Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stærri/ stinnari brjóst ? Uppl‡singar um Erdic® í síma: 5640062 (virka daga 13-17) netfang: erdic@erdic.is e›a á heimasí›u: www.erdic.is iw in th er /0 3/ 01 MONGÓLÍA. 6. mars 2001. Um tvöleytið í dag kom ég aftur til Ulanbator eða (Ulaanbaatar) eins og heimamenn skrifa það. Ferðafélagi minn hafði haft spurnir af nokkr- um hirðingjafjölskyldum sem til stóð að heimsækja. Fenginn var bílstjóri sem þóttist þekkja leiðina. Við vor- um þó ekki komnir nema nokkra kílómetra út fyrir borg- ina þegar bílstjórinn sveigði útaf veginum til að komast framhjá umferð. Ekki vildi þó betur til en svo að bíllinn hafnaði útí skurði. Eftir töluvert vesen náðist bíllinn upp og enn var haldið af stað. Næstu 100 km eða svo gengu áfallalaust, þar til við komum að einhverju sem bílstjórinn taldi vera afleggjara. Bæði ég og ferðafélagi minn töldum hinsvegar snjóbreiðuna hvorki líkjast vegslóða né nokkru öðru slíku. Ekki varð neinu tauti komið við bílstjórann og hann ók hiklaust út á snjóbreiðunna. Eftir u.þ.b. 20 mín- útna akstur sáum við glitta í eitthvað sem virtist vera þorp. Bílstjórinn þóttist nú heldur betur hafa rekið ofaní okkur vitleysuna. Fáeinum mínútum síðar ákvað hann (að mér virtist) að aka ofaní annan skurð, heldur verri við- ureignar. Sem fyrr hófst nú mokstur og hverskyns bolla- leggingar um hvað skyldi til bragðs tekið. Degi var nú far- ið að halla og brátt yrði almyrkvað. Ég tók nú áttavitastefnu á hið meinta þorp og við Disgeldo ferða- félagi gengum af stað til að leita aðstoðar en bílstjórinn varð eftir í skurðinum sínum.Við gengum í myrkrinu í beinni stefnu á ljós sem kviknað hafði. Gangan gekk rösk- lega og klukkutíma síðar komum við að hárri girðingu en við enda hennar var einhverskonar húskofi, þar sem ljós logaði í glugga og reykur steig upp úr reykháfi. Við hugs- uðum okkur gott til glóðarinnar að komast inn í hlýjuna, enda kalt úti. Við gengum nú að húsinu og upp heldur hrörlegan stálstiga. Rétt í þann mund sem við vorum komnir upp stigann stukku fram tveir hermenn öskrandi og munduðu hríðskotabyssurnar. Miðað við lætin og hvað þeir voru trylltir til augnanna fannst mér vissara að hafa mig hægan. Upphófst nú mikið hafarí með byssupoti og háværum skipunum. Loks tókst Disgeldo að róa mennina og byssurnar sigu. Haft var samband við einhvern for- ingja sem þótti málið ekki gott, enda höfðum við labbað sísvona inn á öryggissvæði hersins. Ég sendi nú bílstjór- anum heldur kaldar kveðjur í huganum en ekki þýddi að hugsa um það núna. U.þ.b. hálftíma síðar var okkur sleppt enda málið hið neyðarlegasta fyrir hermennina tvo og að sjálfsögðu líka herinn. Tveir menn höfðu semsagt rambað í villu sinni inn á algjört bannsvæði og enginn varð þess var fyrr en við nánast gengum á dátana tvo. Enga hjálp var heldur að fá á þeim bænum en við fundum eina heljarmikla járnstöng sem við tókum með okkur. Það var nú ekki um annað að ræða en halda til baka að bílnum. Við héldum enn út í myrkrið. En nú sáum við ekkert ljós framundan. Ég ætlaði nú ekki að trúa því að fjárans bíl- stjórinn hefði slökkt á bílljósunum. Til allrar hamingju var áttavitinn tiltækur og var þá ekkert annað að gera en breyta stefnunni um 180 gráður og halda til baka. Mér var heldur heitt í hamsi og gekk því gangan greiðlega. Þegar í bílinn var komið sagði ég nokkur vel valin orð við bílstjór- ann á ómengaðri íslensku. Hann horfði á mig eins og sauður en drullaðist svo af stað með skófluna og hamaðist eins og djöfulóður. Það var auðséð að hann skammaðist sín og þegar ég varð þess áskynja rann mér reiðin. Við hömuðumst nú allir og fjórum og hálfum klukkutíma síðar náðum við að losa bílinn. Ferðinni til hirðingjanna var því frestað um einn dag. Þess í stað var snúið aftur til Ul- anbator þar sem hvílst var til morguns. Ég sofnaði við þá hugsun að ferðalaginu væri brátt lokið og tími til kominn að halda heim. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Þorkell Árás á her Mongóla í skjóli nætur ÞAÐ var sannarlega líf og fjör þegar Hrunamenn héldu sitt hjónaball síð- astliðið laugardagskvöld í Félagsheimilinu á Flúðum. Þessi vinsæla skemmtun hefur verið haldin allt frá árinu 1942. Um 320 manns, í troðfullu húsi, snæddu dýrindis máltíð sem starfsfólk Hótels Flúða sá um ásamt 15 manna skemmtinefnd. Skemmtiatriði eru alltaf heimatilbúin, leikþættir ásamt gamanvísum þar sem sveitungar margir fá léttvæg skot. Dansinn dunaði síðan fram á rauðanótt. Hjónaball með glæsibrag Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Það var mikið hlegið á hjónaballinu: Arnheiður S. Þorvaldsdóttir, Lilja Ásgeirsdóttir og Kristín Karólína Ólafsdóttir. Karl Gunnlaugsson, Arnfríður Jóhanns- dóttir og Sigurður H. Jónsson skemmtu sér konunglega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.