Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur MAGNÚS JÓN ÁRNASON ar eigandi miðans var orðinn óróleg- ur skilaði Maggi aftur miðanum og bað eiganda hans að leiðrétta þær fjórar stafsetningarvillur sem Maggi hafði strikað undir! Svona var Maggi, hæfilega afslappaður en þó þannig að öllum var ljóst hversu langt mátti ganga. Hann var sanngjarn og yfir- vegaður og allir vissu að þeir áttu hauk í horni þar sem Maggi var. Þannig liðu þessir tveir vetur sem hann var umsjónarkennari okkar og við döfnuðum vel. Þegar við lukum samræmdum prófum vorið 1989 tók- um við einkunnaspjöldin okkar úr hendi Magga um leið og hann kvaddi okkur með bros á vör, þakkaði okkur fyrir samveruna og hvatti okkur til dáða í framtíðinni. Það var endan- lega þá sem það varð okkur ljóst hversu mikið ljúfmenni hann var og hversu góður kennari hann hafði í rauninni reynst okkur. Sú mynd sem mörg okkar höfðu haft af honum tveimur árum áður hafði algerlega snúist upp í andhverfu sína. Nú þegar Maggi er farinn yfir móðuna miklu viljum við þakka hon- um fyrir okkur og það sem hann lagði á sig til að gera okkur að betri manneskjum. Fjölskyldu, ættingjum og ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Nemendur í 8. og 9. bekk MJÁ árin 1987–1989. Eins og fljótið rennur alltaf að sama ósi teljum við að lífið haldi áfram eins og það hefur alltaf gert, en svo er ekki. Skyndilega breytir fljótið um farveg og ekkert verður eins og það var. Við höfum misst einn úr okkar hópi. Magnús Jón er allur. Um ára- tuga bil höfum við átt nána samvinnu í íslenskukennslunni í Víðistaða- skóla. Við vorum sem ein heild, órjúfandi keðja, en nú er hún rofin. Skarð er fyrir skildi. Það er erfitt að sjá það tómt og vita að það verður aldrei fyllt. Samstarf okkar var með ágætum og við áttum ekki von á öðru en svo héldi áfram um ókomin ár. Oftar en ekki sátum við á rökstólum og ræddum efni líðandi stundar. Umræðan var skemmtileg og mál- efnaleg þar sem velt var upp spurn- ingum og leitað svara. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá Magn- úsi, íslenskan var hans áhugamál, þar var hann þungavigtarmaður. Við fáum ekki lengur notið návist- ar Magnúsar, elju hans og eldmóðs. Og þó. Við eigum sjóð minninga og í hann getum við leitað og hann verð- ur til þess að ylja okkur þegar tímar líða. Við kveðjum okkar góða vin með virðingu og þökk fyrir allt og vottum Jóhönnu og fjölskyldu hans samúð okkar. Sigrún og Þórdís. Það var mikið áfall fyrir skólasam- félagið í Víðistaðaskóla þegar fréttin um andlát Magnúsar Jóns barst starfsfólki og nemendum. Þó að Magnús hafi verið veikur um nokk- urt skeið og útlitið ekki bjart höfðu þó allir haldið í vonina um að hann næði heilsu að nýju. Ég kynntist Magnúsi Jóni á þeim tíma þegar við báðir stunduðum nám við Kennaraskólann. Magnús var einn af forystumönnum í félagslífi nemenda. Hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í ýmsum málum sem snertu nemendur og horfðu til framfara. Frá þessum árum er margs að minnast. Seinna lágu leiðir okkar saman í Víðistaðaskóla. Magnús, sem þá hafði umsjón með unglingadeildum skólans, reyndist mér afar vel, einatt tilbúinn að aðstoða og hvetja til dáða. Magnús var afar farsæll og vinsæll kennari. Hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna og þeir báru fyrir honum mikla virðingu. Ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég segi að ég þekki engan sem hafði jafn brenn- andi áhuga á skólamálum og Magnús Jón. Þessi brennandi áhugi fylgdi honum alla tíð. Hann uppveðraðist allur þegar nýjungar voru á döfinni og fylgdi þeim fast eftir. Magnús samdi kennslubækur í íslensku sem kenndar eru víða um land. Síðastliðið haust fór Magnús ásamt Jóhönnu konu sinni í náms- leyfi til Bandaríkjanna. Hann batt miklar vonir við þetta nám, sem skyldi svo sannarlega koma skólan- um að notum. Þótt námið væri strangt fylgdist Magnús með for- setakosningunum þar í landi af mik- illi ákefð og sendi vinum sínum löng tölvubréf um allt sem var að gerast. Sýn hans á kosningabaráttuna og greining var skörp og ég hugsaði oft til þess að það hefði verið gaman ef bréfin hefðu komið fyrir almennings- sjónir. Þegar ég heimsótti Magnús fyrst eftir heimkomuna frá Bandaríkjun- um og spurði hann í þaula um heilsu- farið sagði hann: Siggi minn, lækn- arnir eru búnir að spyrja allra þessara spurninga, svo þér er alveg óhætt að hætta að spyrja. Síðan var tekið tal um aðaláhugamálið; pólitík- ina. Þar áttum við samleið um langan tíma. Magnús Jón var í forystusveit Alþýðubandalagsins um langt árabil, jafnt í kjördæminu sem í Hafnar- firði. Í minni tíð sem formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins fyr- ir þarsíðustu alþingiskosningar tók hann að sér formennsku í uppstill- ingarnefnd flokksins á mjög erfiðum tíma og leiddi þá vinnu til lykta með glæsibrag. Þegar ákveðið var að ganga til stofnunar Samfylkingar- innar fannst mönnum sjálfsagt að Magnús Jón yrði í þeirri sveit sem hefði forystu um sameiningu þeirra flokka sem að stofnuninni stóðu ásamt því að gera málefnaskrá. Magnús var eldhugi og hugsjóna- maður. Við, þessir sem vorum meira hægfara, fengum stundum að heyra það. Og það kom fyrir að við tækjum slag og rifumst hressilega. Þó fór nú ávallt svo að saminn var friður og vináttan blómstraði á ný. Því það var nefnilega þannig, að Magnús var maður með gullhjarta, það fékk ég oft að reyna. Ég er stoltur af því að hafa talist til vina Magnúsar Jóns og ég kveð hann með miklum söknuði. Fyrir hönd starfsfólks og nem- enda Víðistaðaskóla er Magnúsi Jóni þökkuð samfylgdin. Fjölskyldu Magnúsar Jóns sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla. Gamall skátasöngur byrjar svona: Manstu er við gengum á fjöllin og fengum þar fárviðri storma og hríð. Eða dagana bjarta við dalanna hjarta um draumfagra miðsumartíð. Það er þetta sem okkur er ofar- lega í huga, gömlum félögum úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, þegar við lítum til baka við ferðalok vinar okkar og félaga Magnúsar Jóns Árnasonar. Magnús Jón var um margt sér- stakur maður, sem batt ekki alltaf hnúta sína á sama hátt og við hinir. En hnútar hans voru traustir og héldu vel. Magnús Jón var góður félagi, sem gott var að ferðast með, eiga að félaga í ferðum og útilegum dögum saman og nótt eftir nótt. Í slíkum ævintýrum verður til vinátta, sam- hugur og samheldni, sem ekki gleymist svo glatt. Magnús Jón Árnason var virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði um margra ára skeið. Það var á þeim árum, sem Hjálparsveitin var að komast á manndómsárin, þ.e. þegar hún nálgaðist tvítugsaldurinn og síðan næstu áratugina. Alltaf var hann boðinn og búinn til starfa, ef sveitin kallaði eftir liðstyrk hans. Hann átti jafnan drjúgan hlut í umræðum á hjálparsveitarfundum, þegar málefni sveitarinnar voru þar á dagskrá. Það var engin lognmolla í kringum hann og menn tóku eftir því sem hann sagði. Penninn var honum líka hand- hægt tæki og til hans var leitað, þeg- ar leið sveitarinnar lá um ritvöllinn. Þannig var hann t.d. í ritnefnd Spora, fréttablaðs Hjálparsveitar- innar, er sveitin minntist þar 40 ára sögu sinnar. Magnús Jón var meðal þeirra sem beittu sér fyrir því að Hjálparsveitin tæki upp jökulgöngur sem þjálfunar- æfingar fyrir sveitina. Hann var einn þeirra fjögurra hjálparsveitarfelaga sem gengu yfir Vatnajökul sumarið 1970. Hinir voru þeir Ólafur Proppé, Magnús Júlíusson og Kolbeinn Árnason, bróðir Magnúsar Jóns. Þeir bræðurnir voru ólíkir í mörgu, bæði í dagfari og athöfnum. En sam- rýndir og samhentir stóðu þeir sam- an sem klettur, þegar á reyndi. Það var frábært hvernig þeir tvinnuðu saman hæfileika sína og ekki ónýtt að hafa þá sem ferðafélaga. Þá var öldin önnur en nú og margt af þeim tækjum og útbúnaði sem er í notkun í dag, þá ekki tiltækt. Það þurfti bæði áræði og þrek til að ferðast um fjöll og jökla með tjöld, kaðla, skíði, mannbrodda, poka og vikubirgðir af mat á bakinu. Síðar komu í kjölfarið aðrar jökla- ferðir á Vatnajökul, Langjökul og fleiri jökla. Þetta voru æfingar sem reyndu á margt, sem hjálparsveitar- menn þurfa á að halda. Ferðirnar sjálfar voru erfiðar, reyndu bæði á líkamlegt og andlegt atgervi, leikni og kunnáttu. En annað var kannski ennþá mik- ilvægara, sjálf undirstaða þess að ferðin tækist vel. Það var undirbún- ingurinn. Það þurfti að hugsa fyrir öllu, stóru og smáu, skipuleggja og sjá fyrir hvers þurfti með frá degi til dags. Og þar var Magnús vinur okk- ar betri en enginn. Við munum þessa daga á jöklunum, gengið á skíðunum dag eftir dag með tjöldin og annan farangur á sleðum. Að kvöldi dags var svo tjaldað, nesti borðað, skriðið í svefnpoka, spjallað saman og lesið upp úr bókum um Ámundssen og Scott. Þeir voru hinar glæstu fyrir- myndir okkar. Þessar jöklaferðir voru á sínum tíma nýjung í starfi Hjálparsveitarinnar og vafasamt að nokkrar aðrar þjálfunaræfingar hennar fyrr eða síðar þoli nokkurn samjöfnuð við þær. Magnús Jón skráði dagbækur í þessum ferðum. Ýmsar heimildir um starf sveitarinnar í rituðu máli og í myndum eigum við honum að þakka. Það er svo margs að minnast og margt að þakka við leiðarlok. Við Hjálpar- og björgunarsveitar- menn í Hafnarfirði sendum fjöl- skyldu Magnúsar Jóns Árnasonar hlýjar samúðarkveðjur um leið og við þökkum honum samfylgdina. Leiðin sem við gengum saman er vörðuð góðum minningum. Fyrir hönd Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Snorri Magnússon og Sigurður Sigurjónsson. Hann hafði sterka hugsjón og lífs- sýn og var baráttumaður fram í fing- urgóma. Hann hafði gaman af því að standa í baráttunni og naut hverrar mínútu, hvort heldur var á keppn- isvelli stjórnmálamannsins eða í kröftugum hópi félaga sinna og vina í Haukum. Þegar hans lið var komið út í slaginn var ekkert gefið eftir. Þannig maður var sá Magnús Jón Árnason sem ég þekkti. Það var bæði eftirminnilegt og lærdómsríkt að fá að njóta þess að vera í liði með Magnúsi Jóni. Það gat á stundum verið erfitt en það var fyrst og fremst þroskandi. Magnús Jón var á stundum þrár en að sama skapi ótrúlega þrautseigur. Hann gat verið harkalegur á köflum og gaf andstæðingum sínum oft engin grið, en að sama skapi var hann bæði hug- ljúfur, hreinskilinn og hjartahlýr. Magnús átti auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum og setja hvert og eitt mál í rökrétt og skyn- samlegt samhengi. Hann átti ekki síður auðvelt með að koma hugsun sinni á framfæri. Hann lagði sig fram um að segja frá og útskýra afstöðu sína og sjónarmið. Þar naut kenn- arinn sín með alla þá áralöngu reynslu og þjálfun sem hann bjó yfir til að skýra út og skilgreina, opna hug og hvetja til dáða. Þannig voru skeytin ítarlegu sem komu reglulega frá haustdögum og fram undir aðventu í tölvupósti frá Bandaríkjunum. Magnús var að gefa félögum sínum og vinum kost á að upplifa með sér það pólitíska and- rúmsloft og fjölskrúðuga mannlíf sem hann lifði og hrærðist í þá stundina. Þetta var honum afar mik- ilvægur og þroskandi skóli. Það fór ekki á milli mála að hann naut lífsins og þjóðfélagsumræðunnar út í ystu æsar, en hann saknaði Haukanna sinna. Haukar áttu svo sannarlega „Hauk í horni“ þar sem Magnús Jón var. Raunar var það Magnús sjálfur sem lagði til það ágæta heiti á þenn- an öfluga og trausta stuðnings- mannahóp sem varð til fyrir réttum áratug. Hann vissi öðrum fremur hvaða gildi samstaðan og samvinnan er. Haukar í horni voru hans félagar og vinir og pólitískir samherjar jafnt sem mótherjar áttu líka oftar en ekki hauk í horni þar sem Magnús Jón var. Veikindi Magnúsar voru alvarlegt áfall. Snöggur endi var bundinn á það ferðalag og nám sem svo lengi var búið að láta sig dreyma um. Þess í stað tók við nýtt ferðalag heim í baráttu fyrir lífi og framtíð. Af óbil- andi trú og æðruleysi tók Magnús slaginn enn og aftur. Hann vissi hvað þarf að leggja undir í hörðum slag og hann dró hvergi af sér. Við þessar erfiðu aðstæður var það hughreyst- andi okkur félögum og vinum hversu ákveðinn og blátt áfram Magnús var í þessum erfiðu þungbæru veikind- um. Hann fylgdist af fullum hug með hinni pólitísku baráttu, gaf ráð og kom með tillögur. Hann hvatti Haukana sína óspart áfram og naut hverrar góðrar stundar sem gafst. Kallið kom fljótt, alltof fljótt, en það var Magnúsi líkt að vera ekki að tví- nóna við hlutina. Hann lifði með reisn og hann kvaddi með sömu reisn. Ég sendi fyrir mína hönd og Knattspyrnufélagsins Hauka hug- heilar samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar á Hraunbrúninni, dóttur, aldr- aðrar móður, systkina og annarra ættingja. Ég þakka fyrir samstarfið og samfylgdina á undanförnum ár- um og áratugum. Það voru ánægju- leg og þroskandi samskipti. Hauka- félagar kveðja einn af sínum bestu félögum og vinum. Megi minningin um Magnús Jón verða okkur hvatn- ing til enn frekari samstöðu um kom- andi ár. Þannig viljum við minnast okkar ágæta félaga. Lúðvík Geirsson, bæjar- fulltrúi og form. Knatt- spyrnufélagsins Hauka. Vinur minn Magnús Jón Árnason sem verður jarðsettur í dag féll frá langt fyrir aldur fram. Því miður kynntist ég Magnúsi Jóni tiltölulega seint og þekkti hann þess vegna allt of stutt. Ég hafði reyndar fylgst með honum úr fjarska í langan tíma, hann var nokkuð áberandi innan samtaka kennara og í pólitík og svo var hann auðvitað bæjarstjóri í Hafnarfirði svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fram hafði ég búið mér til svipaða mynd af Magga og ég held að margir aðrir hafi búið sér til. Magnús Jón var af mörgum talinn vera hrjúfur, lokaður og kannski hrokafullur en þegar fólk komst honum nær kom fljótt í ljós að ekkert var fjær sanni. Ég kynntist Magga í Alþýðu- bandalaginu þar sem við tókum saman höndum ásamt fleira góðu fólki við að stuðla að því að gera Margréti Frímannsdóttur að for- manni flokksins. Síðan höfum við haft mikið saman að sælda, bæði í gegnum súrt og sætt, bæði við að leggja niður og byggja upp stjórn- málaflokka. Af einhverjum ástæðum komumst við tveir fljótlega að því að við vorum sammála í nær öllum málum og þar kom að við ákváðum einfaldlega að reyna að vera sammála í nær öllu. Ég held að helstu kostir Magga hafi nýst honum og félögum hans vel í ýmiss konar pólitísku starfi. Maggi var afskaplega hlýr og opinn maður þegar maður komst nær honum. Hann hafði mjög mikla yfirsýn, var mjög viðræðugóður og einstaklega ráðagóður. Maggi var á allan hátt einhver besti félagi sem ég hef unnið með. Hann hafði mjög sérkennilegan og skemmtilegan húmor sem hann varðveitti allt til hins síðasta í erfiðum veikindum sínum. Ég tel lík- legt að einhverjir hafi ekki kunnað við þennan húmor en við sem þekkt- um Magga kunnum mjög vel við hann og töldum þessa glettni einmitt einn af bestu kostum hans. Nú er Magnús Jón allur og söknuðurinn er mikill. Við Jana vottum Jóhönnu og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ari Skúlason. Milli sveitarstjórnarmanna Al- þýðubandalagsins í Reykjanesi var í gegnum tíðina gott samstarf og sam- ráð. Þegar sá sem hér skrifar var að byrja að mæta hjá Alþýðubandalag- inu, fór Magnús Jón fyrir okkar liði í Hafnarfirði. Félagshyggjuflokkarnir voru þá við völd bæði í Hafnarfirði og hér í Kópavogi og mikil uppbygg- ing á öllum sviðum. Þarna sá ég fyrst til Magnúsar Jóns, til rökfestunnar og sannfæringarkraftsins í mála- fylgju allri. Síðar kynntumst við æ betur á vettvangi flokksins, við sát- um saman í framkvæmdastjórn AB sem leiddi vinnu við að koma á sam- eiginlegu framboði vinstri manna í landinu. Þar kynntist ég enn betur mannkostum Magnúsar, heilindum hans og hugsjónaeldi. Samfylkingin er orðin að veruleika og draumurinn um öfluga sameinaða vinstri menn hefur færst okkur nær. En náttúrulega minnist ég Magga aðallega og best sem skemmtilegs vinar og félaga, fullum af krafti og áhuga á öllu í kringum sig. Manns sem ég var heppinn að fá að kynnast og starfa með. Jóhönnu og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og þeim fylgir hinsta kveðja frá allaböllum og samfylkingarfélög- um hér í Kópavogi til félaga okkar Magnúsar Jóns Árnasonar. Flosi Eiríksson. Það er erfitt að þurfa að kveðja góðan dreng sem fellur frá í blóma lífsins og á augljóslega eftir að gera svo margt. Hefur samt gert svo mik- ið og komið svo víða við. Við Magnús Jón vorum búnir að vita hvor af öðrum í stjórnmála- vafstri og í starfi fyrir samtök kenn- ara um nokkurt árabil áður en við lentum í því að vinna saman að ákaf- lega krefjandi verkefni árið 1998. Þá vorum við meðal fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í viðræðum um mál- efnalista fyrir sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og Þjóð- vaka, framboð sem síðar hlaut nafnið Samfylkingin. Það tók marga fundi, krafðist mikillar þolinmæði og góðs skammts af rökhyggju og óendan- legrar skapstillingar að sigla þessum viðræðum heilum til hafnar. Það er undir slíku álagi sem best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.