Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 55 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi SJÁ NÆSTU SÍÐU spillti að Maggi ók lengst af grænum forláta blæjujeppa (gott ef Kolli bróðir hans átti hann ekki) og ég fékk alltaf að sitja í: stöku sinnum vorum við svolítið seinir af því að hann svaf yfir sig, líka þegar við vor- um eftir hádegi. En það gerði ekki mikið til: námið varð að vísu að stunda, en aðalmálið var félagslífið. Það var fjörugt, enda yfir þúsund manns í skólanum. Félagsskapurinn í Kennaraskól- anum var góður, bæði í bekknum og þeirri klíku sem öllu vildi ráða í skól- anum og við Magnús urðum fljótt hluti af. Við gerðum allt sem gera þurfti, en skemmtilegast var að skrifa og það gerðum við oft saman. Gáfum út bekkjarblaðið Maó, sem fyrst var handskrifað í grasafræði- tímum og látið ganga, en síðar fjöl- ritað og dreift til klíkusystkina okkar auk bekkjarfélaganna – reyndar lifði Maó allmörg ár eftir að við lukum námi í formi prentaðrar áramóta- kveðju til vina og vandamanna. Ort- um auðvitað – ljóðin gefin út í tveim- ur bindum og hétu Fjölmæli. Þýddum Dylan og sömdum poppleik með fleirum fyrir árshátíð. Síðasta árið okkar var ég formaður skóla- félagsins, Albert Eymundsson bekkjarbróðir okkar gjaldkeri og Magnús ritstjóri skólablaðsins Örv- ar-Odds. Þetta var svokölluð sam- virk forysta – og virkaði vel. Allt gert saman – nema Albert var alltaf einn með peningana! Reynsla okkar af blaðaútgáfu úr skóla varð til þess að alltaf síðan vorum við að sinna ein- hverjum blöðum. Minnisstæðust er sennilega dagblaðaútgáfan á lands- mótum skáta – við ritstýrðum Glanna 1970 og Úlla 1974, en Glanni var fyrsta offsetprentaða dagblaðið á Íslandi. Þá var vakað sólarhring- unum saman. Að loknu kennaraprófi fór Magn- ús að kenna við Barnaskóla Íslands á Akureyri – en þar höfðum við reynd- ar áður verið saman í 10 daga í æf- ingakennslu hjá Tryggva Þorsteins- syni. Fljótlega kom hann þó til baka í Hafnarfjörð og fór að kenna við Víði- staðaskólann. Magnús hafði gaman af útivist og var skjótur til ákvarðana. Sumarið 1976 vantaði fimmta mann á segl- skútu. Ég réði Magnús í plássið að honum forspurðum: hann var í erf- iðri gönguferð yfir Vatnajökul og ekkert símasamband. Hann kom til byggða á sunnudagskvöldi. Þá hringdi ég og tilkynnti honum að á þriðjudagskvöldið væri hann að leggja af stað í þriggja vikna ferð á skútu til Færeyja, Shetlands, Orkn- eyja og Skotlands – hann hafði aldrei séð skútuna, hvað þá siglt. „Hvar á ég að mæta?“ var það eina sem hann sagði. Og ferðalagið var ógleyman- legt. Dálítið slark til Skotlands, en eftir það skemmtisiglingar milli dásamlegra smáþorpa. Þá varð orð- tak Magnúsar: „Það er engin ástæða til þess að láta sér líða illa“ og þýddi að líta skyldi til ölsins sem geymt var í kilinum. Magnús varð bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins – sá eini – 1986 og myndaði meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar með fimm krötum. Guðmundur Árni varð bæjarstjóri, en Magnús formaður bæjarráðs. Samstarf þeirra gekk vel og var jafn- ræði með þeim – stærð flokkanna skipti litlu máli. Reyndar sögðu glöggir menn á þessum tíma að Magnús væri kjölfestan í hafnfirsk- um stjórnmálum og var þar vísað til íhaldssemi hans í fjármálum. Árið 1994 varð Magnús svo bæjarstjóri í meirihluta Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Hann hafði gaman af því starfi, en meirihlutinn sprakk von bráðar vegna innanbúðarerja í Sjálfstæðisflokknum. Það var ekki Magnúsi að kenna: orð hans stóðu eins og stafur á bók. Síðustu árin var meginverkefni Magnúsar í pólitík að freista þess að sameina vinstri menn í einum flokki. Ekki kann ég þá sögu í smáatriðum, en hygg þó að þegar hún verður rituð muni koma í ljós að hlutur Magnúsar við stofnun Sam- fylkingarinnar hafi ekki verið lítill. Magnús og nokkrir aðrir starf- ræktu um árabil 1. maíklúbbinn – ég fékk fyrir náð og miskunn að vera aukafélagi. Árlegar samkomur klúbbsins hófust með morgunverði (snafsar voru frambjóðendum bann- aðir á kosningaárum), en svo var gengið undir kröfum dagsins með hafnfirskum verkalýð. Undir kvöldið hófst dýrðlegur kvöldverður (þar sem ekkert var bannað) og var jafn- an boðið heiðursgestum: þar komu víðkunnir gáfumenn og vopnfimir stjórnmálamenn. Þá var mikið talað og margt skemmtilegt. Bestu stund- ir mínar með Magnúsi voru hins veg- ar kannski þegar við sátum tveir ein- ir og sötruðum viskí. Allt var hægt að ræða. Á yngri árum oft um lífsgát- una. Síðar um pólitík – hugmyndir en ekki flokkaþras. En líka um víga- ferli stjórnmálanna – þar sem beitt- ustu rýtingarnir eru ekki síður í höndum samherjanna en andstæð- inganna. Magnús var heppinn með fjöl- skyldu. Móðir hans og systkini voru honum náin – það fundu vinir hans sem voru alltaf velkomnir á Brunn- stíginn. Og ekki var Jóhanna búin að vera lengi með honum í kompaníi – ásamt sonum sínum Gísla og Tjörva – þegar manni fannst að þau hefðu alltaf verið saman. Allt small. Árin sem þau áttu saman voru góð. Magnús Jón var mörgum kostum gæddur. Hann var leiftrandi greind- ur, oft kaldhæðinn og hafði kímni- gáfuna svo sannarlega í lagi. Hann kunni vel að fara með mál og hafði lesið allt. Hann var drátthagur og smekkmaður á kúnst. Hann var líka listasmiður og lét sig ekki muna um að byggja sjálfur sumarbústað í Kjós – og rétta vinum sínum hjálparhönd ef þurfti. Hann var sérstakur höfð- ingi heim að sækja. Sumum þótti hann stundum harðskeyttur og jafn- vel hranalegur. Kannski var eitthvað til í því – þó aldrei reyndi ég það á eigin skrokki: ég held að okkur hafi aldrei orðið alvarlega sundurorða á lífsleiðinni. Hann gat reyndar líka verið óvenjulega hlýr maður og brosti með augunum. En mesti kost- ur Magnúsar var kannski sá að hann var alltaf heill – maður vissi að hon- um mátti alltaf treysta, hvað sem á dyndi. Engum manni vandalausum á ég meira að þakka. Magnús Jón Árnason var það sem kallað er góður drengur. Slíkir eru alltof fáir í veröldinni. Ólafur Þ. Harðarson. Það er ávallt sárt að missa góðan félaga og vin. Sérstaklega verður söknuðurinn sár þegar menn fara í blóma lífsins eins og var um Magnús Jón. Manni verður hugsað til liðinna samverustunda um leið og maður tregar að þær verða ekki fleiri á þessu jarðríki. Engu að síður á mað- ur að vera þakklátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast góðum dreng og traustum félaga eins og var um Magnús Jón. Tengsl okkar Magnúsar Jóns voru margvísleg. Fyrst man ég eftir hon- um þegar hann kom sem unglingur til Hafnarfjarðar og þá einkum vegna þess hversu síðhærður hann var. Hann kom að norðan á upphafs- árum Bítlanna og var fyrsti bítillinn í Hafnarfirði. Hann var samtíða bróð- ur mínum í gegnum Kennaraskólann sem leiddi til náinnar samvinnu og vináttu þeirra á milli sem hélst alla tíð síðan. Þá hóf Magnús Jón kennslu hjá föður mínum í Víðistaða- skóla og varði þar lunganum af sinni starfsævi. En kynni mín af Magnúsi Jóni voru einkum í gegnum pólitíkina. Árið 1986 vorum við báðir kosnir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hann fyrir Alþýðubandalagið en ég fyrir Alþýðuflokkinn. Þessir flokkar tóku þá höndum saman í meirihlutasamstarfi og stóðu að einhverju mesta framfara- skeiði í sögu bæjarins. Þar kynntist maður vel hversu heill maður Magn- ús Jón var og traustur félagi. Betri bandamann var ekki hægt að hugsa sér. En við áttum líka eftir að verða andstæðingar í bæjarpóltíkinni og þá fékk maður aldeilis að kynnast því hversu harður andstæðingur Magn- ús Jón gat verið. Hins vegar var hann ávallt heill og beinskeyttur. Þótti ýmsum nóg um. En eitt verður Magnús Jón seint sakaður um. Það er lýðskrum, eða það að víkja frá sannfæringu sinni í von um stund- arvinsældir. Hann reyndist alltaf sá vinur sem til vamms sagði þó svo að það bakaði honum ekki ætíð vinsæld- ir. Þrátt fyrir að við Magnús Jón værum ekki sammála um allt í pólitík tel ég að við höfum alla tíð átt þar samleið. Magnús Jón hóf ungur af- skipti af pólitík, fyrst í félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði en gekk fljótlega til liðs við Alþýðubandalag- ið. Hann var óskoraður leiðtogi þess í Hafnarfirði um árabil. En Magnús Jón hafði alla tíð þá hugsjón að sam- eina ætti alla jafnaðarmenn í einum flokki. Enda fór svo að lokum að við urð- um flokksbræður á ný í Samfylking- unni. En sælustu stundir mínar með Magnúsi Jóni voru meira persónu- legs eðlis. Við ásamt nokkrum góð- um vinum og fjölskyldumeðlimum stofnuðum fyrir um 15 árum 1. maí- klúbbinn. Höfum við ætíð hist á þeim degi síðan til að gleðjast, taka þátt í kröfugöngu verkalýðsins og gera okkur glaðan dag. Jafnan buðum við til okkar valinkunnu fólki úr öllum flokkum og af ýmsum gerðum á þessum baráttudegi verkafólks og áttum með því góða stund. Margir þessara heiðursgesta hafa í kjölfarið hlotið skjótan frama sem ráðherrar, þingmenn, borgarstjórar eða annað. Það var á slíkum stundum sem mað- ur kynntist Magnúsi Jóni best. Þá var hann ekki hinn harði stjórnmála- maður heldur hinn ljúfi, fjölfróði og skemmtilegi félagi og fjölskyldu- maður sem heillaði alla. Slíkar stundir líða aldrei úr minni. Ég vil þakka Magnúsi Jóni allar þær mörgu ánægjulegu samveru- stundir sem hann hefur veitt mér og mínum á hans allt of stuttu ævi. Eig- inkonu hans og minni ágætu vin- konu, Jóhönnu, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur svo og allri fjölskyldu Magnúsar Jóns. Megi minningin um góðan dreng og traustan félaga lifa að eilífu. Tryggvi Harðarson. Það er verðmætt hverjum einstak- lingi að eiga góða og heilsteypta samstarfsmenn. Enn verðmætara er þegar samstarfið leiðir til djúprar og einlægrar vináttu. Því er þannig far- ið í stjórnmálum að slíkt er ekkert sjálfgefið. Þar, eins og reyndar á mörgum öðrum sviðum í mannlegum samskiptum, verða kunningjarnir margir, en pólitíkin kemur því miður oft í veg fyrir að kunningsskapur þróist í vináttu sem varir á hverju sem gengur. Þannig vinátta er því einstaklega dýrmæt. Magnús Jón, sem ég kveð í dag, var og verður allt- af slíkur vinur. Minningargrein frá okkur, sem vorum svo heppin að fá að kynnast og starfa með Magnúsi Jóni, verður aldrei nema fátækleg tilraun til þess að senda kveðjuorð til hans og fjöl- skyldunnar og segja þeim enn og aft- ur að við munum sakna Magga. En í minningunni lifir svo margt frá sam- skiptum sem við hefðum sannarlega viljað njóta lengur. Ég kynntist Magnúsi Jóni í Al- þýðubandalaginu þar sem hann tók virkan þátt í störfum flokksins og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í nafni hans. Fyrst kynntumst við í gegnum Samtök sveitarstjórna þar sem hann var öflugur fulltrúi Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði. Síð- ar störfuðum við saman í miðstjórn og framkvæmdastjórn flokksins. Hið dökka yfirbragð og hæglæti Magnúsar Jóns gerði það að verkum að við fyrstu kynni var auðvelt að álykta sem svo að þarna færi frekar dulur og lokaður persónuleiki. En það álit breyttist fljótt eftir að farið var að vinna með honum. Einstök hlýja, sérstakur húmor og skarp- skyggni voru aðal hans. Oftar en ekki þegar deilumál komu upp í flokknum var Magnús settur til að leysa þau, hvort sem um var að ræða uppstillingu til æðstu stofnana og starfa eða deilur um málefni. Án undantekninga tókst honum að leysa málin þannig að flestir voru sáttir. Á erfiðum stundum í stjórnmálun- um var gott að eiga Magnús Jón að vini. Það reyndi ég svo sannarlega eftir að ég tók við formennsku í Al- þýðubandalaginu og flokkurinn tók þá ákvörðun að tímabært væri að reyna að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna í eina breiðfylk- ingu. Magnús Jón var einlægur stuðningsmaður sameiningar vinstrimanna. Hann sá nauðsyn þess að til yrði sterkt stjórnmálaafl sem ynni að framgangi þeirrar stefnu og lífssýnar sem svo margir ættu sam- eiginlega. Með því að sundra kröft- um okkar væru minni líkur á því að við næðum fram þeim breytingum á þjóðfélaginu sem við vildum sjá. Hann lagði mikla vinnu í að sjá þenn- an draum rætast, sem hann átti sam- eiginlegan með svo mörgum. Í samningaviðræðum milli flokka reyndi m.a. oft á hæfni í mannlegum samskiptum. Ég veit að allir þeir sem unnu á þessum vettvangi minn- ast Magnúsar með þakklæti og virð- ingu. Innan Alþýðubandalagsins gekk vinnan heldur ekki hljóðalaust fyrir sig eða án átaka, frekar en oft áður. Það reyndi oft á formann flokksins, stundum um of. Vináttan, stuðningurinn og góðu ráðin frá Magnúsi Jóni voru þá, eins og alltaf, ómetanleg. Engin orð eru nógu sterk til þess að lýsa þakklæti mínu fyrir þær stundir sem við áttum saman sem pólitískir samstarfsmenn og vinir. Það nær líka til hennar Jó- hönnu, konunnar í lífi hans Magga, hans besta vinar og nánasta sam- starfsmanns. Við vissum öll að þegar Magnús Jón byrjaði setningu á orð- unum: „Eins og Jax segir eða Jax finnst“, þá þýddi ekkert að ræða málin frekar, og var svo sem ekki þörf á. Þau hjónin höfðu komist að niðurstöðu og hún stóð. Það er gott til þess að hugsa að þau skyldu á síðasta ári taka þá ákvörðun að fara til Bandaríkjanna í námsleyfi, þótt dvölin yrði endaslepp vegna veikinda Magga. Af tölvupóst- inum sem ég fékk mátti sjá hve hann naut þess að vera með fjölskyldunni og fá að kynnast litlu afastrákunum tveimur sem höfðu búið erlendis. Að sjálfsögðu fylgdist hann einnig með aðdraganda sögulegra forsetakosn- inga og sendi mér nákvæmar lýsing- ar á frammistöðu frambjóðenda, full- ar af húmor. Veikindin bundu snöggan enda á námsdvöl Magnúsar Jóns og Jó- hönnu. Í annað sinn mega Jóhanna, Tjörvi og Gísli kveðja nánasta ástvin og sinn besta vin. Ég veit að hugur okkar allra, sem kynnst hafa þessari samheldnu fjöl- skyldu, er hjá henni. Einnig Önnu, sem saknar góðs tengdaföður, litlu afastrákanna og hjá dóttur hans Magga. Við erum einnig full þakk- lætis fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Magnús Jón, hjartans vinur. Ég kveð þig en geymi svo óendanlega margt í minningunni. Þannig vinur er ómetanlegur. Við í Samfylkingunni munum vinna ótrauð áfram að því að draum- ur þinn um sterkan flokk, sem berst fyrir réttlæti og jöfnuði, verði að veruleika. Margrét Frímannsdóttir. Veistu, ef þú vin átt, þann er vel þú trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Við Magnús Jón vorum lengi kunningjar en eftir nána samvinnu í sögulegu formannskjöri í Alþýðu- bandalaginu árið 1995 urðum við vin- ir. Fyrir þann vinskap er ég afskap- lega þakklátur og á eftir að búa að honum eftir að Maggi er farinn. Við þurftum oft að takast á við erfið mál saman og þá sýndi hann vel hversu einstaklega ráðagóður hann var og klókur. Aldrei brast jafnaðargeðið hvað sem á bjátaði og oft hélt hann aftur af mér þegar skapið ætlaði að verða mér fjötur um fót. Hann var vinur sem aldrei brást og hægt var að reiða sig á hvenær sem var. Ekki mun ég gleyma þeim mörgu stund- um þegar við sátum með bjórglas þreyttir og ánægðir með góðan ár- angur eftir langan dag. Þá leið okkur vel. Kúbuferðin verður mér ævinlega minnisstæð þótt ekki tækist okkur að hitta félaga Kastró. Efst í hug- anum er myndin af Magga í rauða byltingarbolnum með kreptan hnefa en þessi bolur fór honum betur en öðrum. Líklega vegna þess að hann hafði hugsjón um þjóðfélag jafnaðar og réttlætis og lét sitt ekki eftir liggja í baráttunni fyrir því. Æðruleysið var til staðar fram á síðustu stund og þegar ég hitti hann síðast vildi hann helst ræða um þjóð- félagsmálin þrátt fyrir að hann vissi að heilsan blakti á skari. Og hlýjan og glaðværðin voru á sínum stað. Þennan góða vin er erfitt að kveðja en endurminningin mun lifa í huga mínum og allra sem þekktu Magnús Jón. Verst þykir mér núna hversu seint á lífsleiðinni við urðum góðir vinir, það hefði átt að gerast miklu fyrr. Jóhönnu, Gísla, Tjörva og Önnu, afastrákunum og dóttur hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Gunnar Ottósson. Daginn er tekið að lengja. Vetur konungur hopar nú senn fyrir vor- komunni, mildari en oft áður. En ský dregur fyrir sólu. Kraftmikill hug- sjóna- og baráttumaður er fallinn í valinn. Enn einu sinni leggur mað- urinn með ljáinn til atlögu. Varnir eru vanmáttugar og baráttumaður- inn Magnús Jón Árnason, fyrrum bæjarstjóri, bæjarfulltrúi og skóla- maður, þurfti að gefa eftir í þessu síðasta stríði. Magnús var í eðli sínu baráttu- og hugsjónamaður. Hann fór líka víða fyrir flokki. Hann hafði yndi af úti- vist og var snemma valinn til forystu í skátahreyfingunni og eignaðist þar marga góða félaga sem bundust hon- um ævarandi vinarböndum. Hann naut þess líka á yngri árum að sigra fjöll og fannhvíta jökla og þegar ár- unum fjölgaði naut hann ánægju- legra stunda í sumarbústað fjöl- skyldunnar í Kjósinni. Hann hafði líka yndi af íþróttum og var ötull stuðningsmaður knattspyrnufélags- ins Hauka. Magnús Jón var mikill og góður skólamaður, samviskusamur, ósérhlífinn og hjálpsamur en gat á stundum verið harður í horn að taka. Magnús Jón átti ættir sínar að rekja til Akureyrar í föðurætt og Hafnarfjarðar í móðurætt. Hann ólst upp á Akureyri en fluttist ungur maður með móður sinni, systur og tveimur bræðrum til Hafnarfjarðar. Vinabæirnir Hafnarfjörður og Akur- eyri eru með fegurstu kaupstöðum landsins þar sem markar fyrir sögu liðins tíma við nær hvert fótmál. Það má því vel heimfæra meitluð orð skáldsins góða frá Fagraskógi til mannlífs í fögrum fjörðum norðan og sunnan heiða er hann flutti á aldaraf- mæli Akureyrarbæjar árið 1962, er hann ritar eftirfarandi línur: „Hver kynslóð setur sinn svip á bæinn, leggur sitt af mörkum honum til vaxtar og þroska. En það, sem fegr- ar hann mest eru þó hvorki stórhýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.