Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 34

Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ,,ÞAÐ er ákaflega ögrandi og skemmtileg glíma að fá að fást við verk eftir Lars Norén sem er tvímælalaust eitt af fremstu leikskáld- um Evrópu í dag og jafnframt fremsti leikrita- höfundur Norðurlanda,“ segir Viðar Eggerts- son leikstjóri Laufanna í Toskana sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Sögusvið verksins, sem er tíu ára gamalt, er sænski skerjagarðurinn að sumarlagi í allri sinni dýrð og ljúfri angan. Öllu meira rót er á persónum leiksins, sænskri gyðingafjölskyldu og fylgifiskum hennar. Við fylgjumst með fólki sem þrátt fyrir annan uppruna en okkar, virð- ist standa okkur einkennilega nærri í baráttu sinni í lífi og list. ,,Norén er afkastamikill höfundur og þetta er fjórða verkið sem sýnt er á íslensku leik- sviði eftir hann og ef til vill það viðamesta, þetta er í fyrsta skipti sem hann er leikinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikritið er nú- tímalegt, hann kemur við og snertir taugina í samfélagi dagsins í dag. Verkið er skrifað þeg- ar Berlínarmúrinn er nýfallinn, það eru átök á Balkanskaga og það eru ýmsar sviptingar í hinum vestræna heimi. Lars Norén nær að láta þessar sviptingar taka á sig mynd í fjöl- skyldu sem kemur reglulega saman í sumar- húsi og þetta sumar sem við fáum að kynnast þeim í verkinu eru ýmsar blikur á lofti um fjöl- skylduböndin. Það er rótleysi innan fjölskyld- unnar og fólk tekst á. Þetta er nútímafólk, samtímafólk okkar og þess vegna finnst manni maður vera að færa lífið svolítið upp á svið, en hann setur alltaf spurningarmerki við þetta og spyr: Er hægt að leika lífið? Lífið er í raun og veru miklu átakameira en leikrit getur verið.“ Lars Norén virðist alveg ófeiminn við það að kallast á við gengin leikskáld og hann end- urskapar jafnvel atriði úr verkum þeirra á sviðinu. ,,Já, hann endurskapar og endurtúlkar á mjög skemmtilegan hátt. Hann leikur sér að því að taka Tjékhov, Máfurinn eftir hann má segja að sé undirliggjandi í Laufunum í Tosk- ana. Hann leikur sér að því að taka samskonar persónur og þar eru, samskonar hlutskipti nema að hann setur það inn í nútímasamfélag. Honum verður allt að yrkisefni, hann njörvast ekki niður við þessar tilvísanir sínar, heldur verða þær til þess að efla hann og gera hann jafnvel enn kröftugri.“ Mér fannst eins og kvenpersónan úr Máf- inum gæti allt eins verið Ófelía í Hamlet líka, kannski er það vatnið á sviðinu sem kallar þá mynd fram? ,,Við höfum svo sem verið að leika okkur með þessa hluti án þess þó nokkurn tíma að áhorfandi þurfi að vera vel að sér í því. Hann gerir sér leik að því að láta þessa stúlku hafa leikið ungu stúlkuna í Máfinum eftir Tjékhov. Hún kemur inn með sjófugl eins og Nína í Máfinum gerir nema þessi sjófugl er allur út- ataður í olíu. Það hefur orðið mengunarslys þarna í nágrenninu og hún er að reyna að bjarga fuglunum frá þessum olíuskaða.“ Í leit að endurnýjun Þannig að persónur verksins endurspegla að þínum dómi rótleysi, vonleysi ef til vill? ,,Ekki endilega vonleysi, en þetta er fólk sem er mjög rótlaust og er að endurskoða líf sitt. Persónurnar eru í leit að einhverju nýju en því sem verður á vegi þeirra geta þær ekki mætt og þær ryðjast því fram hjá því og halda að grasið sé enn grænna hinum megin. Þetta er kannski fólk sem er að leita að græna gras- inu hinum megin við lækinn. Fólk sem stendur á krossgötum alveg eins og öll Evrópa á þess- um tíma. Þau fara að efast um gömlu gildin, efast um hlutskipti sitt í lífinu, hjónabönd sín og ástarsambönd. Þau eru öll í raun og veru að leita að einhverju öðru, öll eru þau í örvænt- ingarfullu kapphlaupi við tíminn og við það að öðlast lífshamingju. Fyrirhyggjan er ekki mik- il, því þau ryðjast ef til vill yfir þau tækifæri sem annars hefðu gefist til þess að eignast hamingju ef þau hefðu bara staldrað við og at- hugað málin.“ Það er þarna líka ákveðinn leikur í sambandi við búningna. Samúel, leikskáldið unga, er svartklæddur mestalla sýninguna en í loka- hlutanum er hann orðinn nánast snjóhvítur. Er hann einn og stakur í leikritinu? ,,Já, hann er það framan af og það er dálítið gaman að skoða þessa tvo rithöfunda í verkinu og aftur kallast það á við Máfinn. Það er eink- um gaman þegar maður fer að skoða Lars Norén sjálfan. Það má eiginlega segja að hann dragi upp eilítið sjálfshæðna mynd af sjálfum sér í eldri rithöfundinum. Á þeim tíma þegar hann skrifar þetta verk hafði hann verið að skrifa mjög mikið um fjölskyldur og samskipti fólks í fjölskyldum. Þarna er hann að leysa upp fjölskylduna, bæði fjölskylduna sem við sjáum og eins fjölskylduna í skrifum sínum. Hann fer að snúa sér að annars konar verkum, samskon- ar verkum og ungi rithöfundur- inn ætlar sér að skrifa og við heyrum hann tala um. Þannig að í raun og veru getum við litið á Lars Norén í þessum tveimur rithöfundum, fyrir og eftir gagngera breyt- ingu.“ Leikritið verður þá í leiðinni ný byrjun á rit- höfundarferli Lars Noréns? ,,Þarna er vendipunkturinn og hann kemur með ákaflega skemmtilega sýn á sjálfan sig. Hann er svo óragur við það að sýna fólk í styrk sínum og í veikleika sínum. Hann er óhræddur við að fella grímurnar af fólki og sýna hégóma- skap þess, örvæntingu og svo framvegis, og um leið tekur hann sjálfan sig í gegn með því að koma sjálfum sér þarna upp á svið í líki þessara tveggja rithöfunda sem báðir berjast við veikleika sína.“ Ég sá að það er fagurlega mótaður hnöttur á sviðinu, með purpuralitum laufum? ,,Já, það er heimurinn og svo leikum við okk- ur með grímur. Þegar fólkið er að koma frá Toskana seinna um sumarið, eftir hlé, þá kem- ur fólkið með grímur af ýmsum valdhöfum heimsins sem stjórnuðu veröldinni á þeim tíma sem leikritið gerist en hafa ekkert til málanna að leggja í dag. Völdin eru fallvölt í veröldinni! Þeir sem eitt sinn ráðskuðust með heiminn verða eins og felld goð af stöllum að lokum.“ En svo er þarna mér liggur við að segja harmræn en þó kátbrosleg persóna sem Stef- án Jónsson leikur. Hún virðist ekki tilheyra fjölskyldunni virkar þó eins og bindiefni, lím á milli fjölskyldumeðlimanna? ,,Við höfum lagt upp með það að hann sé sá sem í raun og veru býr á staðnum. Hitt eru allt sumargestir sem koma til að dvelja einhvern tíma á sumrinu, fjölskyldan sjálf, en hann býr þarna. Hann hefur alist upp með þeim og er fjölskylduvinur, og er raunverulega límið sem heldur staðnum saman. Við opnum sýninguna með honum og hann bíður hinna, þau ryðjast inn á sviðið. Hann er óneitanlega tragíkómísk persóna.“ Þegar líður á verkið sýnast manni sumar persónurnar vera komnar nokkuð á leið með að finna sjálfan sig og staðsetja sig í tilverunni. Konurnar, systurnar í fjölskyldunni, hafa tekið afdrifaríkar ákvarðanir og að minnsta kosti önnur þeirra horfir fram á bjartari tíð? ,,Það má segja það aðallega um aðra syst- urina sem Ragnheiður Stein- dórsdóttir leikur, Sonju. Hún er í brotnu hjónabandi þegar verkið byrjar og á þennan son sem hefur í raun og veru yf- irgefið foreldra sína andlega en kannski ekki alveg líkamlega þegar hann var sjö ára eins og hann segir í leikritinu. Hún er að missa mann- inn sinn í hendurnar á ungu stúlkunni og síðan á geðveikrahæli. Hún er afskaplega óörugg manneskja sem finnur síðan sína lífshamingju í lokin, en maður spyr: Hver er hamingja þessa fólks? Hin systirin missir líka sinn mann og fer í framhaldi inn á nýjar brautir og fer að leika í verkum þessa byltingarkennda unga rithöf- undar. Maður spyr sig líka um hamingju henn- ar þótt henni hafi tekist að endurnýja sig sem listamann, þegar allt er skoðað þá er það kannski ekki hamingja heldur.“ Það er mikið drama og harmur í kringum lækninn í verkinu, sem Sigurður Skúlason leikur. Nú hefur Lars Norén sjálfur átt við veikindi að stríða og þekkir þennan heim vel sem hann þarna lýsir. Stúlkan sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur, virðist þjást af geðveiki mestan hluta sýningarinnar, en samt kemur það í hennar hlut að koma með loka- hnykkinn, svarið sem ef til vill er sjálft inntak verksins, það sem bæði birtir leikritið sjálft og persónurnar í nýju ljósi að lokum? Svört framtíðarsýn ,,Þetta er svona svört framtíðarsýn vegna þess að þetta er miðaldra fólk í sýningunni og það þráir allt einhverja endurnýjun. Karl- mennirnir tveir, rithöfundurinn og læknirinn, dragast að þessari ungu stúlku og það sorg- lega við það er ekki bara það að hún gæti verið dóttir þeirra, heldur er hún nánast uppeld- isdóttir læknisins. Hún er veik, hún er sjúk og leikkonan, sem líka er miðaldra, er að leita að nýrri stefnu í sínu listalífi, nýjum verkefnum sem leikkona, dregst líka að unga leikritahöf- undinum og hann er líka sjúkur. Þannig að þetta er dálítið sorleg sýn að sjá þetta mið- aldra fólk sem er að reyna að endurvekja æsk- una í sjálfu sér og endurnýja sig í þessum fer- tugskrísu augnablikum sem bæði karlmenn og konur fá. Þau reyna að sjúga lífskraft úr fólki sem er sjúkt í leit sinni að eilífri æsku.“ Það kemur sterkt fram að Samúel, ungi leik- ritahöfundurinn er þrátt fyrir æsku sína, mjög óttasleginn. ,,Hann er mjög óttasleginn því að hann grunar að hann sé sýktur af HIV-veirunni og hann reynir að lifa eins hratt og hann getur. Hann óttast það að líf hans verði stutt en hann þorir ekki að komast að því hvort það er rétt. Þegar leikkonan segir honum að fara í eyðni- próf og segist ekki getað þolað að lifa í óviss- unni, svarar hann henni með því að segjast ekki geta þolað að lifa í vissunni. Þannig leika þau sér að eldinum, að vita og vita ekki.“ Leikritinu lýkur á heldur óvæntan hátt án þess þó að við förum að ljóstra nokkru upp um það? ,,Já, allt í einu er áhorfandinn sviptur blekk- ingunni um leikinn og situr eftir með spurn- ingarnar. Er þessi örvæntingarfulla harmsaga sem þú sérð á sviðinu og þú hefur lifað þig inn í: Er það lífið? Er lífið raunverulega svona, eða er það kannski enn harmrænna en þarna kem- ur fram? Og er hægt að leika líf manns á sviði?“ Persónurnar standa nærri manni, maður þekkir þetta fólk? ,,Þegar ég las þetta verk, þá fannst mér það stórkostlegt og ég féll fyrir því. Það er frábært að komast í tæri við persónur og atburðarás sem manni finnst vera lífið í kringum mann. Persónurnar eru fólk sem maður þekkir og getur samsamað sig.Ég held að það verði það sem áhorfendur muni skynja og ég vona að við höfum náð að gera þessa atburðarás og þessar persónur það skýrar og lifandi að fólki finnist það hreinlega þekkja þetta fólk, og lifa með því. Það er mik- ilvægt.“ Verkið er í þýðingu Hlínar Agnarsdóttur. Höfundur búninga er Filippía I. Elísdóttir og höfundur leikmyndar Snorri Freyr Hilmars- son. Lýsinguna hannar Björn Bergsteinn Guð- mundsson og Sigurður Bjóla semur tónlist. Dramatúrg er Bjarni Jónsson. Leikendur eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason, Guðrún S. Gísladóttir, Valdimar Örn Flygering, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Jónsson og Nanna Kristín Magnúsdótt- ir. Nanna Kristín Magnúsdóttir í Laufunum í Toskana. Morgunblaðið/Halldór KolbeinsErlingur Gíslason og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkum sínum. Purpuralit lauf og leitin að grasinu græna Í kvöld verður leikritið Laufin í Toskana eftir sænska leikskáldið Lars Norén frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Þorvarður Hjálmarsson kynnti sér verkið og spjallaði við Viðar Eggertsson, leikstjóra sýningarinnar. Þetta er fólk sem er mjög rótlaust Er hægt að leika líf manns á sviði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.