Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR var nýr samn- ingur á milli Viðskiptaháskólans á Bifröst og ríkisins í gær. Sam- kvæmt samningnum, sem er til þriggja ára og kveður á um fjár- veitingar til reksturs vegna kennslu, er gert ráð fyrir að nem- endum skólans fjölgi úr um 200 í 300 á tímabilinu eða um helming og að íbúar svæðisins verði um 450 í lok ársins 2003 en í dag eru þeir um 300. Þá var einnig undirrituð yfirlýsing um rannsóknar-, þróun- ar- og nýsköpunarverkefni við skólann og nýtt deiliskipulag svæðisins kynnt en samkvæmt því verða íbúar þess um 600 árið 2005. „Þessi samningur færir okkur tækifæri,“ sagði Runólfur Ágústs- son, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. „Meira biðjum við ekki um og meira viljum við ekki. Með þennan samning í höndunum, sem gerir ráð fyrir sama framlagi af hálfu ríkisins fyrir hvern nemenda í viðskiptanámi og til annarra há- skóla, getum við sem við þennan háskóla störfum skapað honum þá framtíð sem við verðskuldum.“ Framlag ríkisins er um 53 milljónir króna á þessu ári Framlag ríkisins er samkvæmt samningnum áætlað um 53 millj- ónir króna árið 2001, samkvæmt reglum um nemendaframlag. Rík- issjóður leggur einnig til 10 millj- ónir króna vegna nemenda í frum- greinadeild skólans og 7 milljónir á ári á samningstímanum vegna þess að skólinn er utan höfuðborg- arsvæðisins. Það voru þeir Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Runólfur og Guðjón Auðunsson, formaður há- skólastjórnar, sem undirrituðu rekstrarsamninginn, en þeir Björn og Runólfur undirrituðu yfirlýs- inguna. Á samningstímanum mun há- skólinn vinna sérstaklega að því að auka gæði þeirrar þjónustu sem hann býður með auknu framboði tengdra fræðigreina og auka fram- boð námsefnis sem nemendum býðst í fjarkennslu. Í haust mun m.a. ný námsbraut í viðskiptalög- fræði taka til starfa við skólann og þá hefur verið undirritaður sam- starfssamningur við Samtök versl- unar og þjónustu um námskeiða- hald og fjarnám fyrir stjórnendur. Runólfur sagði að samningurinn við ríkið færði háskólanum nauð- synlegt svigrúm til vaxtar og stækkunar sem stjórnendur og starfsmenn hefðu undirbúið að undaförnu í samráði við háskóla- stjórn. „Við horfum björtum augum á framtíðina. Þá framtíð skapar hins vegar enginn fyrir okkur. Sú fram- tíð veltur á því að nýta það svig- rúm til vaxtar, hagræðingar og aukinna rannsókna sem samning- urinn færir okkur.“ Um 600 manna háskólaþorp Við undirritun samningsins var einnig kynnt nýtt nýsamþykkt deiliskipulag fyrir háskólasvæðið, það gerir ráð fyrir að um 600 manna háskólaþorp verði risið á svæðinu árið 2005. „Sex hundruð manna háskóla- þorp er stærra en mörg hefðbund- in byggðalög víða um landið. Slík- ur þéttbýlisstaður þar sem allt byggir á þekkingar- og háskóla- starfi verður einstæður hérlendis og er í raun einungis merki þess hvað hægt er að gera á lands- byggðinni með frumkvæði og ein- beittum samkeppnisvilja. Fyrir- tæki á landsbyggðinni eru ekki dæmd til að vera í frumvinnslu. Það er hægt að byggja þar upp þekkingarfyrirtæki sem standast bæði innlenda og erlenda sam- keppni,“ sagði Runólfur. Fyrsti áfangi uppbyggingarinn- ar á háskólasvæðinu hófst í raun í gær með undirritun verksamninga við fyrirtækin Loftorku og Sólfell um byggingu 12 nýrra náms- mannaíbúða sem taka á í notkun um miðjan ágúst á þessu ári. Þá var skrifað undir viljayfirlýsingu milli háskólans og Borgarbyggðar um samstarf við uppbyggingu svæðisins og þjónustu sveitar- félagsins þar. Þannig mun sveit- arfélagið strax á komandi sumri endurnýja bæði fráveitukerfi stað- arins og aðveitu á köldu vatni ásamt því að byggja við leikskól- ann Hraunborg sem rekinn er á staðnum á þess vegum. Nýr samningur á milli Viðskiptaháskólans á Bifröst og ríkisins undirritaður Áætlað að nemendum fjölgi um 50% á þremur árum Morgunblaðið/Rax Samkvæmt nýjum samningi milli Viðskiptaháskólans á Bifröst og rík- isins, sem undirritaður var á Bifröst í gær, mun nemendum skólans fjölga úr 200 í 300 á næstu þremur árum. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskipaháskólans á Bifröst, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar.                                                              NOKKUÐ magn tjöru losnaði úr bundnu slitlagi á Norðurlandsvegi allt frá Borgarnesi norður að Staðarskála í fyrrakvöld. Tjaran hlóðst smátt og smátt utan á hjól- barða og innan á aurbretti bif- reiða, þó sérstaklega flutningabíla og annarra stærri bifreiða. Tjöru- kögglar losnuðu síðan frá og ollu nokkrum skemmdum á bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi voru sumir kögglanna á við fótbolta að stærð. Lögreglan hafði í gær haft spurnir af skemmdum á þremur bílum. Í einu tilvikinu hafði hliðarrúða í fólksbíl brotnað. „Það er nú kannski gallinn að við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist í sjálfu sér en þetta hefur engu að síður gerst áður,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, aðspurður um ástæð- ur fyrir þessu ástandi vegarins. Við samspil ákveðna aðstæðna, t.d. þegar hlánar eftir frostakafla geta komið fram svokallaðar „blæðingar“ í slitlaginu. Svipaðar blæðingar eru nokkuð algengar á sumrin þegar mjög heitt er í veðri en koma sjaldnar fyrir á veturna. Magnús segir að getum hafi verið leitt að því að ástæðan fyrir þessu sé sú að malbikið þiðni hraðar en undirlagið.„Einn þátturinn er sá að vetrarþjónusta [Vegagerð- arinnar] er orðin mikið meiri. Vegirnir eru nánast alltaf auðir. Hér áður fyrr fóru þeir undir snjó og klaka, getur maður sagt, en nú er þeim haldið sem mest auðum.“ Við rannsókn hafi ekki komið fram gallar í efnasamsetningu slit- lagsins. Magnús segir að ef ökutæki hafi orðið fyrir skemmdum eigi eig- endur þeirra eða ökumenn að setja sig í samband við lögreglu. Vegagerðin muni bæta tjónið. Tjara hlóðst á hjólbarða á Norðurlandsvegi Kögglar á stærð við fótbolta á veginum Morgunblaðið/Rax Talsvert stórir tjörukögglar eru enn á Norðurlandsvegi. FÉLAG fasteignasala hefur verið dæmt til að færa fasteignasala í Reykjavík inn á félagaskrá að við- lögðum 10.000 króna dagsektum. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur af Sigríði Ingvarsdóttur, héraðsdómara. Fasteignasalinn var tekinn af félagaskrá með ákvörðun stjórnar þess í október 1999. Ástæðan var sögð óviðurkvæmileg framkoma við viðskiptamenn hans en hann hafði áður fengið skriflega áminn- ingu. Deilt var um hvort hann væri enn félagsmaður í félaginu en fasteignasalinn hélt því fram. Þá sagði hann að fundargerð fyrr- nefnds fundar hafi verið gölluð enda aðeins rituð af einum manni sem sé í varastjórn. Þá þurfi at- kvæði 4/5 stjórnarmanna til að vísa honum úr félaginu en ósannað sé að svo hafi verið. Að auki sé í texta fundargerðarinnar aðeins lýst yfir vilja til að honum sé vísað úr félaginu. Fasteignasalinn hélt því að auki fram að hann hafi ekki fengið að vita um ástæður þess að hann var felldur af félagaskrá auk þess sem ýmsir formgallar hafi verið á framkvæmdinni. Með ákvörðuninni hafi því m.a. verið brot á andmælarétti og meðal- hófsreglunni. Stjórn Félags fasteignasala hélt því fram að brottvikning fast- eignasalans úr félaginu ætti sér stoð í lögum félagsins. Stjórn félagsins hafi sjálfsforræði í slík- um málum enda ekki skylduaðild að félaginu, það færi ekki með stjórnsýsluvald og félagsaðild sé ekki nauðsynleg forsenda fyrir rekstri fasteignasölu. Félaginu hafi í raun verið skylt að víkja fast- eignasalanum úr félaginu enda hefði hann ítrekað brotið gegn lögum félagsins og siðareglum. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki verið studd viðhlítandi rökum og óljóst sé hver brot stefn- anda voru. Yrði því að telja hana ólögmæta vegna þessa galla á henni og var hún því felld úr gildi. Dómurinn hafnaði hinsvegar að ákvörðunin sjálf hefði verið tekin með ófullnægjandi hætti eins og fasteignasalinn hélt fram. Félag fasteignasala var auk þessa dæmt til að greiða fast- eignasalanum 350.000 krónur í málskostnað. Einar Gautur Steingrímsson, hrl. sótti málið fyrir héraðsdómi en Ingólfur Hjartarson hrl. fór með málið fyrir hönd Félags fast- eignasala. Dæmdur inn á félagaskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.