Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLUR Símonarson, blaðamaður, lést í Reykjavík í gær á sjö- tugasta og fjórða ald- ursári. Hallur var fæddur 16. ágúst 1927, sonur Símonar Sveinbjarnar- sonar, skipstjóra í Reykjavík, og seinni konu hans Ingibjargar Sigurástar Hallsdóttur. Hallur var blaðamað- ur allan sinn starfsald- ur, sem spannaði rúma fimm áratugi. Hann hóf blaðamannsferil sinn á Tímanum sumarið 1948 en færði sig síðar yfir á Alþýðublaðið. Hann varð síðan íþróttafréttamaður á Vísi og starfaði þar og á Dag- blaðinu og síðan DV upp frá því allt til starfsloka. Hallur var sæmdur heiðursmerki Blaðamannafélags Ís- lands fyrir áratugastörf að blaða- mennsku og sinnti margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina. Hallur var einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna árið 1956 og var sæmdur gullmerki samtakanna auk þess sem hann var sæmd- ur heiðursmerki Al- þjóðasamtaka íþróttafréttamanna árið 1974 á fimmtíu ára afmæli samtak- anna. Hallur stundaði frjálsar íþróttir og handknattleik á sín- um yngri árum. Hann keppti einkum í spretthlaupum og átti Íslandsmet í þeim greinum. Hann var fyrirliði fyrsta Ís- landsmeistaraliðs Víkings í hand- knattleik árið 1946. Þá sat hann í aðalstjórn Víkings árin 1945-47. Hallur var einnig góður hljóð- færaleikari og lék á kontrabassa í fyrsta KK-sextettinum. Þá var Hallur einn þekktasti bridgespilari landsins um áratuga skeið. Hann varð margoft Íslandsmeistari í sveitakeppni og var margreyndur landsliðsmaður í íþróttinni. Eftirlifandi eiginkona Halls er Stefanía Runólfsdóttir. Hann lætur eftir sig átta uppkomin börn. Andlát HALLUR SÍMONARSON ÁKVEÐIÐ hefur verið að vorfund- ur utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, verði haldinn í Reykjavík dagana 13.-15. maí árið 2002. Fundurinn er stærsta alþjóða- ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi en alls er búist við um þús- und þátttakendum auk fjölda blaða-og fréttamanna. Þetta verður í þriðja sinn sem utanríkisráð- herrafundur NATÓ er haldinn hér- lendis en vorfundirnir eru ávallt haldnir í einhverju aðildarríkjanna. Áætlaður kostnaður Íslands vegna fundarhaldanna er um 200 millj- ónir. Halldór Ásgrímsson, utanaríkis- ráðherra segir nokkuð langt síðan það hafi komið til tals að halda fundinn hér á landi en síðan hafi hlutirnir verið smám saman að skýrast og nú hafi öll aðildarríki NATO samþykkt að fundurinn verði haldinn hér. Hann segir að undirbúningurinn muni taka mik- inn tíma, skapa þurfi fundarað- stöðu sem ekki er fyrir hendi auk þess sem skipuleggja þurfi örygg- isgæslu og fleira. Aðspurður segist hann telja að eini staðurinn sem komi til greina fyrir fundinn sé í kring um Hótel Sögu þar sem Háskólabíó, Háskól- inn, Hagaskóli og fleiri byggingar eru. „Hvað við fáum til umráða vegna fundarins er ekki hægt að segja á þessari stundu en við höf- um fengið vilyrði fyrir því að fá að- stöðu á þessu svæði,“ segir hann. Viljum sýna hvers við erum megnug Lausleg kostnaðaráætlun Ís- lands vegna fundarins er að hans sögn í kring um 200 milljónir. „Að- ildarlöndin greiða sinn ferðakostn- að og hótelkostnað og höfuðstöðvar NATO leggja til þýðendur, túlka, aðstoðarfólk og sérfræðiþekkingu vegna undirbúningsins. Á okkur kemur hins vegar kostnaður vegna breytinga sem þarf að gera hér á landi, öryggisgæslu, flutnings á milli staða og annarra atriða sem fylgja svona miklum undirbúningi.“ Halldór segir að á móti komi mikl- ar tekjur í ferðaþjónustunni vegna fundarins. Hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að halda þennan fund. „Við erum eina aðildarríkið sem hefur ekki her og það eru margir sem telja að slík ríki skipti ekki jafn miklu máli. Við viljum hins vegar sýna hvers við erum megn- ug. Til dæmis sækjumst við eftir að eiga aðild að öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna í framtíðinni og því er mjög mikilvægt að Ísland skapi sér traust á alþjóðavettvangi. Ég tel að þessi fundur sé liður í því.“ Að auki segir Halldór mikilvægt að hingað koma margir aðilar sem munu eiga hér tvíhliða fundi og nefnir í því sambandi m.a. utanrík- isráðherra Bandaríkjanna og Rúss- lands. Þá segir hann fundinn hafa mikið kynningargildi fyrir landið. „Við vitum það frá fyrri tíð að þeg- ar Ísland heldur mikilvæga fundi kemur það okkur miklu betur en áður á landakortið. Menn verða að vera meðvitaðir um það hvers við erum megnug og hvað við getum.“ Breytingar í öryggissamstarfi Utanríkisráðherrafundir NATO hafa tvisvar áður verið haldnir á Íslandi, árin 1968 og 1987 en víð- tækar breytingar hafa átt sér stað í evrópsku öryggissamstarfi frá því utanríkisráðherrar bandalagsins funduðu síðast í Reykjavík. Þá voru aðildarríki bandalagsins 16 talsins og samstarf NATO við fyrr- um Varsjárbandalagsríki í Mið- og Austur-Evrópu ekki hafið. Nú er um er að ræða fjóra form- lega fundi í stað eins áður. Auk fundar aðildarríkjanna, sem nú eru 19 talsins eftir að Pólland, Tékk- land og Ungverjaland gerðust að- ilar 1999, funda utanríkisráðherrar NATO með utanríkisráðherrum 27 samstarfsríkja bandalagsins í Evró-Atlantshafsráðinu. Einnig eiga utanríkisráðherrar NATO sér- staka fundi með utanríkisráðherra Rússlands annars vegar og utan- ríkisráðherra Úkraínu hins vegar. Þá er gert ráð fyrir þátttöku hátt- setts fulltrúa Evrópusambandsins. Þannig munu sendinefndir 46 ríkja undir forystu utanríkisráð- herra viðkomandi ríkja taka þátt í fundunum. Er því um að ræða fjórðung af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Vorfundur utanríkisráðherra NATO á Íslandi 2002 Búist við um eitt þús- und þátttakendum ÞAÐ hefur verið mikið um að vera í útihúsunum á Rauðá í S-Þing. að undanförnu því kið- lingarnir hafa verið að fæðast hver af öðrum. Þar eru 20 geitur á vetrarfóðrun og því má búast við fjölda kiðlinga. Geitarækt á sér langa hefð á Rauðá og alltaf er jafngaman þeg- ar fyrstu kiðlingarnir fæðast. Að þessu sinni byrjuðu geiturnar að bera í febrúar sem er frekar snemmt og síðan hefur þeim fjölg- að mikið. Á myndinni má sjá hvíta stóra kiðlinginn sem fæddist fyrstur og er hann skemmtilegur félagi. Hann hoppar um í hlöðunni og á göngunum, er allsstaðar og vill vera vinur mannfólksins. Erlingur segir að kiðlingar séu einstök ungviði. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kátur kiðlingur Laxamýri. Morgunblaðið. Hafnaði á hvolfi ofan í tjörn FÓLKSBIFREIÐ valt út af veginum á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar í gærmorgun og hafnaði á hvolfi ofan í lítilli tjörn. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi var konunni sem ók bifreiðinni orðið nokkuð kalt þegar vegfarandi aðstoðaði hana við að komast út úr bifreiðinni. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Konan var einhverja stund í bílnum en vegfarandinn sem kom að slysinu mun ekki hafa séð það gerast. Bíllinn er mikið skemmdur. Óvissa með þýðingu á Windows ÓVÍST er hvort nýrri útgáfur af Windows-stýrikerfinu frá bandaríska fyrirtækinu Microsoft verði þýddar á íslensku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa menntamála- ráðuneytinu ekki borist nein svör frá Microsoft um hvort af frekari þýð- ingu Windows verði eða hvort ráðist verði í þýðingu á Office-hugbúnaðar- pakkanum. Microsoft stóð straum af kostnaði á íslenskri þýðingu á Windows 98 stýri- kerfinu, sem kom á markað í mars í fyrra. Þá skrifuðu fyrirtækið og ís- lensk stjórnvöld undir viljayfirlýs- ingu þess efnis að áframhaldandi samstarf yrði skoðað, en af því hefur enn ekki orðið. Hluti af samkomulag- inu var sá að stjórnvöld réðust í að- gerðir gegn ólöglegum hugbúnaði í landinu. Þá gerðu stjórnvöld samning við Microsoft um notkun á hugbúnaði þess fyrir skólakerfið. Microsoft hef- ur þegar gefið út nýtt stýrikerfi fyrir einmenningstölvur, sem kallast Mill- ennium, en það kom á markað skömmu fyrir áramót. Salan á Windows sögð ganga treglega Fjölmargar tölvuverslanir buðu ís- lenska útgáfu af Windows 98 stýri- kerfinu uppsett í tölvum þegar það kom á markað hér á landi í fyrra. Við- tökur voru góðar í upphafi en þegar gallar komu í ljós í því hefur salan gengið treglega, að sögn Ólafs Will- iam Hand í tölvudeild Aco. Hann seg- ir að fólk veigri sér einfaldlega við að kaupa tölvur með íslenska Windows- stýrikerfinu og sé ástæðan einkum sú að það virkar illa á innanhússneti. „Það var þarft framtak hjá yfir- völdum að stuðla að íslensku Wind- ows-stýrikerfi en útgáfunni var ekki fylgt nægilega vel eftir og í raun hefði verið betra að þýða notendabúnað eins og Office. Á sama tíma hefur út- gáfa á Mac OS-stýrikerfinu frá Apple, sem er til á íslensku, gengið snurðulaust fyrir sig allar götur síðan 1986 og fylgt vel eftir með íslenskum notendabúnaði.“ ♦ ♦ ♦ KAUPMÁTTUR dagvinnulauna jókst um 4,3% á árinu 2000, þ.e. á milli 4. fjórðungs ársins 1999 og 4. fjórðungs ársins 2000, samkvæmt niðurstöðu launakönnunar Kjara- rannsóknanefndar en dagvinnu- laun hækkuðu að meðaltali um 8,8% á tímabilinu og á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4,3%. Launahækkun einstakra starfs- stétta var 7,9% til 10,2% á tíma- bilinu að meðaltali. Laun kvenna hækkuðu um 9,4% en karla um 8,5% og laun á höfuðborgarsvæð- inu hækkuðu um 9,5% en um 8,1% utan höfuðborgarsvæðisins. Svo dæmi séu tekin hækkuðu laun almenns verkafólks um 9,4% á tímabilinu, laun véla- og vél- gæslufólks hækkuðu um 7,9%, sér- hæfðs verkafólks um 8,9%, iðn- aðarmanna um 8,6%, laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu um 10,2%, laun skrif- stofufólks um 7,9%, tækna og sér- menntaðs starfsfólks um 8,1% og laun sérfræðinga um 9,2%. Launabreytingar voru mældar fyrir rúma 5.300 einstaklinga sem voru bæði í úrtakinu 1999 og 2000. Tekið er fram að mismunandi gild- istaka samninga, en nýir kjara- samningar voru gerðir snemma árs 2000, skekki samanburð milli einstakra starfsstétta og starfs- greina. 4,3% aukning kaupmáttar á einu ári                                                     ! "#" $%%%#" &'''
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.