Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valgerður Dag-björt Jónsdóttir
fæddist 23. mars
1923. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu í
Víðinesi 22. janúar
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Jóns
Péturssonar, vigtar-
manns, f. 1.7. 1895, d.
9.10. 1963, og Guð-
rúnar Jóhannesdótt-
ur, húsmóður, f. 17.5.
1889, d. 30.10. 1979,
en þau bjuggu í Sand-
vík á Akranesi.
Systkini Valgerðar
voru Tómas, skipasmiður á Akra-
nesi, f. 1.4. 1916, kvæntur Sigrúnu
Stefánsdóttur, húsmóður; Jóhann-
es, bakarameistari á Akranesi, f.
3.6. 1917, d. 18.8. 1985, kvæntur
Guðborgu Elíasdóttur, húsmóður;
Steinunn, húsmóðir, f. 2.3. 1919,
eiginmaður hennar var Alfreð
dóttur, húsmóður, f. 21.11. 1944.
Eiginmaður hennar er Ragnar Sig-
urbjörnsson, sjómaður.
Valgerður og Guðbjörn eignuð-
ust fimm börn: 1) Sumarliði, deild-
arstjóri, f. 2.2. 1951, eiginkona hans
er Rannveig Pálsdóttir, skrifstofu-
maður, og eiga þau þrjár dætur. 2)
Birgir, tæknistjóri, f. 30.9. 1952,
eiginkona hans er Rut Rútsdóttir,
skrifstofumaður, og eiga þau tvö
börn. 3) Sævar, blaðamaður, f. 30.9.
1952, eiginkona hans er Hrönn
Pálmadóttir, kennari, og eiga þau
þrjú börn en fyrir átti Sævar einn
son. 4) Jón Pétur, þjónustufulltrúi,
f. 7.8. 1957, eiginkona hans er Halla
Leifsdóttir, deildarstjóri, og eiga
þau fjóra syni. 5) Steinunn, skrif-
stofumaður, f. 11.8. 1963, og á hún
eina dóttur. Valgerður átti fimmtán
barnabörn og sex barnabarnabörn.
Valgerður verður jarðsungin frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Sturluson, málari, sem
nú er látinn; Aðalheið-
ur, húsmóðir, f. 3.10.
1921, d. 16.12. 1997,
gift Sigurði Sigurjóns-
syni, hafnsögumanni,
sem nú er látinn; Ár-
sæll, húsasmíðameist-
ari á Akranesi, f. 31.1.
1928, d. 18.3. 1988,
kvæntur Margréti
Ágústsdóttur, sem nú
er látin; Jóna María,
húsmóðir, f. 10.8. 1930,
d. 27.11. 1969.
Hinn 2.7. 1949 giftist
Valgerður Guðbirni
Sumarliðasyni, símvirkja, f. 30.5.
1920, d. 13.9. 1986, en hann var ætt-
aður frá Meiðastöðum í Garði. For-
eldrar hans voru Sumarliði Eiríks-
son og Tómasína Oddsdóttir, sem
bæði eru látin.
Valgerður átti eina dóttur fyrir
hjónaband, Önnu Stínu Þórarins-
Kynni mín af Völlu, eins og hún
var oftast kölluð, hófust fyrir rúmum
30 árum þegar ég kom sem ung kona
inn í þessa stóru fjölskyldu. Valla var
þá kraftmikil kona og starfaði hjá
Vífilfelli hf. við Hagamel.
Valla var hörkudugleg kona,
stundaði fulla vinnu, hjólaði í vinn-
una á morgnana og heim í hádeginu
til að gefa fjölskyldunni að borða, oft-
ast heitan mat. Eftir hádegið hjólaði
hún svo aftur í vinnuna og þegar
vinnudegi var lokið hjólaði hún heim
með fulla poka af aðföngum fyrir
heimilið.
Á kvöldin sat hún með prjónana
eða við saumavélina, henni féll aldrei
verk úr hendi. Hún eignaðist aldrei
uppþvottavél eða þurrkara.
Með árunum tókst með okkur
Völlu mjög gott vinasamband sem
gerði það að verkum að við sátum oft
saman en hún var óþreytandi að
segja mér frá árunum uppi á Skaga
þar sem hún sleit barnskónum. Valla
vann þar, eins og svo margir, í fisk-
vinnu og það voru oft langir og erf-
iðir vinnudagar en hún lét það
hljóma eins og mikla skemmtun.
Hún sagði mér frá því hvernig hún,
eftir langan vinnudag, hljóp heim,
þvoði af sér slorið og hafði fataskipti
síðan var farið á dansiball. Valla elsk-
aði að vera innan um fólk og hún
hafði gaman af að dansa. Ég hef aldr-
ei séð eins mikið af flottum dans-
skóm og hjá henni.
Valla var gestrisin kona og fjöl-
skylda hennar var henni mikils virði.
Þess vegna var það ánægjulegt þeg-
ar systkinabörnin sem bjuggu úti á
landi komu í heimsókn til hennar og
Bjössa þegar þau sóttu skóla í
Reykjavík. Og þegar systkini hennar
komu til borgarinnar í einhverjum
erindargjörðum var oft komið við hjá
Völlu og þá var ekki komið að tómum
kofunum og enginn fór svangur frá
henni. Það var oft glatt á hjalla og
þröngt máttu sáttir sitja.
Valla og Bjössi ferðuðust nokkuð
til útlanda á seinni árum og þá helst á
sólarstrendur eða með skemmti-
ferðaskipum með viðkomu í nokkr-
um löndum. Oft fóru systur hennar
með þeim hjónum og það var alveg
sérstaklega gaman að heyra Völlu
segja ferðasögur af þessum ferðum.
Hún tók þátt í öllu sem var að gerast
og ef hún var beðin um að troða upp í
tískusýningu eða vera með leikþátt
þá skoraðist hún ekki undan.
Aðalheiður var besta vinkona
Völlu og voru þær einstaklega sam-
rýndar systur. Þegar Alla kom í
heimsókn var eins og hún væri að
koma frá útlöndum, það var alveg
yndislegt að sjá þær hittast, hlátra-
sköllin dundu í eyrum mínum og ekki
var hægt annað en að hrífast með.
Valla gekk í slysavarnadeildina
Hraunprýði í Hafnarfirði fyrir um 20
árum og var þar hrókur alls fagnaðar
í ferðalögum og öðrum uppákomum
og konur í Hraunprýði hlökkuðu allt-
af til að hitta hana. Eftir að hún
veiktist spurðu þær mig oft um hana
og báðu fyrir kveðjur.
Þegar Bjössi veiktist jókst álagið
hjá henni. Hún hélt heimilinu gang-
andi, vann sína vinnu og studdi mann
sinn eins og frekast var unnt. Valla
hafði tekið bílpróf þegar hún var ung
stúlka en ekki keyrt en hún hafði
samt endurnýjað ökuskírteinið. Það
lýsir hversu dugleg hún var að þegar
Bjössi lagðist á spítala fór hún að
keyra aftur til að geta farið til hans
sem oftast, hún sleppti aldrei úr degi.
Um sama leyti var sjúkdómur
hennar að færast í aukana og þegar
hún varð ekkja ágerðist gigtin og síð-
ustu 15 árin er hún búin að heyja
baráttu við mjög slæma gigt sem
leiddi til þess að það þurfti að fjar-
lægja vinstri fót hennar frá hné.
Valla lét ekki bugast þrátt fyrir veik-
indi og kvalir og lýsir það þraut-
seigju hennar að hún fór í allar þær
ferðir sem boðið var upp á fyrir aldr-
aða. Ein þessara ferða var á Snæ-
fellsjökul og hún lét sér ekki nægja
að horfa á jökulinn í fjarska heldur
tróð sér í skíðagalla og fór á snjó-
troðara upp á topp.
Mér þótti það ansi skondið að
Valla yrði á undan mér, fullfrískri
manneskjunni, að komast á toppinn.
Síðastu tvö árin lagði sjúkdómur-
inn hana að mestu í rúmið og svo fór
að hún gat ekki lengur bjargað sér
sjálf. Hún dvaldi mjög oft á spítala
það var henni og fjölskyldunni afar
erfitt þegar sýnt var að hún yrði að
fara á hjúkrunarheimili en það varð
ekki umflúið. Það var mér mjög erfitt
að horfa upp á þessa dugmiklu, ynd-
islegu konu heyja síðustu baráttuna
við þennan sjúkdóm. Það er því með
blendnum tilfinningum að ég þakka
fyrir að þessi síðasta barátta stóð
stutt yfir og hún er búin að fá hvíld-
ina
Ég þakka forsjóninni fyrir að ég
fékk að kynnast Valgerði.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottin elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér,
Rannveig.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegrar tengdamóður
minnar, Valgerðar D. Jónsdóttur,
sem lögð verður til hinstu hvílu í dag
eftir langvarandi veikindi. Kynni
okkar hófust fyrir rösklega 25 árum
þegar ég var fyrst kynnt fyrir þeim
ágætishjónum Valgerði og Guðbirni
Sumarliðasyni. Valla, eins og hún var
oftast nefnd í daglegu tali, tók vel á
móti þessari ungu stúlku og þar með
hófst vinátta sem var okkur báðum
mikils virði æ síðan. Á heimili Völlu
og Bjössa á Birkimelnum var ávallt
gott að koma og oft margt um mann-
inn, enda gestrisin og góð heim að
sækja. Mér er það sérstaklega minn-
isstætt hvað mér þótti mömmumat-
urinn hennar Völlu góður, enginn
steikti eins góðar fiskibollur og hún.
Ég hef hvergi fengið þær betri síðan.
Valla og Bjössi áttu lítinn bústað á
Vatnsenda. Þar undu þau sér oft á
góðum degi, gróðursettu tré, settu
niður kartöflur og hlúðu að hestun-
um sínum sem þau áttu meðan Bjössi
lifði. Þangað var gaman að koma á
sólríkum sumardegi í kaffi sem lagað
var á gömlu kolavélinni og ekki síst
fyrir börnin sem fengu þá að fara á
hestbak hjá Bjössa afa.
Valla var létt í lund og skemmti-
leg, hjartahlý og hörkudugleg. Kona
sem hugsaði vel um barnahópinn
sinn og heimili en var jafnframt úti-
vinnandi lengst af. Síðustu fimmtán
árin þjáðist hún mjög af liðagigt. Nú
er þeim þjáningum lokið.
Elsku Valla mín, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín
Rut Rútsdóttir.
Kallið er komið.
Elsku amma, nú ertu komin á
betri stað og laus við þær líkamlegu
þrautir sem þú gekkst í gegnum.
Við systurnar kveðjum þig með
söknuði en um leið huggum við okkur
við að nú sértu glöð og ánægð að
hitta Bjössa afa.
Nú þegar endurminningar hrann-
ast upp er margs að minnast, þú
varst alltaf svo glöð í skapi, brostir
svo fallega, tókst svo vel á móti okk-
ur og varst svo þakklát að sjá okkur .
Þér fannst óraleið suður í Hafn-
arfjörð og hrósaðir okkur fyrir dugn-
aðinn að koma með stætó enda vor-
um við ekki háar í loftinu þegar við
fengum fyrst leyfi til að heimsækja
þig.
Þú leyfðir okkur alltaf að leika
okkur í sykurskúffuni þó svo að við
værum að setja sykur út um öll gólf.
Amma Valla var sérstök, hún vann
hjá Vífilfelli hf. og nutum við þess að
fá að fara með henni einstaka sinnum
í vinnuna.
Seinni árin eftir að heilsu ömmu
fór að hraka flutti hún af Birkimeln-
um, þaðan sem við eigum flestar
miningar. Það var t.d. mikil tilhlökk-
un að fara til hennar og Bjössa afa á
jóladag og fá heitt súkkulaði og á
haustin að tína rifsber og koma inn
og fá góðu pönnukökurnar með
sykri.
Síðan flutti hún á Aflagranda 40,
þar sem hún undi sér vel þrátt fyrir
fötlun sína.
Í gegnum öll sín veikindi sýndi
hún amma okkar mikinn kjark og
hún hélt gleði sinni. Þarna naut hún
þess að vera með góðu fólki á góðum
gleðistundum. Hún hafði alltaf gam-
an af að vera í góðum félagsskap, fór
í ferðalög og í leikhús og verslunar-
ferðir vou henni einnig mikil
skemmtun.
Við minnumst þess að koma til þín
á Aflagrandan, sitja og tala við þig
um nýja og gamla tíma. Þú hafðir
alltaf tíma og þolinmæði með okkur.
Nú kveðjum við ömmu okkar með
söknuði en um leið þökkum við fyrir
að hafa átt svo góða ömmu. Vertu
guði falin, sofðu rótt.
Ég fel í sérhvert sinn,
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn,
vernd og skjól þar ég finn.
(H.P.)
Hulda, Valgerður Dagbjört og
Linda Björk Sumarliðadætur.
Amma mín var besta amma sem
nokkur getur hugsað sér, hún var
alltaf brosandi og hlæjandi. Hún var
alltaf svo góð við mig, gaf mér allt
sem ég vildi og lét mér alltaf líða vel.
Heima hjá henni var allt svo rólegt
og þægilegt, þangað voru allir alltaf
velkomnir. Það voru alltaf súkkulaði-
rúsínur í skál á borðinu inni í stofu
hjá henni og sátum við oft og lituðum
litabækur, sömdum ljóð eða töluðum
bara saman. Ég man alltaf hvað hún
talaði vel um afa og sagði mér fullt af
sögum af sér þegar hún var yngri.
Ég vorkenndi henni alltaf svo af því
að hún bjó ein og þegar ég var lítil þá
hugsaði ég oft um að gefa henni
gæludýr, bara svo hún væri ekki ein,
það er eitt orð sem lýsir henni best:
Yndisleg, það er það sem hún var og
þannig ætla ég að minnast hennar að
eilífu.
Ég elska þig, amma mín.
Sigrún Eva.
VALGERÐUR DAGBJÖRT
JÓNSDÓTTIR
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina