Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSNEFND Kópavogs hefur borist erindi frá Björgun hf. og BYGG hf. með umsókn um leyfi til að reisa á landfyllingu út í Fossvog bryggjuhverfi fyrir 350–400 íbúðir á Kársnesi. Ármann Kr. Ólafsson, for- maður skipulagsnefndar, segir að nefndinni lítist vel á hugmyndina og hafi falið bæjarskipulagi að taka hana til nánari skoðunar. Ármann sagði að skipu- lagsnefndin hefði rætt í tengslum við endurskoðun aðalskipulags og gerð svæð- isskipulags fyrir höfuðborg- arsvæðið hvernig þétta mætti byggð á Kársnesinu og breyta ásýnd nessins með því að byggja út í sjóinn og koma upp einhvers konar bryggjuhverfi. Á þriðjudag í þessari viku hefði nefndinni síðan borist erindi frá Björgun hf. og BYGG hf., sömu aðilum og stóðu fyrir bryggjuhverfinu í Grafarvogi og sækjast eftir byggingu slíks hverfis við Arnarnesvog. Í tillögunni væri varpað fram hugmynd um bryggju- hverfi fyrir 350–400 íbúðir á Kársnesi og jafnframt verði byggð aðstaða fyrir siglinga- klúbbinn Ými. Skipulagsnefnd líst vel á hugmyndina „Skipulagsnefnd leist ágætlega á hugmyndina,“ sagði Ármann, „en það er margt sem ber að athuga. 350–400 íbúða hverfi þýðir 1.000 nýja íbúa og það þarf að spá í hvað þetta þýði fyrir umferðarþunga á Kársnes- braut, nýtingu skólanna, leikskólanna og aðra þjón- ustu sem bærinn er að veita á Kársnesinu.“ Skipulagsnefnd Kópavogs fól bæjarskipulagi að skoða hugmynd um bryggjuhverfið með tilliti til þessara sjón- armiða og sagði Ármann að niðurstaða þeirrar könnunar lægi væntanlega fyrir eftir nokkrar vikur. Ef könnunin leiddi til þess að hugmyndin þætti fýsileg yrði málið nán- ar kynnt bæjarbúum og öðr- um hagsmunaaðilum og þá kæmi afstaða bæjarbúa til hugmyndarinnar í ljós. Ár- mann sagðist hins vegar ekki í vafa um að bryggju- hverfi mundi bæta ásýnd Kársness. Þrátt fyrir að haldið verði áfram uppbygg- ingu hafnarsvæðisins hljóti byggð af þessu tagi hins veg- ar í framhaldinu að kalla á nýjar skilgreiningar á svæð- inu sunnan bryggjuhverfis- ins. Ármann sagði einnig að þessi áform ættu t.d. engu að breyta varðandi það hvort fýsilegt þætti að flytja flug- braut Reykjavíkurflugvallar út í Fossvoginn, eins og rætt hefur verið um. Samstarf Kópavogsbæjar og Reykja- víkur um flugvöllinn hafi nú þegar leitt í ljós að flugbraut í Fossvogi hefði í för með sér að öll hús sem þegar standa meðfram strönd Kársness yrðu yfir leyfilegum hávaða- mörkum ef austur-vestur- flugbrautin yrði flutt út í sjó. Umsókn Björgunar og BYGG til Kópavogsbæjar Vilja 1.000 íbúa bryggju- hverfi við Kársnes Kópavogur DAGINN er tekið að lengja og ekki laust við að vor sé í lofti. Það er til marks um það að krakkarnir á leik- skólunum Tjarnarborg voru á pollagöllum en ekki kuldagöllum úti að leika sér í gær. Morgunblaðið/Ómar Polla- gallar en ekki kulda- gallar Miðborg EINAR Sveinbjörnsson, bæj- arfulltrúi framsóknarmanna í Garðabæ, vill að Búrfell og Búrfellsgjá verði friðlýst sem náttúruvætti. Lagði hann fram tillögu þessa efnis á bæjarstjórnarfundi 15. febr- úar síðastliðinn og var henni vísað til bæjarráðs, sem ekki hefur fjallað um hana enn sem komið er. Einar hyggst leggja það til við bæjarstjóra, að málið verði tekið fyrir inn- an hálfs mánaðar. Tillagan sem flutt var í bæjarstjórn var svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að óskað verði eftir friðlýsingu Búrfells og Búrfellsgjár sem náttúruvættis við Náttúru- vernd ríkisins á grundvelli 30. greinar náttúruverndarlaga (44/1999), þar sem bæjaryfir- völd fari með umsjón og vörslu hins friðlýsta svæðis. Jafnframt verði umhverf- isnefnd Garðabæjar falið að undirbúa friðlýsinguna, skil- greina stærð svæðis og gera tillögu um friðlýsingarskil- mála í samráði við Náttúru- vernd ríksins.“ Að sögn Ein- ars er Búrfellsgígur steinsnar suðaustan Heiðmerkur og frá veginum liggur merktur stíg- ur að Búrfellsgjá. „Svæðið er kjörið til léttra gönguferða og náttúruskoðunar og það er af- ar vinsælt að taka útlendinga í stuttar gönguferðir að Búr- felli í þeim tilgangi að sjá tignarleg og afar heilleg um- merki eldvirkni. Búrfell sjálft og Búrfellsgjá eru án efa með merkustu náttúruminjum innan lögsögu Garðabæjar.“ Búrfell er eldstöð frá nú- tíma og Búrfellsgjáin er talin sérstæðasta hrauntröð lands- ins, um 3,5 km á lengd. Það er álitið að Búrfell hafi gosið fyr- ir um 7.000 árum og runnu m.a. Garðahraun og Gálga- hraun í því gosi. Kom mér á óvart „Það kom mér dálítið á óvart þegar ég uppgötvaði, að þetta var ekki friðlýst, þessi stórmerkilega gjá og þessar gosminjar,“ sagði Einar. „Það ruglar marga í ríminu að til er náttúruminjaskrá og á henni ýmis fyrirbæri, sem eru ekk- ert annað en einhvers konar óskalisti. Og Búrfellsgjá er þar meðal annars. En þegar friðlýsing fer fram er hún auglýst í Stjórnartíðindum. Það er ekkert svæði í Garða- bæ sem nýtur svona friðlýs- ingar, en þau eru 2–3 og jafn- vel fleiri í nágrannasveitar- félögunum. Eitt er t.d. Ás- tjörn í Hafnarfirði, annað Rauðhólar í Reykjavík og svo einhverjar jarðmyndanir, bæði í Laugarnesinu og Foss- voginum. Og það sem ég horfði sérstaklega til er frið- lýsing Bakkatjarnar á Sel- tjarnarnesi, sem var gerð síð- astliðið haust. Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á náttúruverndarlögunum var kveðið á um það að Náttúru- vernd ríkisins, sem á almennt séð að fara með yfirumsjón allra þessara friðlýsinga og fliðlýstu svæða, gæti falið félögum eða öðrum aðilum umsjá þessara svæða. Þannig hefur náttúruverndin gert samkomulag við Ferðafélag Íslands og Hellismenn um friðlandið að Fjallabaki. Og á Seltjarnarnesi fer umhverfis- nefnd með umsjá þessa svæð- is. Og það hafði ég hugsað mér líka með Búrfell og Búr- fellsgjá, að það yrði gerður svona samningur við náttúru- verndina, þannig að umhverf- isnefnd bæjarins færi með umsjá þessa svæðis, bæði hefði eftirlit með því og sæi til þess að þarna væri aðstaða og merkingar.“ Mun óska eftir skjótri afgreiðslu „Búrfell og Búrfellsgjá njóta bæjarverndar og eru að hluta til einnig innan Reykja- nesfólksvangs, sem flækir málið dálítið. Tilgangur frið- lýsingar er að hnykkja enn frekar á verndargildi þessara náttúruminja, en einnig að með friðlýsingu verði settar mun skýrari reglur um um- gengni. Að síðustu færist með formlegri friðlýsingu umsjá svæðisins að miklu leyti frá stjórn Reykjanesfólksvangs til umhverfisnefndar Garða- bæjar. Þetta er samt ekki að- alatriði málsins, heldur hitt, að það er full þörf á að frið- lýsa þessar merku náttúru- minjar. Þessu var vísað til bæjar- ráðs, en hefur ekki enn verið tekið þar til umfjöllunar. Ég mun óska eftir því við bæj- arstjóra að þetta verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Einar Sveinbjörns- son að lokum. Einar Sveinbjörnsson vill að Búrfell og Búrfellsgjá verði friðlýst sem náttúruvætti Með merkustu náttúruminj- um í lögsögu Garðabæjar                                    Garðabær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.