Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
ÞAÐ var mikið líf við Tjörnina í
Reykjavík í gær og þröngt setinn
bekkurinn jafnt í barnavögnunum
sem á leiksvæði sísvangra grágæsa.
Þótt sól sé lágt á lofti gleðjast íbúar
höfuðborgarinnar yfir mildu og
stilltu veðri.
Morgunblaðið/Ómar
Blíða um
hávetur
ÞRJÁR íslenskar kvikmyndir
voru meðal tíu vinsælustu
mynda á Íslandi árið 2000.
Englar alheimsins er langað-
sóknarmesta mynd ársins og
trónir í efsta sæti listans með
yfir 81 þúsund áhorfendur í
Reykjavík og á Akureyri. Ís-
lenski draumurinn er í þriðja
sæti og 101 Reykjavík í því átt-
unda, á lista sem Bíóblaðið birt-
ir í dag yfir kvikmyndaaðsókn á
landinu í fyrra.
Englarnir/Bíóblaðið
Englar
alheimsins
vinsælust
FJÓRIR af níu dómurum Hæsta-
réttar Íslands andmæltu því á fundi
með forseta Hæstaréttar, Garðari K.
Gíslasyni, að bréfi forsætisnefndar
Alþingis um öryrkjafrumvarpið svo-
nefnda yrði svarað efnislega. Fjórir
dómarar réttarins veittu forseta hins
vegar umboð til að svara bréfinu.
Meirihluti dómaranna var því þess
vegna fylgjandi að bréfinu yrði svar-
að efnislega. Þessar upplýsingar
fengust á skrifstofu Hæstaréttar í
gær.
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður og formaður lög-
fræðinganefndar sem samdi frum-
varp um breytingar á almanna-
tryggingalögum, sagði að það væri
mikilvægt að það væri komið fram að
forseti Hæstaréttar hefði notið
stuðnings meirihluta við að bréfi for-
seta Alþingis yrði svarað.
„Ég á erfitt með að trúa því að
fimm af níu dómurum hafi ákveðið að
koma sér saman um að skrifa bréf
um nýgenginn dóm með hliðsjón af
því að fjórir þeirra tóku ekki þátt í
því að kveða upp dóminn. Ef í bréf-
inu er einungis vísað til dómsins má
segja að það sé í lagi, en um leið og
þeir byrjuðu að túlka dóminn voru
þeir að dæma hann upp á nýtt,“ sagði
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar-
lögmaður og lögmaður Öryrkja-
bandalagsins.
Hæstaréttardómarar
héldu fund um
bréf forseta Alþingis
Fjórir
dómar-
ar and-
mæltu
Fjórir dómarar/10
STJÓRN Listaháskóla Íslands hef-
ur farið þess á leit við borgaryfirvöld
að kannaðir verði möguleikar á því
að setja nýbyggingu Listaháskóla
Íslands á Miklatún í tengslum við
Kjarvalsstaði. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri segir að
þetta sé mjög áhugaverð hugmynd
og hún sé tilbúin til þess að skoða
hana með opnum huga.
Ingibjörg Sólrún sagði að hún
hefði alltaf verið hrifnust af þeirri
hugmynd aðhafa Listaháskóla í Toll-
stöðvarhúsinu við Reykjavíkurhöfn.
Hún og aðrir hefðu ítrekað reynt að
vekja áhuga menntamálaráðherra
og fjármálaráðherra á þessum
möguleika en án árangurs og að
þeim möguleika frátöldum litist
henni mjög vel á staðsetningu skól-
ans á Miklatúni.
Margir kostir væru því samfara.
Þar væri hann í eða við miðborgina í
grennd við aðrar lista- og menning-
arstofnanir, auk þess sem skammt
væri í aðra skóla á háskólastigi. Það
væri ekki mörgum öðrum stöðum til
að dreifa í miðborginni sem gæddir
væru þessum kostum. Þetta svæði
myndi þá vera nokkurs konar útjað-
ar miðborgarinnar í austri og skapa
mótvægi við listastarfsemina sem
væri í Kvosinni.
Innrammar miðborgina
„Þetta innrammar miðborgina og
gefur einnig möguleika á því að
skoða nýtingu Kjarvalsstaða í
tengslum við þessa starfsemi,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Hún sagði að það ætti ekki að vera
vandamál að koma byggingu
Listaháskóla fyrir á vesturenda
túnsins. Það væri auðvitað alltaf við-
kvæmt mál þegar farið væri inn á
græn svæði eins og þetta, en menn
hefðu hins vegar oft velt fyrir sér
möguleikum á því hvernig hægt væri
að glæða túnið meira lífi og auka nýt-
ingu þess. Listaháskóli gæti passað
mjög vel inn á þetta svæði og skapað
þar mikið líf.
„Mér finnst þetta gefa ýmsa
möguleika fyrir túnið, fyrir Kjar-
valsstaði og fyrir þetta umhverfi
þarna og ég er alveg tilbúin til að
skoða þetta með opnum huga,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Hún sagði að ef ráðist yrði í þetta
verkefni þyrfti að gera það af metn-
aði
„Mér finnst þessi hugmynd gefa
ýmsa spennandi möguleika. Það
verður bara einn Listaháskóli
byggður á Íslandi. Ég held að það
skipti verulegu máli hvar hann er og
ég er alveg ákveðið þeirrar skoðunar
að hann eigi að vera sem næst mið-
borginni,“ sagði Ingibjörg Sólrún .
Stjórn Listaháskóla Íslands hefur rætt við borgarstjóra
Listaháskólinn
verði á Miklatúni
FYRIR bæjarráð Hafnarfjarðar
hafa verið lögð útboðsgögn vegna
fyrirætlana meirihlutans um að
bjóða út sem einkaframkvæmd
kennslu í nýjum grunnskóla í Ás-
landi. Hart var tekist á um málið á
bæjarráðsfundi í gær.
Bæjarstjórn hyggst sækja um að
verkefnið fái stöðu tilraunaskóla á
grundvelli heimildar í grunnskóla-
lögum.
Verið er að reisa nýjan grunnskóla
í Áslandi og skal skólastarfið hefjast
næsta haust en frá 2004 bjóði skólinn
kennslu í tveimur bekkjardeildum
fyrir 1.–10. bekk.
Í útboðslýsingunni er áskilið að
skólastjóri og kennarar uppfylli
kröfur laga um lögverndun á starfs-
heiti og starfsréttindum kennara og
m.a. annarra ítarlegra krafna er
áskilið að „verksali“ geri ráð fyrir
nokkrum kostnaði vegna þátttöku
efnalítilla nemenda í verkefnum,
ferðalögum og fleiru sem hefur í för
með sér útgjöld sem venjulega eru
greidd af nemendum og leitast skuli
við að tryggja jafnræði nemenda í
þessu sambandi. Á bæjarráðsfundi
lét minnihlutinn bóka, að hann hafn-
aði alfarið tillögunum.
Deilt um nýjan grunnskóla í bæjarráði Hafnarfjarðar
Einkaaðilar annist kennslu
Grunnskóli/15
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur
samið við þrjú fyrirtæki í Eyjum um
að þau vinni nær allan bolfiskafla
félagsins meðan á loðnuvertíð stend-
ur. Ísfélagið hættir bolfiskfrystingu
en leggur alla áherslu á vinnslu upp-
sjávarfisks og hugsanlega saltfisk-
vinnslu í lok loðnuvertíðar. Verið er
að kanna hagkvæmni þess að byggja
upp frystihús fyrir vinnslu uppsjáv-
arfisks. Ísfélagið er með um 3.000
tonna þorskígildiskvóta og hefur
gert verktakasamning við Vinnslu-
stöðina, Kinn og Aðgerðarþjón-
ustuna Kúttmagakot.
Öflugur rekstur/32
Samið við
þrjá
verktaka