Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 52

Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 13.965 stgr. ENN hefur staða mála á Balkanskaga orðið tilefni til frétta- flutnings og nú vegna ástandsins á landa- mærum Júgóslavíu (Kosovo) og Makedón- íu. Albanskir skæru- liðar frá Kosovo hafa herjað bæði inn í Presevodal í Serbíu og á vesturhluta Maked- óníu undanfarnar vik- ur. Þetta hefur valdið gæsluliði og landa- mæravörðum Maked- óníumanna vandræð- um og skapað ótta meðal almennings. Einmitt þessa dagana virðist ástandið enn fara versnandi og bardagar nær stanslausir. Sem stundum fyrr eru fréttir af þessum slóðum dapurlegar og minna okkur á að lítið má út af bera til að upp úr sjóði enn á ný í þessum mikla gerjunarpotti kynþátta, trúar- bragða, sögu og stjórnmála sem Balkanskaginn er. Ekki bætir úr skák þegar stórveldi, eitt eða fleiri, eru með puttana í hlutunum og reka þar sína kaldrifjuðu og oftar en ekki heimskulegu heimsvalda- pólitík. Vondir, góðir og svo aftur vondir Eitt vekur sérstaka athygli nú og það er að albanskir vígamenn á svæðinu heita nú allt í einu skæru- liðar aftur í vestrænum fjölmiðlum. Sæmdarheitið „Frelsisher Kosovo“ sem áróðursmaskína bandarísku hernaðar- og heimsvaldavélarinnar fann upp í aðdraganda loftárás- anna á Júgóslavíu er nú gleymt og skæruliðar á svæðinu eru allt í einu bara skæruliðar á nýjan leik. Fjölmiðlar á Íslandi láta að sjálf- sögðu ekki sitt eftir liggja og birta línuna gagnrýnislaust. Albanskir og Kosovo-albanskir skæruliðar voru ekki hátt skrifaðir á árunum fyrir loftárásir Nató á Júgóslavíu. Algengt var að sjá um þá fjallað í vestrænum fjölmiðlum sem ekki bara skæruliða heldur beinlínis hryðjuverkamenn og hluta af al- bönsku mafíunni. Framan af var ekki dregin dul á að þeir áttu sinn þátt í vaxandi spennu og ofbeldi í Kosovo. Einn af yfirmönnum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Korsar við albönsku landamærin að Kosovo hefur full- yrt í mín eyru að enginn vafi sé á að hinir svokölluðu Kosovo-Albanir í skæruliðasveitum eða -herjum hafi að verulegu leyti verið komnir frá Albaníu sjálfri og gerðir út það- an. Nú hefur einnig komið á dag- inn að bandaríska leyniþjónustan, CIA, fjármagnaði og gerði út margar þessar sveitir í aðdraganda ófriðarins í Kosovo. Harmleikur í 5 þáttum Leikritið eða réttara sagt harm- leikurinn er sem sagt í grófum þáttum þannig: 1. Spenna fer vaxandi í Kosovo vegna þess að skæruliðar, að hluta til mannaðir, vopnaðir og gerðir út frá Albaníu, taka að herja á ser- bneska íbúa Kosovo og lenda í átökum við serbneska lögreglu og her. Talað er um átök serbneskra yfirvalda og skæruliða eða hryðju- verkamanna á Vesturlöndum. 2. Serbar ráðast gegn Kosovo- Albönum af vaxandi hörku en þeir höfðu reyndar þjarmað að al- banska minnihlutanum um árabil og gert hann áhrifa- lausan um stjórn mála á svæðinu. Umræða um grimmd á báða bóga fer vaxandi á Vesturlöndum. 3. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kemur auga á heppileg peð í tafl sitt á svæðinu. Farið er að styðja við bakið á albönskum skæruliðum í Kosovo bak við tjöldin til að efla þá í baráttu gegn Serbum og Milosevic. 4. Ofbeldi og grimmd vex á báða bóga. Á Vesturlöndum er farið að kenna Serbum einum um. Samningaviðræðum er viljandi siglt í strand (Rambouillet). Al- banskir hryðjuverkamenn og skæruliðar nefnast nú „frelsisher“ og loftárásir Nató á Júgóslavíu hefjast. Í þær var ráðist að sögn til að koma í veg fyrir þjóðernis- hreinsanir Milosevic en þær hófust hins vegar fyrst fyrir alvöru eftir að loftárásirnar voru byrjaðar. Önnur fullyrðing sem notuð er til að réttlæta loftárásirnar er að Serbar hafi verið búnir að myrða allt að 100 þúsund manns, sbr. frægt viðtal við Cyrus Vance. Síðar kom í ljós að fjöldi fallinna í Kos- ovo fyrir daga loftárásanna var sennilega nálægt 2 þúsund manns og þar af allt að helmingur Serbar. 5. Loftárásir Nató, með stuðn- ingi ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar og Halldórs Ásgrímssonar, standa í 77 daga í stað viku og valda gífurlegu eignatjóni, falli óbreyttra borgara, umhverfis- slysum og hörmungum. Framund- an eru miklar þrengingar og ára- tuga starf við að byggja landið úr rústum. Skæruliðar Kosovo-Alb- ana, afsakið frelsisher Kosovo, kemst upp með að halda vopnum sínum þvert á gefin loforð. Þeir taka að herja á serbneska íbúa Kosovo (þá sem eftir eru), því næst suðurhluta Serbíu og loks Maked- óníu. Uppvakningur bandarísku leyniþjónustunnar lætur ekki að stjórn (man nokkur eftir hlið- stæðu?). Þar kemur að Nató fellst á að serbnesk lögregla og her fái aukið svigrúm til að athafna sig á hlutlausa beltinu og það gegn hverjum? Jú, frelsisher sem er bú- inn að þjóna hlutverki sínu og áróðursvélin með málpípum sínum telur nú réttast að kalla skæruliða á nýjan leik. Frelsisher Kosovo aftur orðinn að skæruliðum Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd Alþingis. Fréttaflutningur Þessa dagana virðist ástandið á Balkanskaga fara versnandi, segir Steingrímur J. Sigfús- son, og ekki bætir úr skák þegar stórveldin reka þar einnig heimskulega heims- valdapólitík sína. ÍSLENDINGAR hafa í auknum mæli á sl. l0 árum veitt er- lendu fólki af ýmsum þjóðernum búseturétt í landinu. Langflestir sækja um atvinnu- og dvalarleyfi og hafa margir fengið ríkis- borgararétt, en 200– 300 hafa komið hingað samkv. samkomulagi við Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóð- anna. Ólík menning, trúarbrögð og félags- leg viðhorf innflytj- enda eftir þjóðernum er oft mikil og gjörólík okkar lífs- háttum. Stjórnvöld og viðkomandi stofnanir sem hafa með þessi mál að gera hafa lagt ríka áherslu á fjöl- þætta aðstoð við þessa erlendu ný- búa. Ég hef áður í blaðagreinum lýst þeirri skoðun minni, að landa- mæri skilja aðeins að lönd en ekki fólk og að okkur beri að rækta góð- vilja og mannúð í garð innflytjenda. Sjálfsagt eru allir sammála því nema ef vera skyldi fámennur hópur rasisma. Fróðlegt væri að gera fag- lega úttekt á stöðu nýbúa hér á landi bæði er tekur til atvinnu- og húsnæðismála, menntunar og félagslegrar aðstöðu þeirra al- mennt. Þannig getum við best metið stöðu þeirra í okkar samfélagi og hvaða breytinga er helst þörf. Flóttafólk til landsbyggðarinnar Sú stefna ríkisstjórna að auglýsa eftir byggðalögum út á landi, sem vildu taka á móti flóttamönnum, kallar fram ýmsar hugleiðingar um stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Voru flóttamenn vel upplýstir um áður en þeir komu til landsins hvernig atvinnumögu- leikar, verðmæti fast- eigna, menntunarskil- yrði o.fl. væru í því sveitafélagi sem þeim væri ætluð búseta a.m.k. fyrst um sinn? Vissu þeir m.a. að verðmæti húseigna á þeim stað væri marg- falt lægra en gerist á höfuðborgarsvæðinu og að um fólksflótta væri að ræða frá landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins? Af hverju höfðu þeir ekki strax frjálst staðarval um búsetu á Íslandi eins og Íslendingar sjálfir? Sjálfsagt geta stjórnvöld skýrt afstöðu sína á þessu staðarvali fyrir flóttamönnum, þar væri frið- sælt og gott mannlíf og fjölskyldu- vænt umhverfi. Ég efast ekki um að félagsmálaráðherra, Páli Péturs- syni, hafi gengið gott til er þessi ákvörðun var tekin, hann hefur sýnt flóttafólki mikinn velvilja í hvívetna sem og heimamenn viðkomandi byggðalaga, en í þessu viðkvæma mannúðarstarfi er vandrötuð hin rétta leið eins og öll önnur mann- anna verk. Ef við lítum hins vegar á lang- stærstu hópa erlendra nýbúa sem hér dvelja samkv. atvinnu- og dval- arleyfum þá virðist þróunin vera hér á landi hliðstæð því sem gerist í Norður- og Mið-Evrópuríkjum. Langflestir þeirra vinna við láglaunaþjónustustörf og fæstir í samræmi við þá menntun og starfs- þjálfun sem þeir hafa hlotið í sínum heimalöndum. Dæmigert í þessum efnum er að þúsundir erlendra manna vinna við fiskvinnslu víðs vegar um landið og víða væri fisk- vinnsla aflögð í smærri sjávar- byggðum ef þessi erlendi starfs- kraftur væri ekki til staðar. Á þéttbýlissvæðum hér suðvestan- lands vinna þúsundir erlendra manna við hvers konar þjónustu- störf, s.s. í veitinga- og gistihúsum, sjúkrahúsum, ræstingastörf og önn- ur almenn verkamannastörf. Þeir hafa því bæst við hóp annara ísl. láglaunamanna og verða væntan- lega en sýnilegri í þessum þjónustu- greinum í náinni framtíð eins og þróunin hefur verið í öðrum vest- rænum ríkjum. Sjálfsagt finnst at- vinnurekendur hagstætt að eiga að- gang að þessu ódýra vinnuafli á sama tíma og Íslendingar gerast æ fráhverfari þessum starfsgreinum vegna lágra launa. Atvinnurekendur og opinberar stofnanir munu því nýta sér í stórauknum mæli þetta ódýra vinnuafl. sem greitt er samkv. lægstu launaflokkum ísl. kjara- samninga, en er þó í flestum til- vikum margfalt hærra en í þeim löndum Austur-Evrópu og Asíu sem meginþorri erlendra nýbúa koma frá. Samtakamáttur þessara nýbúa í íslenskri kjarabaráttu fyrir bættum kjörum er eðlilega mjög takmark- aður enda um mörg þjóðerni með ólíkan bakgrunn að ræða sem verða að reiða sig á kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem þeir eiga nú að- gang að. Er hugsanlegt að stórauk- inn fjöldi nýbúa á komandi árum geti verulega skert möguleika ísl. láglaunastétta á kjarabótum í fram- tíðinni? Er þetta kannski þegar far- ið að gerast við fiskvinnsluna í land- inu þar sem Íslendingum fækkar stöðugt vegna lélegra launa en út- lendingum fjölgar. Eru hér að verða til störf sem er- lendir nýbúar munu að mestu einir annast vegna þeirra launa sem í boði eru? Það er vissulega í mörg horn að líta þegar við skoðum lífs- afkomu, menningu og félagslega stöðu erlendra nýbúa í okkar sam- félagi. Það er vissulega tímabært að horfa til framtíðar í þessum efnum og reyna að læra af mistökum ríkja víðs vegar í Evrópuríkjum. Það yrðu sorgleg mistök stjórnvalda ef hér mynduðust undirmálshópar er- lendra innflytenda sem síðar ættu eftir að breytast í óvild og jafnvel hatur á íslensku samfélagi sem yrði kynt undir af öfgafullum þjóðern- issinnum eins og sagan sannar af reynslu annarra þjóða. Við Íslend- ingar höfum ríkar og sterkar þjóð- erniskenndir og viljum varðveita séreinkenni þjóðarinnar. Stoltir af sögu, menningu og hreinu málfari í aldaraðir. En heimsmyndin breytist ört í hinum tæknivædda heimi, landamæri aðskilja aðeins lönd en ekki fólk og við verðum að haga um- gengni okkar við alla jarðarbúa í samræmi við það. Skilyrði friðar við nýbúa er að sýna þeim skilning, um- burðarlyndi og mannúð og láta þá njóta jafnréttis á öllum sviðum þjóð- félagsins. Þar liggur aflgjafinn til að eyða ósætti og hatri milli ólíkra þjóða og menningaheima. Þá getur takmörkuð málakunnátta og skort- ur á samfélagsþekkingu einnig tor- veldað eðlileg samskipti ólíkra þjóð- erna. Umfram allt er þó að þjóðin sé vel meðvituð um að leysa fljótt og örugglega þau vandamál sem upp kunna að koma vegna aukins fjölda nýbúa og takmarka áfram fjölda þeirra til landsins til að tryggja sem best lífsafkomu þeirra. Hlutskipti ný- búa á Íslandi Kristján Pétursson Nýbúar Skilyrði friðar við nýbúa er að sýna þeim skiln- ing, umburðarlyndi og mannúð, segir Kristján Pétursson, og láta þá njóta jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.