Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 25
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 25
Á MEÐAN margir sjómenn voru í
verkfalli voru trillusjómenn að
gera það gott. Þetta mátti greini-
lega sjá í Ólafsvíkurhöfn um síð-
ustu helgi þegar trillurnar komu
hver á fætur annarri að landi með
góðan afla, langmest veiddan á
línu. Á sama tíma mátti sjá marga
stærri bátana bundna við bryggju
vegna sjómannaverkfalls. Þegar
blaðamann bar að garði síðdegis á
laugardag var Gautur Hansen,
trillukarl úr Ólafsvík, að koma
með eitt og hálft tonn af þorski að
landi. Afli Gauts er dæmi um það
sem margar trillur hafa verið að
landa síðustu dagana. Blíðskapar-
veður hefur líka orðið til þess að
trillurnar við Breiðafjörðinn hafa
sótt stíft undanfarna daga og vik-
ur. Verkfalli hefur nú verið frestað
um sinn og fá því smábátarnir
samkeppni um þann gula frá
stærri bátunum fram til mánaða-
móta að minnsta kosti. Má því bú-
ast við mikilli veiði næstu daga og
miklu framboði af fiski. Morgunblaðið/Elín Una Jóns
Gautur Hansen á Kóna SH 41 hefur komið með góðan afla að landi síðustu dagana.
Góður afli hjá
smábátunum
FRAMLEIÐSLA á fiskimjöli í Perú
og Chile er nokkuð minni í upphafi
ársins, miðað við undanfarin ár,
vegna takmörkunar á veiðum. Sala á
mjöli hefur auk þess farið hægar af
stað á þessu ári að mati IFOMA, Al-
þjóðasamtaka mjöl- og lýsisframleið-
enda.
Veiðar á uppsjávarfiski við Perú
og Chile hafa verið takmarkaðar
töluvert á þessu ári og spáði IFOMA
því í upphafi ársins að framleiðsla á
mjöli og lýsi myndi dragast saman
vegna þessa. Hömlur voru settar á
veiðar á svæðum við Perú í janúar,
auk þess sem sjávarútvegsráðuneyt-
ið þar í landi hefur með lagasetn-
ingum reynt að draga úr afkastagetu
flotans og fækka skipum. Í þeim felst
einnig að fiskiskipum verður úthlut-
að veiðileyfum gegn gjaldi.
Veiðar á uppsjávarfiski við Chile
voru bannaðar frá 22. janúar til 25.
febrúar sl. Þó voru heimilaðar veiðar
á sardínu og ansjósu við suður-
ströndina en veður hamlaði veiðun-
um nokkuð. Í Chile taka ný fiskveiði-
stjórnunarlög gildi á miðju þessu ári
en í þeim felst að einstökum fyrir-
tækjum verður úthlutað veiðiheim-
ildum eða kvóta í tilteknum tegund-
um.
Samkvæmt IFOMA má einnig
rekja tregðu á mjölmarkaði til mik-
illa birgða í Kína. Þá hafi nýjar og
hamlandi reglur um notkun fiski-
mjöls í verksmiðjum sem ekki fram-
leiða jórturdýrafóður mikil áhrif á
eftirspurnina í Evrópu, í kjölfar kúa-
riðufársins. Verð á fiskimjöli hefur
lækkað lítillega á þessu ári en
IFOMA bendir á að verð á soyamjöli
hafi einnig lækkað.
Heldur
dregið úr
framleiðslu
á fiskimjöli
♦ ♦ ♦
LAXASJÚKDÓMURINN roð-
flyðrusýking, sem bakterían gyro-
dactylus salaris veldur, hefur komið
upp að nýju í tveimur norskum ám,
aðeins ári eftir að tilkynnt var að
ráðið hefði verið niðurlögum sýking-
arinnar sem upp kom í þeim. Er
þetta í annað sinn á skömmum tíma
sem slíkrar sýkingar verður vart í á
sem talið var að hefði verið hreinsuð.
Bakteríuna er að finna í 42 ám og
vatnakerfum í Noregi og hefur verið
reynt að útrýma henni í 25 þeirra.
Þar af hafa 14 verið taldar hreinar.
Árnar sem sýktar eru að nýju eru
Isa og Glutra í Rauma á Mæri.
Roðflyðrusýking er eins og nafnið
gefur til kynna sjúkdómur sem
leggst á roð laxins og drepur hann að
lokum. Veikin hefur lagst á eldislax
og ógnar hún villtum laxi svo mjög
að veiðar á honum kunna að heyra
sögunni til í Noregi, segir Inger
Mette Hogstad dýralæknir í samtali
við NTB.
Sýking
í ánum