Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús JónÁrnason fæddist á Akureyri 30. nóv- ember 1947. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði sunnu- daginn 11. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Árni Magn- ússon, f. 24.3. 1918, d. 6.3. 1983, plötu- og eldsmiður á Akur- eyri, og Inga Hall- dóra Jónsdóttir, f. 5.12. 1920, húsmóðir í Hafnarfirði. Alsystk- ini Magnúsar Jóns eru Rebekka, f. 13.8. 1946, leik- skólakennari í Hafnarfirði; Kol- beinn, f. 1.11. 1948, húsasmiður í Hafnarfirði; Ragnar, f. 20.12. 1952, verkamaður í Hafnarfirði. Hálf- systkini Magnúsar Jóns, samfeðra, eru: Franz, f. 9.5. 1944, hitaveitu- stjóri á Akureyri; Birgir, f. 8.11. 1959, hestatamningamaður á Ak- ureyri; Helga, f. 29.3. 1964, hús- móðir á Akureyri. Eftirlifandi eig- inkona Magnúsar Jóns er Jóhanna Axelsdóttir, f. 2.12. 1943, jarðfræð- ingur og kennari. Foreldrar henn- ar eru Axel Jónsson, f. 8.6. 1922, d. 31.8. 1985, alþingismaður í Reykjaneskjördæmi, og Guðrún Gísladóttir, f. 20.11. 1922, húsmóð- ir í Kópavogi. Dóttir Magnúsar og Birnu S. Björnsdóttur lögfræðings er Margrét, f. 13.11. 1984, nemi í Reykjavík. Börn Jóhönnu og fóst- ursynir Magnúsar eru 1) Gísli Rafn Ólafsson, f. 20.3. 1969, ráðgjafi hjá IMG, börn hans og Guðbjargar Lindar Valdimarsdóttur, f. 30.12. 1972, eru Ólafur Rafn, f. 27.03. 1995 og Axel Örn, f. 8.10. 1997; 2) Þorvarður Tjörvi Ólafsson, f. 2.5. 1977, hagfræðinemi og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, unnusta hans er Anna Margrét Bjarnadóttir, f. 15.09. 1977, dönskunemi. Magnús Jón ólst upp á Akureyri en flutti með móður sinni og alsystkinum sínum til Hafnar- fjarðar 1962. Hann lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskól- ann 1964 og kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Íslands vorið 1971. Magnús Jón stundaði verslun- ar- og verkamanna- störf á árunum 1964– 1967, var við forn- leifauppgröft sumrin 1972–1974, kenndi við Barnaskóla Akureyrar 1971–1973, var kennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá 1973 og aðstoðarskólastjóri við sama skóla undanfarin ár. Magnús Jón tók alla tíð mjög virkan þátt í félagsstörfum. Hann starfaði árum saman í skátafélaginu Hraunbúum og á annan áratug í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Magnús Jón sat í stjórn Kennarafélags Reykja- ness og var formaður þess 1981– 1982, sat í fulltrúaráði Kennara- sambands Íslands 1983–1992, í samninganefndum KÍ og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf- um fyrir KÍ. Magnús Jón tók lengi þátt í sveitarstjórnarmálum fyrir hönd Alþýðubandalagsins, hann var varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1982–1986, bæjarfulltrúi frá 1986 til 1998 og bæjarstjóri í Hafnar- firði 1994–1995. Hann tók virkan þátt í undirbúningi og stofnun Samfylkingarinnar og var í fram- boði til Alþingis fyrir hana árið 1999. Magnús Jón fór snemma að fást við blaðaútgáfu og ritaði hann greinar í blöð og tímarit um árabil. Einnig liggja eftir hann nokkrar kennslubækur í íslensku. Útför Magnúsar Jóns verður gerð í dag frá Víðistaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Maggi. Ég trúi ekki að þú sért dáinn. Við höfum gert svo mikið saman og ég trúi ekki að samveru- stundirnar verði ekki fleiri. Ég er einstaklega lánsamur að hafa átt þig að og þrátt fyrir að hjarta mitt sé barmafullt af sorg fyllist ég þakklæti þegar ég lít til baka yfir þann tíma sem við höfum átt saman. Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir pabba. Ég var 7 ára þegar þú komst inn í fjöl- skylduna til mín, Gísla og mömmu. Fyrstu mánuðirnir þegar við vorum að kynnast eru mér ógleymanlegir. Þú heillaðir mig alveg upp úr skón- um og ég var fljótur að ákveða að þú ættir að vera pabbi minn. Við tefld- um, spiluðum og þú sagðir sögur. Þú kunnir svo margar ferðasögur frá því að þú varst í skátunum og ég vildi heyra þær allar. Ég hafði svo gaman af frásögnunum um þennan Magnús Jón sem gekk fram og aftur yfir Vatnajökul og lenti í alls konar æv- intýrum. Ég mun segja börnunum mínum þessar sögur um afa þeirra sem vaknaði við „hávaðann“ í kyrrð- inni á hálendinu og varð snjóblindur uppi á jökli. Ég er einnig þakklátur fyrir sumarið þegar við reistum sum- arbústaðinn okkar í Kjós. Þetta var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Þetta sumar bundumst við sterkum böndum sem munu aldrei rofna. Við unnum oftast tveir einir allan dag- inn, skruppum reglulega inn í kaffi til mömmu og horfðum svo á Guðföð- urinn og aðrar úrvalskvikmyndir á kvöldin. Þú naust þín svo vel að vinna uppi í sveit úti undir berum himni og hver sem vann með þér gat ekki annað en hrifist með. Okkur leið hvergi betur en í Kjósinni. Loks er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Við höfum nefnilega alltaf verið bestu vinir ásamt því að vera faðir og sonur. Það gerði sam- band okkar svo sérstakt. Ég gat allt- af leitað til þín og fengið ráðlegg- ingar, við skildum alltaf hvor annan og áttum auðvelt með að vinna sam- an. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki rætt við þig um pólitík, spurt þig ráða og haft það rólegt í sveit- inni. Ég á eftir að sakna svo margs. Takk fyrir allt. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Það var mikið reiðarslag að heyra að þú værir orðinn veikur, að þú værir með krabbamein og að þið væruð því á leið heim frá Bandaríkj- unum. Við vorum á leið út til ykkar en lífið er fljótt að breytast. En það var yndislegt að fá ykkur heim til okkar og fjölskyldan átti yndisleg jól saman. Nú er hetjulegri baráttu þinni við sjúkdóminn lokið. Eftir er- um við hér og finnum til tómleika. En í tómleikanum finn ég til þakk- lætis. Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar, þær eru margar. Ég minnist með hlýju allra kvöld- anna sem setið var fram eftir við eld- húsborðið eða uppi í sumarbústað og kjaftað um heima og geima. Einnig minnist ég kvöldanna sem við sátum yfir verkefnunum í setningafræðinni frá því ég var í íslensku í Háskól- anum. Þá kom sér vel að það var ís- lenskusnillingur á heimilinu. Öll sunnudagskvöld sátum við og skemmtum okkur yfir þeim. Það hefur verið ómetanlegt að finna alla þá hjálp og hvatningu sem kom frá þér til okkar Tjörva. Þú gladdist ávallt þegar vel gekk hjá okkur og varst eins og klettur þegar erfitt var. Þú og Jóhanna hafið alltaf viljað allt fyrir okkur gera. Það eru margir sem sakna þín sárt, þeim öll- um votta ég innilega samúð. Takk fyrir allt. Anna Margrét Bjarnadóttir. Í Griðlandi er sumarið á himnum, þegar birtan tekur völd. Þar syngur fuglakór vorljóð sín við voginn og fjallstindarnir hvítu blána með hverjum deginum. Sveitin við voginn var Magnúsi afar kær. Hann lagði á sig mikla vinnu við uppbyggingu þessa griðlands, svo að fjölskyldan gæti notið þess og átt þar gleði- stundir burtu frá skarkala heimsins. Magnús kom inn í fjölskyldu okk- ar þegar hún var í sárum. Með lífi sínu og viðhorfum breytti hann öllu til betri vegar. Hann var vel gerður og vitur maður, bróðir bræðra í hug- sjónastarfi og yndislegur fjölskyldu- faðir og afi. Stórfjölskyldan fór ekki varhluta af manngæsku hans og hjálpsemi. Hann opnaði faðminn fyr- ir öllum börnum fjölskyldunnar og var ávallt tilbúinn til að hjálpa þeim sem voru hjálparþurfi. Við erum bæði snortin og afar þakklát Magnúsi fyrir allt sem hann lagði af mörkum. Á dimmum síðkvöldum í sveitinni eru stjörnurnar svo bjartar að hægt er að sjá alheiminn og ævintýri hans. Á slíkum kvöldum er auðvelt að leiða hugann að tilgangi lífsins. Ef líf okk- ar er fyrirheit um eitthvað annað og betra, þá á Magnús vísan samastað hjá stjörnunum. Með söknuð í hjarta kveðjum við Magnús Jón og þökkum samfylgdina. Þórhannes og Nanna. Magnús Jón, frændi minn og vin- ur, er látinn. Við Maggi vorum systk- inasynir svo kynni okkar hófust snemma. Ég man glöggt eftir æsku- heimili hans á Akureyri þótt ekki væri ég hár í lofti þegar Inga Dóra flutti suður til Hafnarfjarðar með börnin. Á Brunnstíginn heimsóttum við svo frændsystkinin endrum og sinnum á æskuárunum og þangað var alltaf gott að koma. Haustið 1971 kom Magnús Jón norður á Akureyri, þá nýútskrifaður kennari, til þess að kenna í Barna- skóla Akureyrar og leigði þá vetr- arlangt litla íbúð í kjallaranum heima í Klettaborg. Á þessum árum bar ég lotningarfulla virðingu fyrir þessum stóra frænda mínum sem hafði svo skemmtilega róttækar skoðanir, skeggjaður með svarta alpahúfu, ekki ólíkur veggspjaldinu af Che Guevara sem hékk uppi í her- berginu mínu og einhvern veginn fannst mér þá eins og Maggi hefði líka tekið þátt í byltingum á fram- andi slóðum eins og Che. Þegar Magnús hóf störf við Barnaskóla Akureyrar var Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri þar. Tryggvi sagði Magga hvað hann ætti að kenna um veturinn og þar á meðal voru biblíusögur. Magga leist vel á fyrirætlanir Tryggva að öðru leyti en því að hann þverneitaði að kenna biblíusögur, að hætti róttæklinga. Annaðhvort voru menn róttækir og samkvæmir sjálfum sér á þessum ár- um eða ekki. Tryggvi horfði þegjandi um stund á þennan skoðanadjarfa, unga kennara en sagði svo: „Hefurðu ekki gaman af þjóðsögum, Magnús?“ Magnús játti því. „Eru hebreskar þjóðsögur nokkuð síðri en aðrar þjóðsögur?“ sagði Tryggvi þá. Eftir þetta kenndi Magnús biblíusögurnar án frekari mótmæla, með sínum hætti. Tíu árum síðar stóð ég sjálfur í sporum kennarans þegar ég hóf kennslu við Víðistaðaskóla í Hafnar- firði. Þá urðum við Magnús Jón sam- starfsmenn, kenndum saman ís- lensku á unglingastigi í tvö ár. Það var gott að vinna með Magnúsi enda var hann frábær kennari. Hann var okkur ungu og óreyndu kennurunum fyrirmynd, leiðbeindi okkur í starfi og ég hygg að hann eigi hvað stærst- an þátt í því að ég ákvað síðar að gera kennslustarfið að aðalstarfi. Á þessum tíma áttaði ég mig líka á því hversu góðan dreng Maggi frændi hafði að geyma í alla staði. Vináttu hans átti ég vísa upp frá því. Magnús var glettinn og hafði gott auga fyrir hinu spaugilega í lífinu en hann var jafnframt góðum gáfum gæddur og gat verið gagnrýninn þegar svo bar undir og í honum var skemmtilegur púki á stundum. En hann var líka hlýr og gott að eiga hann að ef á móti blés. Nemendur Magnúsar báru mikla virðingu fyrir honum og kunnu að meta það sem hann hafði fram að færa. Eftir að ég fór að kenna við Flensborgarskóla heyrði ég nem- endur sem komu úr Víðistaðaskóla margoft lýsa því yfir að Magnús væri einhver besti kennari sem þeir hefðu haft. Leiðir okkar Magnúsar lágu einn- ig saman í Alþýðubandalaginu og bæjarpólitíkinni í Firðinum. Þar vann félagi Magnús frábært starf. Hann var ótrúlega vel að sér í sveit- arstjórnarmálum og öllu því er lýtur að stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Magnús bar ekki tilfinningar sínar á torg, var ef til vill ekki allra eins og stundum er sagt, en þeim sem þekktu hann er vel ljóst hversu heill hann var og sannur í skoðunum. Hann gegndi af alúð starfi bæjarfull- trúa og síðar bæjarstjóra, á þeim vettvangi sem menn eru ekki alltaf hver annars bróðir í leik. Það hefur alltaf verið gott að sækja Magnús og Jóhönnu heim og á kosninganóttum voru haldnar ógleymanlegar veislur á heimili þeirra þar sem ekkert var til sparað og allir boðnir velkomnir. Það er mikil eftirsjá í Magnúsi Jóni og dauðinn knúði dyra alltof, alltof fljótt. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúfling minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, Eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Laxness.) Við Selma vottum Jóhönnu, Ingu Dóru og fjölskyldu Magnúsar allri okkar innilegustu samúð. Farnist þér vel, Magnús Jón, á guðs vegum. Símon Jón Jóhannsson. Liðnir dagar lifa. Augnablikið er skammlíft. Framtíðina þekkir eng- inn. Ferð er lokið fyrr en varir. Vin- áttan teygir sig yfir landamæri lífs og dauða. Það er þetta sem í hugann kemur, þegar ég kveð vin minn Magnús Jón Árnason. Við höfum lengi deilt dögum og geði, átt saman bæði súrar stundir og sætar, ofið vináttuþráðinn, sem aldrei hefur slitnað. Sá þráður er traustur og heill og heldur, þegar aðrir þræðir slitna. Leiðir okkar lágu fyrst saman í skátastarfinu, þegar Magnús Jón var nemandi í Flensborgarskólan- um. Þá var hann með hár á herðar niður, fyrsti hafnfirski „bítillinn“. Ég fann fljótt, að þar var góður liðsmað- ur á ferð, mannsefni, sem gaf sig all- an í hvert það verkefni sem hann tókst á hendur. Hann varð fljótt dug- andi skáti, sem lét til sín taka í útilífi og öðrum skátastörfum, hugkvæmur og pennafær, margsinnis viðriðinn útgáfu og ritstjórn skátablaða, bæði innan Hraunbúa og á skátamótum. Mér þótti því ekkert eðlilegra en að hann legði leið sína í Kennara- skólann, vissi að hann hafði áhuga og hæfileika til að manna og móta félaga sína og vini, vinna með æsku- fólki, vinna vel úr þeim efniviði sem í því bjó. Það var mér ánægjuefni, þegar hann og Ólafur sonur minn bundust vinaböndum, fyrst í skáta- starfi, svo í Kennaraskólanum og síðan í dagsins önnum líðandi ára. Það sama á við um önnur börn mín, sem síðar bundu vináttu við hann. Ég vissi, að ég var að vinna Víði- staðaskóla og nemendum hans gott gagn, þegar ég réð Magnús Jón sem kennara við skólann. Ég vissi líka að það var vel ráðið, þegar hann varð yfirkennari við Víðistaðaskóla. Ég var þá skólastjóri þar og naut þar ágætra hæfileika hans í skólastarfi, áhuga og metnaðar fyrir framgangi skólans. Ég sagði þá stundum, þegar ég var spurður um Magnús Jón: „Hann er því betri sem meira reynir á. Hann er stærstur og sterkastur, þegar vandamál koma upp og krefj- ast úrlausna.“ Sumum fannst hann hranalegur og snarpur. En hugurinn var heill og hjartað hlýtt. Það fundu þeir vel sem honum kynntust. Nemendur eru oft glöggir á kjarn- ann í kennaranum. Þeir skynja og skilja lögmál agans og réttlætisins, meta hreinskiptni og heiðarleika í orðum og gerðum, finna að leiðin til þroskans er stundum þyrnum stráð. Magnús Jón eignaðist því marga vini meðal nemenda sinna, kveikti þar vináttuelda sem ennþá brenna. En það var ekki aðeins á vettvangi skátahugsjónarinnar sem lífsviðhorf okkar fóru saman. Við horfðum báðir til betra og réttlátara samfélags, þar sem réttur lítilmagnans var virtur, þar sem forréttindi skyldu víkja, þar sem samhjálpin og samábyrgðin tryggði öryggi einstaklinganna í samfélaginu, þar sem jafnaðarstefna og mannréttindi voru höfð að leið- arljósi. Um þetta vorum við sam- mála, – en um árabil ósammála hvar í flokki við skipuðum okkur til að vinna þessum lífsgildum framgang. En báðir lifðum við þá hamingju- stund að standa saman í pólitískri fylkingu, sjá merki jafnaðarstefn- unnar borið fram af sókndjarfri fylk- ingu jafnaðarmanna, sjá líkurnar aukast á samhentri sókn félags- hyggjufólks undir gunnfánum Sam- fylkingarinnar. Okkur dreymdi stóra drauma um samfélag jafnaðar og réttlætis, um veröld friðar og bræðralags, enda þótt við sæjum vel að leiðin yrði óralöng og grýtt, áður en því markmiði yrði náð. En við vor- um á leiðinni reiðubúnir til átaka fyr- ir hugsjónir okkar og lífsgildi. Það var gott að vera aftur með honum í sama báti. Vinur minn, Magnús Jón. Þú varst skapríkur maður, einarður, hrein- skiptinn og ósérhlífinn til átaka fyrir það sem þú trúðir á. Skilningur þinn var skýr, skoðanir þínar hiklausar og þú gast verið óvæginn í orði. Gagn- rýni þín gat verið sárbeitt og mark- viss. Stundarvinsældir léstu víkja fyrir hiklausum málflutningi, hrein- skilni var þér í blóð borin. Það var ekki vandalaust að vera vinur þinn og félagi, en það var þess virði. Ég er þér þakklátur fyrir samstarf og sam- skipti öll, – fyrir vináttu og samveru- stundir á vettvangi liðinna daga. Ég þakka þér samfylgdina og óska þér góðrar ferðar á vit hins ókunna sem bíður okkar handan landamæra lífs og dauða. Jóhönnu vinkonu minni, fjöl- skyldu hennar, svo og öðrum vanda- mönnum Magnúsar Jóns Árnasonar, sendi ég innilegar samúðarkveðjur með þökk í huga og vináttu í hjarta. Við erum ekki fátæk eða umkomu- laus, þegar við kveðjum Magnús Jón. Hann skildi eftir hjá okkur minningar sem lifa og lýsa, hugsjón- ir til að berjast fyrir og verðug verk- efni til að vinna að. Við erum menn að meiri að fylgja þeim fast eftir, tvinna saman draumsýnina og veru- leikann. Þannig ræktum við best vin- áttuna við látinn vin, þegar við yljum okkur við minningaeldinn, sem við eigum með Magnúsi Jóni Árnasyni. Sá eldur brennur og lýsir okkur inn í framtíðina. Hörður Zóphaníasson. Maggi töff var hann kallaður þeg- ar ég sá hann fyrst. Hann var fimm- tán ára eða svo, nýlega fluttur til Hafnarfjarðar frá Akureyri, og kol- svart hárið hafði vaxið þannig yfir eyrun að hann taldist bítill – fyrsti bítillinn í Flensborg. Ég var fjórum árum yngri, enn í barnaskóla. Báðir vorum við að vísu í skátafélaginu, en ekki í sama hópnum – og ég var víst rekinn í rúmið þegar Maggi og félag- ar hans komu á kvöldin til þess að ræða við skátaforingjann föður minn um merkileg mál á borð við vormót Hraunbúa eða Þunnildið, sem þeir félagarnir gáfu út fjölritað og er eitt merkasta blað hafnfirskrar skáta- sögu. En ég sá að drengurinn hafði sérstaka áru – ég leit strax upp til Magga töff. Og það breyttist aldrei, hvort sem hann gegndi nafninu Maggi Árna, Maggi svarti, kommún- istaforinginn í Hafnarfirði, eða bara Magnús Jón. Haustið 1967 lentum við saman í A-bekknum í Kennaraskóla Íslands. Þó Magnús væri eldri kom fljótt í ljós að við áttum skap saman og hann lét mig leika með sér í gamanþætti á kynningarballinu á Hótel Sögu fyrsta haustið. Næstu fjögur árin vorum við einsog samlokur. Ekki MAGNÚS JÓN ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.