Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 27 Opnun á morgun föstudag. Nú endurtökum við leikinn frá því í fyrra með „outlet“ sölu að bandarískri fyrirmynd. Eingöngu merkjavara og verð sem varla hefur sést áður á Íslandi. Verðdæmi: Adidas innanhúsfótboltaskór, fullt verð 4.990 okkar verð 1.990 Regatta útivistarúlpur með flece (3x1) fullt verð 16.990 okkar verð 6.000. Puma bakpokar fullt verð 2.990 okkar verð 990 Frábær barnafatnaður á ótrúlegu verði! Diesel gallajakkar fullt verð 4.350 okkar verð 1.500 OshKosh buxur fullt verð 2.990 okkar verð 700 Lego úlpur fullt verð 4.250 okkar verð 1.500 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11 -18 Upplýsingasími 561 8811 Barnafatnaður Spennandi litbrigði fyrir varir Prófaðu Lasting Lip Color, nýja varalitinn frá Origins Áttu stundum erfitt með að brosa? Prófaðu þá þennan splunkunýja varalit og finndu hvað hann hefur til að bera. Um leið og þú berð hann á varirnar finnurðu hressandi svalann og upplífgandi myntuilminn. Svo fæst hann í 16 frábærum og einstaklega áferðarfallegum litum sem endast lengi á, en þessi varalitur geirir annað og meira, því hann er með E-vítamíni, sem græðir, svalar og mýkir. Því þá að láta þér nægja bara einhvern varalit þegar þér býðst litrík, ilmandi og spennandi upplifun á borð við þessa? Komdu og sjáðu hvað litirnir sem þú velur segja um þig. Origins ráðgjafar verða í Hagkaup Kringlunni í dag, fimmtudag, á morgun föstudag og laugardag. Kringlunni, sími 568 9300. sambandi. Guðjón var spurður hvort gengið hefði verið nægilega tryggi- lega frá því að eftirlit vegna Scheng- en valdi ekki töfum á afgreiðslu far- þega og lengi ekki bið farþega í tengiflugi á milli Ameríku og Evrópu. „Flugleiðir hafa lagt á það höfuð- áherslu í undirbúningnum fyrir Schengen að málum yrði þannig fyr- irkomið að það leiðakerfi sem félagið hefur byggt upp á undanförnum ár- um, þar sem Keflavíkurflugvöllur er miðpunktur, verði ekki sett í upp- nám. Lykillinn í því kerfi er að vega- bréfaeftirlitið og farþegaafgreiðslan hér sé hröð og örugg og það hefur hún verið um árabil. Þær áætlanir sem okkur hafa verið kynntar um vegabréfaeftirlitið ganga út frá þeirri forsendu að engar breyt- ingar verði gerðar á áætlun Flugleiða og við höfum engar efasemdir um að þetta gangi vel,“ sagði hann. Saga-biðstofa Flugleiða færist út í nýbygginguna Nýstofnað dótturfyrirtæki Flug- leiða, Flugþjónustan Keflavíkurflug- velli, sem m.a. annast afgreiðslu vél- anna, farþegaþjónustu á flugvellinum og farmhleðslu, mun gera margskon- ar breytingar á sínum starfsháttum, en þær breytingar má miklu fremur rekja til þeirra breytinga sem verið er að gera á Leifsstöð en til Scheng- en-aðildar Íslands, að sögn Guðjóns. „Þegar nýja byggingin er fullgerð munu farþegar koma og fara inn í Leifsstöð á annan hátt en nú. Flug- leiðir stefna til dæmis einnig að því að Saga-biðstofan færist út í nýbygg- inguna og að opna veitingastaði þar,“ segir hann. Að sögn Guðjóns mun meginþungi flugs Flugleiða færist yfir í suður- byggingu Leifsstöðvar, þegar hún verður opnuð, þar sem flestar vélar félagsins fara á milli Schengen-landa og landa utan Schengen, það er Bandaríkjanna, Kanada og Bret- lands. „Farþegar sem eru að fara í flug frá Íslandi skrá sig í flug með sama hætti og verið hefur í brottfararsal og þegar þeir hafa fengið brottfarar- spjald í hendur ganga þeir sömu leið og venjulega upp á efri hæð, en án þess að fara í gegnum vegabréfsskoð- un, aðeins vopnaleit. Ef leið liggur til Schengen-lands fer farþeginn í suð- urbygginguna og um borð í flugvél- ina án þess að sýna nokkurn tíma vegabréf, en ef leiðin liggur til lands utan Schengen fer hann í gegnum vegabréfsskoðun í suðurbyggingunni og þaðan niður á neðri hæð og um borð.“ Litlar breytingar fyrir far- þega á öðrum flugvöllum Að sögn Guðjóns er ljóst að ýmiss konar smávægilegar breytingar verði á flugvöllum erlendis vegna Schengen-aðildarinnar, „en þó minni en ætla mætti þar sem öll Norður- löndin eru að ganga í Schengen sam- tímis. Á Norðurlöndunum verða breytingar þannig hverfandi þar sem stærstur hluti flugsins er innan Schengen-svæðisins. Á öðrum stöð- um, s.s. París, Amsterdam og Frank- furt, verða til að byrja með engar breytingar á hvar innritað er, en vél- unum verður lagt við byggingarnar á öðrum hliðum en við höfum átt að venjast. Í heild má segja að litlar breytingar verði fyrir farþega okkar umfram það sem eðlilegt er, en stöð- ugt er verið að þróa þjónustu flug- valla,“ segir hann. Farþegum ber að framvísa persónu- skilríkjum við brottför Á undanförnum árum hafa ýmsar eftirlitsskyldur verið lagðar á herðar flugrekenda, sem hafa leitt til þess að fyrirtæki sem sjá um afgreiðslu í al- þjóðlegum flugstöðvum þurfa að skoða vegabréf farþega, er þeir fara um slíka flugstöð. Aðspurður hvort farþegar gætu þurft að framvísa vegabréfum í flughöfnum innan Schengen-svæðisins sagði Guðjón að almenna reglan væri sú að ekki þyrfti að framvísa vegabréfum innan Schengen. „En við ráðleggjum fólki að hafa einhver persónuskilríki sem mark er takandi á með í förum, og þá er vega- bréf langbesti kosturinn. Hvað allt farþegaflug varðar, þá verða áfram í gildi þær reglur að farþega ber að framvísa persónuskilríki við brottför ef þess er óskað,“ segir hann. – Mörg ríki beita þungum sektum á flugrekendur, ef þeir flytja farþega, sem ekki bera fullnægjandi ferða- skjöl. Mun aðild Íslands að Schengen hafa einhverjar breytingar í för með sér fyrir Flugleiðir hvað þetta varð- ar? „Nei, mjög litlar,“ segir Guðjón. Hann segir að eftirlitsskyldur hins opinbera gagnvart farþegum sem ferðast inn og út af Schengen-svæð- inu aukist, fyrst og fremst gagnvart þeim farþegum sem ferðast t.d. um Keflavíkurflugvöll til og frá löndum sem eru utan Schengen, svo sem Bretlandi, Bandaríkjunum og Kan- ada. „Varðandi flug milli tveggja Schengen-ríkja þá minnkar eftirlits- skylda flugrekenda, þar sem í raun má líkja því við innanlandsflug, þar sem ferðalangur sem fær leyfi til að heimsækja Ísland eða eitthvað annað Schengen-ríki, fær sjálfkrafa heimild til að ferðast um allt Schengen-svæð- ið. Þannig geta ferðamenn, til dæmis frá Asíu eða Suður-Ameríku, sem hingað til hafa þurft að sækja um vegabréfaáritun hjá hverju Evrópu- ríki fyrir sig, fengið eina áritun, sem gildir fyrir allt Schengen-svæðið. Vegna farþega sem ekki bera full- nægjandi vegabréf verður sú breyt- ing helst að minni hætta er á sektum fyrir einstaka flugrekendur því rík- isvaldið í Schengen-ríkjunum tekur á sig aukna ábyrgð hvað þetta varðar,“ segir Guðjón Arngrímsson. omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.