Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar Val-geirsson fæddist
16. janúar 1913 á
Kjalveg, Neshreppi
á Snæfellsnesi.
Hann lést á Kanarí-
eyjum 9. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valgeir
Narfi Guðjónsson, f.
13. febrúar 1890, d.
1918, og Sigríður J.
Bjarnadóttir, f. 16.
nóv. 1882, d. 2.5.
1964. Systkini
Gunnars eru: Elías
Valgeirsson, f. 3.2.
1912, og Valentína Valgeirsdótt-
ir, f. 29.6. 1914, d. 29.1. 1939.
Hinn 3. júní 1938 kvæntist
Gunnar Jónu Skaftadóttur, f.
17.3. 1915, d. 23.6. 1946. Börn
þeirra eru: 1) Ólafur Gunnarsson,
Helga Magnúsdóttir, f. 24.10.
1942, og eiga þau fjögur börn.
Börn Olgu og Gunnars eru: 1)
Jóna Guðrún Gunnarsdóttir, f.
5.4. 1950, hennar maður er Stefán
Þormar Guðmundsson, f. 25.3.
1946, og eiga þau fimm börn. 2)
Halldóra Birna Gunnarsdóttir, f.
17.5. 1952, hennar maður er Guð-
mundur M. Björnsson, f. 15.2.
1953, og eiga þau þrjú börn.
Ungur að árum var Gunnar
settur í fóstur að Laugabóli við
Ísafjarðardjúp og var þar til 16
ára aldurs. Veturinn 1931–1932
var hann í Héraðsskólanum að
Laugarvatni, en fór eftir það að
stunda sjóinn og fór síðan í Stýri-
mannaskólann árið 1937–1938.
Gunnar var stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum bátum og eftir að
hann kom í land vann hann við
ýmis störf, meðal annars sem
verkstjóri á Kirkjusandi. En síð-
ustu starfsár sín vann hann hjá
Olíufélaginu hf.
Útför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
f. 14.10. 1938, kona
hans er Guðríður
Jónsdóttir, f. 27.11.
1937, og eiga þau
þrjú börn en eitt af
þeim er látið. 2)
Gunnar Gunnarsson,
f. 21.4. 1940, kona
hans er Ester Gunn-
arsdóttir, f. 24.12.
1942, og eiga þau
fjögur börn. 3) Anna
Gunnarsdóttir, f.
6.10. 1942, hennar
maður er Gunnar
Bergmann, f. 11.6.
1945 og eiga þau
fjögur börn. Seinni kona Gunnars
var Olga Bergmann Bjarnadóttir,
f. 20.1. 1915, d. 12.9. 1983, þau
giftust 3. júlí 1947. Barn hennar
er Þórður Bergmann Þórðarson,
f. 23.2. 1941 og kona hans er
Tengdafaðir minn til 38 ára,
Gunnar Valgeirsson, lést á ferðalagi
með „kátu fólki“ á Kanarí 9. janúar
sl. Jarðneskar leifar hans voru
fluttar heim 16. janúar á afmæl-
isdaginn hans. Hann hefði orðið 88
ára.
Þegar ég lít yfir þessi 38 ár kem-
ur margt upp í hugann.
Mín fyrstu kynni af honum voru
snögg og óvænt. Hann kom erinda
inn á vinnustað minn og var þar á
tali við yfirmann minn. Þegar ég
leit þar inn kallaði hann: „Er þetta
stelpan sem strákurinn minn er að
skjóta sér í?“ Hann var þarna að
skila af sér báti sem hann hafði sótt
til Þýskalands fyrir kunningja sinn
sem átti útgerð hérna í Ólafsvík.
Gunnar stundaði sjóinn frá unga
aldri, fyrir og eftir að hann lauk
námi við Stýrimannaskólann, og
farnaðist vel þótt hann kæmist oft í
hann krappan.
Hann var eftirsóttur sökum
dugnaðar og hversu næmur hann
var að meta aðstæður til sjós. Um
hann sagði Guðmundur Gunnlaugs-
son: „Og næst Guði er það honum
að þakka, að við urðum til frásagnar
af þessari ferð.“ Þarna segir Guð-
mundur frá í Brimfaxa, blaði
Landssambands smábátaeigenda,
1998.
Gunnar og Guðmundur voru skip-
verjar á Tjaldi SE 175 á leið frá
Danmörku til Íslands í kolbrjáluðu
veðri. Skipstjórinn, sem var óvanur
svo smáum bátum, bað þá Gunnar,
sem var stýrimaður, að taka við.
Það gerði hann og í var komust þeir
við St. Magnus Bay.
Þær urðu margar slíkar, sjóferð-
irnar hans. Oft þegar hann sagði
okkur frá hrakningum sínum voru
þær sögur lyginni líkastar. En hans
lífsmottó var að standa sig og að
bjarga sér sjálfur.
Oft þótti mér hann harðneskju-
legur en þegar ég fór að kynnast
æviferli hans skildi ég að líf hans
hafði oft snúist um það að „duga
eða drepast“.
Ungur missti hann föður sinn í
sjóinn og stuttu seinna var honum
komið í fóstur að Laugabóli við Ísa-
fjarðardjúp hjá Gunnari og Höllu
(skáldkonu). Þar var hann í átta ár
og allan þann tíma sá hann aldrei
móður sína eða systkini. Frá
Laugabóli fór hann til náms í hér-
aðsskólann á Laugarvatni. Fyrri
konu hans, Jónu, tengdamóður
minni, kynntist ég því miður ekki
en hún var góð og falleg kona,
blessuð sé minning hennar.
Gunnar var við vinnu sína til sjós
þegar sú harmafregn kom, að kona
hans væri látin, hún hafði þá um
árabil verið mjög veik. Þetta var
þungur harmur fyrir hann og börn-
in.
En seinni konu hans, Olgu,
kynntist ég vel og reyndist hún mér
vel. Blessuð sé hennar minning
einnig. Það var alltaf gaman þegar
þau komu í heimsókn hingað vestur
á Trabantinum sínum. Þá var spilað
við okkur öll, mömmu, Steina og
Jónas og farið í heimsókn til Ella,
bróður Gunnars, og Helgu og spjall-
að um heima og geima og sagðar
sögur! Eitt sinn er við hjónin ásamt
vinum okkar vorum á ferðalagi
austur á Hellu og bíllinn bilaði
hringdum við suður í Gunnar og
báðum hann að kaupa varahlut fyrir
okkur. Þá vildi ekki betur til en svo
að blessaður karlinn var bíllaus en
honum fannst það ekkert mál. „Ég
hjóla bara og redda þessu,“ sagði
hann og það gerði hann. Við erum
oft búin að hlæja að þessu og dást
að því hvað hann brást vel við þrátt
fyrir aðstæður. Þetta var Gunnar
Valgeirsson.
Hjá Kirkjusandi hafði hann fjölda
starfsfólks og stjórnaði þar með
sömu festu og hann hafði gert til
sjós. Margt af þessu fólki hefur sagt
mér að það sé honum alltaf þakklátt
fyrir uppeldið! Oft sagði hann við
mig, með trega: „Ég hef eignast
fimm börn og tvær eiginkonur. Og
þegar börnin mín fæddust var ég
úti á sjó og líka þegar ég missti
konurnar.“
Eftir að börnin fluttust að heim-
an bjó hann einn á Hrísateignum.
Og þegar hann var hættur að vinna
var hann duglegur að finna sér
gleðistundir. Hann spilaði mikið, fór
í sund á hverjum degi, hafði einnig
gaman af að dansa og ferðast. Sér
til fylgdar átti hann góða vinkonu,
Ingibjörgu, og vil ég færa henni
bestu þakkir fyrir góð kynni og það
hversu góð hún reyndist Gunnari.
Mig langar með þessum fáu orð-
um að þakka tengdaföður mínum
fyrir samfylgdina. Þessi ár hafa
verið mér lærdómsrík og dýrmæt.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
– líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Fjölskyldu Gunnars og Ingi-
björgu votta ég samúð mína og bið
algóðan Guð að blessa minningu
hans.
Ester Gunnarsdóttir.
Gunnar Valgeirsson tengdafaðir
minn lést hinn 9. janúar sl.
Sannarlega er hægt að segja að
það hafi komið manni í opna skjöldu
þrátt fyrir allt og allt og háan aldur.
Aldurinn í sjálfu sér skiptir ekki svo
miklu þegar heilsan er í góðu lagi
eins og hún var hjá Gunnari.
Gunnar fæddist 16. janúar 1913 á
Snæfellsnesi og var tekinn í fóstur
vestur í Ísafjarðardjúp fimm ára
gamall. Þetta voru erfiðir tímar sem
ég held að Gunnar hafi komist vel
frá vegna dugnaðar hans og hörku
sem einkendi hann allt hans líf.
Kynni okkar hófust á árunum
1978–79 er ég kynnist dóttur hans
Önnu sem síðar varð eiginkona mín.
Gunnar vann við ýmis störf en var
fyrst og fremst sjómaður í húð og
hár enda heiðraður á sjómannadag-
inn fyrir störf sín til sjós. Þær voru
margar sjóferðirnar sem hann kom
með okkur á Eyvindi KE síðustu 10
til 15 árin og hafði skipshöfnin alltaf
jafn gaman af. Gunnar hafði marga
góða kosti til að bera, nægjusemi
skemmtilega og örugga framkomu,
kvartaði aldrei og var sjálfum sér
nógur allt þar til yfir lauk. Hann
gat sagt manni sömu sögurnar aftur
og aftur og hafði ég alltaf jafn gam-
an af. Gunnar var einstakur maður í
mínum augum og hefði ég viljað
hafa margt af þeim ágætu kostum
sem hann hafði til að bera. Hlut-
irnir þvældust aldrei fyrir þessum
heiðursmanni enda fannst mér
stundum að hann væri 20–30 árum
yngri en hann var. Mig langar einn-
ig að geta þess að fyrir um 13 árum
kynntist Gunnar skemmtilegri og
yndislegri konu Ingibjörgu Júlíus-
dóttur og var hún hans besti vinur
og félagi. Við hjónin viljum þakka
Ingibjörgu innilega fyrir hennar
stóra og gefandi þátt í lífi hans því
hún var honum mikils virði og veit
ég að söknuður hennar er mikil eins
og allra þeirra sem þótti vænt um
Gunnar. Guð blessi minningu hans.
Gunnar Bergmann.
Dag einn fyrir nokkru fengum
við frændsystkinin þá fregn að
Gunnar afi væri dáinn. Þar sem við
erum í skóla í Danmörku leið nokk-
ur tími þar til fregnin barst til okk-
ar. Okkur brá mjög mikið þegar við
heyrðum að afi væri látinn, hann
sem var svo hress þegar við fórum,
eins og hann var vanur að vera.
Alltaf þegar við komum að heim-
sækja hann tók hann vel á móti
okkur, gaf okkur brjóstsykur, harð-
fisk og kók og sagði okkur fræknar
sögur af sjálfum sér, sem maður
fékk aldrei leið á, af því að hann
sagði þær af svo mikilli innlifun og
gleði.
Við munum aldrei gleyma því
hversu lífsglaður og duglegur mað-
ur hann var. Hann fór alltaf í sund,
dansaði reglulega og spilaði með
vinkonu sinni, henni Ingibjörgu.
Hann keyrði um allt og neitaði að
láta stjana við sig.
Við erum sorgmædd yfir að hann
skuli vera farinn frá okkur og að
geta ekki verið með fjölskyldunni
núna. Við huggum okkur við það að
hann hafi dáið í friði og án sárs-
auka.
Sendum okkar bestu kveðjur með
þakklæti fyrir allt.
Jóna og Þorsteinn.
Elsku afi minn, það tók mig sárt
þegar ég fékk fréttirnar um að þú
værir farinn frá okkur. Mér fannst
þetta svo fjarstæðukennt því að ég
keyrði þig upp á flugvöll nokkrum
dögum áður og þá varstu fullur af
lífi og hlakkaðir til að njóta lífsins á
Kanaríeyjum. Það er ómetanlegt að
hafa fengið að njóta allra jólanna
með þér.
Þú þreyttist aldrei á að segja
okkur sögur frá því þú varst á sjón-
um og þá naustu þín líka best og
varst í essinu þínu. Ég þreyttist
heldur aldrei á að hlusta á þig og
fannst allar þessar sögur mjög at-
hyglisverðar og heillandi.
Sögur frá þeim tíma sem ég vissi
lítið um en gat skyggnst inní gegn-
um sögurnar þínar. Ég bar mikla
virðingu fyrir þér, þú varst búinn að
sjá svo mikið og gera svo mikið um
ævina, þú varst líka alltaf svo
ánægður með allt þitt. Ég minnist
þess líka hversu skemmtilegar
stundirnar voru austur á Laugar-
vatni og þegar komið var í heim-
sókn á Hrísateiginn í kandís og
mjólk.
Það væri hver maður stoltur að
hafa átt svona lífsglaðan og ynd-
islegan afa.
Minningin um hlýjan og yndisleg-
an mann mun ávallt vera í hjarta
mínu, svo lengi sem ég lifi.
Jóhann Axel.
Seinnipart þriðjudagsins 9. jan-
úar barst mér sú sorgarfrétt að
Gunnar afi minn væri dáinn. Ég
ætlaði ekki að trúa því því að hann
var alltaf svo hress og kátur þó svo
að hann væri að verða 88 ára gam-
all.
Það var alltaf svo mikið að gera
hjá honum og hann hélt sér vel í
formi með því að fara í laugarnar á
morgnana og út að dansa á kvöldin
með eldri borgurum.
Ég man er ég var lítil hvað það
var gaman á Hrísateignum, ég bjó í
kjallaranum með foreldrum mínum
og litla bróður, en var stöðugur
gestur uppi hjá afa og ömmu. Það
var alltaf svo gott að fara upp til
þeirra, þá sérstaklega til að borða
harðfiskinn hans afa með miklu
smjöri og drekka með honum mysu
sem okkur fannst alveg ofboðslega
holl og góð, en svo laumaði maður
sér eftir á í skúffuna til hans í stof-
unni þar sem var að finna kandísinn
góða og „afa“-brjóstsykurinn.
Eitt af því sem við afi höfum átt
sameiginlegt í gegnum tíðina er það
að okkur þykir svo gaman að spila
og það voru svo sannarlega ófáar
stundirnar sem fóru í það á Hrísa-
teignum. Þar sátum við oft þrjú
saman, ég, amma og hann og spil-
uðum Manna sem mér fannst of-
boðslega skemmtilegt og alltaf
heyrðist í afa. „Já, hún er seig
stelpan!“ er ég var með hæsta spil-
ið.
En ein af ógleymanlegustu
stundunum var líklega það er afi
hóaði allri fjölskyldunni saman í
eina viku á hverju sumri, í Esso-
bústaðina á Laugarvatni, það fannst
okkur barnabörnunum svo spenn-
andi og bústaðurinn var yfirleitt
troðfullur og sofið í öllum hornum,
enda voru þar hátt í 30 manns í allt.
Afi gleymdi aldrei veiðistönginni
sinni og fór með alla strákana í
veiðitúr niður að á og þeir komu svo
heim með vænan feng er allir
gæddu sér á um kvöldið.
Já, afi minn, þær eru ógleyman-
legar stundirnar sem við höfum átt
með þér, það var alltaf svo gaman
að fá þig í heimsókn og síðasta
heimsókn þín til okkar á Blöndu-
bakkann var annan í jólum.
Þú varst svo góður og hafðir
voðalegar áhyggjur af fólkinu í
kringum þig og ég man er þú varst
alltaf að hringja heim til mömmu
eftir að ég kom heim frá Svíþjóð til
að athuga hvort ég væri nú ekki
komin með vinnu og varst að benda
á nokkrar atvinnuauglýsingar sem
þú sást í blaðinu svo ég yrði nú ekki
atvinnulaus.
Takk fyrir það, elsku afi minn, að
hugsa svona vel um mig, ég hugsa
mikið til þín núna og sakna þín
verulega mikið. En ég veit að þú ert
í góðum höndum hjá Olgu ömmu
sem hefur svo sannarlega tekið vel
á móti þér eins og svo allir hinir er
farnir eru yfir móðuna miklu.
Hvíl þú í friði, elsku afi minn, og
við sjáumst síðar.
Þín
Berglind.
Jæja, þá hefurðu kvatt mig og
okkur,elsku Gunnar afi, en þú
hverfur aldrei úr hjarta mínu né
sálu.
Þær stundir sem við áttum sam-
an var það besta sem hefur hent
mig á þeim stutta tíma sem ég hef
lifað, þá sérstaklega þeir tímar er
við fórum saman á Skodanum þín-
um til Ólafsvíkur. Ég beið eftir því
að sjá bílinn renna í hlað og sjá þig
stíga út með hattinn á höfðinu og
kalla: „Ertu að koma, Nonni
minn?!“
Þú hafðir alltaf nammi og brjóst-
sykur í hanskahólfinu þegar við fór-
um og ég var svo montinn þegar þú
vissir hvað öll fjöll og bóndabæir
hétu á leiðinni.
Laugarvatn, Esso-bústaðirnir,
hvernig er hægt að gleyma því þeg-
ar þú komst með bláu veiðistöngina
þína? Við fórum ávallt snemma
morguns niður að á til að veiða. Þú
hélst í hönd mína svo ég dytti ekki
og meiddi mig og þú fórst á undan
yfir stigann til að taka á móti mér.
Við fórum alltaf á sama stað, á
sama stein ár eftir ár, en þau verða
víst ekki fleiri.
Þú varst sá maður er ég sagði
mest frá og öllum þínum sögum og
hvort sem þú ýktir þær eða ekki,
eru þær sannar í mínum huga.
Ég skal ávallt vera seigur fyrir
þig, elsku afi minn, og mína ynd-
islegu dóttur Elvu Sóley Schulin.
Við tvö verðum alltaf þín börn og
hennar ömmu sem þú ert vonandi
búinn að hitta aftur.
Megir þú hvíla í friði, elsku
Gunnar afi.
Þinn einlægi dóttursonur,
Jón Bjarni (Nonni).
Þriðjudaginn 9. janúar síðastlið-
inn frétti ég það að Gunnar afi minn
hafi látist. Ég sakna hans mjög
mikið því mér þótti og þykir mjög
vænt um hann og hann mun aldrei
hverfa úr huga mínum.
Elsku afi minn, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna hjá
Olgu ömmu.
Þín er sárt saknað og ég kveð þig
hér með með nokkrum ljóðlínum:
Ég er einn, ég er einn,
– sál mín allslaus og hljóð.
Langt frá upprunans æð
Þjáist eirðarlaust blóð.
Þjáist vængur þinn, vor?
Kannski verð ég of seinn,
Kannski dey ég í dag,
Kannski dey ég hér einn.
Ég vil heim – ég vil heim
yfir hyldjúpan sæ,
– heim í dálítinn dal,
heim að dálitlum bæ.
Hver vill bera mig blítt
um hinn bláheiða geim?
Ó, þú blíðasti blær!
Vilt þú bera mig heim?
Allt er ljóð – allt er ljóð
Þar sem lynghríslan grær,
þar sem víðirinn vex,
þar sem vorperlan hlær.
– Þar sem afi minn bjó,
þar sem amma mín dó,
undir heiðinni há,
vil ég hvíla í ró...
(Jóhannes úr Kötlum.)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Birna.
Hinn 9. janúar sl. barst okkur sú
harmafregn að Gunnar afi væri fall-
inn frá. Kapteinninn hafði stigið úr
brúnni í hinsta sinn. Nú siglir hann
lygnan sjó á fjarlægum miðum ef-
laust af sömu eljusemi og áður fyrr.
Afi var ósérhlífinn og hörkudugleg-
ur skipstjóri til margra ára og sigldi
um heimsins höf. Til eru frásagnir
af hetjudáðum hans og áræði við
sjómennsku og skipstjórn. Afi kom
ávallt vel fyrir og yfir honum bjó
mikil reisn. Hann var í raun kapt-
einn á sínu skipi löngu eftir að hann
hóf störf í landi og sterkur leiðtogi.
Eftir að starfsævi hans lauk var afi
vel heilsuhraustur og bar árin tign-
arlega. Því kom það flestum á óvart
að hann félli frá svo snögglega. Afi
hefði orðið 88 ára hinn 16. janúar sl.
en útlit hans og framkoma benti
eindregið til að hann væri talsvert
yngri. Afi var ávallt félagslyndur
maður og hrókur alls fagnaðar. Það
upplifðum við síðast á nýársdag árið
2000 þar sem hann fór á kostum
með sögum og frásögnum af ýmsum
toga frá liðinni tíð. Þá skemmti
hann öllum viðstöddum með leiftr-
andi frásagnargleði. Afi var tvígift-
ur en missti báðar eiginkonur sínar
er hann var staddur á hafi úti. Sjálf-
GUNNAR
VALGEIRSSON