Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skepnurnar er gin- og klaufaveikin eins og slæm flensa fyr- ir mannskepnuna. Hún er ekki ban- væn nema í stöku tilfelli, smitar ekki fólk og því eru æ fleiri sem spyrja hvort jafn víðtæk slátrun og nú er stefnt að sé í raun nauðsynleg. Er ekki hægt að gera eitthvað annað, til dæmis að bólusetja dýrin? Bresku bændasamtökin styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en meðal óbreyttra meðlima þeirra eykst gagnrýnin á afstöðu foryst- unnar. Um helgina ólgaði reiðin í bændum í Cumbriu, sem hefur orðið illa úti, því stórtæk slátrun mun bitna illa á því svæði. Í gær var sagt frá fyrstu tveimur staðfestu tilfellunum í Hollandi, sem talið er að rekja megi til Írlands. Í gær voru bresku tilfellin um 410, 350 þúsund dýrum hefur verið slátrað, tæplega 96 þúsund bíða slátrunar en aðeins 160 þúsund dýrum hefur ver- ið fargað. Seinagangur yfirvalda við greiningu, slátrun og einkum við förgun hræjanna er einnig ákaft gagnrýndur. Nú er talað um að her- inn eigi að koma til hjálpar, en stjórnin hefur verið hikandi að kalla hann til þó stjórnarandstaðan klifi á því. En það eru fleiri en bændur, sem eru örvæntingarfullir. Allir, sem reka ferðaþjónustu til sveita finna fyrir lokun sveitanna. En það sverf- ur einnig að stjórninni. Í gær birti Guardian skoðanakönnun, sem sýnir að 52 prósent kjósenda eru hlynnt því að fyrirhuguðum en óboðuðum vorkosningum verði frestað. Stefnt að stóraukinni slátrun Í sama streng tekur stjórnarand- staðan af skiljanlegum ástæðum, en hingað til hefur Tony Blair forsætis- ráðherra ekki tekið það í mál. Nick Brown landbúnaðarráðherra bar einnig til baka í gær orðróm um að yfirvöld hefðu vitað um gin- og klaufaveikitilfelli áður en þinginu var tilkynnt um þau í febrúar. Stefnan nú er að slátra öllu fé í þriggja kílómetra hring frá bæjum, sem smit er komið upp á. Þetta þýðir að 300 þúsund kindum verður farg- að. Það bitnar hrikalega á sveitum eins og Cumbriu, þar sem tilfellin eru mörg og landbúnaðarsvæðið þétt. Þess vegna hefur fyrirhuguð aðgerð vakið sterkustu viðbrögðin og mótmælin í Cumbriu. Þar er búist við að slátrun hefjist ekki fyrr en eft- ir nokkrar vikur sökum skorts á mannafla til að slátra og farga hræj- unum. Þessi sláturlota átti að hefjast í Skotlandi en hefur verið frestað, svo óvíst er hver framvindan verður. Á mánudaginn heimsótti Jim Scudamore yfirdýralæknir Cumbr- iu. Búist var við að hann fundaði með bændum, sem höfðu margir hverjir keyrt mörg hundruð kílómetra til að funda með Scudamore. Þegar til kom hitti hann aðeins embættis- menn og dýralækna. Skýringin var sú að hann vildi ekki stefna bændum saman vegna smithættu, en ákvörð- unin vakti samt sem áður mikil við- brögð bænda, því margir eru ösku- reiðir yfir ráðstöfunum og því sem þeir telja sambandsleysi við bændur. Gin- og klaufaveikin ógnar öllum klaufdýrum, en leggst misþungt á dýrin. Verst fara kýr út úr veikinni, því þær verða nytjalitlar á eftir, hættir við að missa kálfa eða verða geldar. Kýr, sem hafa fengið veikina verða bóndanum því til lítillar gleði á eftir. Kindur verða hins vegar fyrir minni skakkaföllum, en eru slæmir smitberar, því einkennin eru lúmsk. Því er erfitt að greina sjúkdóminn í þeim, erfiðara en í öðrum skepnum, en um leið er meiri hætta á að sauðfé beri smit í önnur dýr. Faraldurinn nú uppgötvaðist í kringum 20. febr- úar og þá í kindum. Getgátur eru uppi um að sjúkdómurinn hafi í raun komið upp í janúar, en ekki uppgötv- ast fyrr einmitt vegna þess að hann kom upp í sauðfé, sem er lúmskir smitberar. Það gæti líka útskýrt öra útbreiðslu sjúkdómsins, en það skortir heldur ekki á samsæriskenn- ingar um að yfirvöld hafi þagað leng- ur en góðu hófu gegndi. Af hverju ekki bólusetning? Fullyrðingar yfirvalda um að þau hafi tök á útbreiðslunni stangast á við að tilfellin hafa aldrei verið fleiri en allra síðustu daga. Fyrirhuguð stórslátrun vekur mikla reiði. Víða hafa bændur lagt fé og fyrirhöfn í að rækta upp góð kyn og áratuga vinna við það fer nú víða til spillis. Því spyrja æ fleiri hvort ekki sé rétt að hugleiða aðrar aðgerðir en að slátra fé í stórum stíl þegar það hefur verið reynt án árangurs í mánuð. Stuðningsmenn slátrunar segja að þetta sé eina leiðin, sem hafi reynst vel hingað til. Þessi leið hafi verið farin 1981, þegar veikin kom upp, en náði ekki að verða að faraldri og þetta hafi á endanum, eftir átta mán- uði, bundið enda á faraldur áranna 1967–1968. Í skýrslu ónefnds dýralæknis, sem Guardian segir frá í fyrradag, koma hins vegar fram önnur sjónarmið. Um núverandi stefnu segir að sjúk- dómurinn sé einfaldlega of smitandi við breskar aðstæður, þar sem skepnurnar séu þétt á ákveðnum svæðum. Smitið þrífst vel í kulda og raka eins og nú er og greining sjúk- dómsins, slátrun dýra og förgun taki allt að viku, sem um leið skapi gróðrarstíu smits og nýjar smitleið- ir, því veiran er veldur sjúkdómnum getur borist með vindum. Eins og fleiri hafa bent á undan- farið er í skýrslunni sagt að þegar faraldurinn gangi yfir sé ómögulegt að segja hvenær honum skjóti næst upp. Eins og með flensu eru margir stofnar af veirunni og þó Bretar hafi sloppið við gin- og klaufaveikina í tvo áratugi megi það fremur þakka heppni en markvissum aðgerðum. Í skýrslunni er ályktað sem svo að of lítið sé vitað um smit og smitleiðir í sauðfé, svo ekki sé hægt að álykta að slátrun á 3 kílómetra belti dugi til að sporna við útbreiðslu. Reynslan annars staðar sýni að sjúkdómurinn deyi út af sjálfu sér. Niðustaðan er að eindregið er mælt með bólusetningu, sem sam- fara slátrun smitaðra dýra, hafi reynst besta ráðið í þeim heimshlut- um, þar sem veikin er landlæg. Í skýrslunni eru nefnd ýmis dæmi um hvernig megi fara að við bólusetn- ingu. Pólitísk ólga Mótrökin við bólusetningu hafa verið að með bólusetningu sé ekki hægt að greina milli smitaðra dýra og bólusettra dýra og því muni ekki fást útflutningsleyfi. Í skýrslunni, sem Guardian vitnar í, er hins vegar bent á að með bólusetningu og slátrun muni það hugsanlega aðeins taka þrjá mánuði og í mesta lagi tólf að uppfylla skilgreiningu um smit- leysi. Bólusetning er kostnaðarsöm að- gerð en á hinn bóginn hlýst ærinn kostnaður af veikinni sjálfri. Það er alltof þröngt sjónarhorn að huga að- eins að hvað veikin kostar bændur, því ferðamannaiðnaður á stórum svæðum er hreinlega í dái þessar vikurnar og mikil skelfing í þeim geira ef páskarnir, sem eru gríðar- legur ferðatími í Bretlandi, detta út. Þegar hefur verið talað um að tap- ið af veikinni nemi um átta milljörð- um punda, en ársframleiðsluverð- mæti bresks landbúnaðar er 7,6 milljarðar, svo það er tap annars staðar, sem munar um. Fjölmiðlar birta stöðugt myndir og fréttir af auðum sveitaþorpum og mannlaus- um göngustígum til sveita. Það er ekki síst af þessum ástæð- um, sem örvæntingin til sveita er svo mikil. Það eru mun fleiri en bændur, sem finna fyrir lokun sveitanna. Og afkoma margra bænda er einnig samtvinnuð ferðamennsku, því margir þeirra reka gistiheimili, mat- sölu og afurðasölu heima á bæjum af mikilli hugmyndaauðgi og bæta þannig bæði við eigin afkomu og fjöl- breytni þess sem breskar sveitir hafa upp á að bjóða. Pólitísk ólga af völdum faraldurs- ins gerist nú æ meiri. Það liggur í loftinu að Blair hafi stefnt að kosn- ingum 3. maí að undangenginni stuttri en snarpri kosningabaráttu, en stjórnarandstaðan, undir forystu William Hague, leiðtoga Íhalds- flokksins, gerir sitt til að ýta undir frestun. Enn bendir ekkert til að Blair sé áfjáður í frestun, enda óvíst hver framvindan verður, ef kosning- um verður frestað nú. Deilt um hvernig bregðast eigi við gin- og klaufaveikifaraldrinum í Bretlandi Er annað til ráða en slátrun? Eftir því sem örvænting bænda og aðila í ferðaiðnaði eykst vegna gin- og klaufaveikinnar efast margir um að stórslátrun eins og nú er stefnt að leysi allan vanda, segir Sigrún Davíðsdóttir. AP Embættismenn úr breska landbúnaðarráðuneytinu skoða hræ nautgripa sem ráðgert er að brenna í Cumbriu. Nautgripunum var slátrað vegna þess að þeir höfðu sýkst af gin- og klaufaveiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.