Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 30

Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í gærkvöldi var róm- antísk tónlist á efnisskránni og hóf- ust tónleikarnir á hinni frægu Pavane, op. 50, eftir Gabriel Fauré. Þetta er ljúfsár tónlist, rómantísk í anda er var að mörgu leyti vel flutt en vantaði samt þá mýkt í hljómi, sem einnkennir þennan sérstæða snilling blæbrigða og fagurra lag- lína. Annað viðfangsefni tónleikanna var e-moll píanókonsertinn eftir Chopin en báða píanókonserta sína (e-moll og f-moll) samdi hann innan við tvítugt, er hann var í námi hjá Jozef Elsner í Varsjá. Elsner heim- sótti Chopin í París og varð fyrir miklum vonbrigðum, því hann vildi að Chopin semdi eitthvað stórt, í stað þess að leika sér með valsa og annað léttmeti og las Chopin pistilinn. Lærisveinninn reiddist kennara sín- um og vildi ekkert við hann tala. Elsner fór heim til Póllands vonsvik- inn, því hann trúði því að Chopin væri snillingur, er ætti að takast á við stór viðfangsefni, konserta og sinfóníur. E-moll konsertinn er ákaflega fal- leg tónlist og þó hljómsveitarrithátt- urinn sé nokkuð hrár, var flutningur hljómsveitarinnar ekki til að bæta þar nokkuð um og var leitt að heyra þrumandi básúnutóninn, er var um of áberandi. Codispoti lék konsert- inn á fínlegu nótunum og gerði margt fallega en hafði ekki afl á móti hljómsveitinni, þannig að það var ekki jafnræði milli einleikara og hljómsveitar, t.d. í lokakaflanum, sem er leiktæknisýningarverk mikið, er þarf að leika af töluverðum krafti. Það er frekar sjaldgæft að einleikari gleymi og komist ekki „aftur inn“ og þurfi að hefja leikinn upp á nýtt, eins og átti sér stað í lokaþættinum. Sem- sagt, nokkuð grófur leikur hljóm- sveitar og fínlegur flutningur ein- leikarans, er eitthvað sem ekki fær mann til að taka andann á lofti af hrifningu og undrun. Lokaverk tónleikanna voru hljóm- sveitarþættir úr Rómeó og Júlíu, eft- ir Berlioz, sem er leikræn sinfónía fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Hljómsveitarkaflarnir, sem hér voru leiknir, eru glæsilega ritaðir fyrir hljómsveitina og var töluvert bragð að flutningnum, þó á stundum væri leiknum stefnt á ögurbrún háskans, með miklum hraða, eins og í upphafi verksins og einnig síðar, þar sem tíð- ar skiptingar á milli hljóðfæra, voru ekki fyllilega í jafnvægi, þó allt gengi upp og heildarútkoman væri mjög góð. Það var bæði auðheyrt og -séð að stjórnandinn, Rumon Gamba, vildi fá sem mest fram hjá hljóm- sveitinni og var sérstaklega gott samstarf á milli stjórnandans og sellósveitarinnar en Berlioz notar sellóin á mjög áhrifamikinn máta. Í heild voru þetta góðir tónleikar og þó flutningurinn væri við fínlegri mörkin, bæði í verki Fauré og hjá einleikaranum í píanókonsertinum eftir Chopin, var töluvert bragð að flutningi hljómsveitarinnar í Rómeó og Júlíu, eftir Berlioz, sem hljóm- sveitarstjórinn Rumon Gamba stýrði af miklum þrótti og tilþrifum. Fínlegur og einnig kraftmikill flutningur TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Flutt voru verk eftir Fauré, Chopin og Berlioz. Einleikari: Domenico Codispoti. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagurinn 8. mars. 2001. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Golli Domenico Codispoti og Rumon Gamba á æfingu fyrir tónleikana. UPPELDISHANDBÓKIN er vegleg bók sem Vaka Helgafell sendi frá sér undir lok síðasta árs. Hún var upphaflega gefin út árið 1998 í Bandaríkjunum og heitir á ensku: Your Child: Emotional, Behavioral, and Cognitive Development from Birth Through Preadolescence. Hún kom síðan út sem kilja vestanhafs fyrir tæpu ári. Þýðendur bókarinnar á íslenzku eru fjórir og þrír þeirra, Gísli Bald- ursson barnalæknir, Ólafur Ó. Guð- mundsson barna- og unglingageð- læknir og Páll Magnússon sál- fræðingur, hafa einnig staðfært hana og eykur það mjög notagildi hennar. Reyndar hafa verið gefnar út þó nokkrar bækur á íslenzku um sál- fræði og uppeldismál og sjálfsagt er að minna á Sálfræðibókina sem mér þótti afar vönduð bók og sömuleiðis bók um sálarfræði barna eftir Guð- finnu Eydal og Álfheiði Steinþórs- dóttur sálfræðinga. Þessar tvær bækur voru eftir íslenzka höfunda og ég er viss um að þeir sem þýddu bók- ina „Your Child“ hefðu sjálfir og frá eigin brjósti getað skrifað nytsama bók fyrir íslenzka foreldra. Í fyrsta hluta bókarinnar eru þroskaskeið barna tekin fyrir eitt af öðru hvert í sínum kafla. Þar er að finna frumbernskuna (fyrsta æviár- ið), smábarnaskeiðið (eins og tveggja ára), leikskólaaldur (þriggja, fjög- urra og fimm ára) og fyrstu ár grunnskólans (frá sex til tólf ára) og á hverju aldursskeiði rætt um ýmsar hliðar lífsins, háttatíma, svefn og vöku, grát og gleði, skapofsaköst og sjálfsvirðingu, tengsl og aðskilnað svo eitthvað sé nefnt. Annar hluti bókarinnar er um al- geng hegðunarvandamál, en þau eru auðvitað fjölmörg og ekki öll auðveld viðfangs. Hins vegar eiga þau sér oftar en ekki skýringar sem rekja má til aðbúnaðar barnsins og hvað það á við að etja í lífinu. Þannig er hægt að skilja hegðun barns sé rétt að staðið. Gjarnan þurfa foreldrar því að geta litið í eigin barm. Í þess- um hluta bókarinnar er farið ræki- lega yfir sviðið. Fyrst koma ýmis hegðunarvandkvæði, t.d. árásargirni og athyglisþörf, óþolinmæði, ávanar og kækir, systkinaerjur og mat- vendni. Næst eru breyttir fjölskylduhagir teknir fyrir. Börn búa við mismun- andi aðstæður, eru hjá báðum for- eldrum eða einstæðu foreldri, eign- ast stjúpforeldra, eru sett í fóstur, alast upp með afa og ömmu, eru ætt- leidd og geta verið hjá samkyn- hneigðum foreldrum. „Enn erum við að flytja ... segir í upphafi Sögunnar hans Hjalta litla eftir Stefán Jónsson. Og enn eru börn að flytja. 7. kafli er um vandkvæði í skóla, félaga, aðskilnað við foreldra, einelti, námsárangur, gort og svindl, skóla- fælni og skróp. Þegar komið er vel fram yfir miðja bókina er komið að börnum með langvinna sjúkdóma og í þriðja hlut- anum sem ber heitið Alvarleg vanda- mál og afbrigðisleiki (sem er reynd- ar fremur óþjált nafnorð en á án efa að merkja það að vera afbrigðilegur) er sagt frá tilfinningalegum vanda- málum og truflaðri hegðun auk þess að taka fyrir röskun á þroska, geði og svefni. Þar eiga tilfinningarask- anir (til dæmis áföll, kvíði, misnotk- un, tourette), hegðunartruflanir (of- virkni og mótþrói svo dæmi séu tekin), þroskaraskanir (svo sem á tal- og málþroska eða á námsgetu), geðofsaraskanir (t.d. geðklofi) og svefnraskanir (þar á meðal martrað- ir) hver sinn kafla. Fjórði hluti bókarinnar er um hvað sé til ráða og hvert sé hægt að leita til þess að fá hjálp eða ráðgjöf. Þar eru gefnar ítarlegar upplýsingar um ýmsa þætti þjónustu hér heima og frætt er um þau lyf sem helzt eru notuð. Í viðbæti A er farið yfir geð- lyfjameðferð, í viðbæti B fjallað um læknisrannsóknir og sálfræðiprófan- ir og loks er í viðbæti C að finna orðasafn, atriðisorð og gagnleg heimilisföng. Það er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra og aðra uppalendur að fá í hendur bók sem skrifuð er af reyndu og velmenntuðu fólki, sérstaklega þegar vel hefur heppnazt að stað- færa efnið eins raun ber vitni í Upp- eldishandbókinni. David B. Pruitt ákvað að skrifa þessa bók til þess að hafa áhrif á foreldra og breyta hegð- un þeirra því hann er þeirrar skoð- unar að einungis með því að aga sjálfan sig geti maður leitt börn sín gegnum uppvöxtinn og haft jákvæð áhrif á hegðun þeirra. Foreldrar eru nefnilega svo sterkar fyrirmyndir og ef fólk er ekki samkvæmt sjálfu sér getur illa farið. Margir vilja að börn- in geri það sem þeim er sagt, en ekki það sem fyrir þeim er haft. Flestum er þó ljóst í hjarta sínu að fyrirmynd- in hefur mun meiri áhrif en fyrir- mælin! Bókinni er ekki sízt ætlað að hjálpa fullorðnum að aga sig og stilla eigið skap, sýna gott fordæmi, halda gefin loforð og uppskera mun betri samskipti við börn sín. Á blaðsíðu 46 segir: „En minnist þess að ekki þarf fullkomna foreldra til að ala upp heil- brigt og eðlilegt barn. Þeir þurfa bara að vera nægilega góðir.“ Fræðsla um uppeldi barna BÆKUR U p p e l d i Undirtitill: Allt um uppeldi frá fæðingu til unglingsára. Hvað er eðlilegt og hvað ekki? Hvenær á að leita hjálpar og hvert? Höfundar: Aðalritstjóri er David B. Pruitt en auk hans eru höfundar 28 talsins. Þýðendur: Helga Þórarinsdóttir, Gísli Baldursson, Ólafur Ó. Guðmundsson og Páll Magnússon. Útgefandi Vaka Helgafell Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi Útgáfuár: 2000 402 bls UPPELDISHANDBÓKIN Katrín Fjeldsted JÓHANN Páll Valdi- marsson hefur ákveð- ið að hætta störfum sem framkvæmda- stjóri útgáfufyrirtæk- isins Genealogia Is- landorum, Gen.is. Jóhann Páll gegndi jafnframt starfi út- gáfustjóra JPV-for- lags, dótturfyrirtækis Gen.is en um síðustu mánaðamót stofnaði hann eigið hlutafélag, JPV-útgáfu, ásamt fjölskyldu sinni og Sigríði Harðardóttur um útgáfu fagurbók- mennta og bóka al- menns efnis. „Ég hef óskað eftir að gerður verði við mig starfslokasamningur hjá Gen.is,“ staðfesti Jóhann Páll í samtali við Morgunblaðið í gær. Spurður um ástæður þeirrar ákvörðunar segir Jóhann Páll að umsvif JPV-forlags á síðasta ári hafi orðið mun meiri en hann gerði ráð fyrir þegar hann réðst í stöðu framkvæmdastjóra Gen.is. „Ár- angur JPV-forlags á sviði al- mennrar bókaútgáfu á síðastliðinni vertíð var ótrúlega góður, óhætt er að slá því föstu að það hafi verið næststærsta forlagið á jólavertíð- inni. Ég óskaði eftir starfsloka- samningi hjá Genealogia Is- landorum til þess að ég gæti einbeitt mér að útgáfu fyrir al- mennan markað.“ Jóhann Páll vildi ekki tjá sig um það hvort óánægju hafi gætt í sam- starfi hans við Gen.is. „Hugur minn stendur fyrst og fremst til al- mennrar bókaútgáfu, og við það hef ég fengist alla mína starfstíð. Það var kappnóg fyrir mig að sinna þeim rekstri sem umsvif fyrirtæk- isins á síðasta ári kölluðu á,“ svar- aði Jóhann Páll. Svipaðar áherslur Jóhann Páll segir áherslur fyr- irtækisins munu verða með svip- uðum hætti og hjá JPV-forlagi, áhersla verður áfram á skáldskap og bækur almenns efnis, auk þess sem haldið verður áfram útgáfu stór- virkja, en síðara bindi Íslands í aldanna rás verður m.a. gefið út á þessu ári. „Ég lít ekki á þetta sem nýtt fyr- irtæki í sjálfu sér. Í mínum huga er um að ræða framhald af starfsemi JPV eins og hún hefur verið. Það sem hefur breyst er fyrst og fremst eign- arhaldið, þ.e. að nýtt hlutafélag hefur verið stofnað um rekstur- inn.“ Þegar Jóhann Páll er spurður hvort þeir höfundar sem JPV-forlag hefur verið með á sínum snærum hyggist halda tryggð við hið nýja fyrirtæki, seg- ist Jóhann Páll ekki hafa heyrt annað en ánægju meðal höfund- anna með eignarhaldsbreytinguna. „Enda er breytingin ekki fólgin í öðru gagnvart höfundum en breyttu og traustu eignarhaldi á fyrirtækinu. Og það sem mest er um vert er að hægt verður að halda áfram sjálfstæðri bókaútgáfu án afskipta annarra. Ég hafði raunar fullkomið frelsi á síðasta ári og með þessu tryggi ég að svo verði áfram,“ segir hann. Félagið var skráð um síðustu mánaðamót og hefur það aðsetur í atvinnuhúsnæði á jarðhæð Bræðraborgarstígs 7. Jóhann Páll mun gegna starfi útgáfustjóra og stjórnarformanns JPV-útgáfu. Aðrir fastir starfsmenn fyrirtæk- isins eru Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri og fyrrum sölu- og markaðsstjóri Gen.is, Sigríður Harðardóttir aðalritstjóri, sem áð- ur starfaði hjá Gen.is, Erni og Ör- lygi og Vöku Helgafelli, Guðrún Sigfúsdóttir ritstjóri fagurbók- mennta og Nína Hrönn Sigurðar- dóttir skrifstofustjóri en hún starf- aði einnig hjá Gen.is. „Á þessu stigi verður fólk ekki fastráðið hjá fyr- irtækinu, en við gerum ráð fyrir að ýmsir aðilar muni taka að sér ein- stök verkefni hjá fyrirtækinu.“ Jóhann Páll Valdimarsson lætur af störfum hjá Gen.is „Hugur minn stend- ur til almennrar bókaútgáfu“ Jóhann Páll Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.