Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SLENSKI dansflokkurinn lauk í fyrradag sýning- arferð sinni til Norður- Ameríku, en um er að ræða stærstu ferð hans af því tagi hingað til. Dansflokkurinn hélt alls sex sýningar á tímabilinu 13. til 20. mars, þar af fimm í Harbour- front Centre í Toronto og eina í National Arts Centre í Ottawa, þar sem Björn Bjarnason mennta- málaráðherra var viðstaddur. Sýnd voru verkin NPK eftir Katrínu Hall, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, Kraak een eftir Jo Strømgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Flokkurinn var að búa sig undir heimferð frá Ottawa þegar Morg- unblaðið náði tali af Valgeiri Valdi- marssyni, framkvæmdastjóra Ís- lenska dansflokksins, í gær. Hann sagði sýningarnar hafa gengið mjög vel og viðbrögð verið góð. „Við sýndum í Ottawa í gærkvöldi og var uppselt þar í stóran sal, og leit út fyrir að færri hefðu komist að en vildu. Þá voru viðtökurnar í Toronto líka góðar,“ segir Valgeir. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í Norður- Ameríku en á undanförnum þrem- ur árum hefur hann sýnt víða í Evr- ópu, m.a. í Björgvin, Bologna, Hels- inki, París, Prag og Vilnius. Valgeir segir ferðina hafa verið mjög lær- dómsríka fyrir dansflokkinn sem stefnir að því að gera sýningar- ferðir til útlanda að reglulegum hluta af starfsemi sinni. „Það hefur líka verið áhugavert að sjá hvernig áhorfendur geta verið mismunandi eftir löndum, en Ottawa er tólfta borgin sem við sýnum í fyrir utan Reykjavík á síðstliðnum þremur ár- um. Það sem fellur mönnum vel í geð á einum stað getur öðrum líkað síður,“ bendir Valgeir á og bætir því við að ánægjulegt hafi verið að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra skyldi gera sér sérstaklega ferð til að verða viðstaddur sýn- inguna í fyrradag. „Með því var okkur sýndur mikill heiður en menntamálaráðherra hefur sýnt virkan áhuga á starfi Íslenska dans- flokksins í sinni ráðherratíð.“ Á næstunni hyggst dansflokk- urinn halda áfram sýningum í Borgarleikhúsinu, en Kraak een, Kraak twe og Pocket Ocean voru heimsfrumsýnd í Borgarleikhúsinu í upphafi mánaðarins og verður sýningum á þeim haldið áfram í mars og apríl. „Það verður sýning í Borgarleikhúsinu strax á sunnu- daginn. Síðan eru ýmis skemmtileg verkefni á teikniborðinu hjá okkur. Það er hugsanlegt að við förum til Englands í maí eða júní, til Þýska- lands í ágúst, auk þess sem við mun- um frumsýna ný íslensk verk á nýju sviði Borgarleikhússins í október,“ segir Valgeir að lokum. „Viðtökurnar voru mjög góðar“ Morgunblaðið/Golli Hildur Óttarsdóttir í Pocket Ocean eftir Rui Horta. Ljósmynd/Golli Dansflokkurinn sýndi dansverkið Kraak een í Kanada. Íslenski dansflokkurinn á heimleið eftir vel heppnaða sýningarferð til Kanada PÉTUR Eggerz, formaður Íslands- deildar Assitej (alþjóðlegu barna- leikhússamtakanna), var fyrstur frummælenda og lagði megináherslu á stöðu sjálfstæðu leikhúsanna í máli sínu en mörg þeirra hafa lagt sig sér- staklega eftir leiksýningum fyrir börn. „Á síðasta leikári sýndu sjálf- stæðu barna- og unglingaleikhúsin a.m.k. 25 leikverk,“ sagði Pétur. „Fljótleg samantekt leiðir í ljós að sýningar voru 763 og samanlagður áhorfendafjöldi 100.420. Sýningar þessar voru fyrir áhorfendur frá 2ja ára aldri og upp úr. Þá má geta þess að a.m.k. fjórir hópar voru í leikferð- um erlendis á síðasta ári með sýn- ingar sínar. Það sem einkennir flestar sýning- ar þessara hópa er að þær eru ferða- sýningar sem farið er með í skóla og leikskóla um land allt. Þannig er það orðinn árlegur viðburður, og gott betur, að barna- eða unglingaleik- sýning komi í heimsókn í flesta þétt- býlisstaði landsins og víða hafa börn- in séð mun fleiri leiksýningar á undanförnum árum en þeir full- orðnu. Á flestum stöðum heyrir til undantekninga að önnur atvinnuleik- hús en barna- og unglingaleikhús komi í heimsókn með sýningar sínar. Mikill meirihluti þeirra sýninga sem þessir hópar hafa haft á verkefna- skrá sinni er ný íslensk verk,“ sagði Pétur og lagði þar með áherslu á frumsköpunarhlutverk leikhópanna. Ólíkt annarri leikhúsvinnu „Að starfa í barna- og unglinga- leikhúsi er um margt mjög ólíkt ann- arri leikhúsvinnu. Sýningar fara fram á daginn. Það er gjarnan sýnt tvisvar á dag, t.d. kl. 10 f.h. og 2 e.h. Þó kemur fyrir að sýnt sé oftar og á öðrum tímum, t.d. hefur komið fyrir að sama leiksýningin hafi verið sýnd 5 sinnum á sama deginum og sýn- ingar hafist kl. 8 að morgni. Þá er iðulega verið að sýna við aðstæður sem ekki eru skapaðar til leiksýn- inga í leik- eða grunnskólum. Leik- ararnir þurfa að stilla upp leikmynd fyrir sýningu og taka hana aftur nið- ur að sýningu lokinni, jafnvel nokkr- um sinnum á dag. Eitt er það sem þeir sem reka barna- og unglingaleikhús verða að hafa í huga í sambandi við sölu og kynningu á sýningum sínum. Þótt sýningarnar séu ætlaðar börnum er sá hópur sem kaupir þær fullorðnir, foreldrar, kennarar og leikskóla- stjórnendur. Það er því ekki nóg að setja upp sýningar sem höfða til barna, þær þurfa einnig að vera þannig að forráðamenn barna hafi áhuga á að láta börn í sinni umsjón sjá þær. Þannig er t.d. alkunna að það efni sem foreldrar þekkja frá sín- um æskuárum er oftast mun seljan- legra en það sem er nýtt og frum- samið.“ Pétri varð síðan tíðrætt um fjár- hagsstöðu leikhópanna og kvað hana sérlega erfiða varðandi barnasýning- arnar. „Það er nokkuð sérstakt við barna- og unglingasýningar að þær eru gjarnan keyptar í heilu lagi. Skólar og leikskólar kaupa sýningar sem síðan er komið með í skólana, eða þá að komið er með hópana í leikhúsið. Það hefur því mikið að segja fyrir af- komu barnaleikhússins að áhugi sé fyrir hendi hjá þessum aðilum að kaupa sýningu. En áhuginn einn og sér dugir skammt. Leiksýningar kosta peninga og af þeim er sjaldnast til mikið innan veggja skólanna. Það fjármagn sem skólunum er ætlað til að kaupa inn menningarviðburði er mjög takmarkað og sjaldan virðist unnt að innheimta sérstaklega gjald af nemendum vegna leiksýninga. Á margan hátt virðist þetta vera auð- veldara í leikskólunum þar sem eru sérstakir foreldrasjóðir ætlaðir til þessara nota. Skiptir barnaleikhús minna máli? Af þessu leiðir að sýningar þurfa að vera ódýrar ef einhver von á að vera til að þær seljist. Það virðist líka vera þegjandi samkomulag um það í þjóðfélaginu að allt sem viðkemur börnum eigi að vera ódýrara en fyrir fullorðna. Það virðist einnig vera skilningur yfirvalda að leikhús fyrir börn sé á allan hátt ódýrara en fyrir fullorðna og ef eitthvað er þá lækki kostnaðurinn við það frá ári til árs. Nýlega var upplýst hvaða sjálfstæðu leikhús og sviðslistahópar fengju út- hlutað styrkjum til starfsemi þetta árið frá menntamálaráðuneyti. Af fimmtán hópum sem fengu úthlutað voru einungis tveir sem fengu úthlut- að sérstaklega til uppsetninga á barnaleiksýningum, Möguleikhúsið 1.500.000 kr. til uppsetninga nýrra íslenskra barnaleikrita og Strengja- leikhúsið 750.000 kr. til uppsetningar Skuggaleikhúss Ófelíu. Að auki fékk Möguleikhúsið 12 mánaða starfs- laun. Sögusvuntan, Furðuleikhúsið, Stopp leikhópurinn, Tíu fingur og aðrir sem sóttu um til uppsetningar barnaleikrita fengu ekki neitt. Hvaða skilaboð eru yfirvöld að senda ís- lensku barnaleikhúsi með þessu?“ spurði Pétur. „Eru skilaboðin þau að þetta starf skipti svona miklu minna máli en það starf sem unnið er fyrir fullorðna? Eru skilaboðin þau að listamennirnir eigi að halda áfram að gera þetta ánægjunnar einnar vegna til æviloka? Eða eru skilaboðin þau að börnin eigi einfaldlega ekki skilið að fá til sín leiksýningar?“ Engan áminnandi vísifingur Silja Aðalsteinsdóttir talaði sem gagnrýnandi og áhorfandi og lagði áherslu á að ekki mætti tala niður til barna í leiksýningum, „...en ekki heldur smjaðra fyrir þeim með væmni heldur sýna þeim tillitssemi og virðingu.“ Hún nefndi sýningar Möguleikhússins á Völuspá og Sögu- svuntunnar á Loðinbarða sem dæmi um vel heppnaðar sögusýningar „...þar sem í báðum tilvikum er harkalegt efni, „blóð, kynlíf, ofbeldi, ástir, svik og morð!“ og margfaldur undirtexti en milliliðurinn miðlar því þannig að börn hafa gagn og gaman af en verða ekki óhóflega skelkuð.“ Hún gagnrýndi leikrit þar sem talað er niður til barna og sögumanns- röddin breytist í áminnandi vísifing- ur og nefndi nýlega frumsýningu á Skuggaleik Guðrúnar Helgadóttur sem dæmi um það. Silja lauk máli sínu á því nefna barnasýningar Borgarleikhússins og Þjóðleikhúss- ins þar sem hún taldi að í Skógarlífi væri sögumaður frekar hjá Baghíra en Móglí og þess vegna væri stutt í vísifingurinn í því verki auk þess sem flatneskuleg söngleikjalög hefðu spillt góðri sýningu. „Í Bláa hnett- inum er þyngdarpunkturinn allur hjá börnunum sem að vísu gera mistök af því þeirra er freistað en bæta fyrir brot sín af hugrekki og mannviti.“ Ósýnilega starfið í leikhúsinu Í máli sínu nefndi Guðjón Peder- sen, leikhússtjóri LR, að þegar rætt væri um leikhús fyrir börn í Borg- arleikhúsinu mætti ekki gleyma „ósýnilega starfinu“ sem þar væri unnið. „Tvisvar á ári fara hér í gegn um 5.000 börn. Við bjóðum 9 ára börnum í Reykjavík að koma og skoða hvað leikhúsið er og hvernig er hægt að búa til galdra í leikhúsinu. 10 ára börn koma og sjá sýningu sem við höfum unnið í samstarfi við Ís- lenska dansflokkinn. Þá höfum við verið í samstarfi við Kringluna með sýningar á sunnudögum sem nefnast Kringluvinir og næsta vetur hefst samstarf við Borgarbókasafnið sem opnar útibú hér í nýbyggingu. Okkur dreymir um að ráða sérstakan fræðslufulltrúa sem sér algjörlega um þennan þátt og okkar stefna er að bæta við þetta jafnt og þétt,“ sagði Guðjón Pedersen leikhússtjóri. „Leika allt að fimm sýningar á dag“ Í tilefni af alþjóðlega barnaleikhúsdeginum efndu Íslandsdeild Assi- tej og Borgarleikhúsið til málþings á þriðju- dagskvöldið. Frummæl- endur voru Pétur Egg- erz, Guðjón Pedersen, Silja Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Morgunblaðið/Ásdís Frummælendurnir Pétur Eggerz, Guðjón Pedersen, Silja Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.