Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 29
SÖNGSVEITIN Drangey heiðrar
minningu Eyþórs Stefánssonar tón-
skálds í Félagsheimilinu Drangey,
Stakkahlíð 17, sunnudaginn 11.
mars kl. 20.
Stjórnandi er Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir og píanóleikari Ólaf-
ur Vignir Albertsson.
Sölvi Sveinsson mun flytja erindi
um tónskáldið. Einsöngvarar eru
Ingibjörg Guðjónsdóttir og Frið-
björn G. Jónsson og söngsveitin
syngur kórsöng.
Söngsveitin Drangey.
Aldarminning
Eyþórs
Stefánssonar
Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands heldur tónleika í
Glerárkirkju næstkom-
andi sunnudag og hefjast
þeir kl. 16. Einleikari á
tónleikunum er Einar Jó-
hannesson klarínettuleik-
ari.
Þrjú verk eru á efnis-
skránni og eru þau tónlist
tveggja alda, annarsvegar
þeirrar 18. og hins vegar
þeirrar 20. Verkin frá tuttugustu
öldinni eiga það sameiginlegt að
þar eru tónskáldin að taka fyrir
tónlist fyrri alda og vinna verk sín
út frá henni.
Fyrsta verkið á tónleikunum er
Renesans svíta eftir tuttugustu
aldar tónskáldið Francis Chagrin,
sem fæddur var í Rúmeníu en bjó
stærstan hluta ævi sinnar í Bret-
landi. Verkið er samið í anda end-
urreisnartímabilsins en litað tón-
um tuttugustu aldar.
Þá er horfið um stund aftur til
18. aldar og leikinn Klarínettu-
konsert í A-dúr eftir W.A. Mozart.
Klarínett kom fyrst fram á sjón-
arsviðið upp úr aldamótunum
1700. Mozart hreifst mjög af
þessu hljóðfæri og tjáningar-
möguleikum þess og lét það njóta
sín í tónsmíðum sínum. Konsert-
inn þykir mjög fagur og áhrifa-
mikill en hann er eitt af síðustu
verkum Mozarts.
Tónleikunum lýkur síðan með
verki frá tuttugustu öld. Það er
Pulcinella-svítan, eitt vin-
sælasta verk Ígors Strav-
inskís. Stravinskí byggir
það á verkum 18. aldar
tónskáldsins Giovanni
Pergolesi. Þannig gefur
hann tónlist Pergolesis
nýtt líf en þykur um leið
sýna snilli sína í skrifum
fyrir hljómsveit þar sem
hann nýtir möguleika
hvers hljóðfæris fyrir sig.
Þannig er hinn vel þekkti Klar-
ínettukonsert Mozarts rammaður
inn með tveimur tuttugustu aldar
tónverkum sem þó eru tónlist
fyrri alda, hvort á sinn hátt.
Að venju er hljómsveitin skipuð
hljóðfæraleikurum sem flestir eru
starfandi tónlistarmenn á Norð-
urlandi, allt frá Sauðárkróki aust-
ur til Vopnafjarðar.
Einnig koma til leiks í þetta
sinn tónlistarmenn frá Ísafirði,
Reyðarfirði, Hvolsvelli og Reykja-
vík.
Sinfóníuhljómsveitin flytur nú
fjórðu efnisskrána á áttunda
starfsári sínu, en síðasta efnisskrá
starfsársins verður flutt hinn 13.
maí nk. í samvinnu við Kirkju-
listaviku í Akureyrarkirkju.
Tónleikarnir í Glerárkirkju eru
undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar sem er aðalstjórn-
andi hljómsveitarinnar.
Miðasala verður við innganginn
og er aðgangseyrir kr. 1.500 en
frítt fyrir 20 ára og yngri.
Tónlist tveggja
alda á Akureyri
Einar
Jóhannesson
ALMENNA bókafélagið, sem er
sjálfstætt bókaforlag sem heyrir und-
ir Eddu – miðlun og útgáfu, hefur tek-
ið til starfa. Á útgáfulista forlagsins er
að finna skáld-
verk, ævisögur,
fræðibækur og
handbækur af
ýmsu tagi. Al-
menna bókafélag-
ið hefur að leiðar-
ljósi að stuðla að
útgáfu á vönduð-
um og traustum
verkum, frum-
sömdum sem
þýddum, sem finna hljómgrunn hjá
lesendum er kjósa að njóta viður-
kenndra fagurbókmennta og að-
gengilegra og fræðandi bóka um ólík
svið mannlífsins, segir í frétt frá
Eddu.
Einnig segir: „Almenna bókafélag-
ið stendur á gömlum merg. Það mark-
aði djúp spor í bókaútgáfu á Íslandi á
síðari hluta 20. aldar og gaf út bækur
ýmissa helstu rithöfunda þjóðarinnar.
Einnig stóð Almenna bókafélagið fyr-
ir öflugri og metnaðarfullri útgáfu á
þýddum verkum, jafnt skáldskap sem
fræðiritum. Um miðjan tíunda ára-
tuginn hallaði mjög undan fæti hjá Al-
menna bókafélaginu og festi Vaka-
Helgafell þá kaup á nafni félagsins og
bókaklúbbum þess. Útgáfustarfsemi
undir merkjum AB lá niðri frá þeim
tíma og fram á árið 2000 er út kom
bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir
Jón R. Hjálmarsson.“
Bjarni Þorsteinsson hefur verið
ráðinn útgáfustjóri Almenna bóka-
félagsins. Bjarni lauk cand.mag.-prófi
í dönsku og hugvísindalegri upplýs-
ingafræði frá Kaupmannahafnarhá-
skóla og hefur undanfarinn áratug
starfað við bókaútgáfu, framan af sem
ritstjóri hjá Almenna bókafélaginu hf.
en síðan sem aðalritstjóri hjá Vöku-
Helgafelli.
Almenna bókafélagið tekur til starfa
Leggur áherslu á út-
gáfu fagurbókmennta
Bjarni
Þorsteinsson
DANSARINN Dirk Schaumbacher
dansar hér nakinn í reipi á æfingu
fyrir sýningu á verkinu Veislan.
Verkið er sett á svið af dansflokki í
Trafo-leikhúsinu í Búdapest.
Reipdans
AP