Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚS JÓN ÁRNASON
né turnar, heldur mannlífið sjálft, að
ógleymdu umhverfinu, fjöllum og
firði. Við þurfum hvorki sjónauka né
löng ferðalög til þess að sjá tign nátt-
úrunnar, undur skaparans. Þau birt-
ast í hverju barnsauga, hverju blómi,
hverjum fjallstindi og hlíðar-
vanga“…
Ég kynntist Magnúsi Jóni fyrst
lítillega þegar ég var í skátastarfi
með skátafélaginu Hraunbúum, þá
unglingur. Maður bar á þeim tíma
ómælda lotningu fyrir stóru strák-
unum sem voru eldri og reyndari
skátar en við putarnir og reyndum
við af kostgæfni að fylgja í spor þess-
ara harðjaxla sem ferðuðust um fjöll
og firnindi, sungu og spiluðu, og
gátu, að því okkur fannst, leyst hvers
manns vanda.
Já, skátastarfið hafði sinn ljóma.
Löngu síðar hitti ég Magnús Jón á
öðrum vettvangi. Hann var þá for-
ystumaður Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði og bæjarfulltrúi. Og líkt
og í skátunum hér á árum áður þá
leit maður, nýgræðingurinn í pólitík,
með vissri lotningu og næstum því
óttablöndnum kvíða til fulltrúanna í
bæjarstjórn sem höfðu margir hverj-
ir mikla og víðtæka reynslu í pólitík
og kölluðu ekki allt ömmu sína. Ég
hef því líklega verið heppinn, sjálf-
stæðismaðurinn, að sitja í minni-
hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á
árunum upp úr 1990 og fylgjast með
Magnúsi Jóni og þeim reyndu minni-
hlutamönnum sem beindu spjótum
sínum að meirihlutanum í bæjar-
stjórn þau árin. Þegar síðan Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðubandalag
mynduðu meirihluta í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar að loknum sveitar-
stjórnarkosningum á vordögum 1994
varð að samkomulagi að Magnús
Jón, oddviti Alþýðubandalagsins,
settist í stól bæjarstjóra.
En eins og oft vill verða í pólitík þá
urðu þarna á stundum miklar svipt-
ingar og eftir um eins árs samstarf í
meirihluta í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar varð það hlutskipti okkar
beggja að setjast í minnihluta til
vorsins 1998. Með okkur oddvitunum
tókust góð kynni og aldrei reyndi ég
Magnús að öðru en að vera traustur
og heiðarlegur í okkar samstarfi.
Magnús var mikill málafylgjumaður,
íslenskumaður góður, á stundum
orðhvass og kjarnyrtur í ræðu og riti
og með öllu óragur að láta skoðanir
sínar í ljós. Ég kynntist því líka að
undir harðri skel stjórnmálamanns-
ins, Magnúsar Jóns, voru viðkvæmir
strengir og gott hjartalag.
Magnús Jón Árnason var bæjar-
fulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í
Hafnarfirði frá árinu 1986 til ársins
1998. Magnús var auk þess valinn til
fjölmargra trúnaðarstarfa í nefndum
og ráðum fyrir Hafnarfjarðarbæ og
sat í stjórn Hafnarfjarðarhafnar allt
til dauðadags. Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar stendur í þakkarskuld við
Magnús fyrir vel unnin störf í þágu
sveitarfélagsins.
Ég minnist Magnúsar Jóns með
hlýju og við Elsa þökkum þér, Maggi
minn, allar okkar góðu stundir í leik
og starfi og biðjum góðan guð að
styrkja fjölskyldu þína og vini.
Um engi og tún
og ásinn heima
ég aftur reika.
Sezt í brekkuna
silkimjúka
og sóleyjarbleika.
(D. S.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Magnús Gunnarsson.
Ekki renndi ég í grun, þegar við
Magnús Jón Árnason tókum tal sam-
an á heimili hans í Hafnarfirði laug-
ardaginn 10. mars síðastliðinn, að
það yrðu okkar síðustu samskipti
hérna megin strandar. Að sönnu var
Magnús Jón alvarlega veikur af ill-
vígum sjúkdómi, krabbameini, og
mjög hafði úr líkamlegu þreki hans
dregið. En andinn var með öllu
óbugaður hjá mínum góða vini,
Magnúsi Jóni. Og á þessu laugar-
dagssíðdegi ræddum við eins og svo
oft áður áhugamál okkar beggja,
stjórnmál líðandi stundar, blönduð
reynslu fortíðar og vonum framtíðar.
Meðal þess sem á góma bar voru
áform pólitískra andstæðinga okkar
um einkavæðingu og frjálshyggju á
vettvangi grunnskólakennslu. Þar
vorum við samstiga, eins og svo oft
áður, og fannst félagsleg lausn skyn-
samlegri en ísköld markaðshyggja.
Þegar við kvöddumst bundum við
það fastmælum að hittast aftur að
nokkrum dögum liðnum. En af þeim
endurfundum verður ekki á þessu
tilverustigi, því það rann hratt úr
stundaglasinu og að kvöldi sunnu-
dagsins 11. mars var Magnús Jón
Árnason allur, aðeins 53 ára gamall.
Það er skarð fyrir skildi með fráfalli
þessa góða drengs og sakna ég og
fleiri samferðamenn hans vinar í
stað.
Við leiðarlok vil ég þakka honum
lærdómsrík samskipti og traust
samstarf umliðna áratugi. Það var
gott að eiga Magnús Jón að, hvort
heldur var í blíðu eða stríðu. Við átt-
um oftar en ekki samleið á hinum
pólitíska vettvangi, sem umfram
annað tengdi okkur í starfi og leik.
Þó kom fyrir að vík varð milli vina og
við urðum á öndverðum meiði í
stjórnmálunum. En hvort heldur
sem var slitnaði aldrei strengur vin-
áttu og gagnkvæmrar virðingar okk-
ar í millum.
Magnús Jón var atorkumaður í
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hvort heldur það var á vett-
vangi stjórnmálanna, fyrst fyrir Al-
þýðubandalagið og síðar Samfylk-
inguna, ellegar í skátastarfi og síðar
sem ötull stuðningsmaður hand-
boltamanna í Haukum; alls staðar
þar sem hann lét til sín taka tóku
menn mið af nærveru hans og skoð-
unum.
Hann hafði ávallt mikil áhrif á um-
hverfi sitt, hvar sem hann bar niður.
Ekki síst í störfum sínum sem
bæjarfulltrúi um árabil og um skeið
sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. Því
var einnig að heilsa, þegar kom að
ævistarfinu, kennslu grunnskóla-
barna, lengst af í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði. Þar var hann sannar-
lega á heimavelli og var óumdeilt
skólamaður í fremstu röð.
Sem stjórnmálamaður var Magn-
ús Jón mikill málafylgjumaður og
fastur fyrir. Sumum fannst hann
jafnvel of hvass og harður í baráttu
sinni og báru þeir sömu sig illa und-
an beittum brandi hans þegar í heit-
ar pólitískar orðræður var komið. Og
því leyni ég ekki, að betra var að hafa
Magnús sem samherja en andstæð-
ing þegar átakamál voru uppi.
Við Magnús Jón áttum sérlega
gott og náið samstarf þegar flokkar
okkar unnu saman í meirihlutasam-
starfi á árunum 1986–1990. Ég hygg,
og er ekki einn um þá skoðun, að það
tímabil hafi um margt verið eitt
mesta framfaraskeiðið í hafnfirskum
bæjarmálum, en þá leiddu Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag Hafnar-
fjörð til nýrra tíma. Magnús Jón var
formaður bæjarráðs þessi ár og þótt
hann héldi fast á sjónarmiðum síns
flokks, Alþýðubandalagsins, í sam-
starfi við Alþýðuflokkinn var hann
jafnframt sanngjarn og víðsýnn og
gerði sér ljóst að ef samstarfið ætti
að ganga yrðu báðir aðilar að sýna
trúnað, traust og umburðarlyndi
hvor í annars garð. Og það gekk eftir
hnökralaust og verkin sýna merkin.
Á tíunda áratug síðustu aldar vor-
um við um nokkurra ára skeið hvor
sínum megin víglínunnar í stórsjóum
hafnfirskra stjórnmála. Oft tókumst
við á og létum gamminn geisa. Þetta
tímabil var um margt erfitt í sam-
skiptum þessara tveggja félags-
hyggjuflokka í Hafnarfirði. Það
breytti þó ekki því, að þegar við hitt-
umst á þessum umrótatíma og áttum
tveggja manna tal um lífsins gagn og
nauðsynjar fór ævinlega vel á með
okkur. Innst inni vorum við held ég
ávallt sannfærðir um að hjörtu okkar
slægju í takt þegar kæmi að afstöð-
unni til grundvallaratriða stjórnmál-
anna. Það styrkti okkar bönd og
gerði ónæmari en ella fyrir dægur-
þrasi og hversdagsdeilum.
Og að því kom að flokkar okkar
náðu saman á landsvísu og síðustu
árin vorum við samskipa í pólitíkinni
innan Samfylkingarinnar. Í því sam-
einingarferli var Magnús Jón ötull
og dugmikill og trúði staðfastlega á
nauðsyn þess að jafnaðar- og félags-
hyggjumenn sameinuðust í barátt-
unni fyrir betri og réttlátari skipan
mála í þjóðfélaginu.
Það var gagnlegt og gaman að
vera samvistum við Magnús Jón
Árnason. Hann var vel að sér um
menn og málefni og ennfremur
glöggur á kjarna máls. Á glöðum og
góðum stundum utan verkefna
hversdagsins var hann hrókur alls
fagnaðar og stutt í bros og innilegan
hlátur. Oftar en ekki var kær eig-
inkona hans, Jóhanna Axelsdóttir,
þá með í för, enda náið og gott þeirra
í milli.
Við Jóna Dóra sendum Jóhönnu,
börnum, barnabörnum og ástvinum
hans öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að
milda sára sorg.
Blessuð sé minning Magnúsar
Jóns Árnasonar.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Kveðja frá Samfylkingunni
Við Magnús Jón urðum fyrst mál-
vinir fyrir mörgum árum þegar við
vorum báðir félagar í Alþýðubanda-
laginu. Mér er í minni löng og mikil
rökræða í kjölfar miðstjórnarfundar
sem haldinn var í Risinu á Hverf-
isgötunni. Við sátum nokkur og
skeggræddum vinstri vænginn og
hörmuðum það hlutskipti íslenskra
jafnaðarmanna að hafa kvíslast í
fleiri en einn farveg. Magnús Jón
hlustaði með íhygli, skaut af og til
inn orðum, en það fór ekki á milli
mála að hann var alfarið þeirrar
skoðunar að fyrr en síðar yrði það
sögulega slys leiðrétt. Þetta var
líklega hálfum áratug fyrir hrun
Berlínarmúrsins. Þótt Gorbatsjov
væri farinn að boða perestrojku sína
austan og vestan hins ósýnilega járn-
tjalds sá ekkert okkar fyrir þá þíðu í
alþjóðastjórnmálum sem átti eftir að
gerbreyta pólitísku landslagi einnig
á Íslandi. Örlögin höguðu því svo, að
leiðir okkar Magnúsar Jóns lágu á
næstu árum sjaldan saman nema
sem málvina á götu eða pólitískum
fundum. Það var ekki fyrr en í að-
dragandanum að stofnun Samfylk-
ingarinnar sem ég kynntist í reynd
þeim miklu mannkostum sem hann
bjó yfir. Hann reyndist í hópi skel-
eggustu stuðningsmanna þess að
jafnaðarmenn sameinuðu krafta
sína, var hollur hugsjónum sínum og
vinum, og aldrei deigur í baráttunni
fyrir sameiningunni sem hann trúði
einlæglega á. Innan Alþýðubanda-
lagsins var hann í hópi þeirra sem
tóku forystu í sameiningarmálinu, og
það má með sanni segja að hefði
hans fulltingis ekki notið við væri
Samfylkingin tæpast til í dag. Hann
var í senn einn af forystumönnum
flokksins og sá mannasættir sem til
þurfti til að leiða erfitt og strítt sam-
einingarferlið til lykta. Ég hitti hann
nokkrum sinnum áður en hann fór í
leyfið til Bandaríkjanna, þaðan sem
hann kom að lokum helsjúkur. Hann
var fullur af hæglátri bjartsýni fyrir
hönd síns nýja flokks, og ekki laust
við að hann væri svolítið stoltur af
því að hafa átt þátt í að ýta honum úr
vör. Nú er þessi góði félagi skyndi-
lega látinn langt fyrir aldur fram,
harmdauði öllum sem honum kynnt-
ust, og skilur eftir sig skarð sem eng-
inn getur fyllt. Eftir lifir minningin
um baráttugleði og bjartsýni Magn-
úsar Jóns sem hvetur okkur til að
fylgja hugsjónum hans eftir af enn
meiri krafti en áður. Fyrir hönd
Samfylkingarinnar þakka ég honum
innilega ómetanlegt framlag hans og
óska Jóhönnu og fjölskyldunni allri
guðs blessunar.
Össur Skarphéðinsson.
Nú er Magnús Jón farinn. Í árs-
byrjun frétti ég að hann hefði komið
veikur heim úr námsdvöl í Banda-
ríkjunum. Við höfðum þekkst lengi
og fyrir rúmum aldarfjórðungi vor-
um við bæði kennarar við Víðistaða-
skóla í Hafnarfirði. Á miðjum átt-
unda áratugi síðustu aldar vorum við
saman í þriggja kennara hópi, kenn-
araráði, sem starfaði ásamt skóla-
stjóra, yfirkennara og umsjónar-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
! " !
#$
%&&
!" # !
$$
$ %$ & '($!"
)
!
$ *
+
# !
!"
,
'()(
)
-./%01
$"#
'(&
!
'
$
$ 2#$
(*
'$ *
'
'
! "
*
"
#+
,&&
%$ (3$$
) $!"
',$4!
*1.5--
&
#
!
'
! "
*
"
"
#%
%&&
-
./"
! -01
&&
)
*
2+&
-(
!
3
3 ! "
4
)5"
!
0/
!
6
)"
*
)"
!"
, !
,
,
,
*6 -0*67/77.-
&
, 88
4
"
6
! 5
)
3 "
#&
7
!
8
$!"
1"2
1"$$ 1"
!"
6
3$9*
$!" 6 :(#
$
*
02 *
$$
-!;46$$
71"+
$
$4$ 2$(
17+1- 5/
<$#
*$#" #=>
?
! "
9 " ./"
!
#+
++&
,)$!"
1"2
1"$$
&1"$!" "+! $$
)5(1"$$
2
7
'$!"
+4!$1"$!"
# ! + 1"$$
,