Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 15
Það var létt yfir vinkonunum fjórum sem voru að spóka sig í fjörukambinum á Kársnesinu og fylgjast með seglskútu á lygnum Fossvoginum í góðviðrinu í gær. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Glaðar á góðum degi Kópavogur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 15 MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hyggst bjóða kennslu við nýjan grunnskóla í Áslandi út sem einkafram- kvæmd. Hart var tekist á um drög að útboðslýsingu á bæj- arráðsfundi í gær. Minnihlut- inn bókaði að einkavæðingar- stefna meirihlutans hefði keyrt úr hófi; „[m]enntun barnanna okkar er ekki útboðsvara í blindri pólitískri einkahyggju bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks,“ segir í bókun hans. Meirihlut- inn segir á hinn bóginn í bókun að viðbrögð minnihlutans ein- kenndust af þröngsýni og skorti á framtíðarsýn. „Nauð- synlegt er á hverjum tíma að horfa til framtíðar og kanna og reyna nýjar leiðir í því um- hverfi og þeirri miklu þróun sem íslenskt samfélag er í,“ segir í bókun meirihlutans. Tilraunaskóli Á bæjarráðsfundinum var dreift drögum að útboðsgögn- um og jafnframt fór bæjar- stjóri fram á að bæjarráð heimili að sótt verði um verk- efnið sem tilraunaskóla á grundvelli heimildar í grunn- skólalögum. Hafnarfjarðarbær hefur áð- ur ráðist í einkaframkvæmd við byggingu og rekstur hús- næðis fyrir grunnskóla og tvo leikskóla í Hafnarfirði. Í út- boðsgögnunum sem dreift var í gær er hins einnig vegar stefnt að einkaframkvæmdar- útboði á kennslu og ýmissi stoðþjónustu í skólanum í Ás- landi. Verið er að reisa skólann í einkaframkvæmd og verður fyrsti áfangi afhentur 1. ágúst nk en annar áfangi 2. ágúst 2002. Skólastarfið skal hefjast næsta haust fyrir 1.–7. bekk en næstu þrjú skólaár bætist við einn árgangur hvert ár, 8., 9. og 10. bekkur þannig að frá haustið 2004 verði skólinn heildstæður og bjóði kennslu í 1.–10. bekk og með tveimur bekkjardeildum í hverjum bekk þegar hverfið verður full- byggt. Í útboðslýsingunni er áskilið að skólastjóri og kenn- arar uppfylli kröfur laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara. Gerð er krafa um að gera skuli grein fyrir hugmynda- fræði skólastarfsins í ítarlegri greinargerð og að kennsla skuli vera í samræmi við Aðal- námskrá grunnskóla eins og hún er túlkuð af menntamála- ráðuneyti og skólayfirvöldum Hafnarfjarðar á hverjum tíma. Meðal annars sem tekið er fram er að í útboðinu skuli „verksali“ gera ráð fyrir nokkrum kostnaði vegna þátt- töku efnalítilla nemenda í verkefnum, vettvangsferðum, skólaferðalögum og fleiri atrið- um, sem hafa í för með sér út- gjöld sem venjulega eru greidd af nemendum og leitast skuli við að tryggja jafnræði nemenda í þessu sambandi. Þá skal sjá um að í hádegi eigi nemendur kost á máltíðum á sambærilegu verði og í öðrum grunnskólum Hafnarfjarðar. Reka skal heilsdagsskóla í tengslum við grunnskólann, að lágmarki fyrir nemendur 1.–4. bekkjar og undir stjórn upp- eldismenntaðs starfsmanns. Gjaldskrá skuli þar vera sam- bærileg og í öðrum grunnskól- um fyrir sambærilega þjón- ustu en heimilt verður að bjóða viðbótarþjónustu gegn gjaldi. Þá er kveðið á um samstarf skólans við skólaskrifstofu bæjarins og aðrar stofnanir og fleiri kröfur eru gerðar í ítar- legu máli í útboðsgögnunum. Fundargerð bæjarráðs frá í gær ber með sér að hart hefur verið deilt um málið á fundin- um. Stenst ekki lög og er ekki boðlegt bæjarbúum Bæjarráðsmenn Samfylk- ingarinnar, sem er í minni- hluta, létu bóka að einkavæð- ingarstefna meirihlutans hefði keyrt fram úr öllu hófi. „Ekki einungis er meirihlutinn búinn að skuldsetja bæjarsjóð til næstu áratuga með einkafram- kvæmdum uppi á nær 7 millj- arða, heldur er nú stefnt að út- boði á grunnskólamenntun í Áslandshverfi til einkaaðila. Bæjarfulltrúar Samfylkingar hafa alfarið hafnað slíkum til- lögum. Þær standast hvorki landslög, né eru þær boðlegar bæjarbúum sem á engan hátt hafa óskað eftir slíkri einka- væðingu. Menntun barnanna okkar er ekki útboðsvara í blindri pólitískri einkahyggju bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sem tímabundið fara með meirihlutavald hér í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar,“ segir í fyrstu bókun minnihlutans. Þröngsýni Henni svöruðu bæjarráðs- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með bókun þar sem segir að meirihlutinn undrist mjög viðbrögð minni- hlutans. „Viðbrögðin einkenn- ast af þröngsýni og skorti á framtíðarsýn. Nauðsynlegt er á hverjum tíma að horfa til framtíðar og kanna og reyna nýjar leiðir í því umhverfi og þeirri miklu þróun sem íslenskt samfélag er í. Einkaframkvæmd kennslu og ýmissa stoðverk- efna við grunnskóla í Áslandi er liður í þeirri viðleitni Hafn- arfjarðarkaupstaðar að veita einkaaðilum færi á að takast á hendur opinbera þjónustu. Með þessu er hvatt til nýrra lausna á sem flestum sviðum, til að mynda við útfærslu á verkferlum og á stjórnunarað- ferðum og kjarasamningum við starfsfólk.“ Menntun á markaðstorgi einkahyggju Enn bókuðu minnihluta- menn og sögðust alfarið hafna því að skyldunám skólabarna í Hafnarfirði sem annars staðar í landinu sé sett á markaðstorg einkahyggju. „Það er eitt helsta verkefni hvers sveitar- félags að tryggja öfluga og framsækna þróun í skólamál- um og tryggja öllum sama rétt og stöðu í þeim efnum. Það er greinilegt að meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks treystir sér ekki til að stýra því að bæjar- félagið hafi forystu í þeim efn- um og vilja því færa þessi verkefni í hendur einkaaðila. Með þessu er meirihlutinn í raun að gefast upp á að stjórna og stýra þeim skólaverkefnum sem honum ber að sinna í þjón- ustu við bæjarbúa samkvæmt lögum,“ segir þar og jafnframt óskuðu Samfylkingarmenn eftir upplýsingum um kostnað vegna vinnu við útboðsgögn kennsluþáttar við grunnskól- ann í Áslandi. Hart tekist á í bæjarráði um einkaframkvæmd á kennslu í grunnskóla í Áslandi Grunnskólinn verði einkarekinn á kostnað sveitarfélagsins Hafnarfjörður samninga við JVJ ehf., en það tilboð var lægst og hljóðaði upp á tæpar 90 milljónir. Að sögn Þórarins Hjalta- sonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, verður núverandi akbraut opin að mestu allan tímann, en ekki er nákvæm- lega búið að útfæra það. Ein- hverjar tímabundnar lokanir INNAN skamms hefjast framkvæmdir við tvöföldun nokkurra akbrauta í Kópa- vogi og er aðalástæða þessara framkvæmda tilkoma versl- unarmiðstöðvarinnar Smára- lindar, en hún mun sem kunn- ugt er opna með haustinu. Fyrir skömmu voru opnuð níu tilboð, sem höfðu borist í tvöföldun Fífuhvammsvegar, götur, undirgöng og holræsi og hafði kostnaðaráætlun hönnuða gert ráð fyrir 103 milljón króna framkvæmd. Hæsta tilboðið sem barst var upp á rúmar 130 milljónir króna. Var samþykkt að leita séu þó fyrirsjáanlegar, en reynt verði að halda slíku í al- gjöru lágmarki. Hluti af stærra dæmi „Í raun verður ekki bara um að ræða tvöföldun Fífu- hvammsvegar, heldur einnig tvöföldun á milli Lindarvegar og Dalsmára, og síðan tvö- földun Smárahvammsvegar frá Fífuhvammsvegi og að Hæðasmára; og svo verða líka endurbætur gerðar á Haga- smára, sunnan við Smáralind; útvíkkanir og hringtorg. Þær framkvæmdir allar á eftir að bjóða út, en þar verður gert á allra næstu dögum. Að miklu leyti er þetta allt vegna tilkomu Smáralindar, en þó ekki eingöngu, því fleira er að gerast þarna, uppbygg- ing af ýmsum öðrum toga,“ áréttaði Þórarinn. „Það er stefnt að því að öllum þessum gatnaframkvæmdum verði lokið áður en Smáralind opn- ar, og það á alveg að nást.“ Tvöföldun nokk- urra akbrauta í undirbúningi Kópavogur RÚMLEGA 500 börn í grunn- skólum Reykjavíkur eiga rétt á að fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli, og á hópurinn 70–80 þjóðtungur að móður- máli. Fyrir þetta skólaár bárust fræðslumiðstöð umsóknir um að rúmlega 600 börn fengju kennslu í íslensku sem öðru tungumáli en rúmlega 500 féllu innan þeirrar skilgrein- ingar sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur styðst við. Stærsti hópurinn, rúmlega 90 börn, á rætur að rekja til Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjanna. Stór hópur, víðsvegar að úr heiminum, á ensku að móðurmáli. Þrír hópar eru af svipaðri stærð, í hverjum þeirra eru um 40 nemendur. Þeir eiga rætur að rekja til Filippseyja, Víet- nams og Taílands. Um 30 börn eiga sér afrískar og arabískar rætur, að því er fram kemur í frétt frá Fræðslumiðstöð. Þessi börn tala 70 til 80 tungu- mál, að því er talið er. Hluti þeirra er fæddur hér á landi. Fræðslumiðstöð býður börnum á aldrinum 9–15 ára þjónustu í sérstökum móttöku- deildum fyrsta árið sem þau dveljast á Íslandi. Þar fá þau rúmlega 20 kennslustundir á viku í íslensku og íslenskri menningu, auk hefðbundinnar kennslu í list- og verkgreinum. Að því loknu fá þau stuðning eftir nýjum viðmiðum sem sett hafa verið á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Börnunum er skipt í fjóra flokka eftir því hversu mikinn stuðning þau eru talin þurfa. Í fyrsta lagi er um að ræða börn sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna og dvalist hafa skemur en tvö ár hér á landi. Annars vegar börn er- lendra foreldra, sem hafa dval- ist í 2–4 ár hérlendis. Þá tví- tyngd börn af blönduðum uppruna sem búið hafa erlend- is lengur en fimm ár. Loks er sérstakur flokkur fyrir tón- málsbörn, þ.e. börn frá ein- stökum málsvæðum Asíu, og börn, sem búa við þrjú tungu- mál á heimili en skortir betri íslenskukunnáttu og einnig ís- lensk börn sem komu til lands- ins á síðasta ári og hafa dvalið a.m.k. sex ár erlendis, en þau fá sérstaka íslenskukennslu í eina önn. Í frétt frá Fræðslumiðstöð segir að með þessu sé öllum er- lendum börnum tryggður stuðningur í a.m.k. fjögur ár. Stefnt sé að því að halda nám- skeið fyrir kennara í fjölmenn- ingarlegum kennsluháttum og kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. „Teymi starfsmanna í um tíu skólum móti stefnu skólans um þjónustu við nemendur með annað móðurmál en ís- lensku. Afla á skipulega upp- lýsinga um nemendur með annað móðurmál en íslensku og um tvítyngda nemendur til að auka yfirsýn. Skólar verða hvattir til að nýta sér kosti fjöl- menningarsamfélags, meðal annars til að draga úr fordóm- um,“ segir í fréttatilkynningu. „Auk þess verði lýst hvernig eigi að taka á móti þessum nemendum og haga samstarfi við foreldra og ráðgjöf innan skólans. Tryggt sé að börnin fái notið annarrar þjónustu skólans svo sem sérkennslu ef þörf er á því. Ákveðið hefur verið að gefa út upplýsingabækling á átta til tíu tungumálum fyrir erlenda foreldra um móttöku- deildarþjónustu og íslenska skólakerfið. Starfshópur hefur lokið vinnu við stefnu í málefn- um barna með íslensku sem annað tungumál í grunnskól- um Reykjavíkur.“ 500 börnum kennt á erlendu móðurmáli Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.