    2  3) 4  5 & 6667 ) ' 8 599:;,::: <   &= / '(     >    ) 8  % ?  )  @ ) A % 6  6  '    '   6  5B ,B CB DB EB FB GB HB 9B 5:B 55B 5,B 5CB 5DB 5EB 5FB 5GB 5HB 59B ,:B ,5B ,,B ,CB ,DB ,EB ,FB ,GB ,HB ,9B C:B $9 : 29 : 2; 22 2$ $ 2$ ;< ;3 = 3> ;= = ; 2 2> ; 2$ 2< 2 2 : : < ; $3 2 = ./?  8 #    ! ./? #    5 (( ./? !@ #    /  AB !  ! /' #    /' ./? ! C   C   D   #      8 D$ ! 1   ./? #    #    2 $ ; 29 < 2$ E = 2; : 9 2E 3 22 2: 23 :2 $> $; $9 ;$ <> 9= 2= $: $= 9< 2> F +    G      @ (  H (I +       8 7 &     ! 0  & G   (   /  0 (( @     (      J   * K  K 5  K % @   & K % @ "  K % @   K /)@  /  *  L K /)@  /  / K !    "  K !@ "  K !@    $E 5B ,B CB DB EB FB GB HB 9B 5:B 55B 5,B 5CB 5DB 5EB 5FB 5GB 5HB 59B ,:B ,5B ,,B ,CB ,DB ,EB ,FB ,GB ,HB ,9B C:B         ÞAÐ er erfitt að vita hvað Wu-Tang er í dag. Er það tölvu-leikur, plötufyrirtæki eða fatalína? Er það Gravediggaz, Sunz of Man og Killah Priest, Killarmy eða La the Darkman? Þetta er allt Wu-Tang, en þetta er ekki kjarninn sem gerði Wu-Tang Clan að alþjóð- legu stórveldi. Í byrjun síðasta áratugar byrja bandarísk markaðsöfl að ná alvöru tökum á hip-hoppi. Public Enemy voru þá konungar tónlistarstefnunn- ar og byltingarstarfsemi yfir hráum neðanjarðarhljóðum var ráðandi. En eftir því sem P.E. missa völdin til Puff Daddy og Bad Boy-útgáfunnar byrjar hip-hopp að hljóma eins og skjáauglýsingatónlist, r&b verður samþykktur hluti af hip-hoppi og textar þróast margir í eitthvað sem fáir aðrir en vafasamir verðbréfasal- ar gátu fundið sig í. Það er þá sem Enter the Wu-Tang (36 Chambers) kemur út, glænýr stíll sem endur- nýjar tengingu hiphopps við stræti stórborga. Frumleiki, hæfileikar, hermannaföt, PLO klútar, rímur og taktar úr sinki, sömpl, hugmynda- fræði og tilvísanir í kung-fu myndir og pælingar róttækra svartra músl- íma. Dreifingin á plötunum sem og flest annað tengt tónlistinni var í þeirra höndum. Þetta var sérstak- lega mikilvægt svo sköpunin kæmist ómenguð til hlustenda og til að ein- hverjir milliliðabjánar væru ekki að græða á þeirra vinnu. Wu-Tang hefur síðan þá stýrt öllu sínu með ágætis árangri þótt hönnun seinasta disks og CD-Rom dæmið sem fylgdi hafi verið ófyrirgefanlega ljótt. Sama er upp á teningnum með The W, umbúðirnar eru einfaldlega ljót tölvuvinna í bland við myndir af gaurunum í afkáralegum Wu-Tang- kraftgöllum. Gerandi sér grein fyrir því að ferskleikinn hefði dalað var stefnt að afturhvarfi til stemmning- arinnar sem var í kringum fyrstu plötuna. Svo hér er einungis Wu- Tang-kjarninn með, auk utanaðkom- andi gesta. „Íslandsvinurinn“ RZA (hann endurhljóðblandaði Björk, er það nóg?) vinnur nær alla plötuna og það er lítið hægt að setja út á hans vinnu hér. Mörg laganna gætu auðveldlega verið frá byrjun seinasta áratugar þegar sálartónlistar- og fúnk- „sömpl“ voru algeng (í. hljómbútar). Gestainnkoma Isaac Hayes, „sömpl“ í Otis Redding og gamla James Bond tónlist. „Gravel Pit“ er óvenjulegt og flott, minnir á spennumyndatónlist áttunda áratugarins og gæti hæg- lega verið Herbaliser-lag. Sýrustig disksins er hátt, rím og taktar flæða úr takti, oft mætti halda að Wu-með- limirnir væru á sýru og reyndar tal- ar Raekwon um það í einu viðlag- anna að hann sé á „shrooms“ eða sveppum. Ætli hann hafi ekki verið á þeim þegar hann tók að sér að raða upp lögunum, lagaröðunin er allt önnur en gefið er til kynna í efnis- yfirlitinu. Menn fara síðan alveg yfir um á sýru í eina Old Dirty Bastard- lagi plötunnar, „Conditioner“, sem sannar að O.D.B. ætti að slaka að- eins á í eiturlyfjunum. Hann flúði ný- lega úr meðferð og talsmenn dóm- stóla segja að hans bíði fangelsisvist þegar hann næst. Það vantar meira stuð í mann- skapinn sem gæti stafað af því að Wu-Tang-kjarninn er svo tvístraður að hver og einn leggur frekar metnað sinn í sólóverkefni. En þökk sé RZA tekst ætlunarverkið að ákveðnu leyti, að nálgast 36 Chamb- ers-stemmninguna. Fyrsta platan var geðveik, sérstaklega miðað hvað var að gerast þá en það er margt bú- ið að gerast í hip-hoppi síðan. Evr- ópa er orðin hip-hopp stórveldi (franski hip-hoppmarkaðurinn kem- ur strax á eftir þeim bandaríska í peningaveltu) og óháða bandaríska hiphoppið hefur sjaldan verið magn- aðra. Þótt Wu-Tang hafi náð að hverfa fullkomlega til ferskleika 36 Chamb- ers þá er það bara ekki nóg árið 2001. ERLENDAR P L Ö T U R Erpur Þórólfur Eyvindsson fjallar um nýja skífu rapp- flokksins Wu-Tang Clan, The W.  Wu-Tang á villigötum Wu-Tang Clan: Þriðja platan markar afturhvarf til fyrri tíma að mati Erps Eyvindssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.