Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Þórhallsdóttir Ludwig og Thomas Mikael Ludwig eru ekki bara hjón heldur líka vinnu- félagar. Daglega dvelja hvorki fleiri né færri en 14 börn á heimili þeirra í Fossvogi þar sem þau starfa sem dagforeldrar. Enda er engu líkara en komið sé á lítinn leikskóla þegar gengið er inn til þeirra, lítil kríli sitja í hverju horni upptekin við púsluspil og annað sýsl. „Ég var búin að vera í þessu í átta ár þegar við byrjuðum að vinna saman,“ segir Guðrún. „Ég hafði verið í krefjandi vinnu og við áttum litla dóttur sem mér fannst ég hafa vanrækt svolítið og því ákvað ég að gera þetta um tíma.“ Thomas sem er garðyrkjufræð- ingur að mennt segir ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ganga til liðs við konu sína: „Ég var búinn að vera í vaktavinnu í átta ár og lang- aði að breyta til og þegar ég var á frívakt kynntist ég börnunum og fannst þau mjög skemmtileg. Svo nefndi Guðrún það að við gætum starfað saman svo ég sló til.“ Síðan eru fjögur ár og Thomas segir að sér líki mjög vel við starf sitt. Börnin sem dvelja hjá þeim eru á aldrinum eins árs til þriggja ára og þótt þau séu fjórtán talsins eru mörg þeirra í gæslu aðeins hluta úr degi þannig að alls eru um tíu heilsdagspláss hjá þeim hjónum. Þau segja ágætlega ganga að hafa stjórn á skaranum enda séu börnin yfirleitt góðir vinir. „Ef maður spyr krakkanahver þeim finnist vera bestur eiga þeir í erfiðleikum með að gera upp á milli. En svo geta þau verið eins og hundur og köttur inn á milli, eins og kær- ustupar eða hjón,“ segir Guðrún og hlær innilega. Tyggjó á föstudögum Þau segja marga kosti við að vera fleiri en einn í daggæslunni, til dæmis verði þau síður ein- angruð og einmana. „Við erum líka með ákveðna verkaskiptingu,“ seg- ir Thomas. „Ég leik til dæmis við þau sem eru búin að borða á morgnana þannig að Guðrún getur einbeitt sér að þeim sem eru eftir.“ Þau segjast vera búin að koma sér upp mjög ákveðnu verklagi sem sé nauðsynlegt til að allt gangi upp. Aftur á móti sé fjölbreytnin það skemmtilegasta við starfið því að eiginlega sé engin mínúta eins og dagarnir mjög fljótir að líða þrátt fyrir langan vinnudag sem er frá klukkan hálfátta á morgnana til hálfsex á kvöldin. Það kemur upp úr dúrnum að lífið hjá börnunum í Fossvoginum er ekki aldeilis til- breytingarsnautt. „Við höfum sjón- varp bara einu sinni í viku, á föstu- dögum, en þeir eru svolítið öðruvísi hjá okkur. Þá leyfum við þeim að horfa á bíó og borða popp. Þá koma þau líka í kjólum og upp- áklædd og dansa þá kannski svolít- ið. Svo fá þau tyggjó þegar þau fara heim því föstudagarnir eru tyggjódagarnir. Oft eru brosverð- laun líka á föstudögum, kannski íspinni eða eitthvað svoleiðis, en þau fá þeir sem eru duglegir að brosa í vikunni. Svo er mjög skemmtilegt þegar Tom fer með þau í leikfimi því að þá standa þau í hring hér á teppinu og reyna öll að gera eins og hann,“ segir Guðrún og brosir að tilhugsuninni. Vagnar í öllum herbergjum Þegar svipast er um á heimili þeirra fer ekki á milli mála að allt er undirlagt undir börnin, leikföng eru í öllum hornum, jafnvel garð- urinn er fullur af leiktækjum. Dag- foreldrunum finnst það þó ekkert tiltökumál. „Við reynum auðvitað að gera þetta eins og heimili um helgar og á kvöldin og þegar dóttir okkar var heima reyndum við að hafa þetta sem eðlilegast fyrir hana. Annars eru vagnar inni í hverju herbergi en þetta hefur gengið vel,“ segir Guðrún. Um þriggja ára aldur fara flest börnin að tínast burt frá þeim Guð- rúnu og Thomasi því að þá tekur leikskólinn við. Þau segjast stund- um dauðsjá eftir þeim. „Þetta eru svo miklir afbragðskrakkar,“ segir Guðrún og bætir kímin við: „Einn sem hætti hjá okkur í haust kenndi voðalega í brjósti um okkur og sagðist ætla að koma til okkar aft- ur þegar hann væri búinn í leik- skólanum enda létum við hann óspart vita af því að við myndum sjá eftir honum. En svo kom lítill frændi hans í staðinn og hann er nú dálítið líkur honum.“ Hún segir heldur ekki óalgengt að börn í sömu fjölskyldunum komi til þeirra. „Sumar mömmurnar eru komnar af stað núna sem eru með barn hérna fyrir þannig að þær koma kannski eftir ár með það næsta. Það er því næstum hægt að segja að þetta sé orðið sjálfbært hjá okkur.“ Þau segjast vel geta hugsað sér að vinna við þetta þar til þau setj- ast í helgan stein en þau eru bæði um sextugt. „Okkur kemur svo ágætlega saman, annars gætum við þetta ekki,“ segir Guðrún og bætir við að þau séu vön að starfa saman enda ráku þau garðyrkjubýli í Borgarfirði áður en þau fluttu í borgina. Thomas segir líka vera mikils virði að vera sjálfs sín herra. Fleira kemur þó til og þau við- urkenna að vera miklar barnagæl- ur. „Maður verður náttúrlega að hafa gaman af börnum og hafa áhuga á uppeldismálum til að end- ast í þessu,“ segja þau Guðrún og Thomas að lokum. Nóg að gera hjá fjórtán barna „foreldrum“ í Fossvoginum Morgunblaðið/Ásdís Við litla húsið í garði Thomasar og Guðrúnar. Sum barnanna voru feimin og földu sig fyrir ljósmyndaranum. ÁSTÆÐA er til að endurskoða pen- inga- og gengisstefnuna hér á landi og íhuga hvort minnka eigi vægi fastgengisstefnunnar og taka upp formleg verðbólgumarkmið. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðhags- stofnunar sem birt var á þriðjudag og fjallar um framvinduna og horfur í þjóðarbúskapnum. Í skýrslunni segir að vandi Seðla- bankans við að framfylgja núver- andi peninga- og gengisstefnu felist í því að annars vegar hafi hann beitt háum vöxtum til aðhalds en hins vegar notað gengisviðmið sem markmið. Markaðsaðilar hafi litið á þetta sem ákveðna „gengistrygg- ingu“ og fyrir vikið séð mikil hagn- aðartækifæri í þeim vaxtamun sem hefur verið milli Íslands og annarra landa. Það hafi síðan örvað erlenda lántöku og grafið undan þeim ávinn- ingi sem hverju sinni hefur náðst til lækkunar verðbólgu. Þannig virki háir vextir ekki til fulls nema að óvissa um þróun gengisins komi í veg fyrir að innlendir aðilar reyni að hagnast á vaxtamuninum. „Veikleiki núverandi gengis- stefnu er því sá að við hana verður ekki staðið vegna nálægðar við efri vikmörkin nema um leið að tryggja lántakendum í erlendum gjaldeyri hagnað vegna umrædds vaxtamun- ar,“ segir í skýrslunni. Þá er staðhæft að aðhald í efna- hagsstefnunni á árunum 1998 og 1999 hafi verið ófullnægjandi og þar sé að finna rætur eftirspurnarþensl- unnar. Fyrir þann tíma hafi innlend verðbólga verið á sama róli og í helstu viðskiptalöndum okkar en fljótlega hafi farið að sækja í u.þ.b. tvöfalda verðbólgu hér á landi. Því er lagt til að vægi ríkisfjár- málastefnunnar í hagstjórninni verði aukið. Auk þess er talið æski- legt að efla ýmsa þætti fjármálaeft- irlitsins í því skyni að tryggja að lánastofnanir haldi áhættu sinni inn- an þeirra marka sem eðlilegt getur talist með tilliti til þeirra hag- sveiflna sem búast má við í íslensk- um þjóðarbúskap. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um efnahagsframvinduna Endurskoða þarf pen- inga- og gengisstefnuna HARALDUR Johannessen ríkislög- reglustjóri undrast ummæli sem höfð hafa verið eftir lögreglunni í Reykjavík um að mennirnir þrír sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna inn- brots í verslanir Hans Petersen og Bræðranna Ormsson tengist rúss- nesku mafíunni. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur séð um þann þátt rannsókn- arinnar sem snýr að gagnaöflun er- lendis. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að embætti rík- islögreglustjóra hefði ekki fengið neinar upplýsingar um að mennirnir þrír væru meðlimir í rússnesku maf- íunni eða tengdust henni. „Þá tel ég óeðlilegt að fjalla með þessum hætti, opinberlega um mál eða einstaklinga sem lögreglan hefur til rannsóknar. Ég tel að betur fari á því að gæta hófs og varfærni sé í fullyrðingum og umfjöllun lögreglu um sakamál,“ sagði Haraldur. Gríðarlegt starf hefur verið unnið vegna Schengen Þá segir Haraldur að þau ummæli sem birtust í Morgunblaðinu í gær, að það sé mat lögreglunnar að Schengen-samningurinn sé ekki til þess fallinn að sporna við því að skipulögð afbrotastarfsemi muni aukast hér á landi, hljóti að vera á ábyrgð þeirra sem létu þau falla. Þessi ummæli lýsi ekki afstöðu eða mati yfirstjórnar lögreglu í landinu. „Gríðarlegt starf hefur verið unnið vegna Schengen og maður hlýtur að ætla að það leiði til þess að herða eft- irlit með afbrotamönnum og efla samskipti lögreglu þeirra landa sem eiga aðild að Schengen-samstarf- inu,“ segir Haraldur. Ekki upp- lýsingar um tengsl við rússnesku mafíuna PÓSTMANNAFÉLAG Íslands undirritaði í gær nýjan kjarasamn- ing við Íslandspóst hf. Samningur, sem félagið gerði við Íslandspóst 12. febrúar sl., var felld- ur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að til viðbótar við ákvæði samningsins frá 12. febrúar hafi nú náðst fram breytingar á tilfærslum milli launaflokka, hækkun á upp- hafsprósentu, hækkun orlofsuppbót- ar o.fl. Þá segir að samingur sé í sam- ræmi við það sem samið hafi verið um á undanförnum mánuðum á al- mennum markaði. Póstmenn semja á ný ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.