Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur um áfallahjálp Í kjölfar flugslysa Í DAG klukkan 13 til 16verður haldinn fyrir-lestur á Grand Hóteli í Reykjavík um viðbrögð við flugslysum, aðallega varðandi áfallahjálp. Fyr- irlesturinn, sem dr. Ger- ard A. Jacobs heldur, er á vegum Rauða krossins. Undirbúning að þessum fundi hefur annast Elín Jónasdóttir sálfræðingur. Hún var spurð um mark- mið þessarar fræðslu. „Þessi fyrirlestur er ætl- aður öllum þeim sem á ein- hvern máta myndu koma nálægt flugslysum. Þar má nefna t.d. alla starfsmenn flugfélaga, almannavarna, lögreglu, björgunarsveita og heilsugæslufólk.“ – Hvað er ætlunin að kynna sérstaklega þarna? „Fyrir utan áfallahjálp í kjölfar flugslysa er einnig fjallað um for- varnir, undirbúning og skipulag aðgerða þegar flugslys verður.“ – Er til fullbúin áætlun um við- brögð við flugslysum hér á landi? „Til er áætlun en að sjálfsögðu er nauðsynlegt að skoða slíkar áætlanir reglulega með tilliti til aukinnar reynslu og þekkingar.“ – Hefur fyrirlesarinn, dr. Ger- ard Jacobs, mikla þekkingu á slík- um áætlunum? „Já, í fyrsta lagi er hann yfir- maður stofnunar við háskólann í Suður-Dakota sem hefur með áfallahjálp og stórslys að gera og í öðru lagi starfar hann innan amer- íska Rauða krossins í tengslum við áfallahjálp. Hann er félagi í teymi innan Rauða krossins sem sinnir áfallahjálp í kjölfar flugslysa og er ráðgjafi um áfallahjálp fyrir Rauða krossinn. Þess má geta að Gerard Jacobs hefur unnið fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) við að þróa aðferð til þess að meta andlega heilsu og þarfir flóttafólks. Hann hefur tekið þátt í starfi meðal flóttafólks og er ráð- gjafi WHO hvað varðar uppbygg- ingu í heilbrigðismálum flótta- manna. Hann hefur skrifað fjölda greina og bóka um þessi efni.“ – Hvað er það sem helst skortir á hjá okkur í sambandi við skipu- lag aðgerða ef til stórra flugslysa kæmi? „Það er verið að vinna mjög vel í sambandi við þessi mál en ástæða er til þess að samhæfa aðgerðir allra þeirra sem þekkingu hafa og reynslu ennþá betur og þar með áfallahjálp.“ – Er nú þegar fyrir hendi reynsla á þessu sviði hvað varðar íslenskar aðstæður? „Við höfum vissulega reynslu í þessum efnum, því miður. Mikil- vægt er að við hugsum fram í tím- ann og gerum fyrirbyggjandi áætlanir. Þess má geta að í það minnsta tvær stórar flugslysaæf- ingar verða haldnar á Íslandi á árinu.“ – Hvað getur þú sagt mér um áfallahjálp þá sem byggð hefur verið upp innan Rauða krossins? „Á vegum Rauða krossins eru leiðbein- endur í sálrænni skyndihjálp sem halda námskeið, bæði fyrir almenning og fagstétt- ir, og er það gert til þess að gera fólk betur í stakk bú- ið að aðstoða þá sem lenda í erf- iðleikum og áföllum. Að auki er áfallahjálparteymi á vegum Rauða krossins sem aðallega starfar með börnum og ungling- um. Þess má geta að þetta teymi sinnti áfallahjálp í Rangárvalla- sýslu eftir jarðskjálftana síðastlið- ið sumar. Könnun var gerð af Gallup á viðhorfum til áfalla- hjálparinnar og áhrifum hennar meðal Rangæinga og kom í ljós að þetta starf tókst vel. Rauði kross- inn stendur reglulega fyrir fræðslu fyrir leiðbeinendur sína í sálrænni skyndihjálp og fyrir áfallahjálparteymi og mun dr. Jacobs einmitt koma til að fræða þessa hópa um börn og áföll.“ – Er mikill munur á sálrænni skyndihjálp eftir aldri fólks? „Já, það er nokkur munur. Sál- ræn skyndihjálp er eins og fyrsta stig áfallahjálpar og þar skiptir máli að vera til staðar fyrir fólk á forsendum þess, sem geta verið mismunandi eftir því á hvaða aldri fólkið er, en nærveran og stuðn- ingurinn skiptir máli fyrir alla.“ – Getur Rauði krossinn gegnt hlutverki tengiliðar meðal allra þeirra sem sinna áfallahjálp? „Rauði krossinn er einn af þeim aðilum sem sinna áfallahjálp og eðlilega kemur hann þá inn í sam- eiginlegt starf þeirra sem sinna slíkum málum. Hutverk hans er annars vegar að sinna fræðslu um sálræna skyndihjálp og vinna þannig fyrirbyggjandi starf og hins vegar að sinna aðgerðum í kjölfar slysa eða hamfara í sam- vinnu við aðra.“ – Er þetta starf meira og minna sjálfboðastarf innan Rauða kross- ins? „Aðallega er þetta sjálfboða- liðastarf. Leiðbeinendur í sál- rænni skyndihjálp fá þó að hluta greitt fyrir sín námskeið en í áfalla- hjálparteyminu eru eingöngu sjálfboðalið- ar. Allt þetta fólk vinn- ur mikið og óeigin- gjarnt starf. Fyrirlesturinn í dag er miðaður við þessa hópa eins og alla þá aðra sem koma að áfalla- hjálp og þar með sálrænni skyndi- hjálp. Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga á áfallahjálparmálum og þar með í tengslum við flugslys til að sækja fyrirlestur dr. Gerards Jacobs sem hefur mikið til þess- ara mála að leggja. Elín Jónasdóttir  Elín Jónasdóttir fæddist á Egilsstöðum 30. júlí 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1976 og kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1979. Hún tók BA- próf í sálfræði 1994 frá HÍ og lauk kandidatsnámi í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1997. Hún fékk löggildingu sem sál- fræðingur sama ár. Hún er nú deildarstjóri í sálrænni skyndi- hjálp hjá Rauða krossi Íslands og er auk þess sjálfstætt starfandi sálfræðingur og jógakennari. Hún er gift Magnúsi Norðdahl hrl., sviðsstjóra vinnuréttarsviðs ASÍ. Þau eiga tvö börn. Ástæða til að samhæfa að- gerðir ennþá betur Skammastu þín bara ómyndin þín, þykir þér ekki vænna um hundinn þinn en þetta?  SIGRÚN Hrafnsdóttir varði doktors- ritgerð sína í líf- efnafræði hinn 8. mars 2000 við University of Wisconsin- Madison. Rit- gerðin ber heitið „Transbilayer movement of phospholipids in Bacillus“ og fjallar um rannsóknir á flutningi fosfólípíða í frumuhimnu Bacillus baktería. Leiðbeinandi Sigrúnar við rann- sóknirnar var dr. Anant K. Menon og andmælendur voru dr. S. Bedne- rek, dr. M. Krebs, dr. T. Donehue og dr. R. Montgomery. Frumuhimnur eru gerðar úr tvö- földu lagi fosfólípíða. Nýmyndun fosfólípíða á sér stað á innra lagi frumuhimnunnar en til að mynda hina tvílaga frumuhimnu, sem er nauðsynleg fyrir starfsemi frum- unnar þarf hluti fosfólípíðanna að flytjast í ytra lag frumuhimnunnar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi flutningur á sér stað hratt og án orkuútláts frumunnar en hvernig og með hvaða hætti þessum flutningi er stjórnað var óvitað. Rannsóknirnar beindust að því að finna aðferðir til að mæla flutning fosfólípíða milli laga frumuhimn- unnar til þess að geta greint þann þátt sem stjórnar þessum flutningi. Niðurstöðurnar sýndu að sérstök prótín í frumuhimnunni stjórna og sjá um þennan flutning og mæli- tæknin sem þróuð var gerir það kleift að einangra þessi prótín. Sigrún lauk BS-námi í matvæla- fræði frá Háskóla Íslands 1988 og starfaði á Raunvísindastofnun HÍ og Lífefnafræðistofu læknadeildar HÍ frá 1988 til 1993. Hún hóf doktors- nám við University of Wisconsin- Madison haustið 1993 og starfar nú við Háskólaspítalann í Amsterdam. Sigrún er fædd árið 1964 og er dóttir Signýjar Halldórsdóttur, kennara og Hrafns Einarssonar, verslunarmanns. Eiginmaður Sig- rúnar er Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og eiga þau dótt- urina Unu. FÓLK Doktor í líf- efnafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.