Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SALA aðgöngumiða á svið- setta óperutónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Laug- ardalshöll föstudaginn 30. mars kl. 19.30 og laugardaginn 31. mars kl. 17 er hafin. Verð í númeruð sæti er kr. 3.500. Sviðsettir óperutónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar hafa fest sig í sessi sem einn af há- punktum starfsárs hljómsveit- arinnar. Að þessu sinni er það ein kunnasta ópera allra tíma, Carmen eftir George Bizet. Fjöldi þekktra listamanna kemur að sýningunni ásamt kór Íslensku óperunnar. Carmen var frumflutt í Par- ís 1875 og voru viðtökur áhorf- enda ekki vísbending um þá hylli sem Carmen átti eftir að koma til með að njóta því að viðbrögðin voru eftirfarandi: Eftir fyrsta þátt: dauft klapp, eftir annan þátt: minna klapp, undir þriðja þætti baul og há- reysti í lokin. Miðasala á Carmen hafin NÝR tónleikasalur verður formlega tekinn í notkun í Tónlistarskólanum í Garðabæ í kvöld kl. 20. Við opnun salarins munu nokkrir kennarar Tónlistarskólans spila fyrir boðs- gesti og kostir salarins verða sýndir. Salurinn er fyrst og fremst ætlaður til tón- leikahalds en í honum er nýr Steinway-flygill og föst sæti fyrir 110 manns. Þó verður einnig í salnum góð aðstaða fyrir fundi og uppákomur, jafnvel smærri ráðstefnur. „Þetta er fallegur lítill salur og í honum er glæsilegt píanó. Þá virðist hljómurinn vera góður en þeir tónlistarkennarar sem hafa komið í salinn hingað til eru ánægðir með hljóminn en þetta atriði er alltaf vandasamt þegar verið er að hanna tónleikasali,“ segir Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskólans í Garða- bæ. Það má því ætla að salurinn sé góð viðbót við það húsnæði sem fyrir er til tónleikahalds á höfuðborgar- svæðinu. Nýr tónleika- salur opnaður í Garðabæ Agnes Löve HALLBERG Hallmundsson nefnir tvö nítjándu aldar ljóðskáld bandarísk sem enn í dag eigi brýnt erindi við skáld og ljóðalesendur, Emily Dickinson og Walt Whitman. Ljóðlist þeirra er þó harla ólík. Emily Dickinson var fágað skáld sem duldi tilfinningar sínar. Walt Whitman var opinskár, einlægur en mistækur. Hann ávann sér þakklæti og virðingu fyrir að hjúkra sjúkum í þrælastríðinu. Þar með hafði hann sjálfur horfst í augu við dauðann. Mannlífið í nekt sinni og vanmætti snart hann djúpt. Hispurslaust gat hann ort um blindar ástríður, þar með taldar launhelgar ástalífsins. Hann hafði líka næmt auga fyrir náttúrunni. Hann var mælskur og hrifnæmur. Bókfróðir spakvitringar – og raunar líka rithöfundar sem mark var tekið á – skemmtu sér við að benda á óskáldleg tilþrif í ljóðum hans. En þar sem hann varð einn af spámönnum modernismans átti nafn hans eftir að koma fyrir oft og víða í bókmenntaritum þegar leið á tuttugustu öldina. Frjálsræði það, sem hann tók sér, höfðaði sterkt til »beat«-kynslóðarinnar. Framúr- stefnuskáld sóttu til hans styrk og fyrir- mynd og héldu nafni hans jafnframt á lofti. Hvort og hversu lengi skáld munu þannig halda ljóðlist hans í heiðri? Það mun tíminn einn leiða í ljós. Meðal amerískra skálda sem horft hafa til hans sem lærimeistara má nefna Theodore Roethke, Charles Olson, Robert Duncan og Edward Dorn að ógleymdum Allen Ginsberg, ægi- skelfi sómakærra góð- borgara, sem margur hefur skoðað sem forsprakka svæsnustu róttækni í amerískri ljóðagerð. Hallberg, sem er sjálfur ágætt ljóðskáld, gengur nú til liðs við hóp þann sem þegar hefur kynnt ís- lenskum lesendum ljóðlist Whit- mans. Þar hafa ýmsir komið við sögu, þó vafalaust fleiri en undirrit- aður man eftir í andartakinu. Alls fyrst kemur mér í hug þýðing Ein- ars Benediktssonar sem hann nefndi einfaldlega Úr „Grasblöð- um“, svo og tvö ljóð sem Jóhann Hjálmars- son íslenskaði og birti í fyrsta þýðingasafni sínu, Af greinum trjánna. Helgi Hálf- danarson og Sigurður A. Magnússon hafa líka báðir þýtt ljóð eft- ir Whitman. Eru þá aðeins fáir taldir. Að þýða Whitman er vandasamt, og það fyr- ir margra hluta sakir. Orðaval hans var svo fjölbreytilegt og blæ- brigðaríkt og langt frá því að vera jafn ein- sleitt og persónulegt og tíðkanlegt var í ljóðum margra 19. aldar skálda. Whitman fór um víðan völl í ljóðlist sinni. Hann gat auðvitað komist skáldlega að orði að þeirra tíma hætti. En hann kunni líka að bregða fyrir sig hversdags- legra orðfæri. Þann vandrataða veg milli hins formlega og frjálslega þarf þýðandinn að þræða. Sumt sýn- ist mér Hallberg hefði mátt orða öðruvísi. En það er að sjálfsögðu álitamál. Ljóst er að hann hefur lagt meiri áherslu á heildina, það er að koma til skila því sem skáldið vildi sagt hafa, efninu, hugsuninni, and- blænum. Tuttugu og fjögur eru ljóðin sem Hallberg birtir að þessu sinni. Sumt er það úr stríðinu, annað frá daglega lífinu, ennfremur stemmingar tengdar náttúrunni. Þó Whitman hafi oft verið talinn til rómantískra skálda hljóta myndir þær, sem hann dregur upp af vígvellinum, að teljast vera bæði raunsannar og natúral- ískar. Gildir þá einu hvort hann bregður upp svipmynd af riddaraliði sem er að fara yfir vað, herbúðasýn við dagmál, ásjónu þjáningarinnar sem vígvöllurinn skilur eftir sig eða »ómælisvötnum mennskra tára« að hildarleik loknum. Í augum Whit- mans var stríð harmleikur. »Hvísl um himneskan dauða« var að hans dómi »slúður af vörum næturinnar«. Ljóð þau, sem Whitman orti um hringrás náttúrunnar og skyldleika alls, sem lifir, eru ekki síður til að geyma í minni, t.d. Röddin í regn- inu, Hljóð þolinmóð kónguló og Þeg- ar ég hlýddi á stjörnufræðinginn lærða. Ljóst er og að Whitman hef- ur eins og samtíðarmenn hans al- mennt hrifist af tækniframförum síns tíma. Um það ber ótvírætt vitni skemmtilegt ljóð hans, Til eimreiðar á vetri. »Brunaðu gegnum ljóðið mitt með alla þína stjórnlausu / tón- list og sveiflandi ljósker um nætur,« stendur þar. Þessi litla bók Hallbergs Hall- mundssonar leynir á sér. Innihaldið er mun veigameira en útlitið gefi til kynna. BÆKUR L j ó ð a þ ý ð i n g a r og fleiri ljóð eftir Walt Whitman. Þýð. Hallberg Hallmundsson. 32 bls. Útg. Brú. Reykjavík. New York. 2001. LÍTTU NIÐUR LJÓSA TUNGL Erlendur Jónsson Ljóð himins og jarðar Walt Whitman GUK er samheiti yfir þrjá sýning- arstaði í jafnmörgum löndum sem reknir eru af íslenskum listamönn- um. Heitið er skammstöfun yfir sýn- ingarstaðinn Garður, Ártúni 3, Sel- fossi, sem listakonan Alda Sigurð- ardóttir rekur, Udhus – eða Útihús – Kirkebakken 1, í Lejre á Sjálandi, sem önnur listakona, Steinunn Helga Sigurðardóttir sér um, og Küche – eða Eldhúsið – í Callinstrasse 8 í Hannover, Þýskalandi, en það er heimili listamannsins Hlyns Halls- sonar. Ef til vill er ekki hægt að tala um stóra sýningarsali, en það er kannski ekki aðalatriðið, heldur hitt að GUK er haldið úti á Netinu og þar er hægt að fylgjast með sýningum á öllum þrem stöðum. Hver listamaður sýnir nefnilega samtímis á öllum stöðunum í einu svo varla er hægt að fylgjast með öllum sýningunum nema með hjálp tölvu og mótalds. GUK var stofnað í maí árið 1999 og nú er þar sjöunda sýningin á ferðinni en hver sýning stendur í þrjá mánuði. Það var Gjörningaklúbburinn góði, þær Eirún Sigurðardóttir, Halldóra Ísleifsdóttir og Jóní Jónsdóttir – í fjarveru Sigrúnar Hrólfsdóttur – sem opnaði sýningarnar í Garði og Udhus, en í Küche í Hannover var skálað í kampavíni og etnar með hin- ar vel kunnu, sérbökuðu Gjörninga- klúbbskökur, skreyttar logomerki hópsins. Næst sýndi Pétur Örn Friðriksson á sýningarstöðunum þrem og var það síðasta sýningin árið 1999. Eins og hans var von og vísa var vél í fyr- irrúmi á sýningunni. Vélina smíðaði listamaðurinn án þess að hafa gefið sér fyrirfram hvaða hlutverki hún ætti að þjóna. Að auki voru fánar og skífudýr, lík þeim sem notuð eru til að æfa skotfimi. Á síðasta ári sýndu fjórir erlendir listamenn í GUK, þeir Carsten Greife, Kaj Nyborg Jürgen Witte og John Krogh. Nú sem stendur er á stöðunum þrem sýning á verkum þýska listamannsins Alexanders Steigs. Verk hans heita Síðasta verk- efni Tokyo Cheetah, og draga nafn af gamaldags sjónvarpstækjum frá öndverðum áttunda áratugnum. Tveim viðtækjum var komið fyrir á Selfossi og í Lejre, og sýndu þau aðeins snjóinn góða sem mun vera leifar upprunageislanna frá því al- heimurinn mótaðist. Suðið og snarkið má svo heyra á snældu í Küche í Hannover. Eins og gefur að skilja eru hér ekki flókin eða stórvægileg verk á ferðinni þótt um sé að ræða níutíu mínútna myndbands- og hljóðsnældu. Sýningarhaldið sjálft, tilhögun og natni listamannanna þriggja, hefur tilhneigingu til að yfirskyggja sjálfa listina sem sýnd er í GUK. Ef til vill er um byrjunarörðugleika að ræða sem hverfa þegar nýjabrumið fer og staðirnir þrír fara að nýta betur ómælda möguleika miðlunarinnar. En þó svo að sumar sýningarnar virðist ekki byggja nægilega á mögu- leikum miðilsins er framsetning sýn- ingarstaðanna þriggja og vefsíðurnar til stakrar fyrirmyndar. Slóðin: www.simnet.is/gul/index.htm er til vitnis um þróttmikið starf þremenn- inganna og útsjónarsemi þegar kem- ur að því að hasla myndlistinni völl á Netinu. Myndefnið – þar með taldar ljósmyndirnar af stöðunum þrem – upplýsingarnar og krækjurnar eru til stakrar fyrirmyndar. Ef til vill er þetta fyrsta skrefið inn í framtíðina í nýju sýningarhaldi. Netvæðing listarinnar Eitt af verkum Alexanders Steigs. MYNDLIST G a r ð i , Á r t ú n i 3 , S e l f o s s i Til 1. apríl. Opið eftir samkomulagi. SKJÁLIST ALEXANDERS STEIGS Halldór Björn Runólfsson ♦ ♦ ♦ GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir þýsku kvikmyndina „Viehjud Levi“ í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Myndin er frá árinu 1999 og gerist á fjórða áratug aldarinnar. Þar segir frá kvikfjárkaupmannin- um Levi sem er af gyðingaættum. Levi hefur átt vinsamleg sam- skipti við íbúa þorps eins í Svarta- skógi en þegar nasisminn heldur þar innreið sína breytist viðhorf þorps- búa til Levi smám saman sem loks leiðir til alvarlegra árekstra. Hér er í og með reynt að svara spurningunni um ástæðurnar fyrir hinum skjóta uppgangi nasismans í Þýskalandi. Á Kvikmyndahátíðinni í Berlín 1999 fékk leikstjórinn Didi Dan- quardt sérstök verðlaun sem veitt eru ungum kvikmyndagerðarmönn- um fyrir nýbreytni í efnisvali og stíl- brögðum. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Þýsk kvik- mynd í Goethe- Zentrum EINLEIKURINN Bannað að blóta í brúðarkjól, sem var á fjölum Kaffileikhússins sl. vor, verður sýndur annað kvöld, föstudags- kvöld, og laugardagskvöld, kl. 21 á Einleikjadögum sem nú standa yfir í Kaffileikhúsinu. Leikritið er eftir Gerði Kristný og leikur Nanna Kristín Magnúsdóttir hlut- verk brúðarinnar. Dagurinn sem kona klæðist brúðarkjól táknar tímamót, form- leg tímamót tveggja heima, þess heims að lífið miðist við einn og þess að í einu og öllu sé gengið út frá órjúfanlegri tengingu tveggja allt þar til dauðinn aðskilur. Margs ber að gæta við undirbún- ing þessa mikla dags og ekkert, alls ekkert, má fara úrskeiðis. Því jafnvel þó að í afar mörgum til- vikum endist þessi tímamótasamn- ingur vart árið út þá er þessi dag- ur merktur hinni einlægu vissu, þrá og von um ævarandi samhljóm tveggja sálna. Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverki sínu. Einleikur um ástina í Kaffileikhúsinu DANIR hafa ákveðið að opna gyð- inglegt safn í hluta hinnar gömlu byggingar Konunglega bóka- safnsins. Hinn heimsþekkti pólski arkitekt Daniel Libeskind, sem sjálfur er gyðingur, mun hanna innviði safnsins og eiga teikningar að liggja fyrir í lok mánaðarins. Hugmyndin að gyðingasögu- safni er fimmtán ára gömul en saga gyðinga í Danmörku spannar hins vegar 400 ár. Alls hafa um 25 milljónir dkr., ríflega 250 milljónir íkr., fengist til safnsins, þar af eru um 9 milljónir dkr. framlag danska ríkisins. Danir telja sig að vonum hafa dottið í lukkupottinn að hafa feng- ið Libeskind til að hanna safnið en að sögn Bents Silber, formanns stjórnar safnssjóðsins, heillaðist arkitektinn af því hve vel gyðing- ar hafa samlagast dönsku sam- félagi. Þeir eru nú á milli 5 og 6.000. Libeskind er líklega þekktastur fyrir gyðingasögusafnið í Berlín, sem reis fyrir þremur árum en hefur enn ekki verið opnað. Bygg- ingin þykir einstök og tákn um þjáningar gyðinga. Hún byggist á helsta tákni gyðinga, Davíðs- stjörnunni, sem hefur verið rifin í sundur. Gyðinglegt safn í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.