Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 62
FRÉTTIR
62 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestur um
fæðu og varp-
tíma fálkans
ÓLAFUR K. Nielsen hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands flytur fyrirlest-
ur föstudaginn 23. mars kl. 12.20 á
vegum Líffræðistofnunar Háskólans
í stofu G6 að Grensásvegi 12. Fyr-
irlesturinn nefnist: Um fæðu og
varptíma fálkans.
Í fréttatilkynningu segir: Fálka-
stofn á 5.300 ferkm svæði á Norð-
austurlandi hefur verið vaktaður síð-
an 1981. Á rannsóknasvæðinu eru
þekkt 82 hefðbundin fálkaóðul. Þess-
ir fálkar lifa mestmegnis á fuglum
(99%, n = 31.813 einstaklingar í
fæðuleifum).
Fullorðnar rjúpur voru aðalfæðu-
liðurinn hjá öllum fálkapörum og í
öllum árum, samanlagt var hlutdeild
þeirra í fæðu 70% miðað við fjölda og
72% miðað við lífmassa. Breytingar á
milli ára á vægi rjúpu í fæðu fálka
voru samstiga breytingum á stofn-
stærð rjúpu á svæðinu. Næst á eftir
rjúpu voru ýmsar tegundir anda og
vaðfugla mikilvæg fæða. Árvissar
breytingar voru í fæðusamsetningu
frá vori fram á sumar; rjúpan var
nær eina fæðan sem fálkar færðu
heim á hreiður í apríl og maí, aðrir
fæðuliðir skutu upp kollinum í júní
og júlí. Greining á kynjasamsetningu
rjúpna í fæðu fálka sýndi að karrar
voru ríkjandi í apríl og maí (63%
karrar) og í júní (59% karrar), en í
júlí snerist þetta við (30% karrar).
Fálkar eru sérstakir um það með-
al ránfugla að þeir verpa þegar að-
albráð þeirra er í sínu árlega lág-
marki, þeir geta þetta vegna aukins
veiðanleika rjúpunnar síðla vetrar
og á vorin.
Þættir sem væntanlega ráða veið-
anleika eru ferðalög rjúpunnar úr
vetrarhögum til varpstöðva og þegar
líður á vorið óðalsatferli karrans.
Fálkaungarnir yfirgefa foreldra sína
seint í júlí en á þeim tíma er rjúpna-
stofninn í sínu árlega hámarki.
Ofvirkni fullorðinna
DR. SUSAN Young, réttarsál-
fræðingur hjá South London and
Mudsley NHS-sjóðnum á Bretlandi,
er aðalfyrirlesari á dagsnámskeiði
um ofvirkni fullorðinna hjá Endur-
menntunarstofnun HÍ 4. apríl.
Dr. Young mun fjalla um þróun of-
virkniseinkenna frá æsku til fullorð-
insára og greina frá niðurstöðum
rannsókna sinna á ofvirkum fullorðn-
um einstaklingum og samanburðar-
hópi. Þá segir hún frá klínískri og
taugalífeðlisfræðilegri greiningu á
ofvirkni og sálfræðiprófum sem not-
uð eru í því skyni, sérstaklega próf-
um sem mæla athygli fólks og hvat-
vísi. Einnig verða á námskeiðinu
skoðuð tengsl ofvirkni, persónuleika-
truflana og afbrotahegðunar og
greint frá meðferð og þjónustu sem
er í boði fyrir ofvirknissjúklinga á
Maudsley-sjúkrahúsinu í London.
Námskeiðið er einkum ætlað sál-
fræðingum, geðlæknum, hjúkrunar-
fræðingum og meðferðaraðilum, en
getur einnig nýst ófaglærðum.
Kennt er á ensku.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið eru á vefsetri Endurmennt-
unarstofnunar HÍ www.endur-
menntun.is og þar er líka hægt að
skrá sig.
Skógræktarfélag Íslands
opnar heimasíðu á Netinu
Á FULLTRÚAFUNDI
Skógræktarfélags Íslands
laugardaginn 17. mars sl.
var heimasíða Skógrækt-
arfélags Íslands, skog.is,
opnuð með formlegum
hætti. Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra gaf
sér tíma frá annasömu
flokksþingi til þess að opna
heimasíðuna. Hafði hann
góð orð um störf skógrækt-
arhreyfingarinnar og sagði
opnun heimasíðunnar enn
eitt skrefið í framsókn
hennar. Með henni væri
opnuð gátt sem forvitnilegt
og fróðlegt væri að skyggn-
ast inn um. Ef vel á að vera
er heimasíða sem þessi
virkur miðill upplýsinga og
vettvangur skoðanaskipta
og verður lögð áhersla í framtíð-
inni á að þróa hana enn frekar í þá
átt, segir í fréttatilkynningu. Á
heimasíðunni er nú hægt að nálg-
ast helstu upplýsingar um Skóg-
ræktarfélag Íslands, landssamband
skógræktarfélaganna og aðildar-
félögin sem nú eru 60 talsins með
um 7.000 félagsmenn. Meginefn-
isflokkar eru: félagið, fréttir, dag-
skrá, útgáfa, fræðsla, þjónusta, að-
ildarfélög, skógrækt og Yrkja.
Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri
umhverfisráðuneytisins, og Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra.
Yfirdýralæknir
skorar á bændur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi áskorun frá yfirdýra-
lækni til bænda og annarra vegna
gin- og klaufaveikifaraldurs á Stóra-
Bretlandi og víðar í heiminum:
„Menn óttast að gin- og klaufaveiki
geti borist til landsins með fólki eða
varningi. Þetta er bráðsmitandi
veirusjúkdómur, landlægur í Asíu,
Afríku og S-Ameríku og hefur fund-
ist í Evrópu annað kastið. Veiran er
lífseig og getur lifað nógu lengi til
þess að berast langar leiðir með
ýmsu móti. Hættan fyrir okkur ligg-
ur í því að smitefni, sem kemst inn
fyrir landsteina frá fyrrnefndum
svæðum, t.d. Bretlandi, berist í dýr
hér á landi. Ef það gerist er öruggt
að mjög alvarlegt ástand skapast og
tjón verður mikið því að sjúkdóm-
urinn hefur aldrei borist til landsins
svo vitað sé. Allt veltur á að veikin
uppgötvist strax svo að unnt verði
að koma í veg fyrir útbreiðslu henn-
ar á fyrstu stigum. Best er þó vit-
anlega, að afstýra því að veikin ber-
ist inn í landið. Hættan er meiri en
áður hefur verið vegna meiri sam-
gangs og samskipta okkar við önnur
lönd. Þess vegna þurfa allir að vita
um smitleiðir og helstu einkenni
veikinnar. Brýnt er að umráðamenn
búfjár láti strax vita um öll grun-
samleg einkenni til héraðsdýralækn-
is eða embættis yfirdýralæknis.
Skylda hvílir á dýralæknum og öllum
einstaklingum í þessum efnum en þó
mest á eigendum og umráðamönn-
um. Vakni grunur um gin- og klaufa-
veiki mun dýralæknir strax athuga
aðstæður án kostnaðar fyrir eiganda.
Smitleiðir
Veikin berst með ýmsu móti milli
staða og landa, til dæmis með dýr-
um og dýraafurðum, sem ekki hafa
fengið næga hitameðhöndlun, svo
sem kjöti og mjólkurafurðum. Öll
matvæli frá sýktum löndum eru
varasöm. Veiran getur borist með
fólki, einkum með skóm og hlífð-
arfötum, en fólk getur einnig borið
veiruna í sér. Þeir, sem verið hafa á
smituðum svæðum og andað veir-
unni að sér, geta borið hana í nefinu
og dreift smiti í allt að 5 daga.
Vitað er að veiran hefur borist
með fuglum og vindi milli bæja og
jafnvel milli landa. Dýr sem sýkjast
eru klaufdýr einkanlega: nautgripir,
kindur, svín og geitur, villt klaufdýr
(hreindýr) og einnig rottur. Sýkja
má ýmis tilraunadýr. Hross sýkjast
ekki. Gæludýr geta borið smit.
Smituð dýr dreifa veirunni áður en
þau veikjast sjálf. Fólk getur veikst
en það er mjög sjaldgæft og er ekki
alvarlegur sjúkdómur. Blandið ekki
þessari veiki saman við barnasjúk-
dóm með sama enska nafni.
Einkenni
Byrjunareinkenni í nautgripum
eru hár hiti, lystarleysi, deyfð og
stirðleiki í hreyfingum. Blöðrur
myndast í munni, á fótum, milli
klaufa og við klaufhvarf og oft á
spenum. Froðukenndir slefutaumar
fara frá munni. Hjá svínum ber
mest á deyfð og lystarleysi, krömp-
um og skyndilegri helti.
Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá
sauðfé og geitum ber mest á lyst-
arleysi og helti. Einkenni hjá þeim
geta verið mjög væg. Á því hafa
ýmsir farið flatt í Bretlandi síðustu
vikurnar og ekki tekið eftir einkenn-
um í sauðfé. Veikin hefur þess
vegna náð að breiðast út mun meira
en ella og hefur nú (20. mars) fund-
ist á á fjórða hundrað bæja vítt og
breitt um landið. Auk þess hefur
veikin nú verið staðfest í Frakk-
landi, jafnvel í Hollandi og gæti
fundist víðar. Blöðrur sjást ekki allt-
af í munni kinda en finnast þá á bit-
gómi og stundum á tungu. Hjá
hreindýrum er veikin enn vægari og
blöðrur sjást varla við klaufir
þeirra.
Ábendingar
Bændur og búalið! Verjið skepn-
urnar og bæinn ykkar. Enginn get-
ur varið hann betur en þið sjálf og
enginn hefur meiri ábyrgð í þeim
efnum. Hleypið engum inn í fjósið,
fjárhúsið eða svínahúsið á næstunni
nema þeim sem eiga lögmætt og
brýnt erindi og gætið þess að þeir
sýni smitgát þegar farið er milli
bæja. Verið sjálf góð fyrirmynd í
þessum efnum. Fylgist með því og
fylgið því eftir, að föt og skór sem
notuð hafa verið erlendis séu þvegin
og sótthreinsuð fyrir notkun hér
heima. Þau séu flutt heim í lokuðum
umbúðum, t.d. plastpoka. Enginn,
hvorki þið sjálfir né aðrir sem verið
hafa í útlöndum, komi nálægt dýr-
um hér heima (einkum klaufdýrum)
fyrr en að loknum þrifum og að liðn-
um tilskildum tíma. Forðast skal að
koma nálægt dýrum (einkum klauf-
dýrum) hér á landi í a.m.k. fimm
daga eftir komu erlendis frá og
tryggja skal að fatnaður sem not-
aður hefur verið erlendis sé sótt-
hreinsaður rækilega. Líknið ef á
þarf að halda, meðhöndlið með smit-
gát og bjargið farfuglum sem koma
frá Bretlandi en látið þá ekki inn í
gripahús.
Tilkynnið allt sem gæti skipt máli
til að verjast veikinni.“