Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 51 Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík Sími 511 5555 Fax 511 5566 www.si.is Fundarstjóri Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Staður: Hótel Loftleiðir Þingsalur-1 Stund: Föstudagur 26. janúar Tími: Frá 13 til 16 Kaffi og léttar veitingar fyrir fundargesti. RÆÐUMENN: Reykjavíkurborg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Framkvæmdasýsla ríkisins Jóhanna Hansen staðg. forstjóra Siglingastofnun Gísli Viggóson forstöðumaður hafnarsviðs Landsvirkjun Agnar Olsen fr.kv.stj. verkfræði- og framkv.sviðs Vegagerð ríkisins Rögnvaldur Gunnarsson forst.m. framkv.d. Háfell ehf. Eyjólfur Bjarnason aðst.framkv.stj. ÚTBOÐSÞING 2001 H Ó T E L L O F T L E I Ð U M - Þ I N G S A L 1 FÉLAG VINNU- VÉLAEIGENDA Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn til að koma og taka þátt í umræðum um framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga á næstu misserum. Þingið er öllum opið. Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda boða til í Reykjavík þar sem kynntar verða verklegar framkvæmdir á árinu. Í fundarlok verður fjallað um breytt samskipti við verkkaupa - árangur af gæðastarfi. ÚTBOÐSÞINGS föstudaginn 26. janúar á Hótel Loftleiðum SVOKALLAÐ listakvöld verður haldið í kvöld kl. 20.30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Þetta er óvenjulegt samkomuform þar sem kaffihúsastemmning ríkir og dagskrá er með óhefðbundnu sniði en þó mjög fjölbreytt. Tilgangurinn með þessum kvöld- um er að nota sem flestar gerðir lista til að tjá hinn kristna boðskap. Boðið verður upp á lifandi tónlist af ýmsu tagi, ljóðalestur, leikrit, vitnisburð og ýmislegt annað. Nokkur listakvöld hafa verið haldin á undanförnum árum sem hafa tekist svo vel að eindregnar óskir hafa komið fram um að fleiri væru haldin. Án efa verður þetta listakvöld engin undantekning. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Bænavika: Samkoma í Aðventkirkjunni í kvöld Samstarfsnefnd kristinna trú- félaga stendur nú fyrir samkirkju- legri bænaviku um einingu krist- inna manna, og er samkoma í Aðventkirkjunni sem hefst kl. 20.30. Predikun kvöldsins flytur sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur. Á samkomunni verður fjöl- breyttur tónlistarflutningur, bæði söngur og hljóðfærasláttur. Allir eru velkomnir á samkomuna. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10–12. Kl. 20 unglingakvöld Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals (9.–10. bekkur). Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Fundur með starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja, Heilsugæslu Suðurnesja og Félagsmálastofnunar Reykjanes- bæjar í Kirkjulundi kl. 16. Ávarp Clemons. Umræður og fyrirspurn- ir. Lofgjörðar- og fyrirbænastund- ir í kirkjunni kl. 20–21. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21, Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Sjöunda dags aðventistar á Ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Unglingarnir í Reykjavík. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Bibl- íufræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Elías Theodórsson. Hvalsneskirkja Safnaðarheimilið í Sandgerði. Laugardagurinn 27. janúar. Kirkjuskólinn kl. 11. Útskálakirkja. Laugardagurinn 27. janúar. Safnaðarheimilið Sæ- borg. Kirkjuskólinn kl. 14. Safnaðarstarf Listakvöld í KFUM og KFUK TÍU umferðir eru búnar af Cor- us-stórmótinu í Wijk aan Zee og verður sigurvegari síðustu tveggja ára, Garry Kasparov, að teljast sig- urstranglegur. Alexei Shirov, sem leiddi mótið framan af, er að missa móðinn. Hann beið lægri hlut fyrir Kasparov og í tíundu umferð glutr- aði hann unnu tafli niður í jafntefli gegn FIDE-heimsmeistaranum Viswanathan Anand. Þau undur og stórmerki gerðust í níundu umferð að Vladimir Kramnik heimsmeist- ari tapaði skák, en hann hefur ver- ið ósigraður í kappskák í afar lang- an tíma. Alexander Morozevich, sem skaut upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum, bar sigurorð af honum og er farinn að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna eftir tvo sigra í röð. Spennan er því að nálg- ast hámark og verður áhugavert að fylgjast með stórstjörnunum í loka- umferðunum. Hvítt: Alexei Federov Svart: Alexander Morozevich 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. Rge2 Rf6 4. g3 Rc6 5. Bg2 g6 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Bg4 8. Rde2 Federov er hvít- rússneskur stórmeistari sem hefur vakið athygli fyrir að tefla róm- antískar byrjanir eins og kóngs- bragð. Byrjunarþekking hans þykir stopul enda hefur honum oft verið refsað fyrir það á Corus-mótinu. Þessa stöðu ætti hann að þekkja ágætlega enda teflir hann sjálfur Drekaafbrigðið með svörtu. (Sjá stöðumynd 1).8... Bg7 Þótt þessi leikur sé góðra gjalda verður er 8... Dc8 athyglisverð hugmynd sem gerir hvítum erfiðara fyrir að stutthrókera með góðu móti. 9. h3 Bd7 10. O-O O-O 11. a4!? a6 12. Rd5 Hb8 13. c3 b5 14. axb5 axb5 15. Bg5 Rxd5 16. exd5 Re5 17. Rd4 Taflið hefur þróast eins og margar aðrar skákir í þessu af- brigði og ætti hvítur að standa síst lakar. Hins vegar í framhaldinu nýtir hann færin sín ekki eins og best verður á kosið. (Sjá stöðumynd 2).17... b4! Mik- ilvægur leikur fyrir svartan til að verða sér úti um gagnfæri. Í stað þess að velta því fyrir sér að halda jafnvægi í liðsafla fórnar hvítur peði í þeirri von að frípeð á c- línunni verði honum til framdrátt- ar. 18. cxb4!? Hxb4 19. Rc6!? Bxc6 20. dxc6 h6! Hrekur biskupinn á verri reit en eftir 20... Hxb2 21. Ha7 hefði hvítur betra tafl. 21. Bd2 Hugsanlega var 21. Bc1 of óvirkur leikur en engu að síður kom hann til greina. 21...Hxb2 22. Ba5 Dc8 23. Dd5 Df5 24. g4?? Furðuleg mistök sem gefa svörtum færi á sóknarmöguleika á kóngsvæng. Fróðlegt hefði verið að vita hvernig svartur hafði í hyggju að svara 24. c7. Í þeirri stöðu er ekki annað að sjá en hvítur hafi nægjanleg færi fyrir peðamissinn. 24... Df4 25. c7 (Sjá stöðumynd 3).25... Rxg4! 26. hxg4 Be5 27. Dxe5 Örþrifaráð en hvítur væri mátaður eftir 27. Hfc1 Dxf2+ 28. Kh1 Dh4+. Drottning- arfórnin fær engan veginn staðist enda reynist svörtum það auðvelt verk að útkljá skákina. 27... dxe5 28. Had1 Hc2 29. Hd8 e4! 30. Bb6 Dxg4 31. Ha1 e3! 32. Haa8 Hc1+ og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 33. Kh2 Dh4+ 34. Bh3 Df4+ 35. Kg2 Dxf2#. Björn og Stefán efstir Björn Þorfinnsson tapaði sinni fyrstu skák á Skákþingi Reykjavík- ur í áttundu umferð mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Stefán Krist- jánsson sigraði Benedikt Jónasson og er þar með jafn Birni í efsta sæti. Röðu efstu manna: 1.–2. Björn Þorfinnsson og Stef- án Kristjánsson 6½ v. 3.–6. Róbert Harðarson, Jón Viktor Gunnars- son, Arnar E. Gunnarsson og Sig- urbjörn Björnsson 6 v. 7.–10. Sig- urður P. Steindórsson, Benedikt Jónasson, Sævar Bjarnason og Guðni Stefán Pétursson 5½ v. o.s.frv. Níunda umferð verður tefld í kvöld og hefst kl. 19:30 í Faxafeni 12. Þá mætir Stefán Jóni Viktori og Björn teflir við Sigurbjörn Björnsson. Aðgangur er ókeypis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með, en útlit er fyrir mjög spennandi lokaumferðir á mótinu. Nýr keppi- nautur um efsta sætið? Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 13.–28.1. 200 Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.