Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR eru frænkur, þekktust þegarþær voru litlar en endurnýjuðukynnin fyrir nokkrum árum oghafa síðan þá hittst reglulega til að borða saman og spjalla. Ingibjörg er út- skrifuð frá textíldeild Listaháskólans og Ragnheiður úr skúlptúrdeild sama skóla. „Oft erum við því að ræða um bæði list, hönnun og handverk en Fjóla hefur mikinn áhuga á alls konar handverki og hefur ver- ið að vinna mikið með gler og sýnir afrakst- ur þeirrar vinnu hér. Ragnheiður pantaði salinn hér í Hinu húsinu eiginlega til að við gætum komið þessum hugmyndum okkar til annarra og hér erum við í dag,“ segir Ingi- björg um aðdragandann að sýningunni. Þær höfðu mjög skamman tíma til um- hugsunar en sýna allar verk á sýningunni sem krefjast mikillar vinnu og þolinmæði. Á sýningunni blandast saman ólíkir bak- grunnar þeirra þar sem verk Ragnheiðar eru nokkurs konar samsuða listar og arki- tektúrs, Ingibjörg sýnir þæfð teppi og skál- ar úr ullarflóka sem hún hefur hannað og unnið sjálf og lampar Fjólu á sýningunni bera vott um gott handverk. Girni og ullarflókar Verk Ragnheiðar á sýningunni er sam- ansett úr girni sem er vafið í vinkil utan um súlur í salnum. „Ég hef áður unnið með girni en á annan hátt. Hérna nota ég salinn sjálfan til að móta verkið. Ég gekk mörg hundruð ferðir um salinn þegar ég var að þræða á súlurnar og fyrir mér er það ferli mjög mikilvægt, girnið er vafið á ákveðinn hátt í minni sjónlínu og myndar þannig ákveðnar sjónblekkingar. Girnið er líka ótrúlega skrítið efni því að það eru svo miklar andstæður í því. Ég hef líka mikinn áhuga á umhverfi og arkitektúr og með því að nota umhverfið eins og ég geri hér finnst mér ég ná því áhugaverðasta út úr bæði salnum og því efni sem ég vinn með; girninu,“ segir Ragnheiður. Það er mikil vinna að baki öllum verk- unum á sýningunni. Hún sést meðal annars í ullarskálunum sem eru verk Ingibjargar. „Þessi aðferð að þæfa ull er mörg hundruð ára gömul vinnsluaðferð og er enn notuð út um allan heim og þá sérstaklega í Asíu. Það ótrúlegt hvað hægt er að vinna með þessari aðferð, hún hefur verið notuð bæði sem að- ferð til húsagerðar, til að gera föt og jafn- vel sem brynjur undir herklæði. Aðferðin er ekki mjög flókin en mjög tímafrek og mjög oft eru það tveir eða fleiri sem vinna saman þegar um stór stykki er að ræða. Ég hef gert bæði teppi og skálar unnar með þessari aðferð en ég hef verið í kjallaranun heima hjá mér öll kvöld að rúlla, nudda og berja til ullina og þetta er útkoman,“ segir Ingibjörg. Þær frænkur eru mjög ánægðar með útkomuna á sýningunni og stefna að því að halda sýningum áfram og panta ann- an sal því nauðsynlegt er að sýna öðrum það sem rætt er við matarborðið hvort sem það er list, hönnun eða handverk. Sýningin stendur til 2. apríl og er gall- eríið opið á opnunartíma Hins hússins. Listin og fjölskyldan Um síðustu helgi opnaði í Galleríi Geysi í Hinu húsinu sam- sýning Fjólu Ágústsdóttur, Ingibjargar Eddu Haralds- dóttur og Ragnheiðar Tryggvadóttur. Þær eru frænkur og allar með mikinn áhuga á list, hönnun og handverki. Unnar Jónasson kannaði fjölskyldumálið. Ragnheiður og Ingibjörg í Galleríi Geysi. Morgunblaðið/Jim Smart DAGANA 22.–26. mars standa nor- rænir sendikennar- ar við Háskóla Ís- lands og Norræna húsið fyrir norræn- um bíódögum. Sýndar verða fimm nýlegar myndir, Øen i fugle- gaden frá Danmörku, Pikkusisar frá Finnlandi, Cold Fever frá Ís- landi, Søndagsengler frá Noregi og Tillsammans frá Svíþjóð. Myndirn- ar eiga það allar sameiginlegt að taka á einhvern hátt á tengslum samtímans við fortíðina, og birtast söguleg umfjöllunarefni gjarnan í nýju ljósi í þessum myndum. Mikil gróska hefur verið í nor- rænni kvikmyndagerð undanfarin ár og nú gefst kvikmyndaunnendur tækifæri á því að kynna sér brot af því sem stendur upp úr. Allir leik- stjórarnir, nema Lukas Moodysson, leikstjóri Tillsammans, verða við- staddir sýningar mynda sinna, sem og tveir leikarar úr Tillsammans, þau Gustaf Hammarstén og Jessica Liedberg. Í dagskrá hátíðarinnar sem finna má á heimasíðu Norræna hússins, www.nordice.is, kemur fram á hvaða sýningum aðstandend- ur myndanna verða viðstaddir. Pall- borðsumræður munu síðan fara fram í Norræna húsinu, sunnudag- inn 25. mars kl. 11, með þátttöku aðstandendanna. Þetta framtak er styrkt af samstarfsnefnd um Norð- urlandafræðslu erlendis, sendiráð- um Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, sem og AVEK í Finn- landi. Øen i fuglegaden – Eyjan í fuglagötunni (Danmörk 1997) – Søren Kragh-Jacobsen Søren Kragh-Jacobsen er fæddur 1947. Hann er tvímælalaust einn af þekktari kvikmyndaleikstjórum Dana og á sjö kvikmyndir að baki, ásamt fjölda sjónvarpsmynda og má nefna barna-og unglingamyndirnar Gummi-Tarzan (1981) og Vil du se min smukke navle? (1978) sem gerðar voru eftir vinsælum bókum, sem báðar hafa komið út á íslensku. Hans nýjasta mynd er Dogma- mynd nr. 3, Mifunes sidste sang, sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrir skömmu. Øen i fuglegaden er fjölþjóðleg mynd sem gerist í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni, leikararnir koma frá hinum ýmsu löndum og er myndin leikin á ensku. Aðalleikarar eru Patrick Bergin, Jacob Rasmussen og Jordan Kiziuk. Myndin segir frá hinum ellefu ára gamla Alex sem hefur verið aðskil- inn frá föður sínum sem er fangi í útrýmingarbúðum nasista. Undir áhrifum frá ævintýrum Róbinsons Krúsós þjálfar hann hjá sjálfum sér hæfileika til þess að lifa af við þess- ar erfiðu kringumstæður og útbýr felustað undir rjáfri hálfhrunins húss í Varsjá með útsýni yfir gyð- ingahverfið. Þannig getur hann fylgst með atburðum í hverfinu án þess að aðrir sjái hann. Hann bíður þar eftir því að faðir hans komi að sækja hann eins og hann hafði lofað. Það er oft erfitt fyrir Alex að út- vega nauðsynjar á borð við vatn og mat, og þarf hann að sýna mikla út- sjónarsemi í þeim efnum. Einu félagar hans eru lítil mús og eintak af sögunni um Róbinson Krúsó. Myndin vann til fjölda verðlauna, þar á meðal hlaut hún silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Pikkusisar – Litla systir (Finn- land 1999) – Taru Mäkelä Taru Mäkelä fæddist 1959 í Tampere en Pikkusisarr er fyrsta mynd hennar í fullri lengd. Mäkelä og handritshöfundurinn Raija Talv- io hafa sagt að kvikmyndin sé til- komin vegna þess hve lítið er um frásagnir kvenna af afleiðingum stríðsrekstrar en stríð er langoftast sýnt út frá sjónarhóli karla. Mäkelä hefur áður fjallað um stríð og afleið- ingar þess í heimildarmyndum sín- um sem hafa vakið mikla athygli. Katri Ruuska er ung kona í Finn- landi sem verður ekkja í Vetrar- stríðinu. Árið 1941 ákveður hún að gerast sjálfboðaliði á hersjúkrahús- inu í Helsinki og reynir að sefa sorg sína yfir missi eiginmannsins með mikilli vinnu. Á sjúkrahúsinu kynn- ist hún skógarhöggsmanninum Arvo sem hefur meiðst á höfði og heldur því fram að hann þekki Katri, að hann hafi kynnst henni fyrir löngu í draumum sínum. Katri segist ekki trúa draumum Arvo þó að vel megi vera að hún geri það innst inni. Á sama tíma sendir Eero, æskuvinur Katri, henni ástarbréf af vígvellinum. Helsinki verður fyrir loftárásum, það er skortur á mat og annarri nauðsynjavöru og veturinn virðist ætla að koma fyrr en venjulega. Þegar Eero snýr aftur til Helsinki sem liðhlaupi verður Kari að velja á milli hans og Arvo. Þar sem myndin er á allan hátt gerð út frá sjónarhóli kvenna er karlmennskuhugtakið skilgreint á frumlegri hátt en við eigum að venj- ast í myndum sem fjalla um stríð, þar sem karlmennirnir eru afar brothættir en reyna engu að síður að ríghalda í það sjálfsöryggi sem ætlast er til að þeir sýni við þessar erfiðu kringumstæður. Með aðalhlutverk fara Vera Ki- iskinen, Kai Lehtinen og Tarmo Ruubel. Cold Fever – Á köldum klaka (Ísland 1995) – Friðrik Þór Friðriksson Ungur Tókýóbúi, Atsushi Hirata, ferðast til Íslands að tilstuðlan afa síns, en tilgangur ferðarinnar er að halda minningarathöfn um foreldra Hirata, sem drukknuðu á Íslandi. Á ferð sinni um landið kynnist Hirata fjölmörgum furðufuglum, bæði þessa heims og annars, og þarf að takast á við ýmisleg séríslensk fyr- irbæri, svo sem brennivín, karla- kóra og þorramat. Myndin hefur hlotið fjölda við- urkenninga og var valin til þátttöku á Sundance-hátíðinni á sínum tíma. Með aðalhlutverk fara Fisher Stevens, Gísli Halldórsson, Lili Taylor og Masatoshi Nagase. Søndagsengler (Noregur 1996) – Berit Nesheim Berit Nesheim hefur gert fjórar kvikmyndir auk sjónvarpsefnis en hún skrifaði einnig handrit Søn- dagsengler. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Osló með próf í er- lendum tungumálum, bókmenntum og sálfræði. Hún byrjaði á því að leikstýra sjónvarpsmyndum en fyrsta kvikmynd hennar, Frida – Straight from the Heart frá 1991, vakti mikla og verðskuldaða athygli og vann til nítján verðlauna. Önnur mynd hennar, Beyond the Sky frá 1994, fékk einnig mikið lof, og Søn- dagsengler sem sýnd verður á há- tíðinni var tilnefnd til Óskarsverð- launa í flokki erlendra mynda árið 1997. Berit Nesheim er án efa með- al allra virtustu kvikmyndaleik- stjóra Norðmanna og því mikill fengur að fá mynd eftir hana til landsins. Søndagsengler gerist í norskum smábæ á sjötta áratugnum þar sem unglingar staðarins eru í uppreisn- arham, reykja, drekka og syndga sem mest þeir mega. Maria stelst stundum til þess að umgangast hóp- inn en sá galli er á gjöf Njarðar að faðir hennar er presturinn á staðn- um, ástsæll meðal sóknarbarnanna en tekst ekki alltaf vel upp í hlut- verki sínu innan fjölskyldunnar. Þannig er Maria á milli tveggja elda, og þarf að kljást við ólíkar væntingar og eigin þrár. Hún þarf að gera upp við sig hvort hún vilji fylgja trúnni og kirkjunni eins og hún hefur verið alin upp við, eða fara sínar eigin leiðir. Eini banda- maður hennar í þessum erfiðleikum er frú Tunheim, miðaldra kona sem starfar innan kirkjunnar en er afar frjálslynd í hugsun, hún vill ekki að Maria þurfi að sjá eftir því að hafa ekki lifað lífinu til fulls eins og hún sjálf. Með aðalhlutverk fara Marie Theisen, Bjørn Sundquist og Hilde- gun Riise. Tillsammans (Svíþjóð 2000) – Lukas Moodysson Lukas Moodysson er ungur að árum, fæddur 1969 og er ein helsta stjarna sænskrar kvikmyndagerðar um þessar mundir og þótt víðar væri leitað, en hann hlaut verð- skuldaða athygli um allan heim fyr- ir Fucking Åmål. Tillsammans gerist á áttunda ára- tugnum í Svíþjóð og segir frá El- isabeth sem gefst upp á ofbeldis- fullu sambandi og sest að, ásamt tveimur börnum sínum, í hippa- kommúnu sem byggist á sósíalisma og dýraverndunarsjónarmiðum, bækurnar um Línu langsokk eru t.d. bannaðar vegna þess að Lína þykir vera allt of mikill kapítalisti. Þar kynnist hún ólíkum vanda- málum, lífsviðhorfum og sjónar- hornum og er því ákaflega vel lýst í þessari mynd hversu erfitt það get- ur verið að búa í svo nánu sambýli við annað fólk. Tillsammans þykir ekki síðri en Fucking Åmål og veitir hún einstaka innsýn í andrúmsloft áttunda áratugarins, en oft var erf- itt að standa undir þeim væntingum sem trú á sameiginlega ást og bræðralag gerði til þeirra sem að- hylltust frjálslyndar skoðanir þess tíma. Með aðalhlutverk fara Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarsten og Jessica Liedberg. Fortíð mæt- ir samtíð Úr kvikmyndinni Søndagsengler (Noregur 1996) eftir Berit Nesheim. Úr kvikmyndinni Øen i fuglegaden – Eyjunni í fuglagötunni (Danmörk 1997) – eftir Søren Kragh-Jacobsen. Filmundur kynnir norræna kvikmyndahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.