Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um norrænt samstarf Falin tækifæri NÁMSKEIÐ umnorrænt samstarfverður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 23. mars nk., en Helsinki-samning- urinn, sem norrænt sam- starf byggist á, var und- irritaður sama dag 1962. Námskeiðið er, að sögn dr. Sigrúnar Stefánsdótt- ur, ætlað öllum sem vilja vinna á norrænum vett- vangi en hún hefur um- sjón með námskeiðinu. Sigrún er yfirmaður upp- lýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. En hvað verður fjallað um á þessu námskeiði? „Við munum fyrst byrja á því að fjalla al- mennt um norrænt samstarf, bæði hvað varðar öll Norður- löndin og eins hitt hvað Ísland fær út úr þessu samstarfi. Það eru framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Sören Christensen, og Snjólaug Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri hjá Norð- urlandaskrifstofunni, sem ræða þessi málefni. Christensen um hið fyrra og Snjólaug um hlut Ís- lands hvað þetta samstarf varð- ar. Eftir hádegi koma þrír fyr- irlesarar; Mats Jönsson, framkvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins, Ragnheiður Þórarinsdóttir, deildarstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni, og Riita Lampola, deildarstjóri fyr- ir menntun og rannsóknir. Þau hafa öll fengið það verkefni að segja frá hvaða möguleika Ís- lendingar hafa á styrkjum. Það eru mjög margir möguleikar, ekki bara í Norræna menning- arsjóðnum, það er margt annað sem hægt er að sækja um.“ – Hvaða möguleikar eru t.d. fyrir hendi? „Menn geta sótt um fyrir ákveðin verkefni til ýmissa deilda Norrænu ráðherranefnd- arinnar og mér finnst þetta mjög spennandi verkefni því ég komst að því í mínu fyrra verkefni, hjá NJC (Norræna blaðamannaskól- anum) að það bar góðan árangur að sækja um beint inn hingað. Íslendingar eru hins vegar ekki vel settir í þessum efnum vegna þess að þeir þekkja ekki nægi- lega vel til þessara mála. Oft er tungumálið líka talsverð hindr- un. Mats Jönsson hefur yfir tutt- ugu ára reynslu af að afgreiða styrki, hann sagði í samtali við mig að hann væri orðinn lang- þreyttur á að sjá slæmar um- sóknir fyrir góðan málstað, hann vill meina að almennt gæti van- kunnáttu um það hvernig búa eigi til góða umsókn. Hann segir að honum svíði það að þurfa að segja nei við góðu verkefni sem er lélega rökstutt í umsókn. Þess má geta að þessi ráðstefna er til- raun af minni hálfu og ég vona að þetta takist vel því þá er ætl- unin að fara með þetta víðar um Norðurlöndin. Svo vill til að þetta er dagur Norðurlanda sem varð fyrir valinu sem ráðstefnu- dagur og einmitt sami dagur og Helsinki-sáttmálinn var undirskrifaður ár- ið 1962.“ – Hefur sá sáttmáli reynst haldgóður grunnur fyrir Norður- landasamstarf? „Það er óhætt að fullyrða það, en hann, eins og allt annað, þarfnast stöðugrar endurskoðunar. Hann er grunn- urinn sem allt norrænt samstarf byggist á. Varðandi 23. mars er sá dagur miklu eldri í sögu Norðurlanda en hvað varðar undirskrift Helskini-sáttmál- ans.Norrænu félögin hafa haldið upp á þennan dag frá 1936, eink- um Finnar. Þá var það gert á nánast „konunglegan“ hátt. Svo er líka gaman að minnast þess að Jón Sigurðsson talaði um í sinni skýrslu sem hann kynnti nýlega á Norðurlandaþingi í Reykjavík að æskilegt væri að gera meira úr þessum degi. Við lifum raunar talsvert í þeim anda hér í Kaupmannahöfn, t.d. flytur Einar Már Guðmundsson rithöfundur hugleiðingar á morgun í höfuðstöðvum Norður- landsráðs og Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Palle Mikkelborg kemur og spilar.“ – Hvaða hópur er það sem mest gagn getur haft af fyrir- hugaðri ráðstefnu hinn 23. mars? „Ég tel að þeir, sem hafa sér- staklega mikið gagn af þessu, séu fólk sem er að vinna að menningarverkefnum af ýmsum toga, eða að því að skapa tengsl. Eins líka fólk sem er að vinna að einstökum verkefnum innan skólamála. Þarna verður líka fjallað um möguleika til að koma ungu fólki í nemendaskipti í gegnum Nord Plus og Nord Plus mini. Í gegnum hið síðarnefnda er hægt að styrki fyrir t.d. heila skólabekki. Ég hef sjálf kynnst nemendum sem hafa fengið Nord Plus-styrki og veit hvað það er mikilvægt. Ég tel þess vegna sérstaklega mikilvægt að kennarar komi þarna og kynni sér málin, þeir hafa greiðan að- gang að nemendum. Mér finnst einnig ánægjulegt að Háskóli Íslands skuli vinna að þessu með okkur og vona að þetta takist vel og þetta námskeið eigi eftir að verða ár- legur viðburður. Þess ber að geta að á um- ræddu námskeiði verður auk umfjöllunar um upp- byggingu í norrænu samstarfi fjallað um helstu samstarfsstofn- anir, stefnumótun og markmið og hugmyndir um framtíðar- skipulag í norrænu samstarfi.“ Sigrún Stefánsdóttir  Sigrún Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 1947. Hún lauk stúd- entsprófi 1967 frá Menntaskól- anum á Akureyri og dokt- orsprófi í fjölmiðlafræðum frá háskólanum í Minnesota árið 1987. Hún hefur starfað sem fréttamaður, lengst af hjá Sjón- varpinu, kenndi hagnýta fjöl- miðlun við Háskóla Íslands í 8 ár. Árið 1997 fór hún til Árósa og stjórnaði Norrænu endurmennt- unarstofnun blaðamanna þar í tvö ár. Frá 1999 hefur hún verið yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Sigrún er í sambúð með Yngvari Björshol. Hún á tvo uppkomna syni. Stundum gæt- ir vankunn- áttu um hvernig eigi að útbúa góða styrk- umsókn Hvað sagði húsbóndi þinn, strákur, sagði hann ekki einn og hálfur milljarður? ENDURSKOÐA ætti stefnumörk- un í ferðaþjónustu í heild hér á landi. Þannig ætti að markaðssetja Ísland ekki síður á forsendum menningararfsins en náttúrunnar og stuðla ætti meira að samspili þessara tveggja þátta, að mati Tómasar Inga Olrich, formanns Ferðamálaráðs Íslands, sem jafn- framt veitir forstöðu nefnd á veg- um samgönguráðuneytis um menn- ingartengda ferðaþjónustu. Þessa skoðun sína reifaði hann í erindi á málþingi um sýningahald, sögustaði og viðskipti við ferða- menn sem haldið var sl. föstudag að tilstuðlan menntamála- og sam- gönguráðneyta, Ferðamálaráðs Ís- lands, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunarinnar og Þjóð- menningarhúss. „Það sem markar sérstöðu ís- lensks menningararfs er að hann er ekki fólginn í munum heldur í upplýsingum,“ segir Tómas Ingi. „Tilhneiging Íslendinga til þess að varðveita upplýsingar og síðar að skrá þær er einkenni á þjóðinni, sem ekkert hefur megnað að af- nema. Þessi þrákelkni er jafnframt varanlegasta framlag Íslendinga til menningarsögu heimsins. “ Miðaldatextar eru meginverðmæti okkar Meginverðmæti okkar á sviði menningar og menningarsögu telur Tómas Ingi vera miðaldatexta sem að sumu leyti hafa verið vel rann- sakaðir en að öðru leyti lítið svo sem lagatextar. „Ef við erum ekki fremst í flokki þjóða að viðurkenna sérstöðu okkar menningararfs, og rannsaka og kynna í ljósi þess, þá náum við ekki árangri.“ Séu íslenskar heimildir sem til eru um miðaldir bornar saman við það sem til er í öðrum löndum kemur í ljós að fáar þjóðir eiga eins mikið af rituðum heimildum og við, segir Tómas Ingi ennfrem- ur og nefnir sem dæmi vísinda- starfsemi á miðöldum, svo sem málfræðiritgerðir og stjarnfræðiat- huganir. Málverndarstefnu Íslendinga ætti einnig að kynna betur útlend- ingum sem hluta af ímynd þjóð- arinnar en að mati Tómasar Inga, sést okkur oft yfir það sem er merkilegt í menningu okkar. Í er- lendum dagblöðum og tímaritum birtast greinar um málverndar- stefnu okkar sem mörgum þykir einstök, bendir hann á og segir hana vera í raun þjóðarátak sem enginn virðist beinlínis þurfa að hafa frumkvæði að. Samþætting fjölda fagsviða Brýnt er að mati Tómasar Inga að ná sameiginlegum skilningi á hver séu helstu verðmæti menn- ingararfs okkar og hvar þau birt- ist. En töluverðir annmarkar eru á því að kynna með sómasamlegum hætti menningararf, sem er að- allega fólginn í upplýsingum og skráður á tungu sem er flestum óskiljanleg. Verkefnið segir hann því vera margþætt. „Í fyrsta lagi er úrvinnsla frumgagna að tals- verðu leyti svo ófullkomin að á henni er ekki hægt að byggja neina kynningu. Ef nógu traustur grunnur skapaðist fyrir kynning- arstarf myndi það kalla á samþætt- ingu fjölda fagsviða sem ekki hefur tekist að leiða saman fyrr. Ég hygg það væri mjög áhuga- verður kostur fyrir okkur sem menningarþjóð að einbeita okkur að því að brjóta múra milli fag- sviða í þekkingu og listsköpun í þeim tilgangi að gera menningar- arf okkar aðgengilegan og sýni- legan sjálfum okkur og umheim- inum.“ Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs Íslands Endurskoða ætti markaðssetninguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.