Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 65
DAGBÓK
Aldrei meira úrval af nýjum
brúðarkjólum
Allir fylgihlutir, undirföt o.fl.
Ítölsk föt fyrir herra
FATALEIGA GARÐABÆJAR
sími 565 6680
Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.
Ný
sending af
drögtum
frá
tískuverslun
v/Nesveg,
Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hrókur alls fagnaðar,
sem er gott að sínu leyti, en þú
þarft að taka sjálfum þér tak
og venja þig af vingulshætti.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gættu þess að gaumgæfa
smáatriðin ekki síður en þau
stærri.Hlutir fara úrskeiðis ef
einhver smáatriði eru óljós
eða hafa ekki verið könnuð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að ná takmarki þínu,
þar sem þú leggur svo hart að
þér. En mundu að kapp er
bezt með forsjá og þú átt að
forðast að stíga ofan á tærnar
á einhverjum í leiðinni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur vanrækt heimili þitt
og verður nú að brjóta í blað.
Það er enginn sem getur
bjargað þessum hlutum nema
þú svo þú skalt bara hefjast
handa tafarlaust.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fylgztu vel með mataræðinu;
borðaðu sem næst þeim mörk-
um, sem þú þarft og hugaðu að
samsetningu fæðunnar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér hefur láðst að fylgja mál-
um þínum nægilega vel eftir
og sýpur nú seyðið af því. Eina
ráðið er að vinna betur í fram-
tíðinni, því stríðinu er ekki lok-
ið þótt ein orrusta tapist.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú verður fyrir alls konar
áhrifum frá vinnufélögum þín-
um, sem allir vilja fá þig á sitt
band. Farðu varlega því ekki
er sjálfgefið að aðrir hafi þína
hagsmuni að leiðarljósi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er eitt og annað sem svíf-
ur í lausu lofti hjá þér svo þú
þarft að ná betri tökum á hlut-
unum. En þú þarft ekki að ör-
vænta, því með þolinmæðinni
hefst það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Betur sjá augu en auga og það
getur stundum verið nauðsyn-
legt að ráðfæra sig við aðra til
þess að sjá málin frá sem flest-
um hliðum. Það sparar vinnu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu ekki darga þig í ein-
hvern dilkinn í deilum sam-
sarfsmanna þinna. Þær koma
þér ekki við og þú óhreinkar
þig bara á því að blanda þér í
þessi leiðindamál.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er rétti tíminn til að draga
saman niðurstöður þeirra
rannsókna sem þú hefur
stundað. En gefðu þér góðan
tíma því mikið ríður á að fram-
setning þín sé ljós.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu ekki aðra taka of mikið
frá þér. Það er mikil kúnst að
kunna að verja sjálfan sig fyr-
ir annarra ásókn og nausðyn-
legt til að halda heilsunni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gættu þess að orða gagnrýni
þína þannig að hún sé upp-
byggjandi og særi ekki að
ástæðulausu. Það má vel koma
réttum boðum áleiðis án þess.
Árnað heilla
HEILI mannsins er fljótur
að búa til vanabrautir, sem
eru eins og árfarvegir sem
hugsunin rennur eftir. Þetta
þekkja bæði bridsspilarar
og skákmenn mæta vel
–„teórían“ verður inngróin
og erfitt getur reynst að
bregða út af henni.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ KDG
♥ Á654
♦ 832
♣ 973
Suður
♠ Á9743
♥ 10
♦ Á54
♣ ÁK86
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 3 lauf
Pass 4 spaðar Allir pass
Útspil: Hjartadrottning.
Hvernig á suður að spila?
Allir spilarar hafa sína
Þjórsá fyrir spil af þessum
toga – það þarf að vinna úr
laufinu og trompa það fjórða
ef þörf er á. Ósjálfrátt verð-
ur til eftirfarandi áætlun:
Drepa á hjartaás, taka lauf-
ás, spila einu sinni trompi og
laufi að kóng. Ef ekkert
óvænt gerist er þriðja lauf-
inu spilað. Samningurinn er
þá í húsi ef laufið fellur 3-3,
en annars má trompa lauf í
borði með hámanni. Oftast
er það í lagi, en ekki þegar
vestur liggur á eftir með
tíuna fjórðu:
Norður
♠ KDG
♥ Á654
♦ 832
♣ 973
Vestur Austur
♠ 10862 ♠ 5
♥ DG9 ♥ K8732
♦ K10 ♦ DG976
♣ DG42 ♣ 105
Suður
♠ Á9743
♥ 10
♦ Á54
♣ ÁK86
Þótt þessi spilamennska
sé rökrétt og í sjálfu sér ekki
slæm, er önnur betri til. En
til að rata hana þarf að beina
hugsuninni úr stórfljótinu
yfir í vatnsminni á, og slíkt
er ekki auðvelt: Hjarta er
trompað í öðrum slag. Næst
eru hliðarslagirnir teknir –
ÁK í laufi og tígulás. Svo
kemur spaði á kóng og
hjarta stungið með níu. Aft-
ur spaði á blindan og hjarta
trompað í þriðja sinn, nú
með ásnum. Tíu slagir með
„öfugum blindum“.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Staðan kom upp á Cappelle
la Grande skákmótinu í
Frakklandi sem lauk fyrir
skömmu. Joost Berkvens
(2.383) hafði svart gegn
Laurent Large (2.209). 20.
... Hxc3! 21. Rc6 Hvítur yrði
manni undir eftir 21. Hxc3
Bxd4+ 22. Rxd4 Dxd4+ 21.
... Dc5+ 22. Kh1 Hxc1 23.
Rxd8 Hxf1+ 24. Dxf1 Bxf3
25. gxf3 Dd5 og hvítur
gafst upp enda á ridd-
ari hans enga undan-
komuleið. Seinni hluti
Íslandsmóts skák-
félaga hefst í kvöld, 9.
mars, kl. 20:00 í húsa-
kynnum Taflfélagsins
Hellis, Þönglabakka 1.
Staðan í efstu deild að
fjórum umferðum
loknum er þessi: 1.
TR-a 24 vinningar af
42 mögulegum 2. Hell-
ir-a 22½ 3. SA 21 v. 4.
SH 16 v. 5. TR-b 15½ v.
6. Hellir-b 13 v. 7. TG 9
v. 8. TK 7 v. Þessari mestu
skákhátíð íslenskra skák-
manna verður fram haldið
10. mars og lýkur þá um
kvöldið. Áhorfendur eru vel-
komnir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
50 ÁRA afmæli. Guð-mundur Gunnars-
son, framkvæmdastjóri
Stiklu, verður fimmtugur
sunnudaginn 11. mars n.k.
Hann og eiginkona hans
Guðrún Jónasdóttir taka á
móti gestum kl. 17-20 á af-
mælisdaginn í veislusalnum
Turninum, Fjarðargötu 13-
15, Hafnarfirði."
100 ÁRA afmæli.Stefán Sigurðs-
son kennari frá Reyðará,
fyrrverandi skólastjóri í
Reykholti, Biskupstungum,
verður hundrað ára mið-
vikudaginn 14. mars nk.
Hann tekur á móti gestum á
afmælisdaginn á heimili sínu
að Hveramörk 4, Hvera-
gerði.
LJÓÐABROT
Íslenzkt ástarljóð
Litla fagra ljúfa vina,
lífstrú mín er bundin þér.
Sjáðu hvernig sólin brosir
sigurglöð við mér og þér.
Allt sem ég um ævi mína
unnið hef í ljóði og tón
verður hismi, ef hjartað, vina,
hefur gleymt að elska Frón.
Í augunum þínum unaðsbláu,
augunum sem ljóma bezt,
sé ég landið, litla vina,
landið sem ég elska mest.
Litla fagra ljúfa vina,
landið fer að kalla á þig.
Mundu þá að þú ert landið,
og þá hefur þú elskað mig.
Vilhjálmur frá Skáholti
.... þú skalt elska hann
og virða, í blíðu og
stríðu, á fótboltaleiktíð-
inni, á kappakst-
ursvertíðinni og í gegn-
um allt golfið.
Og ef fáum þá rík-
isstjórn sem við eigum
skilið, þá skal ég hundur
heita.
Hey, mamma. Nú máttu fara og setja ástarbréfin í
póstkassann.
COSPER
Með morgunkaffinu
FRÉTTIR
OPNUÐ hefur verið ný hár- og
snyrtistofa á Laugavegi 39 og ber
stofan heitið Fólk og fiðrildi. Eigandi
er Lene A. Nilsen, norskur hár-
greiðslu- og förðunarmeistari.
Lene kom til Íslands fyrir einu ári
og hefur unnið hér síðan. Á stofu
sinni býður hún upp á alla þjónustu
er viðkemur hári og förðun.
Stofan er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 10–19, fimmtudaga kl. 10–21
og laugardaga kl. 10–18.
MorgunblaðiðÁsdís
Lene A. Nilsen á stofu sinni Fólk og fiðrildi.
Hár- og snyrtistofa
opnuð á Laugavegi
ANNAÐ fræðsluerindið af þremur á
vegum Félags eldri borgara í
Reykjavík verður flutt laugardaginn
10. mars kl. 13.30.
Svala Thorlacius hrl. talar um
erfðamál, Elín Guðjónsdóttir, Sigrún
Þórarinsdóttir og Sigrún Ingvars-
dóttir, félagsráðgjafar hjá Félags-
þjónustu Reykjavíkur, ræða um al-
gengustu erfðamál sem berast
félagsþjónustunni. Eftir flutning
gefst tími til fyrirspurna og nánari
skýringa.
Fræðslufundurinn verður haldinn
í Ásgarði, Glæsibæ, félagsheimili
Félags eldri borgara, og hefst kl.
13.30. Aðgangseyrir er 300 kr. og er
kaffi innifalið. Allir eru velkomnir.
Rætt um erfðamál
hjá eldri borgurum