Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 51 Á SÍÐUSTU vikum hefur átt sér stað nokkur umræða um heilsugæsl- una í landinu, ekki síst á höfuðborg- arsvæðinu Tilefnið er m.a. forystu- grein í janúarhefti Læknablaðsins eftir Emil L. Sigurðsson heilsu- gæslulækni í Hafnarfirði um heilsu- gæsluna á höfuðborgarsvæðinu og í öðru lagi almenn og vaxandi óá- nægja með minnkandi aðgengi að heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu. Eftir upplýsingum að dæma virðist ekki fjarri lagi að tala um kreppu í heilsugæslukerfinu. Málið er því grafalavarlegt, þar sem heilsugæslan er undirstaða heil- brigðiskerfisins og misbrestir þar hafa neikvæð áhrif á heilbrigðisþjón- ustuna í heild. Í kjarasamningum milli Félags ísl. heimilislækna og ríkisins l998 urðu samningsaðilar sammála um, að það væri fullt starf fyrir einn heimilis- lækni að annast l.500 skjólstæðinga. Hefur þá væntanlega verið gengið út frá vinnubrögðum eins og tíðkast á heilsugæslustöðvum, þ.e. að ung- barnavernd og mæðraeftirlit sé í umsjá heimilislæknis. Þetta hefur lengi verið viðmiðun Félags ís- lenskra heimilislækna og var mark- mið heilbrigðisráðuneytisins fyrir áratug, þótt framkvæmdir yrðu ekki í samræmi við það. Samkvæmt þessu þarf 120 heimilislækna til að sinna íbúum höfuðborgarsvæðisins, en þeir eru hins vegar aðeins 90, eða fjórðungi færri en ráðuneytið telur hæfilegt. Þess má geta, að launkerfi heilsugæslulækna miðast við þessa tölu, þeir fá full laun fyrir að annast l.500 manns. Hér er því um stórkostlega van- mönnun að ræða. Það þarf að fjölga heimilislæknum um 30% úr 90 í 120 til að kerfið sé fullmannað. Það er rétt að hafa þetta í huga, þegar við fáum þau svör hjá heilsugæslustöðv- unum, að það sé svo og svo löng bið eftir viðtali. Ætli það kynni að breyta einhverju, ef þessi 30 manna hópur væri kominn til starfa? Það er ekki hægt að gera kröfu til þess, að sú þjónusta sé fullnægjandi, sem er svo stórlega undirmönnuð. Ráðið við þessum vanda er að sjálfsögðu að fjölga stöðugildum heimilislækna um 30%, bæta 30 læknum á svæðið. Þá fyrst er hægt að gera kröfur. Þegar maður hefur sagt A, þá verður maður að segja B. Vandinn hefur verið skilgreindur, og það er ekki annað fyrir hendi en að leysa hann. Hér er sem sé við heil- brigðisyfirvöld að eiga. Fjölgun heilsugæslulækna er pólitísk ákvörð- un, en það stendur á þessari póli- tísku ákvörðun hjá heilbrigðisyfir- völdum, ekki af því að þau viti ekki um vandann, þau viðurkenndu hann í samningunum við heimilislækna. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun að leysa ekki vandann. Það var eðli- legt að gera ráð fyrir, að í kjölfar samninga heimilislækna og heil- brigðisyfirvalda yrði hafist handa við að fjölga heimilislæknum verulega, t.d. um 30, en það hefur ekkert gerst. Hvað veldur? Skýringin er sú, eins og áður segir, að það vantar pólitísk- an vilja. Það var aldrei meiningin að fjölga heimilislæknum. Heilsugæsl- an á höfuðborgarsvæðinu hefur allt- af verið olnbogabarn hjá pólitíkusum og er það enn. Þetta á sérstaklega við um Sjálf- stæðisflokkinn, en menn vilja meina, að það sé sá flokkur, sem nú stjórnar heilbrigðismálunum. Fjölgun heimilislækna er pólitisk ákvörðun, það eru einungis pólitiskir aðilar, sem geta leyst þennan vanda. Það er sögulegt hlutverk félags- hyggjuaflanna á Alþingi eða í sveitarstjórnum að beita sér fyrir að vandi heilsugæslunnar verði leystur, ef nokkur tök eru á. Það þarf að fjölga stórlega stöðugildum fyrir heilsugæslulækna á höfuðborg- arsvæðinu, samkvæmt stöðlum ráðuneytisins vantar 30 stöðugildi til að fullmannað sé. Í öðru lagi þarf að sjá til þess að laun heilsugæslulækna verði sambærileg við laun annarra sér- fræðinga, til að heilsugæslan verði samkeppnisfær við aðrar greinar læknis- þjónustunnar. Að öðrum kosti tæmist heilsugæslan að læknum. Þetta er pólitískt verkefni og verður aðeins unnið af félagshyggjuöflun- um. Heilsugæsla í vanda Guðmundur Helgi Þórðarson Læknar Það þarf að fjölga heim- ilislæknum um 30%, úr 90 í 120 í Reykjavík, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, til að kerfið sé fullmannað. Höfundur er fyrrverandi heilsugæslulæknir. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.