Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 60
Fake Disorder
Mosfellingarnir Ólafur Þór Andrésson gítarleikari, Páll Ingi Guðmundsson
söngvari, Þorgrímur Kolbeinsson bassaleikari, Egill Þorkelsson trommu-
leikari og Axel Þór Axelsson gítarleikari skipa Fake Disorder og eru öðru
hvoru megin við sextánda aldursárið. Sveitin leikur hratt harðkjarnarokk
eða þungt þungarokk og á sér heimasíðuna http://fake-disorder.8k.com/.
Morgunblaðið/Golli
Heróglymur
Úr Fossvogshverfinu í Reykjavík kemur hljómsveitin Heróglymur. Hana
skipa þeir Þórður Hermannsson, gítarleikari og söngvari, Daníel Freyr Sig-
urðsson trommuleikari, Kristján Jökull Sigurðsson bassaleikari, Pétur
Kjartan Kristinsson gítarleikari og Trauti „Tinni“ Laufdal Aðalsteinsson
gítarleikari. Þeir félagar eru allir fæddir 1987 nema Tinni sem er fæddur
1983. Heróglymur leikur venjulegt rokk.
Sensor
Dúettinn Sensor skipa Óli Þ. Geirsson, forritari og rapp-
ari, og Hjörtur Sigurðsson forritari. Óli er á sextánda
ári en Hjörtur á því sautjánda, báðir Reykvíkingar.
MÚSÍKTILRAUNIR, hljóm-
sveitakeppni félagsmiðstöðvarinn-
ar Tónabæjar, hófust sl. fimmtu-
dag. Í kvöld og annað kvöld verður
tilraununum fram haldið en í kvöld
er annað undanúrslitakvöld til-
raunanna og sjö hljómsveitir
keppa um að komast í úrslitin 30.
mars.
Á fyrsta undanúrslitakvöldinu
voru engar tvær hljómsveitir eins;
þær léku óhemju fjölbreytta tón-
list og á endanum komust áfram
gruggrokksveit og önnur sem
flutti lagræna tölvutónlist. Í kvöld
eru sveitirnar ekki síður fjöl-
breyttar; leika allt frá hörðu drum
’n bass í þungarokk.
28 tímar
í Sýrlandi
Fyrir sigur í Músíktilrauna fást
28 hljóðverstímar í Sýrlandi sem
Skífan gefur. Fyrir annað sæti fást
28 tímar í Grjótnámunni sem Spor
gefur. Geimsteinn gefur efnileg-
ustu hljómsveitinni 25 hljóðvers-
tíma, Tónabúðin og Tónastöðin
verðlauna söngvara, Tónabúðin
þann besta með Shure-hljóðnema
og Tónastöðin þann efnilegasta
með Sennheiser-hljóðnema. Hljóð-
færahús Reykjavíkur gefur gjafa-
bréf besta bassaleikaranum og
besta hljómborðsleikaranum, Sam-
spil besta trommuleikaranum
vöruúttekt, Rín besta gítarleikar-
anum gjafabréf en sá fær líka
gjafabréf frá Tónastöðinni. Japis
gefur sigursveitunum geisladiska
og verðlaunar besta rapparann
með gjafabréfi. Tölvumenn fá
verðlaun líka, sá besti fær dag í
hljóðveri Thule-útgáfunnar, hljóð-
kort frá Nýherja og gjafabréf frá
Tónastöðinni. Styrktaraðilar Mús-
íktilrauna eru að auki Hard Rock
Café, Vífilfell, Domino’s Pizza,
Flugfélag Íslands, Íslandsflug,
Rás 2 og Nings.
Snafu og
Vígspá leika
Rás 2 sendir út úrslitakvöldið og
leggur til kynni öll kvöldin, Ólaf
Pál Gunnarsson. Jón Skuggi Stein-
þórsson sér um hljóm á tilraun-
unum en hljóðkerfið er frá Mar-
teini.
Gestasveitir leika áður en
keppnissveitirnar byrja í kvöld og
á meðan atkvæði eru talin í lokin.
Í kvöld leika harðkjarnasveitirnar
Snafu og Vígspá en Snafu varð í
öðru sæti í síðustu tilraunum og
Vígspá á rætur að rekja til tilraun-
anna.
Annað til-
raunakvöld
í Tónabæ
Annað undanúrslitakvöld Músíktilrauna
verður í kvöld. Árni Matthíasson segir frá
hljómsveitunum sem keppa að þessu sinni.
Halim
Hörður Stefánsson gítarleikari, Sigurður Á. Gunnarsson bassaleikari,
Ragnar Sólberg gítarleikari/söngvari og Magnús F. Unnarsson trommari.
Þeir eru úr Hafnarfirði, leika melódískt rokk og eru fjórtán til tuttugu ára.
Hemra
Hljómsveit af Vesturlandi, skipuð þeim Davíð Rósenkrans Haukssyni sem
leikur á bassa, Hauki Árna Vilhjálmssyni sem syngur, Márusi Hirti Jónssyni
sem leikur á gítar og Sverri A. Jónssyni sem leikur á trommur. Þeir félagar
eru á aldrinum frá tvítugu upp í tuttugu og þriggja og leika metal-rokk.
Skam
Skam skipar aðeins einn maður, Elvar Finnur Grét-
arsson. Hann leikur á hljómborð og tölvast, er rúmlega
tvítugur, úr Reykjavík og leikur hart drum ’n bass.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hemúll
Reykvíkingurinn Arnar Jónsson
kallar sig Hemúl. Hann leikur á
tölvur og syngur, en Arnar er jafn-
fram aldursforseti Músíktilrauna að
þessu sinni, þó ekki sé hann nema
rétt kominn á 24. aldursárið.
MÚSÍKTILRAUNIR
60 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ