Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur kveðið upp dóm yfir fimm ungum karlmönnum sem voru kærðir fyrir innbrot og hylmingu. Piltarnir eru flestir um og undir tvítugu en einn þeirra er 23 ára. Einn þeirra var eingöngu sakfelld- ur fyrir að hafa tekið við tölvubúnaði sem hann vissi að væri þýfi og selt það. Pilturinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann hafði ekki áður verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum. Hinir piltarnir tóku allir þátt í inn- brotum, í mismiklum mæli þó. Tveir þeirra brutust tvívegis inn í verslun í Skeifunni í febrúar og mars og stálu þaðan tölvubúnaði samtals að verðmæti 550.000 krónur. Þrír þeirra brutust saman inn í fyrirtæki í Höfðahverfi og stálu þaðan tölvu að verðmæti um 115.000 kr. Þá frömdu tveir þeirra fimm inn- brot og tilraunir til innbrots en höfðu þó ekki mikið upp úr krafsinu. Piltarnir játuðu allir á sig afbrotin. Tveir þeirra, nítján ára piltar, voru dæmdir til tveggja mánaða fangels- isvistar. Annar þeirra hafði áður ver- ið dæmdur fyrir þjófnað, líkamsárás, rán og þjófnað og hefur samtals hlot- ið 6 mánaða fangelsisdóm. Hinn hlaut sinn tíunda refsidóm í gær. Sá fyrsti var í febrúar 1997. Hinir piltarnir hlutu skilorðs- bundna dóma, annar í 30 daga en hinn í sex mánuði. Piltunum var öll- um gert að greiða málsvarnarlaun. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdir fyrir inn- brot og hylmingu LANDSLIÐ Klúbbs matreiðslu- meistara hlaut silfurverðlaun fyrir heita matinn í matreiðslukeppninni ScotHot í Skotlandi nýlega. Kan- adamenn sigruðu í keppninni sem er stærsta matreiðslukeppni liða í heiminum í ár. Íslenska liðinu var boðið í keppn- ina eftir góðan árangur á Ólymp- íuleikum matreiðslumanna en 10 landslið tóku þátt í keppninni. Allt gekk upp „Þetta er besti matur sem ís- lenskt landslið hefur framreitt í keppni,“ sagði Gissur Guðmunds- son, forseti Klúbbs matreiðslu- manna, eftir að hafa bragðað á ís- lenska matnum í keppninni. „Það gekk allt upp í eldhúsinu og strák- arnir sýndu að þeir eru í stöðugri framför og eiga eftir að ná mjög langt. Við fengum mikla athygli og hrós frá öðrum þáttökuþjóðum sem fannst unga liðið okkar ákaf- lega skemmtilegt. Strákarnir eru geysilega metnaðargjarnir og þátt- takan í ScotHot er mikilvægur undirbúningur fyrir Heimsmeist- arakeppnina á næsta ári.“ Íslenska liðið keppti einungis í heita matnum en keppt er í tveim- ur flokkum, heitum og köldum mat. Liðið kom því ekki til greina í keppni um heildarsigurvegara á mótinu en þar ræður samanlögð stigatala úr báðum flokkum. Kan- adamenn urðu efstir í heita matn- um og Svisslendingar í kalda matn- um og Kanadamenn unnu síðan samanlagt. Úrslitin komu á óvart „Úrslitin komu mér geysilega á óvart,“ segir Gissur Guðmundsson. „Skotarnir voru mjög sterkir á heimavelli og þeir ásamt Banda- ríkjamönnum voru með bestu liðin að mínu mati þó Kanadamenn hafi vissulega verið vel að sigrinum komnir. Þeir sigruðu í heita matn- um en komust ekki á pall fyrir kalda matinn og það gerir sigur þeirra mjög merkilegan. Við feng- um mikið hrós frá dómurunum í keppninni fyrir það hve vel við unnum saman og hve liðsheildin væri sterk. Þeim þótti mjög óvana- legt hversu ungt liðið er en það er ekki vaninn að allir í liðinu séu svona ungir, vanalega eru nokkrir eldri refir með. Ég er mjög stoltur af árangrinum og er mjög ánægð- ur að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu ævintýri með landsliðinu,“ segir Snæbjörn Krist- jánsson fyrirliði landsliðsins í keppninni. Kokka- landsliðið hlaut silfur í Skotlandi HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu sýslumannsins í Hafnarfirði um að síma- og fjarskiptaþjónustu- fyrirtækinu Tal hf. yrði gert skylt að upplýsa lögregluna í Hafnarfirði um alla umferð símnotenda fyrir- tækisins um endurvarpsstöðvar þess í Hafnarfirði á tæplega sólarhringstímabili dagana 26. og 27. febrúar. Var úrskurður Héraðs- dóms Reykjaness þar með felldur úr gildi. Þess var krafist að Tal hf. afhenti lögreglunni gögn er vörðuðu símtöl og símanúmer sem hringt var í og úr og skráðar kennitölur rétthafa þeim tilheyrandi. Umrædd krafa sýslumanns var lögð fram vegna rannsóknar á innbroti í flutninga- gám í Hafnarfjarðarhöfn, þar sem stolið var verðmætum fyrir á sjö- undu milljón króna. Taldi lögreglan ekki ólíklegt að einhver símtöl hefðu farið um endurvarpsstöð Tals, sem gætu varpað ljósi á mál- ið. Héraðsdómur taldi m.a. að al- mannahagsmunir krefðust þess að brotið upplýstist sem kostur væri og umbeðin gögn gætu gegnt lyk- ilhlutverki í rannsókn málsins. Með vísan til b-liðar 86. gr. og 87. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð op- inberra mála varð héraðsdómur því við kröfunni. Ekki fyrir hendi rökstuddur grunur að mati Hæstaréttar Hæstiréttur var á annarri skoðun og tók fram að ekki væri fyrir hendi rökstuddur grunur um að til- tekinn sími eða fjarskiptatæki hefði verið notað í tengslum við refsivert brot. Að mati dómsins var ekki sér- stakt tilefni til að ætla að notendur tiltekinna símtækja Tals hf. tengd- ust innbrotinu. Krafa sýslumanns beindist þvert á móti að því að veittar yrðu upplýsingar um notkun ótiltekinna símtækja sem ekkert lá heldur fyrir um hversu mörg væru. Við úrlausn málsins þótti Hæsta- rétti verða að leggja til grundvallar að heimildum til að beita rannsókn- arúrræðum samkvæmt fyrrnefnd- um greinum laga um meðferð op- inberra mála væru settar þröngar skorður vegna tillits til friðhelgi einkalífs manna sbr. 71. gr. stjórn- arskrárinnar. Kröfu lögreglu um aðgang að gögnum Tals hafnað HRÖRNUN eða kölkun í augnbotn- um (á ensku Age Related Macular Degeneration) er ein algengasta or- sök blindu á Vesturlöndum og árlega verða fleiri en hundrað Íslendingar blindir eða missa skarpa sjón vegna sjúkdómsins. Sjúkdómurinn hrjáir fyrst og fremst aldrað fólk en vitað er að hann er arfbundinn, að minnsta kosti að hluta til. Því hafa læknar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar staðið fyrir viðamikilli rannsókn hér á landi síðustu þrjú ár í því skyni að leita uppi genið eða genin sem valda sjúkdómnum. Einar Stefánsson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor í augnlækningum við Há- skóla Íslands, er í forsvari fyrir þess- ari rannsókn, ásamt Haraldi Sigurðs- syni yfirlækni, en um helgina var staddur hér á landi prófessor Alan Bird frá London sem er talinn einn helsti sérfræðingur heimsins í dag á þessu sviði. Hann stýrir svipaðri rannsókn á Bretlandi og voru lækn- arnir að bera saman bækur sínar auk þess sem Bird hélt fyrirlestra fyrir starfsbræður sína hér heima. Þrátt fyrir áratugarannsóknir hef- ur að sögn Einars ekki enn tekist að finna hvað veldur sjúkdómnum né vita læknar hvernig hann hegðar sér og meðferðarúrræði hafa hingað til verið mjög ófullnægjandi. Notuð hef- ur verið leysimeðferð, stundum í bland við lyfjameðferð, en hann segir að það lækni ekki nema lítinn hluta þeirra sem fá sjúkdóminn. Bird tekur undir þetta og segir að það sé meðal annars þess vegna sem mikilvægt sé að finna genið sem veldur honum. „Það getur aukið skilning á því hvernig sjúkdómurinn fer af stað í fólki,“ segir hann. „Það getur aftur gefið okkur möguleika á að þróa nýja meðferð því ekkert þeirra meðferð- arúrræða sem eru til staðar í dag hafa áhrif á framvindu sjúkdómsins. Og vonandi, ef við finnum genið, komumst við að því hvernig við eig- um að ráðast gegn því.“ Ísland í fararbroddi Bird segir Ísland vera sérstaklega hentugt til rannsókna á þessu sviði vegna þeirrar staðreyndar að hrörn- un í augnbotnum gengur í ættir. „Hér á Íslandi eru ættartrén mjög stór því þið eruð með mjög stórar fjölskyldur. Þetta getur orðið mjög öflugt tæki í rannsóknum á sjúk- dómnum. Það er einnig gríðarlega mikils vert að til eru mjög góðar skrár yfir íbúa landsins. Þá er íbúa- fjöldinn í landinu mun minni en í öðr- um löndum og íbúarnir virðast vera nokkuð einsleitir. Því er líklegt að fjöldi gena sem koma við sögu gæti verið tiltölulega lítill og þess vegna gæti orðið mun einfaldara að stað- setja þessi gen hérna. Svo það er ekki ósennilegt að fyrstu vísbendingarnar um hvaða gen eru að verki muni koma frá Íslandi og þær niðurstöður mætti síðan prófa í öðrum löndum til að fá samanburð.“ Að sögn Birds hefur tiltölulega lít- ill hópur fólks verið rannsakaður hingað til eða nokkur hundruð sjúk- lingar. „Þegar um þessa tegund sjúk- dóms er að ræða er nauðsynlegt að rannsaka mun meiri fjölda en það. Þess vegna þurfum við að fá blóðsýni úr um það bil 2.500 sjúklingum sem verður að flokka eftir séreinkennum sjúkdómsins. Þannig er hægt að komast að kjarna hans sem auðveld- ar til muna leitina að geninu sem veldur honum. Þess vegna ætlum við núna að ráðast í mun stærri rann- sókn og ég býst við að fleiri muni gera slíkt hið sama.“ Augu látinna einnig rannsökuð Búið er að ná til um 1.200 manns í íslensku rannsókninni og að sögn Einars er um það bil helmingur þeirra sjúklingar en hinn helmingur- inn er fjölskyldumeðlimir sjúkling- anna. „Við erum komin hálfa leið að því að ná til þess fjölda sem við viljum fá í rannsóknina en frumniðurstöð- urnar gefa okkur tilefni til bjartsýni. Einn kosturinn við að gera þetta á Ís- landi er ættfræðin. Við höfum mögu- leika á að rekja saman tiltölulega stórar fjölskyldur hér vegna þeirra ættarskráa sem til eru í landinu. Og við vonumst til að sá kostur eigi eftir að gagnast í baráttunni gegn þessum sjúkdómi eins og hann hefur gert annars staðar og hraða því að nið- urstöður fáist í rannsókninni.“ Hann segir tíðni sjúkdómsins í háu með- allagi hér miðað við annars staðar en undirstrikar að hann sé mjög tengd- ur öldrun. „Hann er sjaldgæfur hjá fólki undir sextugu. Það er vel innan við eitt prósent fólks á sextugsaldri sem fær sjúkdóminn. En eftir það er tíðnin snöggtum hærri og þegar litið er á fólk í kringum áttrætt er einn af hverjum þremur með einhver ein- kenni sjúkdómsins.“ En hvenær er að vænta niður- staðna úr þessum rannsóknum? „Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ekki verður búið að finna einhver þeirra gena sem tengjast sjúkdómnum inn- an fimm ára,“ segir Bird. „Tæknin sem notuð er við slíkar rannsóknir tekur stöðugt framförum og því mun- um við geta gert miklu meira þegar fram líða stundir.“ Hann segir þó erfðarannsóknir ekki þær einu sem gerðar eru á sjúkdómnum. „Sam- hliða erfðarannsóknum eru einnig gerðar rannsóknir á augum þeirra sjúklinga sem hafa látist til að skoða hvaða breytingum augun hafa tekið. Hugsanlega verður svo hægt að tengja niðurstöður þessara rann- sókna saman.“ Einar segir hins vegar ferlið frá því að uppgötva gen og til þess að finna lækningu vera langt og flókið. „Ég segi venjulega við eldri sjúklinga sem taka þátt í rannsókninni að það sé ósennilegt að við munum finna meðferðarúrræði í tæka tíð til að hjálpa þeim en við vonumst til að koma með eitthvað sem gæti hjálpað börnum þeirra og barnabörnum. Svo við horfum tiltölulega langt fram á við í þessum rannsóknum.“ Hrörnun í augnbotnum algeng orsök blindu á Vesturlöndum Vonbrigði ef gen verður ófundið innan fimm ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknarnir Einar Stefánsson og Alan Bird stýra rannsóknum á augnsjúkdómi sem veldur blindu. Ísland er meðal þeirra staða þar sem verið er að rannsaka hrörnun í augnbotnum en sjúk- dómurinn er vaxandi vandamál á Vesturlönd- um. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við þá aðila sem stýra þessum rann- sóknum hér heima og í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.