Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ - trygging fyrir l águ ver›i! Um er að ræða 6-10 tíma á mánuði eða 1-2 tíma á viku. Ýmis verkefni fyrir fólk á öllum aldri. Með sjálfboðastarfi gefst tækifæri til að:  Láta gott af sér leiða  Bæta við reynslu og þekkingu  Vera í góðum félagsskap V I L J U M B Æ T A V I Ð S J Á L F B O Ð A L I Ð U M ! Upplýsingar gefur Huldís í Sjálfboðamiðstöð R-RKÍ, Hverfisgötu 105, s. 551 8800 EIN af forsendum byggðar í landinu er aðgengileg, almenn grunnþjónusta. Þetta á við um verslun, síma, fjarskipti, póstþjón- ustu, heilbrigðisþjón- ustu, menntun og jafn- vel eldsneytistöku á bíla og vélar. Fá fyrir- tæki geta starfað nema þar sem hægt er að afla fanga með sæmilega auðveldum og hag- kvæmum hætti. Búseta og heimilishald krefst þess að hafa góðan að- gang að lágmarksþjón- ustu í sínu nánasta umhverfi. Eitt helsta meinið í íslensku at- vinnulífi eru samruni, miðstýring og aukin fjarlægð stjórnenda fyrir- tækja frá því samfélagi sem þeim er ætlað að þjóna. Það er því eðlileg krafa að allar nýjar lagasetningar, reglugerðir og meiriháttar verk- áætlanir séu látin lúta samfélagslegu umhverfismati, sem tekur ekki að- eins til áhrifa á náttúruauðlindirnar, heldur einnig til samfélagslegra breytinga sem fylgja í kjölfarið, s.s. breytinga á búsetu og atvinnulífi, samkeppnishæfni og lífskjörum fólks hvarvetna á landinu. Samfélagsleg ábyrgð Það er ekki langt síðan atvinnulíf hérlendis einkenndist af dreifræði. Fyrirtækjum var stjórnað þar sem þau þjónuðu og ákvarðanir voru teknar af fólki sem þekkti staðhætti vel. En nú hefur orðið mikil sam- þjöppun í íslensku at- vinnulífi og almanna- þjónustu. Þetta á við um formlegan samruna fyrirtækja eða þar sem hin stærri hafa gleypt hin smærri. Völd hafa færst á fáar hendur innan fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að bankastjórar í útibúum á landsbyggðinni hafa nú mun minni völd en áður. Æ fleiri ákvarð- anir sem máli skipta eru teknar í órafjar- lægð, af fólki sem varla hefur stigið fæti sínum í viðkomandi byggðarlög. Hætt er við að enn lengra verði gengið í þessa átt og útibúin víðast lögð af. Almannaþjónusta, þar sem hag- kvæmni og arðsemi eru einu skil- greindu markmiðin, er á fullkomnum villigötum. Það kann að virðast ein- föld framkvæmd að loka pósthúsi eða leggja niður bankaútibú og segja starfsmönnum upp, en með slíku er í raun verið að auka rekstrarkostnað bæði heimila og fyrirtækja svo um munar. Meint hagræðing kemur yf- irleitt aðeins fram sem örlítil aukn- ing á hagnaði, en getur hins vegar falið í sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær byggðir sem eiga í hlut. Einkavæðing almannaþjónustu Nú er komið fram frumvarp um sölu ríkisbankanna og heimild til að hlutafélagavæða sparisjóðina. Sjálf- stæðir sparisjóðir í heimabyggð hafa víða verið stoð og stytta íbúanna. En nú heyrast hvarvetna um landið áhyggjuraddir fólks sem segir: „Hvað verður nú um bankann okkar, verður honum lokað í næstu hrinu? Og missir þá okkar fólk vinnuna? Verður sparisjóðurinn okkar keypt- ur upp og honum lokað?“ Sú hætta liggur í leyni að hlutafélagavæðing almannaþjónustu geri hana fjarlæg- ari þeim sem eiga að njóta hennar. Þetta á sérstaklega við þegar eign- arhald er með þeim hætti að enginn ber ábyrgð gagnvart nærumhverfi sínu og þjónustuskyldur eru ekki lengur sýnilegar, eins og raunin virð- ist vera eftir breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi í síma- og póstþjón- ustu hérlendis. Með samrekstri pósts og síma var haldið uppi býsna háu þjónustustigi víða um land með sérhæfðu starfsfólki, lager- og við- gerðarþjónustu. En eftir að þessir þjónustuþættir voru aðskildir með lögum og þjónustan síðan hluta- félagavædd hefur hún smám saman verið að molna niður. Pósthúsum hefur verið lokað. Hvað gerist þegar Landsíminn verður seldur? Sá ótti hefur gripið um sig meðal fólks hringinn í kringum landið að hér sé aðeins upphaf mikillar óheillaþróun- ar sem ekki tekur enda fyrr en öll þessi staðbundna þjónusta er horfin úr hinum smærri byggðarlögum landsins. Þjónusta og skyldur Taka má fleiri dæmi um það hvernig flestir þeir þræðir er tengja saman daglegt líf fólks eru að færast í hendur fjarstaddra aðila, sem oft hafa takmarkaða þekkingu á aðstæð- um. Og það sem verra er: Þeir hafa engar þjónustuskyldur, hvað þá að gerðar séu til þeirra samræmdar gæðakröfur. Í frumvarpi til laga um hlutafélagavæðingu Orkubús Vest- fjarða stendur í 8. gr.: „Stjórn hluta- félagsins setur gjaldskrá um verð á seldri orku til notenda þar sem m.a. skal gætt arðsemissjónarmiða við setningu gjaldskrár.“ Hvergi er í lögunum minnst á þjónustuskyldur. Sama er uppi á teningnum í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þar eru ítrekuð sjónarmið um hámarks arðsemi eigin fjár, en hvergi minnst á þjónustu eða skyldur við nærsam- félagið. Stækkun eininga í atvinnulífi og samfélagsþjónustu, einkavæðing með tímabundna arðsemi fjármagns- ins sem höfuðmarkmið á sér tak- mörk og getur leitt til þess að tengsl við umhverfið rofna, fyrirtækin tré- nast upp og tapa sveigjanleika og að- lögunarhæfni, enda hafa eigendurnir ekki lengur samfélagslega skírskot- un. Gildir þar einu þótt í byrjun sé hlutaféð í eigu starfsmanna eða ann- arra sem eru nátengdir grasrótinni. Áður en varir hafa hlutirnir verið seldir og afdrif fyrirtækjanna eru þá í annarra höndum. Hagkvæmni og arðsemi snúast í andhverfu sína: Samkeppni snýst í fákeppni, hófleg arðsemiskrafa breytist í hömlulausa fégræðgi, siðferði og samfélagsleg ábyrgð eru fyrir borð borin. Samfélagslegt umhverfismat Þegar samþykkt eru lög eða settar fram verkáætlanir sem geta koll- varpað eða gjörbreytt atvinnulífi, samfélagsþjónustu og ímynd heilla byggðalaga og þjóðfélagshópa ætti að vera til matsferill hliðstæður því sem settur hefur verið um náttúru- auðlindir landsins í tengslum við mannvirkjagerð. Nú þykir sjálfsagt að umsögn fjármálaráðuneytisins um hugsanleg áhrif á fjárhag ríkis- sjóðs fylgi með öllum lagafrumvörp- um. Einnig hefur verið samþykkt viljayfirlýsing um að með lagafrum- vörpum sem snerta fjárhag og ábyrgð sveitarfélaga fylgi úttekt á fjárskuldbindingum þeirra. Það er því eðlilegt að krefjast þess að laga- frumvörpum, reglugerðum og verk- áætlunum fylgi úttekt og umsögn um áhrif þeirra á samfélög og atvinnulíf út um allt land. Þetta gæti verið verðugt hlutverk fyrir „byggða- deild“ byggðamálaráðherra. Áður en gerð er svo viðamikil breyting og nú er stefnt að með sölu ríkisbankanna og hlutafélagavæð- ingu sparisjóðanna er full ástæða til að skilgreina samfélagsskyldur pen- ingastofnana gagnvart einstakling- unum víðs vegar um landið. Sama gildir um Landssímann hf., Íslands- póst hf. og svo má áfram telja. Það má enginn skjóta sér undan skyldum nærsamfélagsins. Til þessa nágrannasamfélags sækjum við öll öryggið, hamingjuna og styrkinn til sóknar í bráð og lengd. Fákeppni, fjarlægð og þjón- usta við íslenskar byggðir Jón Bjarnason Almannaþjónusta Hætt er við að einka- vædd almannaþjónusta skjóti sér undan skyld- um við nágrannasam- félagið, segir Jón Bjarnason, en til þess samfélags sækjum við öll öryggið, hamingjuna og styrkinn. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Norðurlandi vestra. FLOKKSÞING Framsóknarflokksins er nýafstaðið. Fram- sóknarmenn eru sáttir við sitt. Þeir eru í rík- isstjórn og finnst þeir vera að gera vel. Flokk- urinn hefur valið nýtt fólk í forystuna með Halldóri og allir virðast ánægðir með það, líka þeir sem sóttu fast að ná kosningu til þessara embætta. En flokkur- inn var ekki tilbúinn að taka umræðuna um það mál sem brýnast er að leysa, stærsta réttlætis- mál þjóðarinnar, sem er eignarhald á auðlind sjávar og úthlut- un á veiðirétti. Þegar kom að þeim þætti klofnaði sjávarútvegsnefnd þingsins og menn treystu sér ekki til að hleypa umræðunni lausri inni á þinginu. Það þótti farsælast að setja málið í nefnd. Það er líka í samræmi við stjórnvaldsaðgerðir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sjávarútvegs- málum. En það er þyngra undir fæti að ná málunum út úr nefnd og festa þau í lög. Þannig hefur auðlindanefnd skilað áliti eftir tveggja ára nefndar- starf og þá var sett nefnd í að endur- skoða lögin um stjórn fiskveiða og þar er allt upp í loft og óvíst með af- greiðslu á þessu vori. Höfuðverkur Framsóknar Formaður Framsóknarflokksins er guðfaðir kvótakerfisins og hefur varið það með ráðum og dáð. Nýr liðsmað- ur Framsóknarflokksins, þingflokks- formaðurinn Kristinn H. Gunnars- son, er varaformaður nefndar sem sett var á laggir til að endurskoða lög- in um stjórn fiskveiða. Þar hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að farsæl- ast sé að fara svokallaða fyrningaleið til að ná veiðiheimildum aftur til eig- enda sinna, þjóðarinn- ar. Hann er kominn inn á leið Samfylkingarinn- ar sem hefur sett fram róttækar tillögur sem byggjast á fyrningaleið- inni. Hann vill að vísu fara hægar í sakirnar og taka fyrningar á lengri tíma en er sam- mála okkur í Samfylk- ingunni um að einka- réttur útvalinna manna í sjávarútvegi eigi ekki að viðhaldast um aldur og ævi. Hann segir „Í dag er það hinsvegar þannig að þeir sem eru fyrir leigja frá sér afla- heimildina til annarra sem vilja vera útgerðarmenn og okra á þeim mis- kunnarlaust. Fyrningarleiðin er eðli- leg og hún er sjálfsögð. Hún skapar jafnrétti og ekki síst samkeppni með- al útgerðarmanna um veiðiheimildir.“ Og Kristinn spyr hvort sjávarútvegur eigi að vera eina greinin á Íslandi þar sem samkeppnislögmálinu er úthýst. Þarna stendur hnífurinn í kúnni því þessari spurningu vill Framsóknar- flokkurinn ekki svara að sinni. Tillögur Samfylkingarinnar Samfylkingin leggur til að allar veiðiheimildir verði kallaðar inn á 10 árum og síðan boðnar til leigu til 5 ára í senn. Til að koma í veg fyrir spá- kaupmennsku og brask er gert ráð fyrir að aflahlutdeildir sem útgerðir leigja til sín verði ekki framseljanleg- ar en þeir sem leigja veiðiheimildir (kvóta) geti leigt frá sér innan ársins allt að 50% af aflamarkinu. Þannig má tryggja jafnræði og opnað er á nauð- synlega nýliðun. Flotanum verði skipt í þrjá útgerðarflokka vegna hags- muna landvinnslunnar og smábátum heimilað að leigja til sín aflakvóta frá öðrum útgerðarflokkum. Í tillögum Samfylkingarinnar er sérstakt tillit tekið til byggðasjónarmiða og hags- muna sveitarfélaga því heimilað verð- ur sérstakt útboð á aflahlutdeildum til útgerða sem skuldbinda sig til að leggja upp þar sem atvinnuerfiðleikar eru vegna skorts á afla til vinnslu. Áhersla er lögð á stöðugleika í greininni, að reglur verði einfaldar og skýrar og hægt verði að bjóða í veiði- heimildir hvar sem er á landinu. Réttlætismál verður ekki svæft í nefnd Það getur vel verið að Framsókn- arflokkurinn hafi bjargað sér fyrir horn með því að ná sátt á flokks- þinginu um að tillögurnar sem fjaðra- foki ollu færu í nefnd. Það er hins- vegar alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn verður að svara þeirri áleitnu spurningu hvort allur kvótinn á að safnast á örfárra hendur fyrir hans tilverknað eða hvort hann svarar kalli tímans og tek- ur þátt í að endurheimta auðlindina til baka til eigenda hennar, fólksins í þessu landi. Framsóknarflokkurinn verður að svara Rannveig Guðmundsdóttir Kvóti Framsóknarflokkurinn verður að svara þeirri áleitnu spurningu, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, hvort allur kvót- inn á að safnast á ör- fárra hendur fyrir hans tilverknað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.