Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 28
HAGSMUNIR Íslands afþátttöku í Schengen-sam-starfinu felast að mínu matií nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi vil ég nefna að með þátttöku í samstarfinu tókst að viðhalda nor- ræna vegabréfasamstarfinu. Í öðru lagi greiðir þátttaka í samstarfinu enn frekar för Íslendinga í ferðalög- um innan Evrópu. Jafnframt skapar samstarfið grundvöll fyrir íslensk lög- regluyfirvöld til að efla samstarf sitt við lögregluyfirvöld á svæðinu,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í viðtali við Morgunblaðið. „Hafa verður í huga varðandi síð- astnefnda atriðið að glæpastarfsemi hefur verið að breytast og að hún verður í auknum mæli alþjóðleg. Þetta kallar á ný meðul gegn þessum vágestum eins og eiturlyfjum. Með Schengen-samstarfinu er búið til nýtt öflugt tæki sem gerir okkur betur kleift að mæta þessari ógn öfugt við það sem margir vilja halda fram,“ segir hann. Kostnaðurinn réttlætanlegur – Er ávinningurinn af samstarfinu réttlætanlegur í ljósi þess kostnaðar sem Íslendingar taka á sig til að geta gerst fullgildir aðilar að Schengen? „Það er auðvitað alltaf matsatriði hvað er réttlætanlegt í þessu sam- bandi en að mínu mati er sá kostn- aður sem hér um ræðir réttlætanleg- ur. Á þá hagsmuni sem með þessu eru tryggðir verður illa settur einhver til- tekinn verðmiði. Náist t.d. árangur í baráttunni gegn fíkniefnainnflutningi hingað til lands fyrir tilstilli þess nána lögreglusamstarfs sem hér um ræðir er það árangur sem er mikilsverður. Að auki er ákveðið lag að stofna til þessa samstarfs nú því aðkallandi var orðið að stækka og breyta Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að laga hana bet- ur að þeirri miklu umferðaraukningu sem orðið hefur síðan stöðin var byggð,“ segir Halldór. Hann var spurður hvaða áhrif þátt- taka í Schengen-samstarfinu mundi hafa á samskipti okkar við þau lönd sem um er að ræða og hvort Íslend- ingar væru færir um að taka að sér þetta verkefni. „Í mínum huga er Ís- land fyllilega í stakk búið til að taka að sér það verkefni sem hér um ræð- ir,“ segir Halldór. „Ég tel að við höfum þegar sýnt það í verki með því að takast að ljúka öllum nauðsynlegum undirbúningi í tíma. Hefur það fólk sem að þessu hefur komið undanfarin misseri í raun enn á ný sannað hvers megnug íslensk stjórnsýsla er þrátt fyrir allt. Einnig er rétt að hafa það í huga að fulltrúar okkar sem taka þátt í ein- stökum vinnunefndum í samstarfinu hafa sýnt verulegt frumkvæði í að tryggja stöðu Íslands innan sam- starfsins. Rödd Íslands hljómar sterkt í samstarfinu og tillit er tekið til okkar. Okkur hefur þannig verið sýnt traust sem margt bendir til að opni dyr á mikilvægum sviðum. Ég tel því að þátttaka okkar treysti stöðu Ís- lands í Evrópusamstarfi almennt, geri okkur betur kleift í samstarfi við og með fulltingi hinna aðildarríkjanna að berjast gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi og bæti samskipti okkar við þessi samstarfslönd,“ segir Halldór. – Hvaða pólitíska þýðingu hefur Schengen-samstarfið fyrir Ísland? Veitir aðildin tækifæri til áhrifa innan Evrópusambandsins, og er Ísland að taka skref nær aðild að ESB með þátttöku í þessu samstarfi? „Af þátttöku Íslands í Schengen- samstarfinu verður ekki dregin nein ályktun um breytta stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusam- bandinu,“ segir Halldór. „Þátttakan styðst við tilteknar póli- tískar forsendur sem eru að varðveita norræna vegabréfasambandið og um leið að efla samstarf við ríki sam- bandsins á sviði lögreglusamvinnu. Pólitísk þýðing Schengen-samstarfs- ins fyrir Ísland felst fyrst og fremst í því að hinu nána norræna samstarfi er viðhaldið en um leið eru samskipti Íslands við ríki Evrópusambandsins styrkt á þeim sviðum sem samning- urinn tekur til og vil ég þar sérstak- lega nefna lögreglusamvinnuna. Í mínum huga er alveg ljóst að samningurinn hefur fært okkur ein- stakt tækifæri til að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins á þeim sviðum sem hér um ræðir. Er í raun um að ræða möguleika sem eru ein- stakir í samskiptum Evrópusam- bandsins við ríki utan þess. Í því sambandi vil ég nefna að ólíkt því sem er með löggjöf samkvæmt EES- samningnum hefur Ísland innan Schengen áhrif á efni ákvarðana á öll- um stigum máls jafnt innan fram- kvæmdastjórnar sem á vettvangi ráð- herraráðs sambandsins. Okkar fulltrúar fylgja málum allt upp á fundi ráðherra. Væri eðlilegra, burtséð frá skoðunum manna á því hvort taka beri þátt í Schengen eður ei, að fagna þessum áhrifum sem við höfum þarna fengið,“ sagði Halldór Ásgrímsson að lokum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Schengen-aðild treysta stöðu Íslands í Evrópusamstarfi Opnar dyr á mikilvægum sviðum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Fundur í sameiginlegri tækninefnd (COMIX) Evrópusambandsins, Íslands og Noregs um Schengen-upplýsingakerfið. Vigfús Erlendsson, tæknilegur verkefnisstjóri vegna Schengen, sækir fundina fyrir Íslands hönd. Ljósmynd/Vigfús Erlendsson 28 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM ÞÁTTTAKA okkar í Scheng-en-samstarfinu er fram-lenging á norræna vega-bréfasambandinu, sem við höfum verið aðilar að í áratugi. Jafn- framt þjónar það þeim hagsmunum okkar að verða fullgildir aðilar í bar- áttu aðildarríkjanna gegn skipu- lagðri afbrotastarfsemi sem teygir sig yfir landamæri, en slík starfsemi er nú orðin stórfellt vandamál í álf- unni og teygir anga sína til Íslands eins og dæmin sanna,“ segir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, er hún er spurð að því að hvaða leyti þátttaka í Schengen-samstarfinu þjóni hagsmunum Íslands og hvort ávinningurinn af samstarfinu sé rétt- lætanlegur í ljósi þess kostnaðar sem Íslendingar taka á sig. „Ég hef oft orðað það svo að með þátttökunni séum við orðin meðlimir í nýju varnarbandalagi, varnar- bandalagi gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi. Fyrir Íslendinga á leið til aðildarríkja Schengen og fyrir ferða- menn sem koma til landsins frá Schengen-svæðinu þýðir samstarfið fljótari afgreiðslu í landamærastöðv- um. Ég hygg líka að ferðamenn sem koma hingað frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum utan Schengen muni fá hér skjótari afgreiðslu við vega- bréfaskoðun inn á Schengen-svæðið en þeir myndu fá í hinum stóru flug- stöðvum á meginlandinu og að það muni styrkja stöðu íslenskra flug- félaga meðal flugfarþega. Þá er síð- ast en ekki síst nauðsynlegt að við eigum aðild að alþjóðlegu samstarfi þar sem ýmsar ákvarðanir eru tekn- ar er hljóta að snerta hagsmuni okk- ar. Slíka aðild höfum við nú með þátt- töku í nefndum og ráðherraráði Schengen. Að öllu samanlögðu tel ég því að kostnaðurinn við samstarfið sé rétt- lætanlegur í ljósi þess ávinnings sem við höfum af samstarfinu,“ segir hún. Skráum alþjóðlega af- brotamenn „óæskilega“ við brottvísun úr landi – Er hætta á að erlendir afbrota- menn muni eiga greiðari aðgang að landinu og að auðveldara verði að flytja fíkniefni til landsins vegna af- náms persónueftirlits á innri landa- mærum Schengen-ríkjanna? Sólveig segir að persónueftirlit á landamærum verði að vísu fellt niður en það þýði þó ekki að eftirlit með einstaklingum verði lagt niður. „Vegna Schengen-upplýsingakerfis- ins munu okkur berast upplýsingar um erlenda afbrotamenn, sem við höfðum ekki áður, svo og um stolin og fölsuð skilríki. Tollskoðun verður áfram í gildi og þar með fíkniefnaeft- irlit, en það er fyrst og fremst við tollskoðun sem upp kemst um fíkni- efnainnflutning á landamærum. Vegabréfaeftirlit hefur ekki reynst okkur einhlít vörn gegn al- þjóðlegri glæpastarfsemi, en með hinum nýju möguleikum sem upplýs- ingakerfi Schengen opnar okkur ætt- um við að standa betur að vígi. Þá öðlumst við nýtt vopn í baráttunni við alþjóðlega afbrotamenn frá ríkjum utan Schengen-svæðisins sem felst í því að um leið og við vísum þeim úr landi, t.d. að lokinni afplánun refsi- dóms, skráum við þá sem „óæski- lega“ inn á Schengen-svæðið og drögum þar með úr líkum á því að þeir geti aftur tekið upp brotastarf- semi á svæðinu öllu. Nýleg dæmi hér á landi vekja okkur einmitt til um- hugsunar um þetta úrræði,“ segir Sólveig. „Fyrir gildistöku Schengen-aðild- ar okkar hafa löggæslumenn fengið sérstaka fræðslu og þjálfun í al- mennu landamæraeftirliti og ýmsum sérþáttum þess. Lögregluskóli ríkis- ins hefur séð um þessa hlið mála og m.a. höfum við fengið aðstoð frá bandarískum lögregluyfirvöldum til þess að veita fræðslu um fíkniefnaleit og fleira sem tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi. Samstarfsríki okkar í Schengen hafa einnig veitt íslensk- um löggæslumönnum sérstaka þjálf- un, m.a. í notkun Schengen-upplýs- ingakerfisins.“ Upplýsingakerfi Schengen ekki ógn við réttaröryggi heiðvirðra borgara – Í öðrum löndum, m.a. í Noregi, hefur borið töluvert á þeirri gagn- rýni að upplýsingakerfi Schengen lúti ekki lýðræðislegri og réttar- farslegri stjórn og geti gengið gegn einkalífsvernd og réttaröryggi borg- aranna. Hvert er þitt álit á þessu og ert þú þeirrar skoðunar að sett hafi verið nægilega ströng skilyrði varð- andi persónuvernd? „Þetta þarf ávallt að hafa í huga, en Schengen-ríkin eru öll lýðræðis- ríki með víðtækri réttarvernd borg- aranna,“ segir Sólveig. „Ég tel ekki að Schengen-upplýs- ingakerfið gangi gegn einkalífsvernd og réttaröryggi heiðvirðra borgara. Við höfum nýlega sett okkur nýja og stranga löggjöf um persónuvernd en það var einmitt eitt af skilyrðunum fyrir aðild að Schengen-samstarfinu að slík löggjöf væri fyrir hendi. Ný stofnun, Persónuvernd, hefur nú tek- ið til starfa, en henni er m.a. falið að hafa eftirlit með því að þeim reglum sé fylgt. Við höfum einnig sett sérreglur um notkun upplýsingakerfisins og teljum okkur hafa gengið eins vand- lega frá málum og unnt er,“ segir hún. Sólveig kveðst jafnframt vera mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með undirbúning Íslands fyrir gildistöku Schengen-samstarfsins hér á landi. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það eigi eftir að verða okkur til farsældar,“ segir hún. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir Ísland njóta mikils ávinnings af Schengen-samstarfinu Varnarbandalag gegn brotastarfsemi Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.