Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 47

Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 47
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 47 FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbún- aðarins hefur ekki í annan tíma sett jafn mikið fjármagn í styrki til hrossaræktar eins og þessi árin að sögn Bjarna Guðmundssonar. Nú er í annað sinn úthlutað til rann- sóknarverkefnis Tilraunastöðvar- innar á Keldum og rannsóknar- hóps í Sviss á sumarexemi, en ákveðið var að veita 30 milljónum króna til verkefnisins og skipta upphæðinni á þrjú ár. Vegna þessa verkefnis er ekki mikið um að önn- ur stór verkefni í hrossarækt séu styrkt, en ýmis smærri verkefni aftur á móti. Hann segir að allar umsóknir séu skoðaðar vandlega og metnar og því sé mikið lagt upp úr að þær séu nákvæmar og vand- að sé til þeirra að öllu leyti. Mikilvægt að umsóknir séu vandaðar Bjarni sagði að á síðustu árum hafi greinilega verið lögð meiri al- úð við umsóknirnar sem bendi til þess að allur undirbúningur verk- efnanna sé vandaðri. Nú orðið fari 15–20% allra umsókna í gegnum héraðsráðunauta eða atvinnuráð- gjafa. Þeir veiti góða þjónustu en séu jafnframt duglegir við að sjá fyrir hvaða verkefni eru raunhæf. Umsóknirnar séu því oft búnar að fara í gegnum síu hjá þeim áður en þær berast Framleiðnisjóði. Því hafi hlutfall þeirra umsókna sem vísað er frá eitthvað minnkað. Mikilvægt er að allar nauðsyn- legar upplýsingar fylgi umsókn- inni. Henni þarf að fylgja kostnaðaráætlun, sem nákvæmust rekstrar- og fjárfestingaáætlun og upplýsingar um hvernig fjármagna á fyrirtækið að öðru leyti. Þær umsóknir sem helst eru styrktar af Framleiðnisjóði eru þær sem stuðla að nýsköpun, þró- un og atvinnusköpun í sveitum. Verkefnið þarf að þjóna heildinni og stuðla að stækkandi markaði erlendis. Smám saman hefur verið horfið frá því að veita beina fjár- festingastyrki og hefur fólki verið ráðlagt að taka lán til fjárfestinga. Vilja kynnast íslenska hestinum á heimavelli Bjarni sagðist vera ánægður með að í auknum mæli berist um- sóknir frá hestamönnum eða hrossabændum sem eru að byggja upp ferðaþjónustu á jörðum sín- um. Í mörgum tilfellum er það gert til að taka á móti útlend- ingum sem sækjast eftir að kynn- ast íslenska hestinum í sínu upp- runalega umhverfi. Sumir umsækjenda hafa starfað við nám- skeiðahald og reiðkennslu erlendis en eru nú að færa starfsemina heim. Hann segir þetta mjög já- kvæða þróun. Oft sé um að ræða fólk sem þegar er búið að byggja upp markað erlendis og fær við- skiptavinina til landsins í stað þess að fara sjálft til útlanda. Framleiðnisjóður tekur á móti umsóknum allt árið og reynir að afgreiða þær innan tveggja mán- aða. Hámarksupphæð nýsköpunar- styrkja til einstaklinga er 1,5 millj- ónir króna, en styrkurinn er þó aldrei hærri en 30% af kostnaði við verkefnið. Á heimasíðu Framleiðnisjóðs, www.fl.is, er að finna allar upplýs- ingar um starfsemi sjóðsins, um- sóknir o.fl. og þar eru jafnframt ársskýrslur þar sem m.a. eru tald- ir upp þeir sem hlotið hafa styrki. Jákvætt að námskeiðahald færist hingað í auknum mæli Samdráttur í hrossasölu og lágt verð á hrossum gæti orðið til þess að þeir sem áfram vilja stunda hrossarækt þurfa að vera hugmyndaríkir og finna upp á nýjungum. Ásdís Haraldsdóttir talaði við Bjarna Guðmundsson, formann stjórnar Framleiðnisjóðs, sem er ánægður með þá sem vilja lokka erlenda hestamenn hingað til lands. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Vel haldin útigangshross í byrjun Þorra. ÞAÐ hefur viljað loða við Íslend- inga að þeir séu seinir að taka ákvarðanir og skipuleggja fram- tíðina. Nú ber svo við að í bréfi frá Helgu Zwinz, formanni Ís- landshestafélagsins í Austurríki, til Landssambands hestamanna- félaga kemur fram að íslenska landsliðið sé eina liðið sem búið er að ganga frá öllum pöntunum, bæði á hótelrými, aðstöðu fyrir hesta liðsins og fleira fyrir Heimsmeistaramót íslenskra hesta sem haldið verður í Aust- urríki í ágúst. Undirbúningur Heimsmeist- aramótsins gengur vel. Sigrún Ögmundsdóttir hjá LH segir að nú sé búið að sækja um styrki í afreksmannasjóð ÍSÍ og til Ól- ympíufjölskyldunnar. Auk þess er sótt um styrki í Útflutnings- og markaðssjóð. Búist er við að svör liggi fyrir í lok febrúar. Kostnaðaráætlun fyrir Heims- meistaramótið hljóðar upp á rúm- ar fimm milljónir króna, en lík- legt er að sá kostnaður hækki kjósi heimsmeistararnir frá síð- asta móti að nýta keppnisrétt sinn á mótinu. Ef allir fara er gert ráð fyrir að kostnaðurinn aukist um eina og hálfa milljón króna. Samkvæmt nýju mótaskránni er búið að ákveða að úrtökumótið fyrir mótið fari fram 12., 13., 15. og 16. júní. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar það verður haldið og hefur LH sent hestamanna- félögunum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu bréf til að kanna hvert þeirra hafi áhuga á að halda mót- ið. Landsliðið fyrst til að ganga frá pöntunum NÝTT hrossaræktarblað Freys er komið út. Blaðið er mjög veglegt að þessu sinni og hefur að geyma fjölbreytt efni um hrossarækt og hrossahald. Meðal efnis eru greinarnar Íslenski hesturinn er einstak- ur eftir Ingimar Sveinsson á Hvanneyri og Mat á holdafari hrossa eftir Guðrúnu Stefáns- dóttur og Sigríði Björnsdóttur á Hólum. Auk þeirra eru greinarnar Hestamiðstöð Íslands eftir Þorstein Broddason, Besti ár- angur kappreiða árið 2000 eft- ir Eirík Jónsson og Átak í hrossarækt eftir Ágúst Sig- urðsson. Þá er fjallað um sýn- ingahald í hrossarækt, gæða- skýrsluhald o.fl. Hægt er að panta blaðið hjá Sigríði Þor- kelsdóttur hjá Bændasamtök- um Íslands. Netfang hennar er sth@bondi.is og síminn er 563 0338. Nýtt hrossa- ræktarblað Freys komið út LANDSSAMBAND hestamannafélaga hefur gefið út mótaskrá fyrir árið 2001. Skráin er byggð á upplýsingum frá hestamannafélögunum í landinu og verður uppfærð á heimasíðu LH, www.lhhestar.is, ef hún breytist og þegar nýjar upplýsingar bætast við. Enn vantar upplýsingar frá ýmsum hestamannafélögum, en að sögn Sigrúnar Ög- mundsdóttur á skrifstofu LH hefur ítrekað verið leitað eftir þeim. MÓTASKRÁ LH 2001 Janúar: 27. Ljúfur, Punktamót í Reiðhöllinni, Ingólfshvoli Febrúar: 3. Geysir, Vetrarmót, Gaddstaðaflötum 10. Sörli, Grímutölt – opið, Sörlastöðum 16. Sörli, Árshátíðarmót þátttakenda, ungl. og ungmenni 17. Andvari, Vetrarleikar, Kjóavöllum 17. Fákur, Vetraruppákoma, Víðivöllum 17. Gustur, Vetrarleikar, Glaðheimum 23. Þytur, Opið töltmót, Hestam. Gauksm. 24. Hörður, Vetrarleikar Prins LU, Varmárbökkum 24. , Ljúfur, Punktamót í Reiðhöllinni, Ingólfshvoli 25. Snæfellingur, Stigamót Snæfellings,Grundarfirði ? Faxi, Vetrarleikar, Mars: 3. Geysir, Vetrarmót, Gaddstaðaflötum 3. Sörli, Opin töltkeppni, Sörlastöðum 10. Sörli og Andvari, Árshátíðarmót, Sörlavöllum 10. Gustur, Fimikeppni Mbl. og Gusts, Reiðh. Glaðh. 16. Þytur, Opið töltmót, Hestam. Gauksm. 17. Hörður, Áslákarvetrarleikar, Varmárbökkum 17. Glaður, Vetrarleikar, Búðardal 17. Andvari, Vetrarleikar, Kjóavöllum 17. Fákur, Reiðhallartölt, Reiðhöllinni 17. Gustur, Vetrarleikar, Glaðheimum 24. Fákur, Vetraruppákoma, Víðivöllum 24. Sörli, Vetrarleikar, innanfélagsmót, Sörlavöllum 24. Gustur, Barkamótið – opið töltmót, Reiðh. Glaðh. 25. Snæfellingur, Stigamót Snæfellings, Hellissandi 30.–1. apr. Framhaldsskólamót í hestaíþróttum, Reiðh. Víðidal 31. Hörður, Ístölt, Skautah. Laugardal ? Hörður, Ísmót, Meðalfellsvatni ? Ljúfur, Punktamót með Tölthestum, Reiðh. Ingólfshv. ? Faxi, Vetrarleikar Apríl: 7. Ljúfur, Punktamót í Reiðhöllinni, Ingólfshvoli 7. , Geysir, Vetrarmót, Gaddstaðaflötum 7. Sörli, Töltkeppni, Sörlavöllum 7. Gustur, Kvennamót – opið töltmót, Reiðh. Glaðh. 11. Sörli, Skeiðkeppni – opin, Sörlavöllum 11. Gustur, Dymbilvikusýning, Reiðh. Glaðh. 12. Glaður, Vetrarleikar, Búðardal 12. Þytur, Opið töltmót, Hestam. Gauksm. 14. Hörður, Páskamót, opið, Ork. Snorri G. Guðmundss. Varm- árb., 14. Gustur, Vetrarleikar – opið mót, Glaðheimum 19. Fákur, Firmakeppni Víðivöllum 19. Kópur, Firmakeppni, 19. Gustur, ÁG-æskulýðsmót – opið, Reiðh. Glaðh. 21. Háfeti, Töltmót, Þorlákshöfn 21. Andvari, Firmakeppni, Kjóavöllum 21. Sörli, Nýhestamót, Sörlavöllum 27. Ljúfur, Íþróttamót, Reykjakoti 28. Gustur, Firmakeppni, Glaðheimum 29. Snæfellingur, Íþróttamót Snæfellings, Stykkishólmi ódags. Sindri, Firmakeppni, ódags. Faxi, Vetrarleikar Maí: 1. Hörður, Firmakeppni, Varmárb. 1. , Glaður, Íþróttamót, Búðardal 5. Glaður, Úrtaka v/fjórðungsmóts, Búðardal 5. Sóti, Íþróttamót, Mýrarkotsvelli 6. Sörli, Firmakeppni, Sörlavöllum 8.–10. Sörli, Opin gæðingakeppni A og B, Sörlav, kvöldmót 12. Háfeti, Firmakeppni, Þorlákshöfn 12. Ljúfur, Firmakeppni, Reykjakoti 12. Geysir, Opið íþróttamót WR*, Gaddstaðaflötum 12.–13. Andvari, Íþróttakeppni, Kjóavöllum 10.–13. Fákur, Reykjavíkurmeistaramót WR*, Víðivöllum 12. eða 19. Hringur, Firmakeppni, Hringsholti 17.–19. Hörður, Íþróttamót MR-búðarinnar, Varmárbökkum 19. Léttfeti, Firmakeppni, Flæðigerði 19. Skuggi, Íþróttakeppni, Vindási 19.–20. Sörli, Íþróttamót, Sörlavöllum 19.–20. Gustur, Íþróttamót, Glaðheimum 24. Andvari, Barna- og unglingadagur, Kjóavöllum 24.–27. Fákur, Gæðingamót og tölt sem WR*, Víðivöllum 25. Snæfellingur, Úrtaka fyrir fjórðungsmót, Ólafsvík 26. Faxi, Íþróttamót, Hvanneyri 26. Sóti, Gæðingakeppni, Mýrarkotsv. 26.–27. Andvari, Gæðingakeppni, Kjóavöllum Júní 1.–3. Hörður, Gæðingamót, Varmárb. 2.–3. Gustur, Gæðingakeppni, Glaðheimum 9. Faxi, Úrtaka fyrir fjórðungsmót, Hvanneyri 9. , Glaður og hesteigendafél. Firmakeppni, Búðardal 9. Háfeti, Gæðingakeppni, Þorlákshöfn 9. Hringur, Félagsmót, Hringsholti 9. Sóti, Firmakeppni, Mýrarkotsvelli 9. Skuggi, Gæðingakeppni, Vindási 9.–10. Geysir, Félagsmót, Gaddstaðaflöt. 9.–10. Sörli , Gæðingak. og kappr. , Sörlavöllum 12. 13. og 15. 16. Úrtökumót fyrir HM 2001, 16. Ljúfur, Félagsmót, Reykjarkoti 16. Svaði, Félagsmót, Hofsgerði 16. Léttfeti, Félagsmót, Flæðigerði 16. Trausti, Gæðingakeppni, Bjarnastaðav.i 15.–16. Héraðsmót USVH, Íþróttakeppni, Kirkjuhvammi 22.–24. Íslandsmót í hestaíþróttum barna og unglinga, Sörla- völlum 22.–23. Kópur, Hestamannamót á Sólvöllum, Landbroti 23. eða 30. Hringur, Íþróttamót, Hringsholti 29.–30. Glaður, Hestaþing, Nesodda 29.–30. Sindri Hestaþing, opið tölt og kappr. Sindravelli v/ Pétursey 29.–31. Hörður, Töltheimamót WR*, Varmárb. Júlí: 5.–8. Fjórðungsmót – Vesturlandi, Kaldármelum 18.–22. Feif Youth Camp-æskulýðsmót, Kanada 20.–22. Íslandsmót í hestaíþróttum, ungmenna og fullorðinna 20.–22. Æskulýðsdagar að Skógarhólum 20.–21. Stormur, Félagsmót, Söndum, Dýrafirði 28.–29. Faxi, Faxagleði, Faxaborg Ágúst 4.–5. Logi, Hestaþing, opin töltkeppni, Hrísholti 11. Svaði, Firma-, bæjar- og töltkeppni, Hofsgerði 11.–12. Hringur, Fjölskyldudagar, bæjarkeppni o.fl. 10.–11. Þytur, Félagsmót, gæðingakeppni, Kirkjuhvammi 12.–19. Heimsmeistaramót í hestaíþróttum, Austurríki 17.–18. Bikarmót , Norðurlands 18. Glófaxi, Bæjarkeppni, Skógarmelar 18. Glæsir, Gnýfari og Svaði: Hestadagar Hofsg. eða í Fljótum 18. Trausti, Vallamótið , Laugarvatnsv. 18.–19. Geisli og Goði, Opið mót, Gilsárvelli 22.–27. Hestamfél. Suðurl. Suðurlandsmót WR*, Gaddstaða- flötum 25. Hörður, Lokasprettur, Varmárbökkum 25. Þytur, Firmakeppni, Kirkjuhvammi 25. Funi, Bæjarkeppni, Melgerðismelum 30. Andvari, Meistaramót, Kjóavöllum * World Ranking-mót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.