Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 13 ÚTLIT er fyrir að ákveðin tímamót muni eiga sér stað í íslenska heil- brigðiskerfinu í dag þegar fyrsti lyf- seðillinn verður sendur í apótek með rafrænum hætti. Það er fyr- irtækið DOC EHF. sem hefur hann- að hugbúnaðinn sem kynntur verð- ur á Húsavík þar sem heilbrigð- isráðherra mun m.a. undirrita samstarfssamning fyrir hönd ís- lenska heilbrigðisráðuneytisins um þróun rafræns lyfseðils við for- svarsmenn DOC EHF. og Eyþings, heilbrigðishóp Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslna. Atburðurinn þykir marka tímamót fyrir margra hluta sakir, einkum og sér í lagi vegna hagræðingar og aukins öryggis í meðferð lyfseðla og lyfjagjafar. Segja má að búnaðurinn sem um ræðir sé margþætt heildarlausn við útgáfu rafrænna lyfseðla allt frá því að læknir gefur lyfseðil út, þar til hann er leystur út í apóteki. Sam- anborið við það kerfi sem hingað til hefur viðgengist á þessu sviði, þá þykir enginn vafi leika á um að hér stefni í verulegar umbætur sem eiga eftir að leiða til bættrar heilsu með auknu öryggi og sparnaði bæði m.t.t. tíma og fjármuna. Fjölmargar öryggisathuganir Í stað þess að handskrifa lyfseðla þá senda læknar seðlana frá sér í rafrænu formi. Þar hefur DOC EHF. þróað þrenns konar útskriftarform sem ganga undir nafninu „Pref-fjöl- skyldan“ (prescription). Að sögn Tómasar Hermannssonar fram- kvæmdastjóra miða lausnirnar að því að veita læknum ávallt aðgang að kerfinu óháð því hvar þeir eru staddir. Þau eiga það sammerkt að keyra ákveðin öryggiskerfi við út- gáfu hvers lyfseðils sem aðgætir hvort tiltekin lyfjagjöf falli að þeim sjúkdómi sem verið er að með- höndla. Fyrst ber að nefna ePref kerfið sem hannað er fyrir notkun á sjúkrastofnunum og heilsugæslu- stöðvum. Þar er forritið samkeyrt með rafrænum sjúkraskrám sem eru þegar til staðar og hafa að geyma allar upplýsingar um sjúkrasögu þeirra sjúklinga sem hefur verið sinnt á við- komandi sjúkrastofnun. Ferlið er með þeim hætti að þegar læknir fyllir út lyfseðil fyrir sjúkling, þá framkvæm- ir ePref forritið fjölmargar öryggisathuganir, bæði með tilliti til þess hvort væntanleg lyfjagjöf falli að sjúkrasögu sjúklings auk þess sem inn- byggð öryggisforrit athuga milliverkanir, tvískömmtun, frábendingar, hámarksdag- skammt, lyfjaofnæmi o.fl. Ef lyf þykir ekki henta tiltekn- um sjúklingi í ljósi líkams- ástands, fyrri lyfjasögu eða sjúkdóma sem hrjá hann, þá fær læknir tafarlausa ábend- ingu um slíkt. Annað útskriftarform gengur undir heitinu iPref. Eini munurinn á iPref og ePref felst í því að í hinu fyrrnefnda er læknir utan við sjúkrastofnanir og hefur þ.a.l. ekki aðgang að sjúkraskrám sem þar eru geymdar. Notkunargildi iPref byggist á rafrænum lyfseðlum sem sendir eru í gegnum Netið. Þannig getur tiltekinn læknir not- fært sér kerfið og þau öryggisforrit sem í því felast hafi hann aðgang að nettengdri tölvu. Þriðja forritið nefnist mPref og veitir möguleika á að senda rafræna lyfseðla úr símum eða lófatölvum. Þrátt fyrir að hafa hvorki aðgang að sjúkraskrám né öryggisforritum, þá er þessi boðskiptaháttur mun öruggari en núverandi fyrirkomulag og snýr kannski einkum að af- greiðslu lyfseðla í apótekum sem rakið verður hér að neðan. Hagræði fyrir apótekin Eftir að læknir hefur sent frá sér lyfseðil þá fer hann í svokallaða heil- brigðisgátt (Portal) sem er bæði geymslusvæði og drefimiðstöð fyrir öll apótekin sem eiga aðild að kerf- inu. Á lyfseðlinum tiltekur læknir í hvaða apóteki seðillinn verður leyst- ur út og hann fer sjálfkrafa á réttan stað. Hugbúnaðurinn fyrir apótekin sjálf nefnist „Medicor“. Samhliða því að sinna afgreiðslu rafrænna lyf- seðla, þá er Medicor búið samskon- ar öryggis- og upplýsingakerfi og hugbúnaður læknanna. Þannig má segja að öryggisforritin vinni á báð- um endum, þ.e.a.s bæði þegar lækn- ir gefur lyfseðil út og eins er sjúk- lingur leysir hann út í apóteki. Torfi Rafn Halldórsson, lyfja- fræðingur hjá DOC EHF., segir meginhagræðingu apótekanna eink- um felast í því að þurfa ekki lengur að endurskrifa lyfseðla frá læknum inn í gagnagrunn viðkomandi apó- teks, heldur gerist slíkt sjálfkrafa með Medicor. Þar með næst bæði tímasparnaður og hagræðing fyrir apótekin og líkur á mistökum við af- greiðslu lyfseðla eru lágmörkaðar. Umtalsverðar fjárhæðir í húfi Ljóst er að hinn margþætti bún- aður DOC EHF. hefur bæði í för með sér aukið öryggi og umtalsvert hagræði við útgáfu og meðferð lyf- seðla. En hversu alvarlegir eru þeir annmarkar sem bent er á að séu fylgifiskar útgáfu hefðbundinna lyf- seðla eins og nú þekkjast? Banda- ríska læknatímaritið „The Journal of American Medical Association“, hefur upplýst að fjórða algengasta dánarorsökin þar í landi tengist rangri lyfjagjöf, aukaverkunum af lyfjum og milliverkunum. Sé litið til Evrópu kemur í ljós að í Bretlandi eru lyfja- og læknisfræðileg mistök þriðja algengasta dánarorsök þjóð- arinnar á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Tíu prósent allra innlagna á sjúkrahús í Danmörku má rekja til lyfja. Eitt prósent lyfseðla í Svíþjóð er ranglega útfyllt og svipaða sögu er að segja af hliðstæðum rannsókn- um sem framkvæmdar hafa verið víða á Vesturlöndum. Af þessari upptalningu má ljóst vera að endurskoðun og umbætur á meðferð og útgáfu lyfseðla er löngu tímabær. Að sögn forsvarsmanna DOC EHF. hafa engar rannsóknir verið framkvæmdar á þessum mál- um hér á landi en menn hafa enga ástæðu til að ætla annað en að ástandið hér sé svipað og í öðrum vestrænum ríkjum. Hafa ber í huga að mistök af þessu tagi sem hér hafa verið rakin hafa ekki einungis í för með sér hættu á versnandi heilsufari og dauðsföllum fólks, heldur hlýst af þessu gífurlegur kostnaður bæði við auknar sjúkrahúsinnlagnir og jafn- framt þá ómældu vinnu sem fer í að leiðrétta rangt útfyllta lyfseðla. Aukin útgjöld Tryggingastofnunar Á næstu sex árum munu útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins til lyfjamála nær þrefaldast frá því sem var árið 1999. Þá nam kostn- aður TS til málaflokksins rúmlega 4 milljörðum króna en framreiknaðar spár gera ráð fyrir að árið 2007 verði þessi tala tæpir tólf milljarðar. Þar vegur þyngst að aldurssam- setning þjóðarinnar er að breytast. Öldruðu fólki fer fjölgandi sem leið- ir til aukinnar lyfjanotkunar. Tómas telur raunhæft að áætla að hugbún- aðarkerfi þeirra geti sparað um 5– 10% á ársgrundvelli. Það byggir hann einkum á því að við útgáfu lyf- seðla geta læknar á einfaldan hátt séð lista yfir skráð lyf við þeim sjúk- dómi sem hann er að meðhöndla og borið saman verð á dagskömmtum. „Það má í raun segja að hagræði og sparnaður sem af þessu hlýst hafi á sér ótal hliðar. Í fyrsta lagi erum við að horfa á aukið öryggi, betra eftirlit með lyfseðlum, aukið aðgengi að upplýsingum, fjárhags- legan sparnað fyrir bæði einstak- linga og heilbrigðisyfirvöld. Læknar eru meðvitaðri um lyfjakostnað og sá tími sem þeir eyða í að fylla út og ganga frá lyfseðlum styttist veru- lega sem gefur þeim aftur á móti aukið rými til að sinna sjúklingnum sjálfum,“ að sögn Tómasar. Fyrsti rafræni lyfseðillinn sem sendur verður á Húsavík í dag er fyrsta formlega skrefið í þessu ferli. Búnaðurinn hefur verið þróaður undanfarin misseri í samstarfi við Eyþing, sem er heilbrigðis- hópur Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslna. Auk fjölda apó- teka á svæðinu, hafa tveir spítalar og ein heilsugæslu- stöð komið að þróunarvinn- unni sem nú er að mestu lokið. Erlend markaðssókn Það hlýtur að teljast við- unandi árangur að nú ein- ungis einu og hálfu ári eftir stofnun DOC EHF., þá er fyrirtækið tilbúið með fyrstu afurðir sínar sem lofa góðu. Forsprakkarnir voru þeir Tómas, Torfi og Guð- brandur Ágúst Þorkelsson, tölvunarfræðingur. Spurðir um markaðsmöguleika er- lendis segja þeir erfitt að svara til um en stefnan sé að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Þar er einkum horft til Norður- landanna enda heilbrigðis- og tryggingakerfi þar með svipuðu sniði og hér. Í framhaldinu er stefnt á Bretlandsmarkað, Þýskaland og víðar. Þeir telja möguleika sína ágæta. Nú þegar hafa þeir tekið þátt í útboði í Svíþjóð í samvinnu við þarlent fyrirtæki. Frá því að ferlið hófst fyrir hálfu ári hefur félagið komist í gegnum tvær síur og því enn líkur á að þeir hreppi samning þar um sölu á hugbúnaði sínum í tengslum við rafræna lyfseðla. Orðatiltækið um mikilvægi mann- auðs í upplýsingasamfélaginu, að framtíð og farsæld þjóðarinnar fel- ist einkum í menntun og hugviti nær vart skýrari skírskotun en með vísan til stofnunar og starfsemi DOC EHF. Þar hefur ungt fólk unnið brautryðjendastarf sem kann að spara þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni svo ekki sé minnst á aukið hagræði og bætt heilsufar, jafn- framt því sem afraksturinn býður upp á sóknarfæri á erlendum mörk- uðum. Fyrsti íslenski rafræni lyfseðillinn verður sendur í apótek í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsvarsmenn DOC EHF. eða doc.is eins og fyrirtækið er einnig kallað – f.v. Tómas Hermannsson framkvæmdastjóri, Guðbrandur Ágúst Þor- kelsson tölvunarfræðingur og Torfi R. Halldórsson lyfjafræðingur. Hagræðing og betra heilsufar Talið er að tilkoma rafrænna lyfseðla muni hafa mikil og fjölbreytileg áhrif hér á landi. Verkefnið á sér ekki langa forsögu. Fyr- irtækið DOC EHF. var stofnað fyrir einu og hálfu ári af ungum framtakssömum mönnum. Elmar Gíslason hitti frum- kvöðlana að máli. Skjámynd rafræns lyfseðils frá DOC EHF. eins og hann birtist í útskriftarforminu iPref. MEIRIHLUTI framsóknarmanna í Reykjavík vill áframhaldandi sam- starf við R-listann ef marka má könnun sem Framsóknarfélag Reykjavíkur stóð fyrir meðal félags- manna sinna í síðasta mánuði og birt er á heimasíðu félagsins hrifla.is. Spurt var hvort menn teldu að Framsóknarflokkurinn ætti að halda R-lista-samstarfinu áfram eða bjóða fram B-lista Framsóknarflokksins. Niðurstöður könnunarinnar voru nokkuð afgerandi en 83,9 % þeirra sem svöruðu vildu óbreytt samstarf um R-lista en 14,6% vildu að Fram- sóknarflokkurinn byði fram undir eigin merkjum. 1,5% svarseðla voru auð eða ógild. Alls svöruðu 16,5 prósent félags- manna könnuninni en Framsóknar- félag Reykjavíkur er stærsta aðild- arfélag Framsóknarflokksins og eru í því tæplega 1600 manns. Framsóknarfélag Reykjavíkur Tæplega 84% vilja starfa áfram með R-listanum HANDBÆRT fé frá rekstri ríkis- sjóðs nam 2,2 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða 2,4 milljörðum umfram áætlun. Skýrist þetta bæði af lægri gjöldum og meiri tekjum en ætlað var. Staðan er hins vegar nærri 3,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra, sem fjármálaráðuneytið segir að rekja megi fyrst og fremst til hækk- unar gjalda. Sú hækkun sé þó að mestu tímabundin og skýrist af til- færslu milli mánaða sem væntanlega gangi til baka á næstu mánuðum. Hreinn lánsfjárafgangur nam tæplega 600 milljónum króna sem er talsvert hagstæðara en gert var ráð fyrir í áætlunum, en rúmlega 9 millj- örðum minna en í fyrra. Skýringin á minni afgangi en í fyrra er, auk þess áður er nefnt, að þá voru innborgaðir 5,5 milljarðar króna vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999. Heildartekjur ríkissjóðs námu rúmum 40 milljörðum króna á fyrstu tveim mánuðum ársins, tæpum millj- arði meira en áætlað var. Tekjurnar eru um 9% hærri en fyrir ári sem þó er mun minni hækkun en á sama tíma í fyrra og hittiðfyrra. Sömu þró- unar gætir í skatttekjum. Fjármála- ráðuneytið segir að þetta séu ótví- ræð merki um minnkandi eftirspurn í hagkerfinu. Þótt skattar á tekjur og hagnað aukist enn nokkuð mikið, eða um tæplega 16% frá fyrra ári, stafi það einkum af verulegri aukningu í tekjuskatti lögaðila og fjármagns- tekjuskatti, en tekjuskattur einstak- linga aukist mun minna. Ennfremur aukist tryggingagjöld aðeins um 3½% á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sem er langt undir aukn- ingu síðasta árs. Sama sé að segja um eignarskatta sem hækka mun minna en undanfarin tvö ár. Heildargreiðslur ríkissjóðs námu um 37,9 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins og hækka um 7,1 milljarð frá fyrra ári, en af þeirri fjárhæð eru 2,1 milljarður vegna hærri vaxtagreiðslna. Greiðsl- urnar eru 1,5 milljörðum innan ramma áætlunar fjárlaga. Fjármála- ráðuneytið segir að þar sem tímabil- ið til umfjöllunar sé aðeins tveir mánuðir megi gera ráð fyrir því að frávik skýrist af tilfærslu milli mán- aða. Merki um minni eft- irspurn Afkoma ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.