Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 53
Land Rover Discovery
XS Series II Nýskr. 6. 1999,
2500cc Diesel vél, 5 dyra,
sjálfskiptur, blár, ekinn 30 þ2x.
Topplúga, ABS, leður,
spólvörn o.m.fl.
Verð
3.500 þ.
RITUAL ROUGE
BRILLIANT
NÝTT VARAGLOSS
HELENA RUBINSTEIN
DRAUMKENND FEGURÐ
ww
w.
he
le
na
ru
bi
ns
te
in
.c
om
AFMÆLIS-
KYNNING
fimmtudag til
laugardags
Bjóðum ykkur velkomin og
minnum á veglega kaupauka
j l i
i l
A Ð R A R N Ý J U N G A R :
Libia
s n y r t i v ö r u v e r s l u n
Göngugötu Mjódd
sími 587 0203
DOUBLE AGENT farði sem
mattar og jafnar litarháttinn.
CRESCENDO maskari með
fjölbreytta eiginleika.
FORCE C PREMIUM
frískandi C-vítamín hlaup.
LIP SCULPTOR loksins
sérvara fyrir fínu línurnar
umhverfis varirnar.
LIQUID METAL varalitur, alveg
ný formúla með málmkenndri
áferð.
,,BLINDFLUG í
efnahagsmálum er hið
mesta hættuspil.“
Menn skyldu halda,
að yfirlýsing þessi væri
gefin af ábyrgðarlaus-
um stjórnarandstæð-
ingum. Svo er reyndar
ekki. Hér talar formað-
ur Samtaka iðnaðarins
á Iðnþingi nýafstöðnu.
Raunar sagði hann að
Samtökin hefðu varað
við þenslu í hagkerfinu
allt frá 1998. Fór ekki
milli mála að hann taldi
þau hafa talað fyrir
daufum eyrum stjórn-
valda. Stjórnarand-
stöðuna þarf því ekki að undra, þótt
aðvaranir hennar séu látnar sem
vindur um eyrun þjóta. En það er
fleira en ummæli iðnrekenda, sem er
órækur vitnisburður um lausatök í
stjórn efnahagsmála nú um stundir.
Nýju frumvarpi til laga um heimild
til handa ríkisstjórn til að selja
hlutafé í ríkisbönkunum fylgir um-
sögn Seðlabanka Íslands. Þar veltir
Seðlabankinn því m.a. fyrir sér hvort
heppilegt sé að ríkið selji eign sína í
bönkunum miðað við núverandi að-
stæður í þjóðarbúskapnum. Orðrétt
umsögn bankans: ,,Hér varðar mestu
hvort líklegt sé að einkavæðing
bankanna muni stuðla að minna eða
meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum
en nú þegar er fyrir hendi. Þar sem
þessi áhrif eru óviss er ekki hægt að
fullyrða að neitt í núverandi stöðu
mæli sérstaklega með eða móti sölu.
Þó má e.t.v. segja að í ljósi þess hve
efnahagsástandið er viðkvæmt um
þessar mundir og áhrifin óljós þurfi
að gæta þess sérstaklega vel við út-
færslu sölunnar að hún verði ekki til
þess að ýta undir ójafnvægi.“
Hér er talað tæpitungulaust um
,,ójafnvægi í þjóðarbú-
skapnum“, ,,viðkvæmt
efnahagsástand um
þessar mundir“, og að
varast beri aðgerðir
sem ,,ýta undir ójafn-
vægi“.
Stjórnarandstaðan á
Alþingi veit fullvel
hvernig slíku tali af
hennar hálfu er tekið í
þingsölum af forystu
ríkisstjórnarflokkanna.
Forsætisráðherrann
bregst ævinlega
ókvæða við og vísar öll-
um slíkum fullyrðing-
um á bug með hrópyrð-
um og skútyrðum, og
illyrðum í garð talsmanna stjórnar-
andstöðunnar. Á engum aðvörunum
er tekið hið minnsta mark og blind-
flugið þreytt af kappi án leiðar-
merkja eða hæðarmæla.
Í áminnstri umsögn Seðlabankans
segir svo í samantekt: ,,Áhrif á fjár-
málamarkaði af sölu ríkisins á hlut-
um sínum í Landsbankanum og Bún-
aðarbankanum eru í sjálfu sér óviss.
Mestu skiptir hvernig tekjum ríkis-
sjóðs af sölu hlutabréfa í bönkunum
verður varið. Ef fjárfesting hins op-
inbera á komandi ári eykst vegna söl-
unnar, mun það auka eftirspurn og
verðbólgu. Því er brýnt að koma í veg
fyrir að tekjur af sölunni leiði til auk-
inna ríkisútgjalda.“
Það er ekki að ósynju að Seðla-
bankinn brýnir fyrir ríkisstjórn að
auka ekki ríkisútgjöld. Þrátt fyrir há-
vaðasamar aðvaranir á Alþingi við af-
greiðslu fjárlaga hefir allt komið fyr-
ir ekki. Allt hefir verið látið vaða á
súðum og ríkisútgjöld aukin milli ára
langt umfram verðlagsþróun. Fjár-
lög eru þó aðal tæki stjórnvalda til að
hafa áhrif á verðþenslu í efnahags-
málum. Virt er að vettugi ráðgjöf
innlendra og erlendra sérfræðinga
að draga úr ríkisútgjöldum sem kost-
ur er til að slá á háskalega og vaxandi
spennu. Þverúð ríkisstjórnar að vilja
engum ráðum taka er óskiljanleg, og
þeim mun furðulegri sem í hlut eiga
margir hollvinir hennar. Sá uggur
hlýtur að sækja að mönnum að úrslit-
um ráði ógóðir fésýslumenn, sem
einkum hafa það sér til ágætis unnið í
fjármálum að ganga þann veg um
efnahag Reykjavíkurborgar á sinni
tíð að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut að
hrökklast þar frá völdum; og vandséð
að hann heimti þau í bráð af þeim ill-
vígu sökum. Þar voru menn líka í
blindflugi – og brotlentu.
Blindflug
Sverrir
Hermannsson
Efnahagsmál
Virt er að vettugi ráð-
gjöf innlendra og
erlendra sérfræðinga,
segir Sverrir
Hermannsson, að
draga úr ríkisútgjöldum
sem kostur er til að
slá á háskalega og
vaxandi spennu.
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganemaStórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR
Handsnyrtivörur frá = og Depend.
Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana.
Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem,
vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá
Frábært verð og frábær árangur.