Morgunblaðið - 09.03.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 09.03.2001, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 57 Ég verð afskaplega sorgmædd er ég hugsa til þess að Margrét Guttormsdóttir, mág- kona móður minnar, sé látin. Hennar dauðamein bar svo skyndilega að. Lengi vel þegar ég var lítil telpa áleit ég Margréti vera eina af móð- ursystrunum. Kannski eftir á að hyggja var það sökum þess hve gjarn- an ég vildi eiga hana sem frænku. Í mínum augum sem margra var Margrét einstaklega hlý, vel gefin og glæsileg kona. Minningarnar sækja á mig í öðru landi hvað Margrét gat frjálslega safnað fólki saman við hljóðfæri í glaðværum söng á brúðkaupsdegi MARGRÉT GUTTORMSDÓTTIR ✝ Margrét Gutt-ormsdóttir kenn- ari fæddist á Hall- ormsstað í Valla- hreppi 28. septem- ber 1932. Hún and- aðist á Landspítal- anum 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. febrúar. tengdaforeldra sinna í æsku minni. Síðar á ég tvær sérlega persónu- legar minningar. Sú fyrri er skírnardagur Róberts Orra Laxdal sonar míns. Þá tók Margrét fram nótur og bauðst til að grípa í píanóið. Þar voru sann- arlega góðar undirtekt- ir. Seinni minningin er frá brúðkaupsdegi okk- ar Gauta Laxdals í Ás- kirkju fyrir einu og hálfu ári. Þegar líða tók á veisluna kom Margrét til okkar, tók utan um mig og sagði að hún hefði sko aldrei viljað missa af þessum góða degi, deginum okkar. Mikið er ég þakklát fyrir það að Margrét skyldi heiðra okkur með nærveru sinni þennan indælisdag í ágúst. Fyrir þessar og aðrar góðar samverustundir er þakkað að leiðar- lokum. Blessuð sé minning þín. Ég bið góðan guð að styrkja fjölskyldu þína í sinni miklu sorg. Ingibjörg Kristín Ferdinandsdóttir. Genginn er góður drengur, Birgir Frí- mannsson verkfræð- ingur. Maður sem lét verkin tala. Birgi hitti eg fyrst vorið 1963, er ég vann við að leggja fyrsta áfanga vatns- veitu í Arnarnesi. Fjölskyldufyrir- tæki Birgis, Verk h.f., hafði þá tekið að sér í alverktöku gatnagerð þarna í Arnarnesi, en slíkt var þá óþekkt hér á landi. Árið áður hafði Birgir BIRGIR G. FRÍMANNSSON ✝ Birgir G. Frí-mannsson fædd- ist í Reykjavík 14. apríl 1926. Hann lést 24. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Seltjarnar- neskirkju 7. febrúar. gert tilboð í fyrsta áfanga mikillar upp- byggingar hitaveitu í Reykjavík, var þetta lægsta boð sem barst en einhver tregða var hjá ráðamönnum að samþykkja tilboðið. Al- þjóðabankinn lánaði fé til þessara fram- kvæmda og setti m.a. það skilyrði að þetta yrði boðið út á opnum markaði. En ekki lok- uðum vina og vanda- manna eins og viðgeng- ist hafði lengi. Þegar gengið var eftir, var því borið við að fyrirtækið réði hvorki yfir þekkingu né reynslu til að fást við svo flókið verk. Strax að fengnu þessu svari „hringdi“ Birgir í höfuðstövar Al- þjóðabakans í Bandaríkjunum og kvartaði. Þar á bæ þekktu menn vel þetta vina- og vandamannavandamál frá öðrum þróunarlöndum. Svar bankamanna var stutt: „Við komum með næstu ferð.“ Hingað komnir spurðu þeir um verkreynslu. Banka- mönnunum var m.a. sýnd áburðar- geymsla sem Verk h.f. var að smíða í Gufunesi, þar kom úrskurðurinn. Okkur sýnist nú að það sé vanda- samara að smíða svona hús heldur en að steypa hitaveitustokka og brunna. Með þessu var brotið blað í ís- lenskri atvinnusögu. Í kjölfarinu urðu til mörg minni verktakafélög sem fóru að vinna að þessum hitaveituframkvæmdum. Oft stóð á steypu í stokkana, Birgir kunni ráð við því, keypti steypubíl, „SCANIA“. Svo fleiri steypubíla og steypustöð tölvustýrða frá Þýska- landi. Steypustöðin var sett upp í Fífu- hvammslandi þar sem nægt hráefni var innan seilingar. Reist var viðhaldsstöð fyrir vinnu- vélarnar við hlið steypustöðvarinn- ar. Rauðgulir stífbónaðir steypubíl- ar streymdu gegnum stöðina og vöktu athygli á þessu merkilega framtaki, hvar sem þeir fóru. Þess- um daglegu umsvifum var stjórnað af yfirstýrimanninum Jóni Ólafssyni úr einskonar stýrishúsi sem var þarna ofarlega í burðarvirki stöðv- arinnar. Starfsmennirnir voru allir sérfræðingar hver með sitt svið, Gvendur melody, Óli grall, Séra Gunnar Árnason píanóarkitekt og nokkrir aðrir snillingar. Þetta var nú bara eins og Howard Gardner hefði sett saman þetta lið. Keypt voru íblöndunarefni frá Ameríku, fljótandi. Íslenskir tækni- menn smíðuðu viðhengi við stýri- tölvuna sem stjórnaði skammtadæl- um fyrir þessi íblöndunarefni sem spöruðu sementið, gerðu steypuna þjálli og stýrðu storknunarhraða. Einn veturinn var byggð heljar- mikil blokk í Árbæjarhverfi. Það var gert með þeim hætti að í botnplöt- una voru settir hitaspíralar, ofan á þessa botnplötu, undir gluggaplast- himni, voru svo hinar plöturnar steyptar. Að þessu var unnið í mestu frostaköflunum. Um vorið voru plöt- urnar tjakkaðar upp og festar við súlur sem gengu gegnum göt á plöt- unum, útveggir voru gerðir úr létt- um einingum sem festar voru milli platnanna. Byggingaaðferð þessi var kölluð „lift slab“ og kom frá Banda- ríkjunum. Einhvern tíma átti ég erindi við Birgi í höfuðstöðvarnar við Hlemm- torg, hann var í símanum, ég fór að lesa fjölrit sem lá þarna á borðinu. Þetta fjallaði um steinsteypu en þar sem steypa er ekki mín sterka hlið skildi ég lítið af því sem í ritinu stóð. Svo liðu árin, upp kom alkalífarald- ur, útveggir heilu hverfanna voru meira og minna ónýtir. Þá skildi ég samhengið, þetta var vísindarit eftir Birgi Frímannsson um það hvernig ætti að brugga steinsteypu á Íslandi. Að vera frumherji getur verið lýj- andi starf, það mátti Birgir reyna, þurfti að rifa seglin um fimmtugt og sinnti fræðistörfum eftir það. Gestur Gunnarsson. Addi minn, ég kveð þig, elsku frændi og bróðursonur. Ég sá þig ekki oft núna í seinni tíð, en þegar þú varst ungur man ég vel eftir þér. Þú varst ungur og hraustur eins og pabbi þinn. Fréttin um andlát þitt kom mér úr jafnvægi, sorgin breyttist í reiði og síðan í táraflóð, svo eru bræðrabönd mín og föður þíns sterk. Kæri frændi, það koma allir til með að sakna þín en ég veit að þú vilt það örugglega ekki. Það sem ég frétti af þér var bara gott, þú varst duglegur, kátur og hraustur eins og pabbi þinn. Ég bið guð að varðveita alla tíð þá sem eiga um sárt að binda, hugga þá og styrkja. Ég sendir þér þetta ljóð, minn elsku frændi: Ég skrifaði í sandinn síðasta ljóð um sigur minn, vonir, og –harm og hafaldan kvað mér, svo kyrrlátan óð sem kærleiksrík móðir, við barm. Ég fann þá, að allt, sem ég átti – og gaf var ómur, af sjávarins nið – ARNGRÍMUR ATLASON ✝ Arngrímur Atla-son fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1976. Hann lést 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavík- urkirkju 24. febrúar. og sál mín var áður sem ólgandi haf – nú öðlaðist gleði og frið. Örn Ragnarsson. Elsku Addi minn. Hvernig get ég kvatt þig þegar ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Í raun er ég enn að bíða eftir að þú „droppir“ inn, heyra rödd þína segja, hæ! Ég sé fyrir mér fallegt andlit þitt, glettnina í augum þínum og prakkaralegt bros- ið þitt sem var engu líkt. Það er svo margs að minnast elsku vinur minn, þær minningar mun ég varðveita í hjarta mér. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Addi minn. Minningin um þig mun ávallt vera ljósið í lífi okkar. Elsku Solla mín, Addi litli, Ragn- heiður og Ísleifur. Elsku hjartans Atli minn. Elsku Heiða, Maggi, Raggi, Unnur, Atli, Karel og aðrir ástvinir. Það eru þungbærir dagar sem líða hjá, en við verðum að trúa því að eftir dimma nótt komi bjartur dagur. Megi góður guð styrkja okk- ur öll í okkar miklu sorg. Elsku Addi minn, ég kveð þig með kveðjunni hans Bubba Morthens: Hugga þú, faðir, fjölskyldu hans sem finnur ei ró í hjarta. Blessaðu sál hins unga manns og láttu ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei þér skal ég gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. Ágústa G. Hermannsdóttir. Alsku Addi minn. Að kvöldi 14. febrúar voru okkur sagðar þær sorg- arfréttir að þú værir látinn. Mér fannst tíminn stöðvast, ég trúði þessu ekki, eða réttara sagt vildi ekki trúa þessu. Að svona ungur fað- ir og eiginmaður væri tekinn burt frá ástvinum sínum, en svona er lífið þótt við vildum breyta því. Okkur er gefinn ákveðinn tími hérna niðri og við verðum að nota hann eins vel og við getum og það gerði Addi. Hann eignaðist sitt fyrsta barn á 18. ári og síðan koll af kolli og lifði góðu lífi með konu sinni og börnum í Grinda- vík. Elsku Addi, þínu hlutverki er nú lokið hérna og mun þín verða sárt saknað, en þú lifir enn í huga mínum. Elsku Sólveig systir, Arngrímur, Ragnheiður og Ísleifur, ég veit að allt virðist svart núna en maður verður að læra að brosa í gegnum tárin. Þótt Addi sé farinn verður sál hans ávallt hjá okkur. Megi guð gefa ykkur styrk til að halda áfram. Kveðja, Helga Guðrún Sævarsdóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.