Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 44
UMRÆÐAN
44 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞIÐ munið eftir Soff-
íu frænku. Ræningj-
arnir í Kardimommu-
bæ rændu henni af því
að þeir nenntu ekki að
taka til eftir sig. Þeir
félagar, Kasper, Jesper
og Jónatan, virðast
sækja nokkuð til fjalla á
okkar tímum. A.m.k.
minnir umgengnin í
fjallaskálum á stundum
helst á heimili ræningj-
anna í upphafi sögunn-
ar og það er ekki geðs-
legt fyrir næstu gesti að
koma þar inn, sem þeir
hafa verið á ferð.
Setjum okkur í spor
fjölskyldu sem stefnir á fjöll í helg-
arferð með vinahópnum. Það er lagt
af stað síðdegis á föstudegi í glamp-
andi sólskini og haldið til fjalla. Allt
er hvítt yfir að líta, skyggni með
besta móti og unga fólkið er matað á
örnefnum úr umhverfinu, fræðslu um
dekkjastærð og loftþyngd, GPS-tæk-
ið er skoðað og prófað og spaugsyrði
fljúga milli bílanna í litlum talstöðv-
um, sem flestir hafa komið sér upp.
Það er gaman að vera til. Þangað til
komið er í gistiskálann. Þar voru Ka-
sper, Jesper og Jónatan síðast á ferð-
inni og hafa annaðhvort aldrei hitt
Soffíu frænku eða gleymt öllu sem
hún kenndi þeim. Gólfin eru skítug,
eldhúsborðin eru skítug, það er drasl
á borðum í svefnskála, skítugt leir-
tau, skítugir pottar og vaskar fullir af
matarafgöngum. Utandyra hefur
krummi komist í veislu og dreift mat-
arleifum, umbúðum og jafnvel dömu-
bindum út um alla snjóskafla. Fjöl-
skyldan okkar og vinirnir verða
heldur langleitir í framan og börnin
spyrja í forundran; „Af hverju er ekki
búið að taka til?“
Því miður á þessi lýsing alltof oft
við um aðkomu í fjalla-
skálum. Í sumum tilvik-
um er um hreinan
trassaskap og sóðaskap
að ræða. Í sumum til-
vikum er of mikilli
áfengisneyslu um að
kenna. Svo hef ég
ákveðið að trúa því að í
sumum, jafnvel flestum
tilfellum sé hreinni van-
þekkingu um að kenna.
Því skal hér leitast við
að setja niður á blað
nokkrar einfaldar upp-
lýsingar um umgengni
til fjalla í þeirri von að
Kasper, Jesper, Jónat-
an og aðrir ámóta bæti
umgengni sína.
a) Það er engin sorphirða á fjöllum að
vetrarlagi. Ruslið er ekkert annað
en það sem skálagestir tóku með
sér á staðinn; umbúðir utan af mat
og drykk og ef hægt var að flytja
það með sér á staðinn ætti að vera
hægt að flytja það með sér til baka.
Ef ruslið er sett í plastpoka og skil-
ið eftir utandyra lítur krummi svo
á að honum sé boðið til veislu.
Hann fer létt með að rífa plastpoka
í hengla og dreifir síðan innihald-
inu um allt svo hann geti fengið
góða yfirsýn og étið það sem hon-
um þykir best. Hitt skilur hann
eftir, þ.á m. allar umbúðirnar.
b) Það er ekki niðurfall úr vöskum að
vetrarlagi. Þess vegna fyllast þeir
ef menn setja matarafganga í þá –
og hver á að þrífa upp úr þeim aft-
ur?
c) Fjallaskálar eru ekki hótel. Þar af
leiðandi þurfa menn sjálfir að þvo
upp sitt leirtau og ganga frá því,
þurrka af borðum og bekkjum,
strjúka yfir gólf o.s.frv.
d) Í skálum gilda ákveðnar skálaregl-
ur, sem ætlast er til að menn fylgi.
Ástæðan er einföld. Í fjallaskálum
þurfa margir og ólíkir einstakling-
ar og hópar að deila rými. Tillits-
semi er nauðsynleg. Til að auð-
velda sambúðina hafa verið settar
nokkrar reglur, sem allir eiga að
fylgja. Þær eru einfaldar og auð-
veldar og taka m.a. til svefntíma og
áfengisneyslu. Þær eiga að hanga
uppi í öllum skálum Ferðafélags
Íslands.
e) Nauðsynlegt er að panta gistingu
fyrirfram. Að vetrarlagi þarf ekki
alltaf langan fyrirvara en það er
brýnt að vita af ferðum fólks, sem
Hvar er Soffía
frænka?
Inga Rósa
Þórðardóttir
Umgengni
Því miður, segir Inga
Rósa Þórðardóttir,
virðist umgengni á
fjöllum hafa versnað
á nýjan leik undan-
farin ár.
EITT brýnasta
hlutverk stjórnvalda
er að gera þegnum
sínum kleift að eiga
hindrunarlaus við-
skipti við sem flestar
þjóðir og verður því
markmiði best náð
með tollalækkunum
og fríverslun. Frjáls
verslun er drifkraftur
iðnvæðingar og hefur
þannig um aldir
reynst drjúgasta vopn
mannkyns í barátt-
unni gegn fátækt. Það
er heldur ekki tilvilj-
un að þær þjóðir, sem
búa við sem mest
frelsi í viðskiptum, skuli jafnframt
búa við mesta velmegun.
Þótt við Íslendingar höfum nú
náð þeim glæsilega árangri að
vera fimmta ríkasta þjóð heims
eigum við að sjálfsögðu að hafa
þann metnað að stefna enn hærra.
Íslensk stjórnvöld geta svo sann-
arlega lagt sitt af mörkum til þess
með því að bæta rekstrarumhverfi
fyrirtækja og stuðla að frjálsri
verslun við aðrar þjóðir og opnun
markaða á alþjóðlegum vettvangi.
Reynslan af samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið hefur
verið góð og tvímælalaust átt þátt
í þeirri hagvaxtaraukningu sem
hér hefur orðið á undanförnum ár-
um. Miklar tækniframfarir og ör
fjarskiptaþróun hafa brotið niður
múra fjarlægðar í viðskiptum og
skapað fjölmörg ný tækifæri fyrir
Íslendinga og ekki leikur vafi á því
að enn leynast mikil tækifæri í
frjálsari viðskiptum fyrir þjóðina.
Reikna má með að aukin milli-
ríkjaverslun verði einn helsti hvati
hagvaxtar á komandi árum en að
mati OECD gæti algert afnám
tolla í viðskiptum eitt og sér leitt
til um 3% hagvaxtarskriðs á
heimsvísu.
Ánægjuleg viðleitni
íslenskra stjórnvalda
EFTA-þjóðirnar hafa um árabil
unnið að því að ná fríverslunar-
samningi við ýmis ríki utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Undir
forystu Íslendinga innan EFTA
hefur sérstök áhersla verið lögð á
að ná fríverslunarsamningi við
Kanada en ljóst er að slíkur samn-
ingur yrði stórsigur fyrir íslenska
viðskiptahagsmuni og myndi opna
hinn risavaxna Ameríkumarkað
enn frekar fyrir íslenskum inn- og
útflytjendum.
Samtök verslunarinnar fagna
þessari viðleitni íslenskra stjórn-
valda og hvetja þau til að halda
áfram á sömu braut. Hver ein-
stakur fríverslunarsamningur er
skref í átt til víðtækara viðskipta-
frelsis og um leið bættra lífskjara.
Á síðustu árum hafa ríkisstjórn-
ir um allan heim og ekki síður al-
menningur gert sér grein fyrir
þýðingu frjálsrar verslunar í sókn
þjóða til velmegunar og nýsköp-
unar í efnahagslífi. Má jafnvel
halda því fram að hugarfarsbylting
hafi orðið á þessu sviði.
Óvissa um WTO
Frumkvæði EFTA í fríverslun-
armálum er sérstaklega þýðingar-
mikil í ljósi þess að nokkur óvissa
ríkir nú um frekari útvíkkun al-
þjóðlegra skuldbindinga um út-
breiðslu enn frekara viðskipta-
frelsis í heiminum undir merkjum
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO).
Stuðningsmenn frjálsrar versl-
unar væntu mikils af ráðherra-
stefnu WTO í Seattle á síðasta ári
en megintilgangur
fundarins var að
hrinda af stað alþjóð-
legum viðræðum um
útbreiðslu fríverslun-
ar. Því miður náðist
þó ekki samkomulag
um umfang viðræðn-
anna og og markmið
og var frekari funda-
höldum frestað um
óákveðinn tíma.
Þrátt fyrir að allar
aðildarþjóðir WTO
vilji a.m.k. auka við-
skiptafrelsi í orði
kveðnu koma alltaf
upp vandamál á
ákveðnum sviðum þar
sem einstakar aðildarþjóðir vilja
takmarka frelsi, oftast í því skyni
að vernda ríkisstyrktar atvinnu-
greinar innan eigin landamæra.
Þróunarríkin hafa þannig óskað
eftir lengri aðlögunartíma að
mörgum samningum sem iðnríkin
þrýsta á um en um leið beita iðn-
ríkin mörgum samningum WTO til
að takmarka innflutning á land-
búnaðar- og vefnaðarvöru frá
þriðja heiminum. Slíkir hagsmuna-
árekstrar áttu m.a. þátt í því að
ekki náðist viðhlítandi árangur við
samningaborðið í Seattle.
Íslendingar hafa fram að þessu
ekki beitt sér á vettvangi WTO
fyrir aukinni fríverslun með land-
búnaðarvörur en lagt þeim mun
meiri áherslu á aukna fríverslun
með sjávarafurðir og að ríkisstyrk-
ir í sjávarútvegi verði afnumdir.
Áhersla á
sjávarútveg
Þessi áhersla er skiljanleg. Ís-
lenskur sjávarútvegur vegur þungt
í efnahagslífi þjóðarinnar og á í
harðri samkeppni við ríkisstyrktan
sjávarútveg í Evrópu og víðar.
Ljóst er að slíkir ríkisstyrkir hafa
skaðleg áhrif á viðskipti og hefta
samkeppni.
Það er því brýnt að íslensk
stjórnvöld geri allt sem í þeirra
valdi stendur til að alþjóðlegt sam-
komulag náist um afnám ríkis-
styrkja í sjávarútvegi og að skýrar
reglur gildi um alla þætti slíkra
viðskipta.
Skaðleg land-
búnaðarstefna
Íslensk stjórnvöld mættu þó
gjarnan hafa það í huga að það fer
illa saman til lengdar að styðja
heilbrigða viðskiptahætti í sjávar-
útvegi en berjast um leið gegn
auknu frelsi í viðskiptum með
landbúnaðarafurðir. Sjávarafurðir
og landbúnaðarafurðir eiga það
sameiginlegt að vera neytendavör-
ur sem jafnmikið frelsi ætti að
ríkja um á markaðnum. Helstu
landbúnaðarvörur sem framleiddar
eru hérlendis, kjöt, mjólk, egg og
grænmeti, njóta gífurlegrar inn-
flutningsverndar og eru þær langt-
um dýrari en þekkist í flestum
öðrum löndum. Íslensk stjórnvöld
hafa skákað í því skjóli að margar
aðrar þjóðir reyna með ýmsum
ráðum að vernda landbúnað en bú-
ast má við því að í komandi samn-
ingaviðræðum verði þrýst á að Ís-
lendingar sem aðrar þjóðir greiði
fyrir innflutningi á þessum vörum.
Íslensk stjórnvöld ættu að bæt-
ast í hóp þeirra sem berjast fyrir
auknu frelsi með landbúnaðaraf-
urðir á alþjóðavettvangi. Núver-
andi verndarstefna hefur í för með
sér að verð á lífsnauðsynjum er
miklu hærra hérlendis en það
þyrfti að vera og rýrir þar með
lífskjör þjóðarinnar. Slík stefna ýt-
ir einnig undir óhagkvæma fram-
leiðsluhætti sem gerir það að verk-
um að of mikið vinnuafl er bundið í
landbúnaði sem væri mun betur
nýtt í öðrum arðbærari atvinnu-
greinum. Að auki hljóta neytendur
að gera kröfu um aukið vöruúrval
og að geta gengið að ferskum af-
urðum árið um kring en slík mark-
mið nást aðeins með auknu frelsi í
innflutningi og afnámi þeirra of-
urtolla sem nú eru við lýði.
Fríverslun
bætir
lífskjör
Stefán S.
Guðjónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar – FÍS.
Verslun
Sjávarafurðir og
landbúnaðarafurðir
eiga það sameiginlegt,
segir Stefán S.
Guðjónsson, að vera
neytendavörur
sem jafnmikið frelsi
ætti að ríkja um á
markaðnum.
FLEST bendir til
þess að sparisjóðirnir
á Íslandi muni á næstu
misserum ganga í
gegnum miklar form-
legar breytingar á
starfsemi sinni. Val-
gerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra
kynnti í fyrri viku
meginefni frumvarps
til laga um sparisjóði
sem varða þá breyt-
ingu. Talsverð um-
ræða hefur verið hjá
sparisjóðunum til und-
irbúnings þessu. Með-
al annars hafa stjórn-
endur Sparisjóðs
Svarfdæla á Dalvík unnið að stefnu-
mörkun fyrir sparisjóðinn. Við
þessa vinnu hefur umræðan annars
vegar verið um það hvað gerist al-
mennt hjá sparisjóðunum og hins
vegar hvaða áherslur á að leggja
hjá Sparisjóði Svarfdæla sérstak-
lega. Stjórn sparisjóðsins setti sér
fljótt meðal annars
þau markið að hlúa
með einhverjum hætti
að atvinnuþróun á
starfsvæði sjóðsins á
þeim sviðum sem
menn ræða um sem at-
vinnustarfsemi nýrrar
aldar og gjarnan er
kennt við nýja hag-
kerfið.
Gömul fyrirtæki –
nýir tímar
Atvinnulíf lands-
manna hefur tekið
hröðum breytingum á
undanförnum árum.
Þessar breytingar eru
ekki eingöngu bundnar við Ísland.
Þær eru meira og minna í takt við
það sem verið hefur meðal annarra
þjóða. Það má einmitt segja að
einnkenni þeirra sé að breytingarn-
ar eru án landamæra. Auðvitað eru
aðstæður mismunandi í hverju
landi og innan hvers lands. Ljóst er
að hér eru það byggðarlög víða um
landið sem byggt hafa á fram-
leiðslustarfsemi í sjávarútvegi sem
eiga undir högg að sækja vegna
þessara breytinga. Það er að vísu
með ýmsu móti sem nýir tímar hitta
gömul fyrirtæki fyrir og það hefur
reynst mörgum byggðarlögum og
fyrirtækjum erfitt að bregðast við
nýjum aðstæðum.
Á Dalvík háttar þannig til að
stærsti einstaki atvinnurekandinn
til margra ára, Kaupfélag Eyfirð-
inga, hefur yfir að ráða miklu skrif-
stofuhúsnæði sem ekki eru lengur
not fyrir á þann hátt sem var vegna
breyttra á aðstæðna hjá því fyr-
irtæki. Þetta húsnæði hefur staðið
svotil autt, tvær hæðir samtals um
700 fermetrar af vistlegu, nýupp-
gerðu skrifstofurými. Þegar stjórn
Sparisjóðs Svarfdæla fór að skoða
sín mál miðað við þau markmið sem
stjórnin hafði sett sér um stuðning
við atvinnuþróun varð fljótlega ljóst
að hagsmunir KEA og sparisjóðsins
gátu vel farið saman. Enda varð
það niðurstaða beggja þegar farið
hafði verið yfir stöðuna og mögu-
leikarnir skoðaðir.
Fjárfestingafélagið
Urðir á Dalvík
Í síðustu viku var formlega stofn-
að Fjárfestingarfélagið Urðir ehf
sem er að hálfu í eigu Sparisjóðs
Svarfdæla og að hálfu í eigu KEA.
Þetta félag er samstarfsaðili um
rekstur Frumkvöðlaseturs Norður-
lands sem hefur aðstöðu á Dalvík.
Fjárfestingarfélagið Urðir mun
einnig standa fyrir stofnun hluta-
félagsins Tæknigarður Dalvíkur
sem sjá mun um útleigu húsnæð-
Möguleikar til
nýrrar sóknar
Jóhann
Antonsson
Sparisjóðir
Eignarhaldsfélagið
Urðir mun einnig
fjárfesta, segir Jóhann
Antonsson, í efnilegum
fyrirtækjum á sviði
hátækni og hugbún-
aðargerðar sem þá
verða rekin í hús-
næðinu á Dalvík.